Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 DraumasiglingumFeneyjar sp ör eh f. Vor 5 Glæsileg sigling um Feneyjar með fljótaskipinu MS Michelangelo. Feneyjar hafa löngum verið kallaðar Drottning Adríahafsins og ekki að ástæðulausu. Í ferð okkar verður m.a. komið við á Murano og Burano eyjunum, siglt að mynni Po fljótsins og svo kynnumst við að sjálfsögðu Feneyjum. 26. apríl - 3. maí Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 239.500 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! „Fyrir tíu árum var settur á fót vinnuhópur innan orkugeirans sem fékk þetta verkefni. Þetta var flókið verkefni enda þurfti að finna skil- greiningu á sjálfbærni og hvað hún þýðir fyrir orkugeirann. Ég var í þessum hóp fyrir hönd World Wild- life Fund. Síðan varð ég sjálfstæður ráðgjafi og hef notað þessa aðferð víða um heim,“ segir hann. Alþjóðlegur matslykill um sjálf- bæra nýtingu vatnsafls byggist á stöðlum í yfir 20 flokkum sem ætlað er að greina sjálfbærni vatnsafls- virkjana. Beita má lyklinum á mis- munandi stigum, við frumhönnun, verkhönnun, byggingu og rekstur aflstöðva. gegnum þessar ábendingar og tekið afstöðu til. Fyrirtækið þarf að meta hvað er auðvelt að bæta og hvað er flóknara, hvað eigi bara við þetta verkefni og hvað eigi við öll verkefni fyrirtækisins. Þetta geta þeir notað til að gera verkefni sín sjálfbærari.“ Hartmann segir að hægt sé að gera athugasemdir við úttektina fram til 8. mars. Hana má nálgast í gegnum heimasíðu Landsvirkjunar. Hefur unnið víða um heim Joerg Hartmann hefur starfað lengi á þessu sviði. Hann tók þátt í að þróa alþjóðlegan matslykil um sjálfbæra nýtingu vatnsafls sem var formlega tekinn í notkun árið 2011. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Mikið álag hefur verið síðustu sólar- hringa á Landspítalanum, enda mikið um slys og veikindi. Inflúensan sem algeng er í ársbyrjun er komin og margir leita til sjúkrahússins vegna hennar, RS-veiran minnir á sig og í hálkunni hefur verið talsvert um minniháttar slys, beinbrot og byltur. Þá hefur eldra fólk með undirliggj- andi sjúkdóma sem nú brjótast fram þurft mikið að leita á spítalann, þar sem verið hefur fordæmalítið annríki síðustu daga. „Staðan er alvarleg og við höfum þurft að grípa til margvíslegra ráð- stafana til þess að takast á við ástandið,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfir- læknir á bráða- deild Landspítal- ans í Fossvogi, við Morgunblaðið. Þjónustu við sjúklinga sem á deildina koma er forgangsraðað eftir bráðleika, en þeg- ar fyrstu meðhöndlun á sjúkrahúsinu er lokið þurfa margir að leggjast inn á deildir á lyf-, handlæknis- og flæðis- viði. Rúm þar til ráðstöfunar eru 419 og í gær var hvert þeirra skipað og vel það; nýtingin var komin í 116%. Því lágu margir á göngum, setustofum og slíkum stöðum. Flensufaraldur er framundan „Fólki með minniháttar veikindi vísum við á heilsugæsluna, hjúkrun- arheimilin hafa verið beðin um að taka inn í ríkari mæli í hvíldarinnlögn eldra fólk sem kemst ekki heim og þarf að öðrum kosti að vera hér á sjúkrahúsinu og teppir rúm hér. Eins er reynt að koma sjúklingum utan af landi sem fyrst inn á sjúkrahúsin í sinni heimabyggð. Þá höfum við kall- að fólk af frívöktum til vinnu hér á bráðadeildinni. Allt er þetta hluti af stórri mynd; því mikla álagi sem stundum skellur á sjúkrahúsunum og við þurfum að vera viðbúin. Vegna þessa höfum við verið í sambandi við velferðarráðuneytið og fleiri til þess að taka á málinu. Geta haldið sjó með- an það mesta gengur yfir,“ segir Jón Magnús. Síðdegis í gær höfðu um 180 manns leitað þann dag til bráðadeildarinnar sem er svipað og meðaltal hvers sól- arhrings. Þá var vísast eftir sá kúfur sem gjarnan er á kvöldin. „Og þetta er ekkert búið; inflúensufaraldurinn á eftir að ná hámarki og verður vænt- anlega fram í febrúar. Fyrstu mán- uðir ársins eru alltaf annatími á sjúkrahúsinu en ástandið nú er þó óvenjulega erfitt,“ segir Jón Magnús. Fordæmalítið annríki á spítalanum  Pestir, veirusýking og slys  Hvert sjúkrarúm er skipað og margir hafa þurft að liggja á göngum og í setustofum  „Inflúensufaraldurinn á eftir að ná hámarki og verður væntanlega fram í febrúar“ Morgunblaðið/Ómar Landspítalinn Óvenjumikið er um slys og veikindi þessa dagana. Jón Magnús Kristjánsson Joerg Hartmann kom fyrst hingað til lands árið 2009 og hefur starfað með flestum aðilum innan orkugeirans. Hann bindur vonir við að hægt verði að beita sömu aðferð við mat á sjálfbærni jarðvarmavirkjana. „Við prófuðum það í fyrsta sinn í fyrra á Þeistareykjum. Ég vona að þessi aðferð verð líka nýtt við vindorku og sólarorku. Allur heimurinn er að færa sig í endurnýtanlega orku, það er óumflýjanlegt. Önnur lönd eru farin að átta sig á því að þetta er framtíðin. Kostnaður við vindorku og sólarorku hefur til að mynda lækkað mikið,“ segir hann og hvetur Íslend- inga til að nýta gott tækifæri. „Ísland er framarlega í flokki þarna. Þið hafið sýnt heiminum að það er hægt að keyra heilt land á endurnýtanlegri orku og það borgar sig. Þarna eru mikil tækifæri fyrir ykkur. Bæði til útflutnings og til hjálparstarfs. Þið hafið tækifæri til að vera í forystu.“ Ísland getur verið í forystu TÆKIFÆRI FELAST Í ENDURNÝTANLEGRI ORKU Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Í heild er það okkar mat að Kára- hnjúkaverkefnið hafi verið vel hann- að og því vel stjórnað. Það eru nokk- ur atriði sem þar má bæta en óhætt er að fullyrða að Kárahnjúkar eru í hópi þeirra bestu þar sem þessari aðferð hefur verið beitt,“ segir Joerg Hartmann, sem stjórnaði úttekt á Fljótsdalsstöð er gerð var á grund- velli alþjóðlegs matslykils um sjálf- bæra nýtingu vatnsafls (HSAP). Niðurstöður úttektarinnar voru kynntar í gær. Rekstur Fljótsdals- stöðvar þykir framúrskarandi hvað varðar sjálfbæra nýtingu vatnsafls og á mörgum sviðum þykja starfs- venjur í Fljótsdalsstöð jafnast á við þær bestu sem fyrirfinnast. Úttekt þessi var gerð í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því að Fljóts- dalsstöð var gangsett. Hún er afar viðamikil og nær til 17 flokka sem varða rekstur stöðvarinnar. Mark- miðið er að draga fram hversu vel starfsemin fellur að alþjóðlegum við- miðum um sjálfbæra þróun. Meðal þessara flokka voru samskipti og samráð, stjórnun á umhverfislegum og samfélagslegum þáttum, líf- fræðilegur fjölbreytileiki og fram- andi tegundir ásamt rofi og set- myndun. Fljótsdalsstöð uppfyllir kröfur um bestu mögulegu starfsvenjur (5 í einkunn af 5 mögulegum) í 11 flokk- um af þeim 17 sem teknir voru til skoðunar. Í fjórum flokkum upp- fyllir Fljótsdalsstöð kröfur um góðar starfsvenjur (4 í einkunn af 5 mögu- legum) og í hverjum þeirra er aðeins eitt frávik frá bestu mögulegum starfsvenjum. Tveir flokkar áttu ekki við í þessari úttekt. Dregur að ferðamenn Hvaða atriði voru það sem talið var að mætti bæta? „Sumar athugasemdir sneru að innviðum. Bændur voru kannski ósáttir við rof á landi sínu og þá vantaði upp á samskipti, það mátti láta vita að til stæði að bæta úr því. Eins kom fram gagnrýni er sneri að ferðamönnum. Austurland vill líka fá sinn hlut af þessum ferðamanna- straumi. Kárahnjúkar eru ferða- mannastaður enda vill fólk kynnast endurnýtanlegri orku, það er já- kvæður hlutur. Sveitarfélög þar vilja að meira sé lagt í kynningu. Þá kom fram gagnrýni á bætur vegna vatns- réttinda, hvaða sveitarfélag fær fast- eignaskatta og fleira slíkt,“ segir hann. „Nú getur Landsvirkjun farið í Morgunblaðið/Árni Sæberg Umsögn Joerg Hartmann gerði úttekt á starfsemi Fljótsdalsstöðvar. Fá framúrskarandi umsögn sérfræðinga  Úttekt á Fljótsdalsstöð með tilliti til sjálfbærrar nýtingarSkorað er á samgönguyfirvöld og Al-þingi að bregðast tafarlaust við hættulegu ástandi Vesturlandsvegar á Kjalarnesi þannig að vegurinn verði orðinn tvöfaldur frá Hvalfjarð- argöngum til Reykjavíkur innan þriggja ára. Þetta segir í ályktun fundar fjölmenns borgarafundar sem haldinn var á Akranesi í gær- kvöldi þar sem vegurinn á Kjalarnesi var í brennidepli. Er þar lagt til að skoðaðar verði allar leiðir sem flýtt geti framkvæmdum, enda greiði þær för og auki öryggi. Á fundinum voru Sigurði Inga Jóhannssyni sam- gönguráðherra afhentir undir- skriftalistar þar sem 5.500 manns – auk fulltrúa fyrirtækja – þrýsta á um úrbætur á Kjalarnesi. „Við fengum svör sem vekja bjart- sýni, það er að við endurskoðun sam- gönguáætlunar verði horft til óska Vestlendinga um að vegurinn á Kjal- arnesi verði endurbættur,“ sagði Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, við Morgunblaðið. Auk Akurnesinga láta Borgfirðingar samgöngumálin til sín taka. Í álykt- un krefst byggðaráð Borgarbyggðar þess að auk tvöföldunar á Kjalarnesi hefji yfirvöld samgöngumála sam- tímis undirbúning að úrbótum á Vesturlandsvegi frá Hvalfjarðar- göngum og í Borgarnes. Vakin þar vakin athygli á stóraukinni umferð og látin í ljósi sú skoðun að henni verði mætt með framkvæmdum. sbs@mbl.is Brugðist sé tafar- laust við ástandi  Fjölmenni á fundi um vegamál Akranes Bekkurinn var þétt setinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.