Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 VIÐTAL Guðni Einarsson gudni@mbl.is Stórt eldgos í Öræfajökli er talið geta lamað flugumferð í Evrópu dögum saman. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknahóps við Há- skóla Íslands (HÍ). Uta Reichardt, doktorsnemi í umhverfis- og auð- lindafræði, er í hópnum. Hún og samstarfsfólk hennar hafa rann- sakað áhrif öskugosa á Íslandi á flug í Evrópu. Eldgosið í Eyjafjallajökli í apríl 2010 var ekki sérstaklega stórt mið- að við mörg önnur eldgos hér á landi. Engu að síður olli það miklum usla. Meira en 100.000 flugferðir voru felldar niður, milljónir flugfarþega urðu strandaglópar og fjárhagslegt tap á heimsvísu vegna gossins var metið um fimm milljarðar Banda- ríkjadala eða 515 milljarðar ÍKR. Líkön fyrir stærri eldgos Uta og samstarfsfólk hennar settu upp tvær sviðsmyndir um áhrif stærri eldgosa en urðu í Eyjafjalla- jökli 2010. Meðfylgjandi skýringar- myndir sýna þróunina næstu fimm daga eftir að eldgos hefst. Stuðst var við öskudreifingarlíkanið NAME frá eldfjallastöð veðurstofunnar í Lund- únum (VAAC). Tekið var mið af veðrinu eins og það var þegar gaus í apríl 2010. Veðurskilyrðin þá voru einkar óhagstæð því askan barst inn á fjölfarnar flugleiðir yfir megin- landi Evrópu. Önnur sviðsmyndin gerði ráð fyrir eldgosi í Eyjafjallajökli. Öskumynd- un var í meðallagi, svipað og 2010, nema þetta gos var látið standa í 24 vikur. Það er fjórum sinnum lengur en eldgosið í apríl 2010. Uta benti á að þegar gaus næstsíðast í Eyja- fjallajökli hófst gosið í desember 1821 og stóð fram í janúar 1823 eða í nær 14 mánuði. Þá er þess skemmst að minnast að eldgosið sem hófst síð- sumars 2014 í Holuhrauni stóð í um sex mánuði. Sviðsmyndin gerir ekki ráð fyrir stöðugu gosi allan þennan tíma held- ur því að Eyjafjallajökull spúi frá sér ösku á nokkurra daga fresti, líkt og hann gerði 2010. Askan var mest neðarlega í lofthjúpnum og truflaði flug í lítilli hæð, lendingar og flug- tök. Askan mun því trufla flug- umferð nokkra daga í senn yfir allt tímabilið sem eldgosið stendur. Þetta mun hafa veruleg áhrif á flug- umferð, samkvæmt rannsókninni. Hin sviðsmyndin tekur mið af sól- arhrings löngu sprengigosi í Öræfa- jökli líku því sem varð árið 1362. Svo mikið öskugos við sömu veðurað- stæður og ríktu í apríl 2010 myndi hafa gríðarleg áhrif á flugumferð í Evrópu. Það tæki öskuskýið 24 klukkustundir að berast til megin- landsins. Gos af þessu tagi myndi hafa áhrif á flug í öllum flughæðum og takmarka eða hindra öll flugtök og lendingar víðast hvar í Evrópu auk þess að koma í veg fyrir flug milli landa í 2-5 daga. Talsmaður EUROCONTROL (stofnunar um öryggi flugsamgangna) sagði að þótt flugumferðarstjórnir Evrópulanda myndu ekki loka flugsvæðum form- lega vegna öskunnar myndu nær engar flugvélar taka á loft við þessar aðstæður. Áhrifin yrðu því gríðar- lega mikil og dýrkeypt. Vel má búast við að slíkt eldgos í Öræfajökli gæti jafnvel staðið í 2-3 vikur. Rannsóknin beindist að áhrifum eldfjallaösku á flug í Evrópu en Uta sagði að sviðsmyndir sýndi að áhrifin yrðu mun víðtækari. Eldfjallaaska frá Öræfajökli gæti þannig teygt sig nær þvert yfir Norður-Atlantshaf. Stórt eldgos í Öræfajökli myndi ekki bara trufla flug heldur gæti það líka haft áhrif á siglingar. Uta sagði að eldfjallið hefði sent frá sér mikið af gjósku 1362 sem myndaði þykkt vikurlag á yfirborði sjávar. Vikur- lagið gæti verið 0,5-1 metra þykkt og hindrað siglingar og veiðar. Samvinna hagsmunaaðila Uta hefur skoðað hvernig evr- ópski flugiðnaðurinn og þeir sem eiga hagsmuna að gæta í flugrekstri hafa þróað viðbragðsáætlanir vegna eldfjallaösku frá því að eldgosinu í Eyjafjallajökli 2010 lauk. Þetta er hluti af evrópska ENHANCE- verkefninu sem fjallar um viðbrögð við náttúruhamförum. Uta sagði að innan þess væru t.d. einnig rann- sökuð áhrif skógarelda í Portúgal og flóða í Hollandi. Sérstaða íslensku eldgosanna er að áhrif þeirra geta náð um alla álfuna og víðar. Verk- efnið hefur einnig verið styrkt af NORDRESS-setrinu við HÍ og af ISAVIA rannsóknarsjóði HÍ. Hagsmunaaðilum var boðið að taka þátt í vinnustofu þar sem fyrr- nefndar sviðsmyndir voru lagðar fram. Rannsóknahópurinn við HÍ skipulagði vinnustofuna og þátttak- endur komu frá EUROCONTROL, IATA (Alþjóðasambandi flugfélaga), Icelandair, Samgöngustofu, Isavia, Veðurstofu Íslands, innanríkisráðu- neytinu og þotuhreyflaframleiðand- anum Rolls Royce. Fram kom í vinnustofunni að reglum um flug þegar aska er í lofti hefur verið breytt víða í Evrópu frá 2010. Áður var leyft að fljúga á svæðum þar sem öskuspá var undir 2.000 μg/m3 (míkrógrömm á rúm- metra) en Uta segir að sérfræðingar telji að flestar flugvélar í dag ráði við að fljúga þótt þéttleiki ösku sé allt að 4.000 μg/m3 Hún ræddi þetta við Isavia og komst að því að jafnvel þótt flugfélög hefðu lagt fram áhættumat (Safety Risk Assessment – SRA) sem heimili þeim að fljúga þar sem spáð er þéttleika ösku allt að 4.000 μg/m3 kjósi þau frekar að fljúga framhjá öskuskýinu. Sé þétt- leikinn meiri en 4.000 μg/m3 telja flestir flugrekendur að of mikil hætta sé á skemmdum á þotuhreyfl- um. Uta segir þetta undirstrika að gera þurfi meiri rannsóknir á áhrif- um ösku á þotuhreyfla og undirbúa aðrar flutningsleiðir þegar ekki er lengur hægt að fljúga framhjá ösku- skýinu. Hættumat vegna ösku og ákvörð- un um hvort flug skuli vera leyft hef- ur færst frá flugmálayfirvöldum hvers lands til flugrekenda. Flug- félögin axla nú ábyrgðina á því að ákveða hvort óhætt sé að fljúga (SRA). Uta telur að ekki þurfi að ótt- Gæti lamað alla flugumferð  Vísindamenn við Háskóla Íslands hafa sett upp sviðsmyndir um áhrif stórra eldgosa hér á flug- umferð í Evrópu  Tekið var mið af veðurfari eins og ríkti þegar Eyjafjallajökull gaus vorið 2010 Morgunblaðið/RAX Eyjafjallajökull Öskustrókurinn hindraði flug og milljónir flugfarþega urðu strandaglópar vegna eldgossins 2010. Morgunblaðið/RAX Doktorsnemi Uta Reichardt útskýrði hvernig öskuskýið frá Öræfajökli myndi lama flugumferð í Evrópu og víðar. Nýjar vörur frá geoSilica Kísill Íslenskt kísilsteinefni Recover Fyrir vöðva og taugar Renew Fyrir húð, hár og neglur Repair Fyrir bein og liði Fæst í öllum helstu apótekum, heilsuvöruverslunum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og vefverslun geoSilica. Nánari upplýsingar má finna á www.geosilica.is HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.