Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 55
MINNINGAR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 ✝ Björn B. John-sen fæddist í Reykjavík 23. sept- ember 1936. Hann lést 18. janúar 2018. Foreldrar Björns voru hjónin Baldur Johnsen, læknir við Ísafjarðardjúp, í Vestmannaeyjum og Reykjavík, síðar forstöðumaður Heilbrigðiseftirlits ríkisins, og Jóhanna Jóhannsdóttir Johnsen, söng- og tónlistarkennari og óp- erusöngkona í Reykjavík. For- eldrar Baldurs voru Sigfús M. Johnsen, lögfræðingur og bæj- arfógeti í Vestmannaeyjum, og Sigurveig Guðrún Sveinsdóttir, matreiðslukennari og húsfreyja Björn Johnsen, læknir, f. 16. september 1972, og G. Edda Johnsen, Waldorf-leikskóla- kennari, f. 16. desember 1976. Maki Guðmundar er Anna Lísa Björnsdóttir, f. 14. febrúar 1974, og saman eiga þau Guðbjörgu Lísu, f. 3. júlí 2004 , Hugrúnu Lísu, f. 5. mars 2009, og Katrínu Lísu, f. 3. mars 2011. Barn Önnu Lísu og stjúpbarn Guðmundar er Kolbrún Lísa Hálfdánardóttir, f. 5. desember 1992. Maki Sturlu er Bryndís T. Gísladóttir, hjúkr- unarfræðingur. Börn Sturlu og Lilju B. Skúladóttur, viðskipta- fræðings, f. 28. mars 1974, eru Tómas Skúli, f. 9. janúar 2001, og Benedikt Björn, f. 25. júní 2004. Börn Eddu eru Nökkvi Dagur Elmarsson, f. 11. janúar 2006, og Fróði Freyr Elmarsson, f. 8. nóvember 2012. Útför Björns fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag, 25. jan- úar 2018, klukkan 15. í Reykjavík. For- eldrar Jóhönnu voru Jóhann Jó- hannsson, bóndi á Möðruvöllum í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði, og Guð- rún Skúladóttir húsfreyja. Björn var elstur fjögurra systkina: Sigfús J. Johnsen, eðlisfræð- ingur, f. 1940, Skúli G. Johnsen, læknir, f. 1941, og Anna J. Johnsen, f. 1946, arki- tekt og kennari. Björn kvæntist Guðbjörgu Guðmundsdóttur meinatækni, f. 6. apríl 1939, og eignuðust þau þrjú börn, þau eru: Guðmundur Skúli Johnsen, framkvæmda- stjóri, f. 31. mars 1967, Sturla Björn faðir okkar fæddist í Reykjavík 1936 og fluttist eins árs til Danmerkur þegar faðir hans hóf sérnám sitt. Fjölskyld- an kom heim þegar hann var þriggja ára og settist að í Ögri í Ísafjarðardjúpi. Síðar færði fjölskyldan sig til Ísafjarðar. Þar átti hún góða tíma. Hann lærði sína ævilöngu ástríðu, að elda, í skátunum hjá Hannibal Valdimarssyni. Hin ástríðan kom líka þar, klassísk músík. Hann smitaðist af tónlistar- áhuga móður sinnar, Jóhönnu Jóhannsdóttur, fyrstu lærðu óp- erusöngkonu Íslendinga. Árið 1948 flutti fjölskyldan í faðm föðurættarinnar í Vest- mannaeyjum og Björn varð Eyjapeyi, náttúrubarn og Bjarnareyingur. Björn lauk grunnskóla í Eyjum og lá leiðin til Reykjavíkur. Hann fór í MR og bjó hjá Sigfúsi Johnsen afa sínum. Hann undi sér ekki í MR og hætti eftir eina önn. Haustið eftir ákvað hann að fara í MA og fékk inni hjá frænda sínum Tómasi Björns- syni stórkaupmanni. Á Akur- eyri undi hann sér vel og kynnt- ist þar tilvonandi konu sinni og tengdaforeldrum. Björn lauk stúdentsprófi 1957 og hóf nám í læknisfræði. Á miðju öðru ári lenti hann í mótorhjólaslysi. Af- leiðingar slyssins eltu hann alla ævi og datt hann út úr lækn- isfræðinni. Eftir að hann náði bata ákvað hann að söðla um og fara í grasafræði og fór í nám til Glasgow. Þegar Björn útskrifaðist fór hann að vinna hjá Atvinnudeild Háskóla Íslands. Hann vann að mörgum framfaramálum, eins og að kortleggja mósvæði landsins með tilliti til vinnslu. Sömuleiðis fór hann um allt há- lendið til þess að finna út hvaða grös og gróður væru heppileg- ust til uppgræðslu. Í þessum hálendisferðum kom kokka- kennsla Hannibals að góðum notum. Árið 1963 hefst Surtseyjar- gosið og stjórnaði Björn rann- sóknum á gróðurtöku í Surtsey, ráðinn af Surtseyjarfélaginu. Þetta var í fyrsta skipti í sög- unni sem menn fengu tækifæri til þess að rannsaka gróðurtöku nýs lands með þessum hætti. Vakti þetta heimsathygli og er þessi rannsókn enn í gangi. Árið 1966 hittir Björn æsku- ást sína, Guðbjörgu Guðmunds- dóttur frá Akureyri, og þau stofna fjölskyldu. Það rann fljótt upp fyrir honum að það var ekki björguleg framtíð að vera á launum náttúrufræðings og hóf hann þá á ný nám í læknisfræði það sama haust. Því námi lauk sex árum síðar. Á sjöunda árinu fór hann til Ak- ureyrar og lauk kandídatsárinu sínu. Eftir námið lá leiðin á Kirkjubæjarklaustur með for- setaskipun í vasanum. Fékk hann héraðslæknisstöðu. Faðir okkar undi sér vel á Klaustri, þar fékk hann að vera allt í senn; læknirinn, náttúruunn- andinn, sveitamaðurinn og garðyrkjumaðurinn. Hann átti góð samskipti við bændur þar eystra og kenndi þeim að brugga bjór í stað landa. Frá Klaustri lá leiðin í Hveragerði þar sem fjölskyldan festi rætur og ílengdist til æviloka. Átti hann þar 20 ára farsælt starf sem heimilislæknir. Nú er ljúfum stundum í eld- húsi föður okkar lokið þar sem hann töfraði fram kræsingar með ástríki og hlýju. Þar voru málin krufin til mergjar af djúpri þekkingu, fyrir það erum við þakklát nú þegar komið er að leiðarlokum og minnumst við hans allt til æviloka með hlýju í hjarta. Guðmundur Skúli Johnsen, Sturla Björn Johnsen og Edda Johnsen. Í stofunni bíða Hawaii-rós- irnar hans eftir honum og eld- húsið hans er tómlegt. Sögurn- ar og svörin hans hanga í loftinu. Björn, tengdafaðir minn, hefur kvatt okkar heim. Við áttum nokkuð sameiginlegt sem við ræddum ekki oft. Þess vegna lánaði hann mér góða bók, handrit, sem sögðu mér meira um skoðanir hans og lífs- viðhorf en nokkuð annað. Ég veit því og finn í hjarta mér að hann er nú á fallegum stað, þar sem náttúran fær að njóta sín og gróðurinn vex í kærleika mannsins. Minningin um tengdaföður minn, sposkan, dálítið stríðinn, elskulegan, bústinn í eldhúsinu að finna til góðgæti fyrir afa- börnin, mun ylja hjartanu um ókomna tíð. Hjartans þakkir, elsku Björn, þín tengdadóttir, Lísa. Hann var tengdur Lukku, húsinu sem móðir hans byggði í Vestmannaeyjum. Hann og tengdaforeldrar mínir urðu miklir vinir þegar þau öll bjuggu í Hveragerði og fyrr en varði fékk ég að vera heima- gangur hjá honum og eiginkonu hans Guðbjörgu. Björn og ég vorum ekki sam- mála í trúmálum og það auðvit- að kallaði á röksemdir, spjall, ályktanir og vináttu. Björn var vísindamaður og tilbúinn að ræða málin. Aldrei urðu sam- ræðurnar til að efla deilur eða fjandskap. Margt sem við spjölluðum situr eftir sem ljúfar minningar um góðan dreng. Meðan á Surtseyjargosinu stóð fór Björn margar vísinda- ferðirnar út í eyjuna. Eitt sinn var tilgangurinn að finna hvaða gastegund steig upp af hafinu við Surtsey. Björn fór í sjóinn og synti um með mjólkurbrúsa á hvolfi til að gleypa gasið sem kom upp með loftbólunum. Svo hló hann því að þetta reyndist ekki árang- ursrík aðferð. Þarna var hann með fremstu jarðfræðingum og vísindamönn- um samtímans. Tók þátt í hin- um furðulegustu tilraunum sem margar reyndust mjög brosleg- ar svona í frásögninni. Má vera að þetta atriði, hve fús hann var að gera tilraunir, lýsi betur skaphöfn þessa gæða- mennis en flest annað. Það reyndist ekki erfitt fyrir mig að fá sjónarmið hans og vangavelt- ur um hinar ýmsu vistarverur trúmála sem og stjórnmála. Alltaf átti hann spurningar og vangaveltur um þessi mál. Þó hann hafi þekkt helstu vísindamenn Íslands þá var hann ekki of stór til að eiga tengdaforeldra mína og svo seinna okkur hjónin að vinum. Við fórum varla framhjá Hvera- gerði öðru vísi en að líta aðeins við hjá Birni og Guggu. Völuspá segir: „ til góðs vinar liggja gagnvegir, þó hann sé firr farinn.“ Vegurinn til Hvera- gerðis í Laufskógana var gagn- vegur til góðs vinar. Nú er Björn kominn til Guðs og ætla ég að mörg svörin við spurningum okkar standi hon- um augljós hjá frelsaranum Jesú Kristi. Svo kemur að okk- ur þegar við söfnumst til feðra okkar. Guð blessi minningu hans og styrki Guðbjörgu og börnin við þennan missi. Samúðarkveðjur, Hrefna Brynja og Snorri í Betel. Björn B. Johnsenstaðaferðir. Í þessum ferðum varmargt brallað, dansað, drukkið, spilað Phase 10 og mikið hlegið. Ferðin okkar til Halifax hefur alltaf verið okkur minnisstæð. Þar var dansað, djammað og mikið verslað. Við vorum kall- aðar af hótelstarfsfólki „the shopping ladies“ eftir að þau hjálpuðu okkur inn dag eftir dag með fjölmarga poka í enda hvers verslunardags. Í sumarbústaðarferðum okkar var spilað Phase 10 langt fram á nótt og Sonja með sitt mikla keppnisskap þoldi ekki að tapa og var oft mikið hlegið að því. Við komum til með að sakna Sonju sárt, hún var stór hluti af klúbbnum okkar og mikilsmetin vinkona og systir. Elsku Gísli, Bubba, Benni og fjölskyldur, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Saumaklúbburinn Smart, Alma, Fríða Kristín, Fríða Rós, Hanna Jóna, Inga og Lára. Haustið 1972 komum við 10 ungar og hressar stúlkur í Ljós- mæðraskóla Íslands til að nema fræðin. Í þá daga var skylda að búa á heimavist og koma heim fyrir kl. 23 á kvöldin. Við bjugg- um saman í herbergi tvær og tvær, vorum fljótar að kynnast, enda einvalalið áhugasamra stúlkna sem ætluðu að verða ljósmæðrastéttinni til sóma. Þessi tvö ár sem við vorum sam- an í skólanum gerðu okkur að vinkonum þó samvistir væru mismiklar. Strengurinn sem var bundinn milli okkar hefur haldið vel, því margt var brallað og var Sonja sú fyrsta sem gaf okkur skólabróður á námsárunum þeg- ar hún eignaðist frumburð sinn, hann Gísla Valgeir. Lífið var Sonju ekki alltaf auð- velt en hún var sem eikin, brotn- aði aldrei, bognaði aðeins og hélt áfram. Dugleg, samviskusöm, skipu- lögð og einstaklega jákvæð og góð vinkona. Við kveðjum nú Sonju Guðbjörgu, eina af okkar farsælu ljósmæðrum, sem var sú jákvæðasta af okkur, var alltaf til í að sjá það góða í öllum og gera eins vel við sína skjólstæð- inga og hægt var. Við þökkum henni fyrir að hafa gert okkur að betri manneskjum. Sendum við börnum hennar og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Fyrir hönd ljósmæðra sem út- skrifuðust 1974, Margrét Bára Jósefsdóttir. Elsku hjartans Sonja mín, nú ertu komin í sumarlandið góða laus við þjáningar og þrautir þar sem þú getur gengið um á Rauðasandi sem þér var svo kær. Þú varst ótrúleg kona, svo kraftmikil og ósérhlífin, þú gast endalaust blómum á þig bætt og ekki stóð á þér þegar mig vant- aði húsaskjól 15 ára gömul. Ég á þér líf mitt að þakka, þú opnaðir hjarta þitt og heimili fyrir mér og fyrir það verð ég þér enda- laust þakklát. Þegar ljóst var að alvarleg veikindi höfðu lagst á þig sýndir þú mikið æðruleysi og styrk í baráttunni, ferðaðist og naust hverjar stundar með ástvinum þínum. Ég er svo þakklát fyrir stund- ina sem við áttum rétt fyrir and- lát þitt, ég mun geyma þetta spjall mitt í hjarta mér um ókomna tíð, faðmlagið og tárin sem runnu niður kinnar okkar, við vissum að við myndum ekki hittast aftur í þessari jarðvist en við vorum báðar svo þakklátar fyrir þessa stund. Takk fyrir allt, elsku Sonja mín. Elsku Gísli, Auður, Bubba, Jónki, Benni, Eygló og aðrir ást- vinir ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Heiða Björg Gústafsdóttir. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir Okkar ástkæri HREINN BERNHARÐSSON kennari, Hornbrekkuvegi 14, Ólafsfirði, lést mánudaginn 15. janúar. Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 27. janúar klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð dvalarheimilisins Hornbrekku, Ólafsfirði. Guðrún Þorvaldsdóttir synir, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn Elskulega móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, REGÍNA MAGDALENA ERLINGSDÓTTIR, Langholtsvegi 132, lést á dvalarheimilinu Grund laugardaginn 20. janúar. Hún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 29. janúar klukkan 13. Sverrir Þórólfsson Laufey Kristjónsdóttir Gyða Þórólfsdóttir Loftur Bjarnason Kristín Erla Þórólfsdóttir Gylfi Guðmundsson Guðlaug Þórólfsdóttir Sigfús Bl. R. Cassata Auður Þórólfsdóttir Ingi Steinn Gunnarsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EDDA INGVELDUR LARSEN, Dalbraut 27, áður Grensásvegi 58, lést á Landspítalanum í Fossvogi 16. þ.m. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 29. janúar klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda og föður okkar, Kristins Magnússonar, Einar Valgeir Arason Yngvi Þór Kristinsson Guðlaug Anna Sigurfinnsdóttir Anna Kristinsdóttir Haukur Kristinsson Kristinn Magnús Kristinsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AGNETE SIMSON, Hlíðargerði 15, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk þriðjudaginn 23. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Guðný Magnúsdóttir Guðmundur Magnússon Ragnhildur Gunnarsdóttir Una Þóra Magnúsdóttir Hörður Högnason barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HALLDÓR SIGURÐSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Eiri mánudaginn 15. janúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 29. janúar klukkan 13. Eyrún Guðbjörnsdóttir Rúnar Þór Halldórsson Ragnheiður Thor Antonsdóttir Kristján Ari Halldórsson Helga Dagný Bjarnadóttir og barnabörn Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.