Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 58
58 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 ✝ Jón Andréssonfæddist á Hamri í Múlasveit í Austur-- Barðastrandarsýslu 26. mars 1931. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 15. janúar 2018. Foreldrar hans voru Guðný Gests- dóttir, f. 12.8. 1895, d. 9.4. 1987, og Andrés Gíslason, f. 20.4. 1888, d. 5.3. 1976. Jón var fjórði yngstur af fimmtán systkinum. Elstur var Haukur, f. 1919, d. 2015, Gísli, f. 1920, d. 1945, Guðbjartur, f. 1922, d. 2010, Sigurbergur, f. 1923, d. 1989, Kristín, f. 1924, d. 2013, Andrés, f. 1925, d. 2003, Guðrún, f. 1927, d. 2007, Páll, f. 1928, d. 2011, Sigríður, f. 1929, d. 2000, Bjarni, f. 1930, d. 2008, Börn hennar eru Trausti, Ísak og Eysteinn. Lárus Þór Jónsson, heimilislæknir, f. 1960. Eigin- kona hans er Lilja Björk Jóns- dóttir. Börn þeirra eru Jón Kristinn, Ólafur Már og Sigríð- ur María. Guðrún Elísabet Jóns- dóttir, hjúkrunarfræðingur, f. 1962. Eiginmaður hennar er Bjarni Gíslason. Börn þeirra eru Ingunn, Elías, Aron, Markús og Birkir. Andrés Jónsson bygg- ingartæknifræðingur, f. 1964. Unnusta hans er Iða Brá Vilhjálmsdóttir. Börn hans eru Pétur, Íris og Marta. Barnabarnabörn Jóns og Ólafar eru ellefu. Jón vann við ýmis störf, m.a. í Ofnasmiðjunni, lærði rennismíði og vann í Héðni þar til hann réðst til álversins í Straumsvík árið 1969 þar sem hann vann frá því verksmiðjan var sett á stofn til starfsloka árið 1998. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju í dag, 25. janúar 2018, klukkan 14. Jón, Ingibjörg, f. 1932, d. 1943, Eggert, f. 1933, d. 2004, Garðar, f. 1935, d. 2001, og Björg, f. 1937, d. 2017. Þann 30. jan- úar 1954 kvænt- ist Jón Guðríði Ólöfu Kjartans- dóttur. Fyrir átti Jón soninn Gísla, f. 1951. Börn hans eru Þorsteinn og Jóhanna. Jón og Ólöf eignuðust fimm börn. Þau eru Kjartan Jónsson, sóknarprestur, f. 1954. Eigin- kona hans er Valdís Magnús- dóttir. Börn þeirra eru Heiðrún, Ólöf Inger og Jón Magnús. Guðný Jónsdóttir, myndlistar- kennari, f. 1957. Unnusti hennar er Birgir Svan Símonarson. Elskulegur faðir okkar er lát- inn, 86 ára gamall. Hann var 11. í röðinni af 15 systkinum sem komu í heiminn á 17 árum. For- eldrar hans voru hjartahlýtt og harðduglegt fólk sem tókst að sjá vel fyrir börnum sínum og að auki tóku þau að sér gamalt fólk og ómaga. Pabbi fór að heiman 14 ára til að vinna fyrir sér. Hann vann við ýmis störf m.a. sem kaupa- maður í Vestra-Geldingaholti í Árnessýslu þar sem mamma var heimasæta. Þau felldu hugi sam- an og hófu búskap í Reykjavík, lengst á Njálsgötunni þar sem þau eignuðust flest börnin sem urðu fimm talsins. Gísla son sinn eignaðist pabbi áður en hann kynntist mömmu. Þau byggðu sér hús á Hjallabrekku 39 í Kópavogi og flutti fjölskyldan þangað 1969. Þar bjuggu þau þangað til hann fór á hjúkrunar- heimili 84 ára gamall. Pabbi lærði rennismíði utan- skóla og var á samningi hjá Vél- smiðjunni Héðni. Hann starfaði síðan í Álverinu í Straumsvík frá stofnun þess og átti farsælan starfsferil þar. Hann var mikill fagmaður og sérstaklega vand- virkur. Ef vandasöm verkefni komu upp var oft leitað til hans. Pabbi var náttúruunnandi og fór oft með okkur systkinin í bíl- túra og útilegur. Þegar við vor- um orðin stálpuð smíðaði hann ásamt vinnufélögum sínum í Straumsvík tjaldvagn sem for- eldrar okkar notuðu mikið og ferðuðust með víða um landið. Þau áttu því láni að fagna að komast til Afríku sem pabba hafði lengi dreymt um. Sú ferð var honum ógleymanleg. Pabbi var mikill fjölskyldu- maður og heimakær. Hann undi sér vel á vinnustofu sinni sem hann hafði komið sér upp heima- við. Hann var hlédrægur og ró- lyndur og naut sín betur í fá- mennum hópi frekar en í margmenni. Hann hafði góða kímnigáfu og frásagnarhæfileika og hafði gaman af að segja sög- ur. Sumar sögurnar heyrðum við oftar en einu sinni og alltaf hló pabbi jafn mikið og við líka. Trúin var pabba mikils virði og bað hann með okkur á kvöld- in þegar við vorum lítil. Þótt fjárhagurinn hafi ekki verið sterkur fengum við að stunda nám í myndlistar- og tónlistar- skólum, iðka íþróttir og fengum síðar góðan stuðning þegar við gengum menntaveginn. Þegar við fórum að heiman og stóðum í verklegum framkvæmdum mátti alltaf reiða sig á hjálp pabba, hann hafði verkvitið og réttu verkfærin. Mamma og pabbi brölluðu margt saman, fóru í berjamó, út- bjuggu saft, sultur og kæfu, tóku slátur og verkuðu mat í súr. Þau ræktuðu kartöflur og pabbi salt- aði hrossakjöt og sveið sviða- kjamma. Þau voru mjög nýtin og fóru vel með og mættu umhverf- issinnar í dag taka þau til fyr- irmyndar á mörgum sviðum. Við systkinin vorum höfð með í flest- um störfum heimilisins og búum við vel að því. Ljúflyndi og húmor voru sterkir eiginleikar í persónuleika pabba og eftir að hann veiktist af heilabilun komu þeir eigin- leikar sterkt fram. Eigum við minningar um óborganleg tilsvör sem auðvelduðu okkur að horfa upp á hann svona veikan. Við fjölskyldan erum afskaplega þakklát fyrir frábæra umönnun, hlýju og alúð sem honum var sýnd á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Blessuð sé minning hans. F.h. systkinanna, Guðný og Elísabet. Í dag kveð ég kæran tengda- föður minn, Jón Andrésson. Jón hefur verið stór hluti af lífi mínu í rúma þrjá áratugi. Fyrstu minningar mínar um Jón tengj- ast Hjallabrekku 39 þar sem þau hjónin Jón og Ólöf bjuggu. Allt frá fyrstu tíð fann ég mig vel- komna í fjölskylduna. Ég minn- ist hlýlegs og vingjarnlegs við- móts hans í minn garð. Ég á margar góðar minningar frá Hjallabrekkunni. Þangað var alltaf gott að koma og þau hjón voru sérstaklega gestrisin og góð heim að sækja. Við áttum oft góðar og skemmtilegar um- ræður um stjórnmál og þjóð- félagsmál. Jón var mikill jafnaðarmaður og sveið misskipting gæðanna í samfélaginu. Hann ólst sjálfur upp við kröpp kjör og var aðeins 14 ára þegar hann fór að heiman og þurfti að sjá fyrir sér. Lífs- baráttan var hörð og þau hjónin þurftu að leggja mikið á sig til að eignast eigið hús og fram- fleyta fjölskyldu. Nægjusemi og nýtni var þeim eiginleg. Þegar við Lárus bjuggum úti á landi eða erlendis stóð heimili þeirra okkur og börnum okkar alltaf opið. Ég hef oft hugsað hversu lánsöm ég hef verið að eiga svo góða tengdaforeldra sem þau Jón og Ólöf hafa verið. Fjölskyldan á Hjallabrekk- unni var mjög samheldin og ríkti mikil eining og velvild í hópnum. Börnin voru virkir þátttakendur í heimilishaldinu líkt og á ís- lenskum sveitaheimilum. Búin var til saft og sulta úr berjum og sláturgerð á haustin. Jólaboðin voru sérstök tilhlökkunarefni og þar var glatt á hjalla. Jón var hæglátur, hógvær og dagfarsprúður maður. Hann naut sín best í fámennum hóp þar sem góð frásagnargáfa hans blómstraði. Sögur hans voru rík- ar af glettni og gamansemi. Hann lifði sig vel inn í frásögn- ina og þurfti stundum að gera hlé á frásögn sinni vegna inni- legs hláturs. Jón var einstaklega hagur og vandvirkur maður. Hann hugs- aði vinnuferlið alveg til enda áð- ur en hann hóf verkið og kastaði aldrei höndum til nokkurs verks. Hann var mikill fjölskyldumaður og var alltaf reiðbúinn að hjálpa fjölskyldum barna sinna. Höfum við Lárus notið aðstoðar hans ótal sinnum við verklegar fram- kvæmdir á húsnæði okkar, flutn- inga og viðgerðir á bílum. Jón var mikill náttúruunnandi og hafði yndi af ferðalögum. Mér eru minnisstæð ferðalög sem við fórum með þeim hjónum bæði innan- og utanlands. Ógleyman- leg ferð til Kenýa 1987 þar sem við heimsóttum fjölskyldu Kjart- ans, sonar þeirra hjóna, ferðalag um Svíþjóð auk ferðalaga inna- lands. Þetta voru allt skemmti- legar ferðir en sérstaklega var gaman að fara með honum um æskuslóðir hans þar sem hann rifjaði upp æskuminningar og sagði okkur skemmtilegar sög- ur. Síðustu tvö æviárin dvaldi Jón á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Þar naut hann góðrar umönn- unar starfsfólks sem sýndi hon- um alúð og umhyggju. Það er þakkarvert. Þótt heilsu Jóns hrakaði og kraftar dvínuðu sýndi hann mikið æðruleysi og stutt var í hnyttin tilsvör. Ég er þakklát fyrir góðan tengdaföður og allar samveru- stundirnar með honum. Blessuð sé minning hans. Lilja Björk Jónsdóttir. Það er dýrmætt að eiga afa og ömmu. Sem barn varði ég mikl- um tíma hjá afa og ömmu á Hjallabrekkunni. Ég bjó þar fyrstu mánuði lífs míns og aftur um það leyti sem ég hóf skóla- göngu mína. Þegar ég var í há- skólanámi fékk ég um tíma afnot af einu herbergjanna fyrir les- aðstöðu og man ég hversu nota- legt það var að koma upp í eld- hús og drekka kaffi með afa og ömmu. Oft sagði afi okkur sögur sem hann varla gat klárað vegna eigin hláturs. Fyrir tveimur árum tókum við mamma við Hjallabrekkunni og þá er eins og ég hafi kynnst afa enn betur. Húsið er gríðarlega vel byggt og eru þar víða merki um handbragð hans. Afi var listasmiður og virtist geta smíð- að og lagað allt. Það sem afi byggði var byggt til þess að end- ast. Skopparakringlan óbrjótan- lega og handlóðin sem hann renndi fyrir mig á rennibekkn- um eru enn í miklu uppáhaldi. Það hefur verið gaman að fara yfir öll verkfærin og gramsa í dótinu hans í vinnustofunni. Ný- lega rakst ég á brúna vasahníf- inn hans sem hann notaði meðal annars til þess að taka utan af appelsínum og skera hákarlsbita sem ég sem lítill snáði var ólmur í að smakka: „Afi má ég fá meira ojbjakk.“ Afi var mikið náttúrubarn. Hann naut þess að vera úti í náttúrunni og ferðast um landið. Sömuleiðis hafði hann gaman af því að horfa á náttúrulífsmyndir og Stiklur Ómars Ragnarssonar. Sem barn fór ég í útilegur með afa og ömmu í tjaldvagn- inum, í berjamó og fjöruferðir. Þegar þau tóku mig með sér í sund enduðu sundferðirnar alltaf á því að afi synti björgunarsund með mig yfir djúpu laugina. Afi greindist með heilabilun fyrir um það bil áratug síðan. Það er sárt að sjá á eftir ástvini hverfa hægt inn í sjúkdómsþok- una, tapa færni og missa mátt. Síðustu tvö árin bjó afi á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð. Þar var öll umönnun til fyrirmyndar og greinilegt að honum leið vel í þeirra umsjá. Ég sé afa núna fyrir mér á Hamri, síðastur í hópi fimmtán systkina til að snúa aftur til æskuheimilisins. Það er komið sumar. Trausti. Jón Andrésson ✝ Sigurþór Tóm-asson fæddist í Reykjavík 29. ágúst 1935. Hann andaðist á Hrafn- istu í Hafnarfirði 19. janúar 2018. Foreldrar hans voru Tómas Sigur- þórsson, f. 23. október 1906 í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð, d. 18. janúar 1997, og Sigríður Lilja Jónsdóttir, f. 2. október 1907 í Reykjavík, d. 18. apríl 1984. Bræður Sigurþórs eru Guð- jón Tómasson, f. 16. mars 1931, d. 21. nóvember 2011, og Tóm- as Tómasson, f. 19. október 1944. Sigurþór kvæntist 28. febr- úar 1958 Ruth Ragnarsdóttur frá Reykjavík, f. 28. nóvember 1936. Börn þeirra eru: 1) Ragn- hildur Lára, f. 16. júlí 1959, maki Carsten Conradt-Eberlin, f. 20. mars 1959. Börn þeirra eru: Christina, f. 18. ágúst höfn. Að námi loknu vann hann hjá Rambøll og Hannemann í Kaupmannahöfn og síðar hjá Almennu verkfræðistofunni í Reykjavík. Eftir nokkurra ára búskap í Reykjavík ákváðu þau að flytja aftur til Danmerkur og eignuðust nýtt heimili í Hasselhaven í Glostrup. Sig- urþór var þá ráðinn til verk- fræðifyrirtækisins Carl-Bro A/S í Kaupmannahöfn. Á hverju sumri var öllum pakkað í bílinn og lá leiðin til Ítalíu. Þau undu sér þar vel og lærðu m.a. ítölsku í kvöldskóla á veturna. Árið 1982 bauðst Sigurþóri að fara á vegum Carl-Bro til Nairobi, Kenía, og starfa sem verkfræðingur á þeirra vegum. Árið 1985 bauðst honum svo að stjórna dótturfyrirtæki Carl- Bro í Dar-es-Salaam í Tansaníu þar sem þau Ruth bjuggu til ársins 1994 þegar þau ákveða að setjast í helgan stein og stunda golf frá sumarhúsi sínu í Vejby Strand í Danmörku og á Strandavelli á Hellu, en þau bjuggu sér einnig heimili í Neðstaleiti í Reykjavík. Útför Sigurþórs fer fram frá Vídalínskirkju í dag, 25. janúar 2018, og hefst athöfnin klukk- an 13. 1991, Simon Alex- ei, f. 22. apríl 1993, og Benjamin, f. 4. apríl 1998. 2) Tómas, f. 16. októ- ber 1962. Börn hans eru: Anna, f. 2. mars 1994, Magnus, f. 7. októ- ber 1996, og Sig- urd, f. 1. sept- ember 1999. 3) Kristinn, f. 19. september 1972, maki Guðrún Kristjánsdóttir, f. 18. mars 1968. Börn þeirra eru: Sjöfn, f. 23. júní 1994, Sigurþór, f. 8. janúar 2003, og Signý Lára, f. 24. mars 2005. Sigurþór og Ruth kynntust árið 1957 á Kgl. Nytorv í Kaupmannahöfn í Danmörku. Þau hófu búskap í Kaupmanna- höfn og var fyrsta heimili þeirra í Vinkelager. Sigurþór gekk í MR og út- skrifaðist þaðan 1955. Hann út- skrifaðist síðan sem verkfræð- ingur frá DTH í Kaupmanna- Sigurþór Tómasson frændi minn er fallinn frá eftir erfiða baráttu við veikindi sem tóku smám saman yfir huga hans og getu til tjáskipta. Hann var annar í röð þriggja sona Tómasar Sigurþórssonar frá Kollabæ og Sigríðar Jóns- dóttur úr Reykjavík. Sigurþór var föðurbróðir minn og bjó með fjölskyldu sinni í útlöndum fjarri ættingj- um sínum um langt skeið. Þrátt fyrir það hélst alltaf góður vinskapur milli fjöl- skyldna okkar og eru börnin þeirra, Ragga og Tommi, tal- andi á íslensku þrátt fyrir bú- setu erlendis næstum alla ævi. Mér fannst hann alltaf myndarlegasti maðurinn í fjöl- skyldunni og var montin af sæta frænda mínum sem bjó í Danmörku með fjölskyldu sinni og ekki skemmdi það fyrir að hann var liðtækur þegar eitt- hvað vantaði sem ekki fékkst á Íslandi á þeim tíma. Sigurþór var góður náms- maður og útskrifaðist sem stúdent frá MR 1956 með hæstu einkunn úr stærðfræði- deild. Hann lagði fyrir sig verk- fræði og útskrifaðist sem verk- fræðingur og starfaði sem slíkur allan sinn starfsferil, lengst af í Danmörku og lauk Sigurþór starfsævi sinni í Tan- saníu. Um tíma eftir 1960 starfaði Sigurþór á Íslandi og var mikill spenningur í kringum heim- komu fjölskyldunnar. Stórfjöl- skyldan stóð á hafnarbakkan- um þegar Gullfoss lagði að bryggju og mikil gleði fylgdi því að fá fólkið okkar til lands- ins og ég varð þá barnapía þeirra um tíma. Ógleymanleg er móttaka í fjölskylduhúsi Ruthar á Frakkastíg 12, sem var á þeim tíma eins og höll í okkar augum. Þar var kristall og fínerí sem ekki var í hverju húsi. Þau fluttu svo aftur til Dan- merkur og eru minningar mín- ar frá þeim tíma tengdar myndum og bréfum sem bárust reglulega til ömmu og afa í Skipholti. Þar var fylgst með uppvexti Ragnhildar, Tomma og Kidda í formi mynda sem raðað var eft- ir mánuðum og ártölum svo að við vissum nákvæmlega hvern- ig þau litu út þrátt fyrir fjar- lægðina. Við lágum yfir þessum myndum og vorum viss um að enginn átti fallegri börn en Sig- urþór og Ruth. Við starfslok fluttu hjónin til Íslands og sat reiknimeistarinn löngum stundum við tölvuna sína, „kompjúterinn“, og hefur líklega notað gamla takta við alls kyns útreikninga. Golfið átti hug þeirra hjóna um margra ára skeið og eftir að þau fluttust til Íslands var Strandavöllurinn við Hellu oft spilaður og þá var komið við í Kollabæ og Þríhyrningur bar- inn augum. Einnig var Ásinn skoðaður og athugað hvernig gengi þar á bæ. Þegar hugurinn var ekki allt- af á réttum stað og hjónin dvöldu á Landakoti áttum við þó nokkrar gleðistundir við að horfa á burstabæinn við enda gangsins á deildinni þeirra. Bærinn minnti á Kollabæinn og hefur hugurinn eflaust leitað í gömlu góðu dagana þegar frændfólkið hans og bræður léku sér þar sem börn. Ég minnist Sigurþórs frænda míns með þökk og virð- ingu. Blessuð sé minning hans. Sigríður Guðjónsdóttir. Sem lítill drengur, sá yngsti í fjölskyldunni, kvaddi ég eldri systur mína, Ruth Ragnars- dóttur, þegar hún fór á vit æv- intýranna til Danmerkur. Skömmu síðar bárust þær fregnir að hún hefði kynnst ungum verkfræðinema sem var við nám í Kaupmannahöfn. Þegar fram liðu stundir bárust nánari fregnir og ljósmyndir af glæsilegum ungum manni, sem hafði dúxað í gegnum allt nám. Þetta voru fyrstu kynni af mági mínum, Sigurþóri Tómassyni. Við nánari kynni kom alltaf betur og betur í ljós hversu gjörvilegur, einlægur og góður maður var þarna á ferð. Þegar ég fór til náms til Þýskalands og við hjónin flutt- um þangað þá vildi svo til að Sigurþóri bauðst vinna hjá þekktri verkfræðistofu í Kaup- mannahöfn. Þau höfðu þá eignast tvö börn og fluttust til Danmerkur þar sem þau festu kaup á ein- býlishúsi í Hasselhaven í Glost- rup þar sem þau bjuggu sér fallegt heimili og þar fæddist þeim þriðja barnið. Það vildi til að okkur var boðið að dvelja hjá fjölskyldunni í Hasselhaven ein jól. Þessi jólaferð komst í hefð og þau 10 ár sem við dvöldum í Þýskalandi varð þetta að ár- legri hefð, þar sem farið var til Danmerkur um jólin og þau komu til okkar um páskana. Þegar Þýskalandsdvöl okkar var lokið lögðust þessar hefð- bundnu samverustundir af. Skömmu síðar fékk Sigurþór það starf að annast forstöðu fyrir útibú dönsku verkfræði- stofunnar, fyrst í Kenía og síð- ar í Tansaníu. Þar dvöldu þau uns Sigurþór fór á eftirlaun. Þau festu kaup á sumarhúsi á Sjálandi og íbúð í Efstaleiti í Reykjavík þar sem þau dvöldu á víxl. Ég leit ávallt upp til Sig- urþórs sem fyrirmyndar og var stoltur af að vera mágur hans. Allt sem hann gerði var þaul- hugsað og í föstum skorðum, sem sagt pottþétt. Árið 2014 fór að þyrma yfir. Sigurþór greindist með Alz- heimers-sjúkdóminn sem síðar varð hans banamein. Það tekur á að verða vitni að því hvernig þessi sjúkdómur smátt og smátt rænir virðingu. Ég veit að nú hefur Sigurþór breytt um vistarverur og er kominn í þægilegra umhverfi. Megi algóður Guð vera með honum og eftirlifandi aðstand- endum, Ruth eiginkonu hans, börnum hans, Ragnhildi, Tóm- asi og Kristni, og fjölskyldum þeirra. Kristinn Ragnarsson. Sigurþór Tómasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.