Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Yfir 30 verk verða heimsfrumflutt á hátíðinni í ár,“ segir Gunnar Karel Másson, listrænn stjórnandi nútíma- tónlistarhátíðarinnar Myrkra músík- daga (MM), sem hefst í dag og stendur til laug- ardags. Markmið hátíðarinnar, sem Tónskáldafélag Íslands stofnaði til 1980, er að sögn Gunnars að flytja og kynna samtímatónlist með áherslu á nýja, íslenska tónlist og flytj- endur í bland við erlend verk og flytjendur. „Í ár bjóðum við á þremur dögum upp á 23 viðburði á níu ólíkum tónleikastöðum,“ segir Gunnar, en um er að ræða Hörpu, Iðnó, Gallerý Port, Fríkirkjuna, Listasafn Íslands, Húrra, Safnahúsið við Hverfisgötu, Norræna húsið og Mengi, en sérstök hliðardagskrá fer einnig fram í Mengi samhliða hátíðinni. „Við ráð- um fjárhagslega ekki við að halda alla hátíðina í Hörpu, líkt og síðustu ár, auk þess sem rýmið setti okkur býsna þröngar skorður. Við getum breitt betur úr okkur með því að dreifa viðburðum milli ólíkra tón- leikastaða í miðborginni. Svo felst ákveðinn sjarmi í því að rölta á milli staða,“ segir Gunnar og bendir á að prógramminu sé stillt þannig upp að hátíðargestir eigi að geta mætt á alla tónleika. „Allir tónleikar hátíðar- innar, fyrir utan opnunartónleikana, eru innan við klukkutími að lengd,“ segir Gunnar og bendir á að á vefn- um darkmusicdays.is megi nálgast hátíðarpassa fyrir 15 þúsund kr., klippikort á fimm tónleika fyrir 7.500 kr. og miða á staka tónleika sem kosta 2.000 kr. nema hjá SÍ, en að- gangur er ókeypis á ýmsa viðburði. Aðspurður segir Gunnar hlutfall kventónskálda vera um 30%, en markmið Tónskáldafélagsins er að hækka hlutfallið á næstu árum. „Það er nóg af flottum tónskáldum af báð- um kynjum til að hægt sé að breyta kynjahlutfallinu. Mér þætti líka áhugavert að auka fjölbreytnina í hópi höfunda, því yfirgnæfandi fjöldi nútímatónskálda á uppruna sinn í Vestur-Evrópu. Þetta eru upp til hópa hvítir, gamlir karlar,“ segir Gunnar og tekur fram að reyndar sé stór hluti verkanna í ár eftir ung tón- skáld undir þrítugu. „Okkur þykir mjög mikilvægt að passa vel upp á grasrótina,“ segir Gunnar og bendir á að ásókn listamanna sé mikil í há- tíðina. „Við fengum næstum 300 um- sóknir þetta árið bæði frá íslensku og erlendu listafólki sem sækist eftir því að koma fram eða fá verk sín spiluð á hátíðinni. Þannig að við finn- um fyrir miklum áhuga,“ segir Gunnar. Einn af hápunktunum „Opnunarathöfn MM verður á Norðurbryggju Hörpu í dag kl. 16.30, en þeir sem vilja hita upp fyrir hátíðina geta mætt á spennandi inn- setningu slagverksrannsakandans Jennifer Torrence og tónskálda- rannsakandans Trond Reinholdtsen í Gallerý Port milli kl. 15 og 18, en innsetningin verður endurtekin á morgun milli kl. 15 og 19. Pólska El- blaska-kammersveitin heldur tón- leika í Kaldalóni Hörpu í dag kl. 17 þar sem pólsk tónskáld verða í fyrir- rúmi, þeirra á meðal Witold Luto- sławski. Klukkan 17.30 leikur Ung- sveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpuhorni Sila: The Breath of the World eftir John Luther Adams undir stjórn Daníels Bjarnasonar,“ segir Gunnar og bendir á að Daníel stjórnar einnig formlegum opnunar- tónleikum MM sem eru tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands (SÍ) í Eldborg Hörpu kl. 19.30 þar sem Sæunn Þorsteinsdóttir og Víkingur Heiðar Ólafsson leika einleik. „Þetta verður einn af hápunktum hátíðarinnar. Kvöldinu lýkur í Hörpuhorni kl. 22 þar sem frumflutt verða tvö verk eftir Erik DeLuca og Jesper Pedersen sem samin eru undir áhrifum frá Still Park eftir Satoshi Ashikawa, sem einnig verð- ur flutt. Þetta verður dúndurvið- burður, enda er dagskrá fimmtu- dagsins algjör bomba,“ segir Gunnar og tekur fram að gott sé að byrja há- tíðina með trukki til að fanga áhorf- endur. „Þetta gefur tóninn og síðan liggur leiðin bara upp á við,“ segir Gunnar. Frábært framtak Dagskrá morgundagsins hefst með skólatónleikum í Iðnó kl. 09.30 á vegum Töfrahurðar þar sem Hall- veig Rúnardóttir, með aðstoð Shé- hérazade-hópsins, leiðir áheyrendur inn í heim samtímatónlistar og sýnir hvernig ný tónlist er hugsuð. „Að mínu mati er mjög mikilvægt að huga að menntun almennings á nú- tímatónlist, því annars lokumst við mögulega af með tilheyrandi doða,“ segir Gunnar. Í hádeginu á morgun, kl. 12 í Norðurljósum Hörpu, verða Yrkja III uppskerutónleikar þar sem frumflutt eru Rift eftir Veronique Vöku Jacques og Akvocirkulado eft- ir Gísla Magnússon undir stjórn Daníels Bjarnasonar. „Það verður spennandi að heyra hvað komið hef- ur út úr þessu starfi, enda er þetta frábært framtak hjá Sinfóníunni,“ segir Gunnar sem sjálfur starfaði með SÍ undir merkjum Yrkju I á sín- um tíma. „Einn af fremstu klarínettuleik- urum Bandaríkjanna af sinni kyn- slóð, Gleb Kanasevich, kemur fram á tónleikum í Safnahúsinu á föstudag [í dag] kl. 16. Hann flytur Inner Time II, Op.42 „Homage to Calder“ eftir rúmenska tónskáldið Horatiu Rãdulescu sem skrifað er fyrir sjö klarínett. Kanasevich flytur verkið með upptökum af sjálfum sér sem hljóma í sex hátölurum. Þetta er mjög ágengt verk, en mikilvægt í tónlistarsögunni. Það verður afar spennandi að heyra þennan flutn- ing,“ segir Gunnar. Hlín Pétursdóttir Behrens og Una Sveinbjarnardóttir leika í Fríkirkj- unni kl. 17.15 verk eftir Unu, Kaiju Saariaho, Hauk Þór Harðarson og Elínu Gunnlaugsdóttur. „Þetta er spennandi blanda af nýjum og eldri verkum.“ The Riot Ensemble kemur fram í Iðnó kl. 20 og flytur verk eftir m.a. Jose Manuel Serrano og Arlene Sierra auk þess að frumflytja Seven heavens (of different heights (and depths)) eftir Báru Gísladóttur. „Þarna er á ferðinni einn fremsti samtímatónlistarhópur í Bretlandi. Þetta eru æðislegir flytjendur sem enginn ætti að láta framhjá sér fara,“ segir Gunnar og bendir á að hópurinn verði staðsettur í miðjunni á salnum á tónleikunum þannig að áhorfendur eru staðsettir hringinn í kringum þau. „Nálægðin verður því mjög mikil, sem er alltaf gaman.“ Tónlistarhópurinn Caput flytur blöndu af nýjum og eldri verkum á tónleikum í Fríkirkjunni kl. 21. „Þau frumflytja m.a. Hulið / There is something hidden eftir Ólaf Björn Ólafsson þar sem Skúli Sverrisson leikur einleik og Sex ljóð úr Eyktir eftir Úlfar Ingi Haraldsson fyrir barítónrödd og kammersextett en einsöngvari er Kristinn Sigmunds- Yfir 30 verk heimsfrumflutt á  Nútímatónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar hefst í dag  Á þremur dögum er boðið upp á 23 viðburði í níu húsum Grúsk Nordic Affect leikur í Listasafni Íslands á föstudag. Kraftur The Riot Ensemble kemur fram í Iðnó á föstudag. Gunnar Karel Másson Hauk Tómasson, en tónleikarnir eru liður í hátíðinni Myrkum músík- dögum sem hefst í dag. Þess má geta að öll íslensku verkin á tónleikunum verða tekin upp á næstu vikum og gefin út af vegum Sono Luminus. Sinfónían mitt heimaband Samkvæmt upplýsingum frá SÍ samdi Páll Ragnar sellókonsert sinn innblásinn af lýsingu í skáldsögunni Stóra skjálfta eftir Auði Jónsdóttur. „Tónskáldið er í verkinu að prófa sig áfram í áferð á hljómum. Ég er því að spila mikið af yfirtónum en á mis- munandi strengjum þannig að áferð- in verður aðeins öðruvísi. Þetta er eins og sama nótan, en jörðin breyt- ist undir henni. Þetta er í raun skjálfti á nótum. Mér finnst pælingar Palla vera mjög spennandi. Þetta er allt á mörkum hins heyranlega, því hann er mikið að pæla í hljóði sem kemur af boganum og strengnum rétt áður en hljómur fer að koma. Þetta er því mjög viðkvæmt og fín- gert milli þess sem risasveiflur bresta á. Það er líka ákveðinn skjálfti að fara frá hinu viðkvæma yfir í mik- inn massa,“ segir Sæunn og tekur fram að afar ánægjulegt sé hversu Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það er æðislegt að fá fleiri en eitt tækifæri til að spila ný verk, enda vaxa verkin með manni eftir því sem maður leikur þau oftar. Ég hlakka einnig til að koma með verkið heim,“ segir Sæunn Þorsteinsdóttir um Quake fyrir selló og kammersveit eftir Pál Ragnar Pálsson sem hún flytur á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands (SÍ) í Eldborg Hörpu í kvöld kl. 19.30. Á sömu tónleikum leikur Víkingur Heiðar Ólafsson píanókonsert Hauks Tómassonar. Bæði verkin voru flutt í hinni ný- vígðu tónleikahöll Elbphilharmonie í Hamborg á sérstakri Íslandsviku í febrúar 2017 og á Íslandshátíð Fíl- harmóníuhljómsveitarinnar í Los Angeles í apríl sama ár, en verkin höfðu verið pöntuð sérstaklega fyrir þessar tvær hátíðir. Listrænn stjórn- andi hátíðarinnar í LA var Daníel Bjarnason, sem stjórnar tónleikum kvöldsins. Á efnisskrá kvöldsins eru einnig Drifts eftir Sebastian Fagerlund, Adagio eftir Magnús Blöndal Jó- hannsson og Í sjöunda himni eftir „Eins og dans á hnífsegg“  Frumflytja tvö verk með Sinfóníunni Síðumúla 21, Selmúlamegin, sími 533 6040, stimplar@stimplar.is Traust handtak Áratuga reynsla Örugg þjónusta Verslaðu á auðveldan hátt á netinu stimplar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.