Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 54
54 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 ✝ Sonja Guð-björg Guðjóns- dóttir fæddist í Reykjavík 26. nóv- ember 1951. Hún lést á heimili sínu 16. janúar 2018. Foreldrar henn- ar voru Elísabet Sveinsdóttir, sjúkraliði, f. 8.9. 1926, d. 20.8. 1989, og Guðjón Guðmundsson, húsasmíðameist- ari, f. 21.2. 1928, d. 13.3. 2008. Uppeldisfaðir Sonju var Hall- grímur Valgeir Guðmundsson, rafvirkjameistari, f. 5.10. 1930, d. 11.5. 2004. Sonja var þriðja í röð níu systkina en systkini hennar eru Soffía Sandra Pres- nell Cox, f. 27.9. 1946, Fríða Kristín Guðjónsdóttir, f. 22.2. 1949, Guðmundur Kristinn Guðjónsson, f. 25.2. 1953, d. 4.5. 1979, Halla Hallgrímsdóttir, f. Guðmundur Ísak, f. 16.10. 2000, Emil Ísak, f. 19.10. 2004, og Kristján Ísak, f. 2.12. 2010. 3) Bernharður Guðmundsson, f. 21.12. 1983, kvæntur Eygló Ingadóttur, f. 7.8. 1989. Guð- björgu og Bernharð eignaðist Sonja með Guðmundi Bern- harðssyni, f. 9.5. 1951, sem hún giftist 6.9. 1975. Þau skildu. Foreldrar hans eru Bernharður Guðmundsson, f. 17.10. 1930, d. 5.10. 2006, og Guðrún Guðjóns- dóttir, f. 19.5. 1928. Sonja ólst upp í Bústaða- hverfi til 11 ára aldurs en flutti svo í Garðahrepp. Hún var gagnfræðingur frá Gagnfræða- skólanum í Garðahreppi, var í Húsmæðraskólanum 1971-1972 og Ljósmæðraskólanum 1972- 1974 auk þess sem hún útskrif- aðist úr hjúkrunarfræði frá Há- skóla Íslands 2003. Á fullorðins- árum bjó hún mestmegnis í Hafnarfirði. Sonja vann sem ljósmóðir, lengst af á fæðing- ardeild Landspítala háskóla- sjúkrahúss. Útför Sonju fer fram frá Víðistaðakirkju í dag, 25. jan- úar 2018, og hefst athöfnin kl. 11. 11.4. 1954, Anna Lydia Hallgríms- dóttir, f. 9.6. 1955, Sigríður Hall- grímsdóttir, f. 10.12. 1959, Sveinn Hallgrímsson, f. 23.6. 1961, og Elsa Halldís Hallgríms- dóttir Strandberg, f. 6.8. 1963. Börn Sonju eru 1) Gísli Valgeir Gonzales, f. 17.1. 1974, kvæntur Auði Björgu Jónsdóttur, f. 25.2. 1980, börn þeirra eru Ólöf Na- talie, f. 21.12. 2010, Sonja Sól, f. 13.3. 2013, og Silvía Björg, f. 24.10. 2014. Fyrir átti Gísli Atla Frey, f. 12.5. 1992, með Önnu Sólmundsdóttur, f. 10.5. 1976. Faðir Gísla er Benjamin Gonza- les, f. 27.4. 1947. 2) Guðbjörg Guðmundsdóttir, f. 10.10. 1978, gift Jóni Gunnari Kristjánssyni, f. 12.12. 1979, börn þeirra eru Ástkær móðir og tengdamóðir var hetja í alla staði, sem sýndi okkur á hverjum degi hvað það er að vera sterk. Hún barðist við krabbamein í sex ár og lét það ekki á sig fá, þrátt fyrir veikindin ferðaðist hún óspart til þeirra staða sem hana heilluðu hvort sem það var erlendis eða innanlands. Hennar helsta ástríða var að vera umvafin fjölskyldu og vin- um, einnig var handavinnan henni mikils virði og var hún allt- af með eitthvað á prjónunum. Hún hugsaði fyrir öllu, sem hún sýndi okkur sérstaklega með handavinnunni, þó svo að við séum ekki komin með börn þá hefur hún samt hugsað fyrir því að okkar börn munu ekki missa af því að eiga fallega prjónavöru frá ömmu sinni. Það var nánast í hvert sinn sem við komum í heimsókn að þá var hún komin með eitthvað nýtt að sýna okkur sem hún prjónaði og hvert öðru fallegra. Hún var alltaf svo hress og kát og það var alltaf hlýlegt og gott að vera í kringum hana, sem hún sýndi og sannaði með stöð- ugum gestagangi. Þú varst stoð mín og stytta allar stundir elsku mamma/ tengdamamma, þín verður sárt saknað. Bernharður Guðmundsson og Eygló Ingadóttir. Mér finnst erfitt að kveðja mömmu mína, sérstaklega þar sem við fengum ekki eins mikinn tíma saman og við hefðum viljað. Ég er samt þakklátur. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt mömmu sem var trúnaðarvinur minn. Ég er þakklátur fyrir að við skyldum hafa getað talað saman endalaust um allt og ekk- ert. Ég er þakklátur fyrir alla þá hjálp sem hún veitti mér sem ungum manni við að koma undir mig fótunum. Ég er þakklátur fyrir það traust sem hún sýndi mér. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt mömmu sem gerði allt fyrir börnin sín og var mikill dugnaðarforkur. Ég er þakklát- ur fyrir að hafa deilt jafn stór- kostlegum augnablikum og fæð- ingu barna minna með henni. Ég er þakklátur fyrir alla aðstoðina með börnin mín. Ég er þakklátur fyrir að hún hafi getað fagnað með okkur fram á nótt í brúð- kaupi okkar Auðar síðasta sumar þrátt fyrir veikindin. Ég er þakklátur fyrir þá lífsspeki sem hún kenndi mér og vinnusemi. Ég er þakklátur fyrir allar þær minningar sem við fengum að skapa saman í utanlandsferðum, ferðalögum og hversdagsleikan- um. Ég er þakklátur fyrir síðasta einn og hálfan mánuð þar sem við eyddum miklum tíma saman og náðum að tala um veikindi hennar, líðan og dauðann. Ég er þakklátur fyrir að hún skyldi fá að fara á þann hátt sem hún hafði óskað sér. Ég er þakklátur fyrir allan þann hlýhug og vin- áttu sem mömmu minni var sýnd í veikindum hennar. Það voru gestir hjá henni nánast hvern einasta dag frá því henni fór að hraka síðast liðið vor, sem er ómetanlegt. Hvíldu í friði, elsku mamma. Þú verður ávallt í huga mínum og hjarta. Þinn Gísli. Elsku mamma mín. Þetta er ábyggilega erfiðasta minningar- grein sem ég hef nokkurn tím- ann skrifað. Síðustu dagar hafa verið mjög óraunverulegir. Ég er svo glöð að þú fékkst að kveðja okkur og lífið alveg eins og þú vildir hafa það. Hún mamma mín var klett- urinn minn, besta vinkona mín, ferðafélagi minn, amma barnanna minn og lengi má telja. Við mamma vorum mjög útland- aglaðar og fórum við saman í margar ferðir, í menninguna, sólina og að heimsækja ættingja. Besta ferðin okkar var í maí 2017, sem var hennar síðasta ferð. Þá fórum við saman til Lj- ubljana í Slóveníu. Við nutum okkar alveg í botn. Ég er svo þakklát fyrir ferðalögin okkar saman, sunnudagsmáltíðarnar, vöfflu- eða pönnukökukaffi og göngutúrana okkar svo eitthvað sé nefnt. Ég sakna mömmu svo mikið og vildi óska þess að ég gæti átt einn dag með henni í viðbót. Mamma var ljósmóðir sem elskaði vinnuna sína. Hún vann líka mikið lengur en hún raun- verulega átti að gera. Hún tók á móti öllum þremur sonum mín- um. Það var ekki hægt að hafa þetta betra og yndislegra. Mamma var alltaf til staðar og gerði allt fyrir okkur. Takk fyrir, allt elsku mamma mín. Ég elska þig svo mikið. Guð þig leiði sérhvert sinn sólar vegi alla. Verndar-engill varstu minn, vissir mína galla. Hvar sem ég um foldu fer, finn ég návist þína. Aldrei skal úr minni mér, mamma, ég þér týna. (Jón Sigfinnsson) Guð geymi þig, elsku mamma. Guðbjörg Guðmundsdóttir (Bubba). Elskuleg tengdamóðir mín var stórkostleg kona og stórbrotin. Hún var mjög góð, með hlýja framkomu og kom eins fram við alla. Þrátt fyrir það var hún mjög ákveðin. Hún lét ekki vaða yfir sig og sýndi sko tennurnar þegar þess þurfti, sérstaklega ef málið varðaði það mikilvægasta í lífi hennar; börn hennar og barnabörn. Eftir að við Gísli fórum að vera saman fór hún að prjóna teppi sem hún kallaði frjósem- isteppi. Hún sagði að það yrði alltaf einhver óléttur í fjölskyld- unni þegar hún prjónaði það og hana langaði mikið til að við eignuðumst barn. Hún endaði með að prjóna tvö teppi og við Bubba urðum báðar óléttar um leið og hún var búin með teppin, enda áttu hlutirnir til með að fara eins og Sonja mín vildi. Og hún vissi vel hvað hún vildi. Það var henni til dæmis mikið kapps- mál að börnin hennar giftu sig áður en hún færi og hún sá til þess að þau gerðu það öll síðast- liðið sumar. Það er sárt að sakna og hvers- daglegir hlutir eins og vöfflukaffi á sunnudögum verða það sem sárast er að missa. Sonja var höfðingi heim að sækja og aldrei skorti umræðuefni þegar hún var annars vegar. Hún var mikil húsmóðir og heimili hennar var alltaf tipp topp og tandurhreint. Hún var dásamleg amma og kraftaverkakona í augum ömmu- stelpnanna. Eitt sinn brotnaði diskur á heimilinu og Ólöf mín var fljót að skjóta því að að hún myndi bara fara með diskinn til ömmu Sonju, sem myndi prjóna hann saman, því amma gat lagað allt og gert betra. Hún var svo klár í höndunum og við heppin að eiga eftir hana lopapeysur, tusk- ur, útsaumuð koddaver og fleira. Í veikindunum minnkaði auðvit- að orka hennar mikið en ef hún fékk smá orku var hún komin upp á stól að þrífa glugga eða komin í skápatiltekt. Hún var enda mikill dugnaðarforkur auk þess sem hún var algjört hörku- tól. Hún kvartaði aldrei. Þó að maður hafi stundum séð á svipn- um á henni að hún væri með mikla verki reyndi hún að fara leynt með það. Það var aðdáun- arvert að fylgjast með henni tak- ast á við veikindi sín. Hún var já- kvæð og þakklát. Þegar hjúkrunarkonur voru að hag- ræða henni eða tannbursta og spurðu hvort þetta væri í lagi, sagði hún „æði“ og reyndi að brosa þó að hún gæti vart talað lengur. Við vorum svo lánsöm að Sonja tók á móti öllum börnum okkar Gísla. Það var svo mikið öryggi í að hafa hana og ég gat ekki hugsað mér að fæða barn án hennar aðstoðar. Þegar von var á Silvíu Björgu í heiminn fékk Sonja sérstakt leyfi til að koma úr veikindaleyfi til að taka á móti henni og var hún síðasta barnið sem hún tók á móti. Guði sé lof. Ég hef heyrt frá fjölda kvenna að Sonja sé í guðatölu hjá þeim vegna þess hve vel hún sinnti þeim á sænginni og hversu örugg og fumlaus hún var. Ég veit að það kemur frá hjarta þeirra, því ég þekki tilfinn- inguna. Það er mjög sárt fyrir mig að missa yndislegu tengdamömmu mína og þrjú lítil hjörtu sakna hennar sárt. Lokaorð Sonju voru „elska þig, elska þig, elska þig“ sem mér finnst lýsa persónu hennar vel. Elsku besta Sonja mín, ég elska þig líka og mun alltaf varðveita þig í hjarta mínu. Þín, Auður Björg Jónsdóttir. Elsku amma Sonja, takk fyrir allar fallegu minningarnar sem við áttum með þér. Þú veittir okkur svo mikla umhyggju og hlýju. Það var svo gott að knúsa þig, þú varst alltaf til staðar þeg- ar á þurfti að halda og ekki má gleyma góðu pönnukökunum og vöfflunum sem þú bakaðir svo oft fyrir okkur. Takk fyrir allar stundirnar sem þú kenndir okk- ur í lífinu. Við munum geyma minningarnar um þig í hjarta okkar um ókomna ævi. Hvíl þú í friði elsku amma, Guð blessi þig. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring Sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Prestshólum) Guðmundur Ísak Jónsson, Emil Ísak Jónsson og Kristján Ísak Jónsson. Til elskulegrar systur minnar, Sonju Æ, komdu hingað til mín er dagsins bjarmi dvín. Hvort dregur ekki töfranóttin húmsins barn til sín? Og heyrirðu ekki að hafið er að kalla? Við festar bíður mjallhvíta fleyið eftir þér, af fögnuði og óþreyju svo létt það vaggar sér. Æ, komdu, því að kvöldi fer að halla. Og veistu það, að söng ég á að syngja fyrir þig, söng, sem þúsund nætur hafa kveðið við mig, já söng, sem engin önnur fær að heyra? Hann á að geta liðið eins langt og gleðin mín, því ljóða minna vængir eru heitu brosin þín. Þau þrá að líða létt að þínu eyra. Í dvala líður nóttin og dökkvinn óðum flýr, en dagurinn, sem rís, yfir nýrri gleði býr, og ljóma slær á liðins tíma vegi. Hve veröldin er fögur og ævin ljúf og löng, og ljúft er nú að geta með hjörtun full af söng und hvítum seglum siglt mót björtum degi. (Tómas Guðmundsson) Fríða systir. Komin er nú kveðjustundin kringlótt tunglið skín á sundin leggstu niður leggðu aftur augun þín hugsaðu um dagana sem þú áttir, já dagana sem þú þráðir að eignast og fá. Látum hugann reika. (ALH) Allt sem við veitum athygli vex og dafnar. Þess vegna hef ég ákveðið að láta góðu stundirnar sem við áttum vaxa og fá svig- rúm í minningunni, eins og vik- urnar tvær sem við og Halla systir áttum saman í Borgarfirð- inum þegar þú gerðist ráðskona þar, páskavikuna okkar í Eyja- firðinum þegar þið Halla voruð í húsmæðraskólanum á Lauga- landi, skemmtilegu útihátíðirnar í Saltvík, Laugarvatni og Húsa- felli, allar stundirnar sem við átt- um saman 1974 þegar Gísli Val- geir fæddist og þú varst að klára Ljósmæðraskólann, dagana okk- ar í Vestmannaeyjum, það er ljúft að fara yfir góðar minning- ar. Svo bara ákváðum við að gift- ast, fengum okkur menn og eign- uðumst börn og buru. Upp úr 1980 myndaðist gjá á milli okkar sem við fengum dygga aðstoð samferðafólks okk- ar að viðhalda, en innra með okk- ur slógu hjörtu full af væntum- þykju til hvorrar annarrar. Við fórum í tvær góðar ferðir saman, til Tyrklands 2009 og Ameríku 2010, áttum mjög góða daga í Svignaskarði 2012, sögð og ósögð orð, þannig týnist tíminn. Allavega óska ég þér gæfu í Aldingarðinum, hlakka til að hitta þig þar eftir 36 ár, en þú manst að ég ætla að ganga í sjó- inn 99 ára. Við spilum diskinn sem ég var búin að lofa þér, ég klára söguna sem ég var byrjuð á, þú segir mér svo frá öllu sem þú hefur séð, og ef við verðum heppnar getum við lesið Óreiðu á striga undir pálmatré, með Vi- ceroy og kaffi. Þín systir Anna Lydía. Elsku besta Sonja okkar er farin frá okkur, allt of fljótt. Sonja var einstök kona, dásamleg ljósmóðir, frábær móð- ir, yndisleg amma og trygg og góð systir/vinkona móður minn- ar. Fyrir mér var Sonja frænka svona frænka sem ég gat alltaf leitað til hvort sem ég þurfti að ráðfæra mig við ljósmóður eða hjúkrunarfræðing eða bara frænku og spyrja hana hvar mamma mín væri. Við gátum spjallað endalaust. Sonja frænka tók á móti þremur af fjórum börnum okkar og bjargaði m.a. lífi sonar okkar með snarræði og fagmennsku þegar naflastrengurinn var margvafinn um hálsinn á honum. Við verðum henni endalaust þakklát fyrir allt sem hún var okkur og gerði fyrir okkur. Þegar ég sest niður til að skrifa um Sonju frænku hellast yfir mig minningarnar, útileg- urnar sem krakki, ferðin okkar til Minneapolis, sextugsafmælið hennar og fleira og fleira. Fyrsta minningin sem ég á um Sonju frænku var þegar hún kom í fimm ára afmælið mitt. Mig minnir að ég hafi verið farin að bíða eftir þeim, þegar þau komu hélt Sonja á þeim alflott- asta pakka sem ég hafði séð. Það var stór bangsi í sellófan sem var klæddur í klossa sem voru ætl- aðir mér. Það sem ég var ham- ingjusöm. Frá fimm ára aldri ætlaði ég alltaf að verða ljósmóð- ir eins og hún, svo að Sonja frænka hafði mikil áhrif á mig. Takk fyrir allt og allt elsku frænka, við munum alltaf minn- ast þín með ást og virðingu. Elsku Gísli, Bubba, Benni, tengdabörn og barnabörn, við og börnin okkar vottum ykkur okk- ar dýpstu samúð, megi allar góð- ar vættir vera með ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum. Þín Elísabet og Gunnar Rúnar. Það var fyrir níu árum sem ég kynntist elsku Sonju minni, er börn okkar, Auður og Gísli, hófu sitt samband. Frá fyrstu stundu fannst okkur að við hefðum alltaf þekkst. Báðar starfandi í heil- brigðisgeiranum en þó aldrei unnið saman. Á þessum níu árum hafa samverustundir okkar verið margar, matarboð hjá börnunum og hjá hvor annarri, ferðalög hérlendis og erlendis, leikhús og tónleikar. En yndislegustu stundirnar voru þegar ömmu- stelpurnar okkar þrjár komu í heiminn. Þá vorum við Sonja og foreldrarnir saman á fæðingar- stofunni og Sonja svo fagleg og flott tók á móti stúlkunum. Fyrir það verð ég henni ævinlega þakklát. Ég hef oft heyrt sögur af því hversu frábær ljósmóðir Sonja var og veit að þó að alltaf vilji maður gera sitt besta tekur það meira á að sinna sínum nán- ustu. Sonja mín var góð heim að sækja og aldrei skorti okkur um- ræðuefni. Hún átti fallegt heimili og var mikil húsmóðir. Hún bar mikinn kærleik í hjarta og var óspör á að láta mann vita af væntumþykju sinni. Ég kveð kæra vinkonu með mikilli virð- ingu og þakklæti fyrir það sem hún var mér og mínum. Blessuð sé minning hennar. Læt fylgja með brot úr ljóðum sem urðu til við fæðingu stúlkn- anna. Ljúf og falleg, lítil stúlka litið hefur dagsins ljós. Ást og unað foreldrar túlka með yndislegri glæsirós. Að morgni dags við myrkvað tungl móðir kom mey í heim. Amma Sonja örmum tveim af alúð stýrði þeim. (...) Með dimmblá augu og dökka lokka dama leit lífsins ljós. Foreldrar ást og unað túlka með annarri yndislegri rós. Móðir af ástúð og innlifun fæddi amma Sonja sitt liðsinni léð. Faðir myndaði og mat fram reiddi móðuramma, andaði, strauk og rembdist með. (...) Sem „Superman“ í heiminn skaust á síðasta degi hausts. Eftir sinn fyrst andardrátt upphóf hún sína raust. Amma Sonja af alkunnri snilld á mót tók blómarós. Systurnar stóru með undrun og góð- vild störðu á krílið sem kom í ljós. Ólöf Kristín Ólafsdóttir. Við viljum með þessum línum minnast elskulegrar vinkonu okkar, Sonju. Við vorum saman í saumaklúbbnum Smart í yfir 30 ár. Frá þessum árum er margt að minnast, alltaf var hist eina kvöldstund í mánuði en auk þess fórum við saman í utan- landsferðir og ótal sumarbú- Sonja Guðbjörg Guðjónsdóttir Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.