Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 Shea handáburðurinn er ríkur af shea smjöri (20%) sem gengur fljótt inn í húðina svo hún verður vel nærð og mjúk. MÖGNUÐUSTU VERKFÆRIN OKKAR, HENDURNAR. Kringlan 4-12 | s. 577-7040 SHEA HANDKREM NÆRIR OG MÝKIR Hvað er það mik- ilvægasta í lífinu? Hver og ein mann- eskja ætti að svara þessari spurningu: „ég“. Ef ekki þá er erfitt að vita hvað maður er eða vill. Í Markþjálfun er unnið með persón- unni „þér“ og þér hjálpað að komast nær kjarnanum þín- um ef þú er tilbúin(n) til þess og vilt það. Aðferð markþjálfunar er eitt skilvirkasta verkfærið til að hjálpa einstaklingum að ná mark- miðum sínum og þannig árangri á sem skemmstum tíma. Við erum öll sérfræðingar í okkur sjálfum, þó okkur þyki gott að fá ráð og gefa ráð sem getur verið nauð- synlegt í mörgum tilfellum. Það á samt ekki alltaf við eða passar ekki alltaf. Í slíkum tilfellum koma markþjálfar að góðum not- um því þeir eru einskonar „hugs- anafélagar“ þar sem þeir hafa aldrei skoðun á viðfangsefni hvers markþjálfatíma. Markþjálfar nota samtalstækni sem inniheldur 11 grunnhæfn- isþætti sem alþjóðleg samtök markþjálfunar, ICF (International Coach Federation), hafa bú- ið til og setja sem kröfur að séu í hverju einasta mark- þjálfasamtali, til að það geti verið skil- greint sem mark- þjálfun. ICF skil- greinir markþjálfun með eftirfarandi hætti: „Markþjálfun er marksækið, árang- ursmiðað og kerfisbundið ferli þar sem einstaklingur auðveldar öðrum einstaklingi eða hópi að öðlast varanlega breytingu með því að hlúa að sjálfmiðuðu námi og persónulegum vexti þess sem er í þjálfun. Markþjálfun er við- varandi samband sem miðast að því að marksækjandinn taki skref sem gera framtíðarsýn, markmið og óskir hans að veru- leika. Markþjálfi notar ferli spurninga og persónulegra upp- götvana til að efla vitund og ábyrgð marksækjandans. Hann veitir honum jafnframt aðferðir, stuðning og endurgjöf. Mark- þjálfunarferlið hjálpar mark- sækjandanum bæði að skilgreina og ná faglegum og persónulegum markmiðum hraðar og auðveldar en annars væri mögulegt“.* Með því að læra og kafa vel í hvern hæfnisþátt markþjálfunar getur hvaða einstaklingur sem er orðið færari einstaklingur, bæði fyrir sig og aðra. Markþjálfun er því frábært verkfæri fyrir alla stjórnendur til að ná fram- úrskarandi árangri með bættum samskiptum á vinnustað og annarsstaðar. Með því að finna út styrkleika og ástríðu hvers og eins starfsmanns með jákvæðum og uppbyggilegum samskiptum, eru meiri líkur á því að hann nái að blómstra á vinnustaðnum og skapa verðmæti til vaxtar, ekki bara fyrir hann – heldur líka fyr- irtækið. *Heimild: International Coach Federation Hvað er það mikil- vægasta í lífinu? »Með því að læra og kafa vel í hvern hæfnisþátt markþjálf- unar getur hvaða ein- staklingur sem er orðið færari einstaklingur. Höfundur er formaður ICF Iceland, félags markþjálfa á Íslandi. Eftir Ástu Guðrúnu Guðbrandsdóttur Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir Strætó hefur verið í umræðunni að und- anförnu, vegna nætur- strætó og borgarlínu. Sem vagnstjóri með margra ára reynslu get ég sagt eftirfarandi: Næturstrætó Ég keyrði næt- urvagna talsvert á sín- um tíma. Það gekk yf- irleitt sæmilega en samt var nokkuð um drykkjulæti, sofandi og jafnvel ælandi farþega. Það að keyra strætó á næturnar um helgar er öðruvísi upplifun en á dag- inn. Um síðustu helgi keyrði ég leið 101. Farþegar voru fjölmargir, hög- uðu sér flestir vel en nokkrir aug- ljóslega yngri en tvítugir. Nætur- strætó er aðallega fyrir unglinga og ungt fólk. Kannski ætlar stjórn Strætó að endurvekja gamlan draug, drukkna unglinga í miðbænum um helgar? Með næturstrætó opnast aftur tækifæri fyrir unglinga að sækja miðbæinn á kvöldin og fara heim með strætó um nóttina. Við, vagnstjór- arnir, flytjum fólk í misjöfnu ástandi í úthverfin. Það er ekki góð tilfinning að sjá villuráfandi, drukkinn ungling stíga út úr vagninum um miðja nótt í sjö stiga frosti. Það gerðist um síð- ustu helgi á endastöðinni á Völlunum. Borgarlínan Á höfuðborgarsvæðinu búa um 230.000 manns á mjög dreifðu land- svæði. Jafnvel þó þeim fjölgi um 100.000 á næstu 25 árum þá er Reykjavík fámenn borg. Almenn- ingssamgöngur eru í raun góðar miða við fjölda íbúa. Fólk almennt notar einkabílinn. Það mun líklegast ekkert breytast í ljósi hagsældar í landinu. Er einhver þörf fyrir sérstaka borgarlínu? Um- ferðin gengur yfirleitt ágætlega. Það er helst á morgnana og síðdegis að umferðin þyngist og fólk verður fyrir töfum. Ég hef keyrt margar strætóleiðir. Á öllum þessum leiðum eru til- tölulega fáir staðir, yfirleitt gatna- mót, sem tefja umferðina á háanna- tímum. Væri ekki betra að veita fjármunum til úrbóta á þessum stöð- um og greiða fyrir allri umferð en að leggja 100 milljarða í rándýra borg- arlínu? Ef borgaryfirvöld vilja raunveru- lega greiða veg Strætó í umferðinni þá er til frekar ódýr lausn: fjarstýr- ing og forgangur á umferðarljósum. Með skynsamlegum framkvæmdum á nokkrum gatnamótum og betri stýringu á umferðarljósum væri hægt að bæta flæði umferðarinnar fyrir alla. Því miður er það markmið borg- aryfirvalda að hefta bílaumferðina og þrengja götur, eins og dæmin sanna. Það er yfirlýst stefna sumra stjórn- málamanna að neyða fólk til notk- unar almenningssamgangna. Hafa vit fyrir hinum fíflunum. Hins vegar eftir 25 ár, ef pólitíska rétttrún- aðarfólkið verður ekki búið að tor- tíma heiminum með visku sinni, munu umferðartafir í Reykjavík heyra sögunni til með sjálfkeyrandi bílum. Samgöngusérfræðingum sem hanna leiðakerfi Strætó er smá vor- kunn, höfuðborgarsvæðið er illa skipulagt með tilliti til almennings- samgangna. Það hefur samt ekki fælt þá frá því að sýna snilld sína í verki margoft, farþegunum til mikillar ánægju og okkur vagnstjórunum til stanslausrar skemmtunar. Virðingin fyrir farþegum? Hlemmur er aðalskiptistöð Strætó. Núna er búið að breyta henni í mathöll og farþegarnir þurfa að hír- ast úti í kuldanum og rigningunni. Þeir geta reyndar feng- ið sér sæti á hörðum stálbekk og horft á fólk gæða sér á kræsingum í Mathöllinni meðan þeir bíða eftir að komast sinnar leiðar. Ljósið í myrkrinu eru góðir og vitrir stjórn- málamenn. Efast ekki um að þeir eyði hundr- uðum milljóna í að kynna sér almennings- samgöngur um allan heim og til hönnunar borgarlínunnar. Teikningarnar verða til fyrirmyndar. Svo verður vafalaust hætt við allt saman. Já, upphefð Strætó er mikil hjá yf- irvöldum og virðingin fyrir farþegum til fyrirmyndar. Vantar bara geltandi hunda í Strætó. Hugleiðingar vagn- stjóra um strætó Eftir Brynjólf G. Stefánsson Brynjólfur G. Stefánsson »Hlemmur er aðal- skiptistöð Strætó. Núna er búið að breyta henni í mathöll og far- þegarnir þurfa að hírast úti í kuldanum og rign- ingunni. Höfundur er vagnstjóri hjá Strætó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.