Morgunblaðið - 25.01.2018, Page 24

Morgunblaðið - 25.01.2018, Page 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 VIÐTAL Guðni Einarsson gudni@mbl.is Stórt eldgos í Öræfajökli er talið geta lamað flugumferð í Evrópu dögum saman. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknahóps við Há- skóla Íslands (HÍ). Uta Reichardt, doktorsnemi í umhverfis- og auð- lindafræði, er í hópnum. Hún og samstarfsfólk hennar hafa rann- sakað áhrif öskugosa á Íslandi á flug í Evrópu. Eldgosið í Eyjafjallajökli í apríl 2010 var ekki sérstaklega stórt mið- að við mörg önnur eldgos hér á landi. Engu að síður olli það miklum usla. Meira en 100.000 flugferðir voru felldar niður, milljónir flugfarþega urðu strandaglópar og fjárhagslegt tap á heimsvísu vegna gossins var metið um fimm milljarðar Banda- ríkjadala eða 515 milljarðar ÍKR. Líkön fyrir stærri eldgos Uta og samstarfsfólk hennar settu upp tvær sviðsmyndir um áhrif stærri eldgosa en urðu í Eyjafjalla- jökli 2010. Meðfylgjandi skýringar- myndir sýna þróunina næstu fimm daga eftir að eldgos hefst. Stuðst var við öskudreifingarlíkanið NAME frá eldfjallastöð veðurstofunnar í Lund- únum (VAAC). Tekið var mið af veðrinu eins og það var þegar gaus í apríl 2010. Veðurskilyrðin þá voru einkar óhagstæð því askan barst inn á fjölfarnar flugleiðir yfir megin- landi Evrópu. Önnur sviðsmyndin gerði ráð fyrir eldgosi í Eyjafjallajökli. Öskumynd- un var í meðallagi, svipað og 2010, nema þetta gos var látið standa í 24 vikur. Það er fjórum sinnum lengur en eldgosið í apríl 2010. Uta benti á að þegar gaus næstsíðast í Eyja- fjallajökli hófst gosið í desember 1821 og stóð fram í janúar 1823 eða í nær 14 mánuði. Þá er þess skemmst að minnast að eldgosið sem hófst síð- sumars 2014 í Holuhrauni stóð í um sex mánuði. Sviðsmyndin gerir ekki ráð fyrir stöðugu gosi allan þennan tíma held- ur því að Eyjafjallajökull spúi frá sér ösku á nokkurra daga fresti, líkt og hann gerði 2010. Askan var mest neðarlega í lofthjúpnum og truflaði flug í lítilli hæð, lendingar og flug- tök. Askan mun því trufla flug- umferð nokkra daga í senn yfir allt tímabilið sem eldgosið stendur. Þetta mun hafa veruleg áhrif á flug- umferð, samkvæmt rannsókninni. Hin sviðsmyndin tekur mið af sól- arhrings löngu sprengigosi í Öræfa- jökli líku því sem varð árið 1362. Svo mikið öskugos við sömu veðurað- stæður og ríktu í apríl 2010 myndi hafa gríðarleg áhrif á flugumferð í Evrópu. Það tæki öskuskýið 24 klukkustundir að berast til megin- landsins. Gos af þessu tagi myndi hafa áhrif á flug í öllum flughæðum og takmarka eða hindra öll flugtök og lendingar víðast hvar í Evrópu auk þess að koma í veg fyrir flug milli landa í 2-5 daga. Talsmaður EUROCONTROL (stofnunar um öryggi flugsamgangna) sagði að þótt flugumferðarstjórnir Evrópulanda myndu ekki loka flugsvæðum form- lega vegna öskunnar myndu nær engar flugvélar taka á loft við þessar aðstæður. Áhrifin yrðu því gríðar- lega mikil og dýrkeypt. Vel má búast við að slíkt eldgos í Öræfajökli gæti jafnvel staðið í 2-3 vikur. Rannsóknin beindist að áhrifum eldfjallaösku á flug í Evrópu en Uta sagði að sviðsmyndir sýndi að áhrifin yrðu mun víðtækari. Eldfjallaaska frá Öræfajökli gæti þannig teygt sig nær þvert yfir Norður-Atlantshaf. Stórt eldgos í Öræfajökli myndi ekki bara trufla flug heldur gæti það líka haft áhrif á siglingar. Uta sagði að eldfjallið hefði sent frá sér mikið af gjósku 1362 sem myndaði þykkt vikurlag á yfirborði sjávar. Vikur- lagið gæti verið 0,5-1 metra þykkt og hindrað siglingar og veiðar. Samvinna hagsmunaaðila Uta hefur skoðað hvernig evr- ópski flugiðnaðurinn og þeir sem eiga hagsmuna að gæta í flugrekstri hafa þróað viðbragðsáætlanir vegna eldfjallaösku frá því að eldgosinu í Eyjafjallajökli 2010 lauk. Þetta er hluti af evrópska ENHANCE- verkefninu sem fjallar um viðbrögð við náttúruhamförum. Uta sagði að innan þess væru t.d. einnig rann- sökuð áhrif skógarelda í Portúgal og flóða í Hollandi. Sérstaða íslensku eldgosanna er að áhrif þeirra geta náð um alla álfuna og víðar. Verk- efnið hefur einnig verið styrkt af NORDRESS-setrinu við HÍ og af ISAVIA rannsóknarsjóði HÍ. Hagsmunaaðilum var boðið að taka þátt í vinnustofu þar sem fyrr- nefndar sviðsmyndir voru lagðar fram. Rannsóknahópurinn við HÍ skipulagði vinnustofuna og þátttak- endur komu frá EUROCONTROL, IATA (Alþjóðasambandi flugfélaga), Icelandair, Samgöngustofu, Isavia, Veðurstofu Íslands, innanríkisráðu- neytinu og þotuhreyflaframleiðand- anum Rolls Royce. Fram kom í vinnustofunni að reglum um flug þegar aska er í lofti hefur verið breytt víða í Evrópu frá 2010. Áður var leyft að fljúga á svæðum þar sem öskuspá var undir 2.000 μg/m3 (míkrógrömm á rúm- metra) en Uta segir að sérfræðingar telji að flestar flugvélar í dag ráði við að fljúga þótt þéttleiki ösku sé allt að 4.000 μg/m3 Hún ræddi þetta við Isavia og komst að því að jafnvel þótt flugfélög hefðu lagt fram áhættumat (Safety Risk Assessment – SRA) sem heimili þeim að fljúga þar sem spáð er þéttleika ösku allt að 4.000 μg/m3 kjósi þau frekar að fljúga framhjá öskuskýinu. Sé þétt- leikinn meiri en 4.000 μg/m3 telja flestir flugrekendur að of mikil hætta sé á skemmdum á þotuhreyfl- um. Uta segir þetta undirstrika að gera þurfi meiri rannsóknir á áhrif- um ösku á þotuhreyfla og undirbúa aðrar flutningsleiðir þegar ekki er lengur hægt að fljúga framhjá ösku- skýinu. Hættumat vegna ösku og ákvörð- un um hvort flug skuli vera leyft hef- ur færst frá flugmálayfirvöldum hvers lands til flugrekenda. Flug- félögin axla nú ábyrgðina á því að ákveða hvort óhætt sé að fljúga (SRA). Uta telur að ekki þurfi að ótt- Gæti lamað alla flugumferð  Vísindamenn við Háskóla Íslands hafa sett upp sviðsmyndir um áhrif stórra eldgosa hér á flug- umferð í Evrópu  Tekið var mið af veðurfari eins og ríkti þegar Eyjafjallajökull gaus vorið 2010 Morgunblaðið/RAX Eyjafjallajökull Öskustrókurinn hindraði flug og milljónir flugfarþega urðu strandaglópar vegna eldgossins 2010. Morgunblaðið/RAX Doktorsnemi Uta Reichardt útskýrði hvernig öskuskýið frá Öræfajökli myndi lama flugumferð í Evrópu og víðar. Nýjar vörur frá geoSilica Kísill Íslenskt kísilsteinefni Recover Fyrir vöðva og taugar Renew Fyrir húð, hár og neglur Repair Fyrir bein og liði Fæst í öllum helstu apótekum, heilsuvöruverslunum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og vefverslun geoSilica. Nánari upplýsingar má finna á www.geosilica.is HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.