Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 „Guðjón Samúelsson undirritar þessar teikningar ásamt Bárði Ís- leifssyni sem starfaði fyrir hann hjá embætti húsameistara ríkisins. Guðjón var húsameistari ríkisins á þessum tíma og Sundhöll Keflavík- ur er óyggjandi hans verk,“ segir Pétur Ármannsson, arkitekt og sér- fræðingur hjá Minjastofnun Ís- lands. Hann telur að menn séu á villi- götum með að álykta að hringlaga gluggar á Sundhöll Keflavíkur skeri úr um það hvort byggingin sé verk Guðjóns eða ekki. Er hann þá að vísa til umfjöllunar Morgunblaðsins í gær, þar sem að Kjartan Már Kjartansson, bæjar- stjóri Reykjanesbæjar, dregur í efa að byggingin sé eftir Guðjón, m.a. vegna hringlaga glugga sem eigi að hafa verið einkenni í stíl Bárðar. Bendir hann m.a. á að hringlaga glugga sé einnig að finna á Sund- höllinni í Reykjavík, en þegar hún var teiknuð var Bárður ekki í vinnu hjá húsameistara ríkisins. Algengt sé að aðstoðararkitektar sem vinna grunnvinnu meðundirriti teikning- ar. „Hringgluggar voru einkenni funkisstefnunnar í arkitektúr, ég mundi ráðleggja mönnum að fara ekki of langt í svona vangaveltum,“ segir Pétur sem vill ráðleggja bæjaryfirvöldum að fara sér hægt í að taka endanlega ákvörðun um hvort rífa eigi húsið. Sér ýmis tækifæri í húsinu „Ég vil að byggingin verði end- urgerð að utan í upprunalegri mynd og að henni verði fundið hlutverk,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra. Hún berst nú fyrir varðveislu sundhallarinnar og hefur fengið hljómgrunn hjá mörg- um íbúum Reykjanesbæjar. Ragn- heiður Elín telur tækifæri fólgin í húsinu fyrir eigendurna, m.a. í ferðaþjónustu og telur að byggja megi á lóðinni í kringum hana. ernayr@mbl.is Segir menn á villigötum  Segir Sundhöll Keflavíkur alveg óyggjandi verk Guðjóns Samúelssonar Sundhöll Húsið var byggt 1950. Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s:781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16 Mörkin 6 - 108 Rvk. (Esja Dekor) s:546-0044 Opið: Mán-fös: 11-18 - lau: 12-16 ÚTSALA! 40% af Mama B - 50% af frönsku merkjunum Nýjar vörur í hverri viku Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52 Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Síðustu vitnin í markaðsmisnotk- unarmáli Glitnis komu fyrir Hér- aðsdóm Reykjavíkur í gær. Dóm- þingi hefur verið frestað í bili, en málflutningur í málinu fer fram 1. og 2. febrúar næstkomandi. Hörður Felix Harðarson, fyrr- verandi yfirlögfræðingur Glitnis og ritari stjórnar, sagði fyrir dómi í gær mögulegt að það hefði „farist fyrir“ að bóka samþykki stjórnar um lán- veitingar til fjórtán lykilstarfsmanna bankans í fundargerð, sem hann sá um að rita. Hörður sendi póst á Sólveigu Ágústsdóttur, lánastjóra bankans, og bað um að lánin yrðu afgreidd. „Ég get staðfest að það var búið að samþykkja í stjórn en er ekki með samþykktirnar sjálfar við höndina til að senda þér,“ skrifaði Hörður. Óttar Pálsson, verjandi Lár- usar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, spurði Hörð út í þetta og þá sagði Hörður að það væri „al- gjörlega 100%“ að hann hefði aldrei gefið staðfestingu eins og þessa nema hann væri búinn að sannreyna að samþykki stjórnar lægi fyrir. Hörður Felix sagði að hann hefði litið á lánveitingar til starfs- manna „sem aðra útgáfu af kaup- réttum“. Fyrir honum hefði þetta verði starfsmannamál, liður í því að tryggja bankanum áframhaldandi þjónustu lykilstarfsmanna. Súr yfir að fá ekki lán Í sama streng tók Elvar Rún- arsson lögfræðingur sem starfaði við mannauðsmál í bankanum á þessum tíma. Elvar sagðist kannast við um- ræður um að lánveitingar til hluta- bréfakaupa hefðu verið álitnar betri kostur fyrir bankann en hefð- bundnir kaupréttarsamningar. Hann segist hafa heyrt af fyrirhug- uðum lánveitingum til lykilstarfs- manna frá Helga Rúnari Ósk- arssyni, samstarfsmanni sínum, áður en lánin voru afgreidd. „Við afréðum að heimsækja Lárus og fara yfir þetta og þá var hugurinn þannig að okkur þótti mið- ur að hafa ekki verið hluti af þessum hópi,“ sagði Elvar. Niðurstaðan af fundi hans og Helga Rúnars með Lárusi Welding hafi verið sú að „ef að þetta yrði gert aftur og síðar, væri ekki útilokað að við yrðum skilgreindir sem hluti af þessum lykilmannahópi“. Ragnar Torfi Geirsson, for- stöðumaður launadeildar Glitnis, sagði að lánin til starfsmannanna fjórtán hefðu aldrei komið inn á hans borð sem hluti af launakjörum þeirra við bankann. Sagðist 100% viss um samþykki stjórnar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í réttarsalnum Lögmenn og sakborningar við upphaf aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku.  Vitnaleiðslum í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis lokið Deildarstjóri hjá Vegagerðinni á Ísafirði segir að erfiðara sé fyrir Vegagerðina að ryðja veginn um Dynjandisheiði ef einkaaðilar hafi áður opnað hann með hefli og hrúgað upp snjónum. Staðarstjóri Suðurverks við gerð Dýrafjarðarganga vakti athygli á því í blaðinu í gær að fyrirtækið fengi ekki leyfi Vegagerðarinnar til að opna heiðina á eigin kostnað til að liðka fyrir vaktaskiptum. Mokað fyrir verktakann Sigurður Mar Óskarsson, deild- arstjóri Vegagerðarinnar á Ísa- firði, segir að það komi fram í út- boðsgögnum vegna Dýrafjarðarganga að Vegagerðin tryggi mokstur á Dynjandisheiði einu sinni í mánuði yfir vetrartím- ann svo verktakar geti flutt að nauðsynleg aðföng vegna fram- kvæmdarinnar. Við það sé staðið. Stefnt er að því að moka næst í dag. Gert hafi verið ráð fyrir að þess á milli myndu verktakarnir nýta sér samgöngur á sjó á milli Bíldudals og Mjólkár. Venjulega er heiðin ekki opnuð nema Hrafnseyrarheiði sé líka mokuð en það er erfitt yfir hávet- urinn vegna snjóflóðahættu á síð- arnefndu heiðinni. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Júlíus Snjómokstur Vegagerðin mokar Dynjandisheiði mánaðarlega. Erfiðara að opna eftir mokstur einkaaðila
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.