Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is Með free@home hefur aldrei verið auðveldara og hagstæðara að stjórna heimilinu, sumarbústaðnum eða fyrirtækinu. Ertu að byggja, breyta eða bæta? Endilega kynntu þér málið. Snjalllausnir – nútíma raflögn Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir engar umræður um framlag ríkisins til borgarlínu hafa farið fram. Málið sé ekki komið svo langt. Því hafi ranglega verið haldið fram að rætt hafi verið um prósentu- tölur í einstaka sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. „Menn eru komnir svolítið fram úr sér í um- ræðunni,“ segir Sigurður Ingi. „Samgönguráðuneytið og Vega- gerðin tóku í fyrra sæti í undirbún- ingshópum með sveitarfélögunum. Þetta var gert með tveimur fyrir- vörum. Annars vegar þyrfti að skoða samgöngur á stofnbrautum heild- stætt í þessum undirbúningi en ekki aðeins borgarlínuna. Hins vegar að engin fjárskuldbinding væri fólgin í þessari aðkomu.“ Eiga eftir að ræða fjármögnun Sigurður Ingi segir engar tölur hafa verið settar á blað. „Síðan hefur það gerst að í stjórnarsáttmála [nýrrar ríkis- stjórnar] segir að við ætlum að styðja við borgarlínu. Við höfum átt samtal við borgarstjóra um borgar- línuna. Fulltrúar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu eru auðvitað upphafsmenn þessarar hugmyndar. Allar frekari viðræður eru eftir, þar með talið um fjármögnun.“ Spurður hvort sveitarfélögin, og þá einkum Reykjavík, geti gengið að því vísu að fá tugi milljarða frá ríkinu á næstu 10-15 árum vegna borgar- línu vísar Sigurð- ur Ingi aftur í stjórnarsáttmál- ann. „Við eigum þetta samtal eftir við sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu,“ segir Sigurður Ingi. „Mín afstaða er að óraunhæft sé að ríkið borgi þetta að öllu leyti. Það er mikilvægt að ríkisvaldið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu haldi áfram að þróa samtal um sam- göngur og almenningssamgöngur. Þar með talið um aðkomu ríkisins að fjármögnun á þessu verkefni,“ segir Sigurður Ingi um stöðu málsins. Tilbúinn að skoða alla þætti Haft var eftir Eyjólfi Árna Rafns- syni, ráðgjafa sveitarfélaganna vegna borgarlínu, í Morgunblaðinu í gær að rætt hefði verið um að nota eigið fé, lántöku, aðkomu langtíma- fjárfesta, þar með talið lífeyrissjóða, við fjármögnun verkefnisins. Sigurður Ingi segir aðspurður að ýmsar leiðir komi til greina í þessu samhengi. „Ég er opinn fyrir að skoða alla þætti,“ segir hann. Fram kom í Morgunblaðinu í júní sl. að miðað var við að borgarlínan yrði alls 57 kílómetrar og kostaði 63- 70 milljarða. Haft var eftir Lilju G. Karlsdóttur samgönguverkfræðingi að 1. áfangi yrði um 20 km. Fram- kvæmdir gætu jafnvel hafist 2020. Miðað við kostnað á km mun sá áfangi kosta 22-23 milljarða. Með fyrirvara um borgarlínu  Samgönguráðherra segir ekkert hafa verið rætt um þátttöku ríkis í kostnaði Sigurður Ingi Jóhannsson Langur vegur er frá því að mat hæf- isnefndar á dómurum sé óskeikult, líkt og gengið hefur verið út frá í allri umræðu um Landsréttarmálið. Þetta kom fram í máli Hauks Arnar Birg- issonar hæstaréttarlögmanns á há- degisfundi lagadeildar Háskólans í Reykjavík um skipan dómara sem fram fór í gær. Haukur benti á að ráðherra bæri ábyrgð á stjórnarathöfnum og undir það félli skipan dómara. Því væri eðli- legt að hann tæki slíkar ákvarðanir. Sagði hann að á Norðurlöndunum væri alls staðar gert ráð fyrir því að ábyrgðin á skipan dómara væri hjá þeim sem sækti umboð sitt til kjós- enda. Einnig hélt erindi Jakob R. Möller, hæstaréttarlögmaður og formaður hæfisnefndarinnar, en fundurinn var mjög vel sóttur. Upp um þrjú sæti með lítils háttar breytingu forsendna Haukur sagði í erindi sínu að frá- leitt væri að ganga út frá því að mat hæfisnefndarinnar væri óskeikult. Vísaði hann sérstaklega til Excel- skjals nefndarinnar sem notað var til grófflokkunar umsækjenda og benti á að þar hefðu t.a.m. allir fengið fullt hús stiga fyrir almenna starfshæfni, samningu dóma og stjórnun þing- halda. Sú niðurstaða væri fráleit því ekki hefðu allir umsækjendur sinnt dómarastörfum. Varpaði Haukur skjali nefnd- arinnar upp á skjávarpa á fundinum og sýndi síðan hvaða afleiðingar það gæti haft ef forsendum væri breytt lítillega, þar sem munur á milli sumra sæta í mati nefndarinnar væri mjög lítill. Í einu sýnidæmi Hauks Arnar færðist umsækjandi í 16. sæti í það 13. Haukur lagði að lokum til að hæf- isnefndin legði til nokkra einstaklinga sem uppfylltu hæfnisskilyrði, sem mættu vera nokkuð ströng, sem ráð- herra gæti valið úr, með hliðstæðum hætti og þekkt væri t.d. í Noregi og Svíþjóð. Ráðherra þyrfti svo ávallt að bera val sitt undir Alþingi. Ráðherra geri dómurum upp annarlegar hvatir Jakob kvað í erindi sínu að dóms- málaráðherrar hefðu ekki til þessa sýnt fram á að þeim væri treystandi til að fara með skipunarvald þegar kæmi að dómaraembættum. Tvær leiðir væru færar í þessum efnum, leið fortíðar þar sem skipunarvald væri hjá framkvæmdavaldinu og dómarar skipaðir af pólitískum ástæðum eða að lögð væri áhersla á málefnaleg sjónarmið og að hæfasti umsækjandinn yrði fyrir valinu. Gagnrýndi Jakob Sigríði Andersen dómsmálaráðherra fyrir að hafa lýst því yfir að hún væri ósammála nið- urstöðu Hæstaréttar um að hún hefði ekki uppfyllt rannsóknarskyldu stjórnsýslulaga við skipan dómara við Landsrétt. Sagðist hann ekki vita til þess að lögfræðingar hefðu lýst því op- inberlega yfir að þeir væru Hæsta- rétti ósammála þó að þeir væru óánægðir með niðurstöðuna. Nauð- synlegt væri að halda réttinum við efnið með hvassri fræðilegri gagn- rýni, en annað væri að gera honum upp annarlegar hvatir. horturjg@mbl.is „Fráleitt að mat hæfis- nefndar sé óskeikult“  Tekist á um Landsdómsmálið í Háskólanum í Reykjavík Morgunblaðið/Árni Sæberg Rökræður Jakob R. Möller, hæstaréttarlögmaður og formaður hæf- isnefndar um dómarastörf, og Haukur Örn Birgisson hæstaréttarlögmaður. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir ekki sann- gjarnt að taka framlag úr Jöfnunar- sjóði sveitar- félaga með í útreikningum á skatttekjum af íbúum sérstak- lega þegar fram- lög vegna mál- efna fólks með fötlun eru þar á meðal. Það gefi ranglega til kynna að skatt- tekjur séu mestar af hverjum íbúa í Mosfellsbæ. Það gefi ekki rétta mynd að leggja saman framlag jöfnunarsjóðs og skatta sem eru innheimtir beint af íbúunum. Tilefnið er umfjöllun í Morgun- blaðinu í gær um útreikninga Sam- taka iðnaðarins á skatttekjum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu af útsvarstekjum, fasteignagjöldum og framlagi úr jöfnunarsjóði. Borgarstjóri tjáir sig ekki Skrifstofa borgarstjóra gerði at- hugasemdir við umfjöllunina. Að- stoðarmaður Dags B. Eggertssonar svaraði hins vegar ekki beiðni um viðtal við borgarstjóra. Jafnframt bentu útreikningar SI til að skatttekjur af íbúa í Mos- fellsbæ hefðu verið 734 þúsund 2016, þær hæstu á höfuðborgarsvæðinu. „Þarna eru lagðar saman annars vegar beinar skatttekjur sveitar- félaganna í formi útsvars og fast- eignagjalda, sem sveitarfélagið ákveður og leggur á íbúa, og hins vegar tekjur sem koma beint í gegn- um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Þetta tel ég villandi. Bornar eru sam- an tekjur nú og fyrir 10 árum. Við framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga hafa bæst við tekjur vegna yf- irfærslu á málefnum fatlaðs fólks til sveitarfélaga sem voru ekki í grunn- inum 2007. Það eru í sumum tilvikum verulegar tekjur. Um er að ræða til- færslu skatttekna frá ríkinu sem eru í hlutfalli við þyngd málaflokksins hjá hverju sveitarfélagi. Þær fara því inn og út úr bæjarsjóði,“ segir Har- aldur sem telur framlagið óvenjuhátt í Mosfellsbæ. Það sé vegna þess að í bænum séu rekin heimili fyrir fólk með fötlun. Til dæmis fái Skála- túnsheimilið árlega um 550 milljónir en það er heimili á landsvísu. Standi undir starfseminni „Málaflokkurinn er svona stór í Mosfellsbæ vegna þjónustustofnana sem sumar hafa starfað hér síðan um 1950. Framlaginu er að ætlað að standa undir þessari starfsemi. Þessir fjármunir stækka reikninginn og renna beint til starfsemi þessara heimila. Ef útsvar og fasteignagjöld eru lögð saman er Mosfellsbær með lægstar skatttekjur af íbúa, eða 583 þúsund. Það er réttari samanburður. Í Mosfellsbæ er ekki lagt á hámarks útsvar og nú annað árið í röð hafa álagningarhlutföll fasteignagjalda verið lækkuð,“ segir Haraldur. Ósanngjarnt að taka jöfnunarframlag með  Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir beina skatta vera lægri Skatttekjur af íbúa með/án jöfnunargjalds* Árið 2016, þús. kr. á verðlagi 2017 750 700 650 600 550 500 Án jöfnunargjalds Með jöfnunargjaldi Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes 714 645 687 618 657 626 734 581 699 644 654 620 *Framlag úr jöfnunarsjóði Heimild: reiknað út frá gögnum frá SI Haraldur Sverrisson „Jarðvísindin eru þess eðlis að við erum ekki komin á sama stað og t.d. veðurfræðin, við getum illa spáð með samskonar nákvæmni um það hvað gerist næst, en við fylgj- umst grannt með,“ segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruváreft- irlits Veðurstofu Íslands, en hún kynnti starfsemi eftirlitsins í Nátt- úrustofu Kópavogs í gær. Kristín segir að það sé sólar- hringsvakt hjá eftirlitinu og þau safni gögnum, fylgist með vísinda- rannsóknum ásamt því að halda reglulega fundi með almannavörn- um og háskólunum. „Það er líka afar dýrmætt að fá ábendingar frá almenningi, eins og t.d. um lykt og útlitsbreytingar á jöklum. Nú erum við helst að fylgj- ast með Öræfa- jökli, en í honum hafa mælst skjálftar og það hefur myndast svokallaður ís- ketill í jöklinum, sem bráðnar neð- an frá vegna jarðhita og sígur aðeins niður þar sem vatn er minna að eðlisumfangi en ís. En undanfarnar sex vikur hafa samt verið tiltölulega rólegar og ísketillinn hefur ekki tekið mikl- um breytingum. En það er erfitt að segja til um hvað gerist næst og hvenær.“ ernayr@mbl.is Kristín Jónsdóttir Öræfajökull rólegri að undanförnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.