Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 Eyjamenn þóttu sýna æðruleysi þegar þeir streymdu niður á bryggju á flótta um hánótt á leið í bátana. Þegar frá líður vakna þær spurningar af hverju svo hafi verið og hvers vegna fólk trúði því að gosinu lyki sam- dægurs. Af hverju fóru íbúar í rólegheitunum í kaffi í næsta húsi og tóku með sér ólíklegustu hluti? Ólafur Árna- son fjöl- skylduráðgjafi segir að grófum dráttum komi yfir fólk í þessum aðstæðum einhvers- konar doði og það sé ekki heilbrigð skynsemi sem taki yfir heldur kvíði og varnarleysi yfir því sem er að gerast vegna þess að fólk hafi ekki stjórn á hlutunum. Það reyni að bregðast við með því að gera eitt- hvað. Ná stjórn á aðstæðum með því að taka með sér hluti, jafnvel þó engin skynsemi sé í því. Hugsunin er: ég ræð ekki hvort ég fer en ég ræð hvað ég tek með mér í þessum aðstæðum. Ólafur segir að æðruleysi sé Eyjamönnum í blóð borið. „Þetta er í kúltúrnum. Eyjamenn eru vanir að þurfa að takast á við sjóinn og náttúruöflin. Þeir bera virðingu fyrir náttúrunni og vita að við ofurefli er að etja. Það þýðir ekki að mótmæla né reyna að ná sínu fram. Það þarf að ganga skipu- lega til verka og gera það sem gera þarf,“ segir Ólafur og bendir á að þegar fólk hafi ekki upplifað gos í túnfætinum hjá sér áður þá sé eðli- legt að það missi raunveru- leikatengslin. Það sjái hvað sé að gerast en geti ekki sett hlutina í samhengi. Það gæti verið ástæða þess að margir héldu að siglt yrði út fyrir Eiðið og beðið þar á meðan gosinu lyki. „Ég held að það hafi skipt máli að skipstjórarnir sem eru vanir að tak- ast á við náttúruna héldu ró sinni, unnu skipulega og markvisst. Þeg- ar fólk finnur að einhver nær utan um hlutina þá róast það. Ólafur seg- ir að sú staðreynd að lítið hafi verið unnið með tilfinningar þegar áfallið átti sér stað sé eflaust ástæða þess að 45 árum eftir gos séu íbúar enn að vinna úr minningum og tilfinn- ingum. „Ég var sjö ára í gosinu og ég dá- ist að því hvernig foreldrar mínir brugðust við aðstæðum. Þau eru af sterku kynslóðinni og þurftu að berjast fyrir hlutunum. Það var ekki til siðs að tala um tilfinningar en á síðari aldursárum fer þessi kynslóð að viðurkenna að þetta hafi tekið á,“ segir Ólafur. Hann segir að þegar fólk flutti aftur til Eyja sé ekki ólíklegt að íbú- ar hafi fengið þá tilfinningu að nú hefðu þeir loks stjórn á aðstæðum sem þeir voru settir í, að þurfa að flýja heimili sitt vegna eldgoss. Viðbrögð við áfalli Ólafur Árnason  Hefðbundið sprungugos með kvikustrókum í byrjun.  1600 m löng sprunga með 40 eldsúlum, allt að 150 m að hæð  2,5 milljón m3 af gjósku allt að 6 m þykkri  Gosmökkur 8 til 9 km hár  Tvenn eldsumbrot á sjávarbotni  99,8% af koltvíoxíði í gasi frá eldstöðv- unum  Mældur hiti í Eldfellshrauni +/- 990 gráður  Framleiðsla gosefna 100 m3 á sekúndu  Nýja hraunið 3,2 km þar af nýtt land 2,2 km  Formleg goslok 3. júlí 1973  Heildartjón á húsum miðað við verðlag í apríl 1977, kr. 315.696.500  Framreiknað tjón í verðlagsreiknivél Hagstofu Íslands miðað við verð- lag í desember 2017, kr. 653.063.592  Greitt var út tjón vegna 925 íbúðahúsa þar af voru 400 hús metin ónýt Heimildir: Náttúruvá á Íslandi, VTÍ, Vestmannaeyjar,byggð og eldgos, Kröftugt gos, 925 hús skemmd STAÐREYNDIR UM ELDGOSIÐ Á HEIMAEY Eldgos 400 hús eyðilögðust í sundur svo komast mætti í hólfin,“ segir Engilbert og bætir við að Þórði á Skansinum hafi dottið í hug leið til þess að ná öryggishólfinu út með krana, en bankastjórinn ekki tekið það í mál. Skáparnir gætu rispast. Kveikjan tekin úr bílnum Eftir misheppnaða för í bankann fór Engilbert að bjarga búslóðum. Gísli faðir hans og Ragnar föður- bróðir höfðu vörubíl til umráða. ,,Ég ætlaði ekki að þora að leggja mig og skilja bílinn eftir fyrir utan kjallarann á Fögrubrekku því menn tóku bara næsta bíl en pabbi sá við þessu og tók kveikjuna úr bílnum. Það var ágætt að sofa í kjallaranum því vikurinn sem kominn var fyrir gluggana einangraði hávaðann frá gosinu,“ segir Engilbert. Hann segir að ýmislegt skemmtilegt hafi gerst í þá 7 til 10 daga sem stoppað var í Eyjum. ,,Raggi frændi hét því eftir dvölina að hann myndi aldrei bera þvotta- vélar aftur. Í eitt sinn þegar við áttum að bera búslóðir fórum við á Strand- veginn þar sem pabbi og Raggi voru að innrétta nýja verslun. Gísli Brynj- ólfsson málarameistari, sem alltaf var glaður sama hvað gekk á, kom inn til okkar og sá gítar í búðinni. Hann spurði mig hvort ég spilaði á gítar. Ég neitaði því og þá settist Gísli á búðar- borðið og spilaði og söng fyrir okkur.“ Engilbert segir að þegar hann hugsi til baka sjái hann að ástandið hafi ekki verið neinu líkt. ,,Ég man eftir einu atviki þegar rigndi eldi og brennisteini. Ég stóð í skjóli við Samkomuhúsið og það voru þrautþjálfaðir hermenn að moka ofan af Símstöðinni sem var nokkuð hátt hús. Allt í einu heyrðust miklar drun- ur og hermennirnir stukku niður af þakinu á vikurbing fyrir neðan. Hegðun þeirra var eins og í alvöru- bardaga,“ segir Engilbert og bætir við að einn daginn hafi hann ekki get- að meir. „Mér var kalt og ég var þreyttur og nennti ekki meiru. Ég sagði við pabba að það væri gott að geta fengið sér smá brennivín en það var ekkert vín að fá. Pabbi sagði þá að nóg væri af víni til í Ríkinu. Ég hafði ekki mikla trú á að þar væri eitthvað að hafa. En við fórum í Ríkið og húsið var opið. Óskar í Ríkinu kom fram og spurði hvað hann gæti gert fyrir okk- ur. Pabbi sagðist þurfa flösku af séní- ver. Óskar finnur flöskuna og pabbi opnar veskið en Óskar segir að flask- an kosti ekkert. Pabbi spyr þá hvort Óskar fái ekki bágt fyrir. Svar Óskars man ég alltaf: ,,Hann Jón Kjart- ansson, forstjóri ÁTVR, hringdi og spurði hvort það væri satt að ég af- greiddi áfengi án þess að taka við greiðslum fyrir. Ég sagði við hann, heyrðu góði ef það verða einhver van- höld hér á þá skaltu bara taka húsið mitt upp í, það var enn í Sólhlíðinni í morgun.“ Þetta lýsir ágætlega ástandinu sem var í Eyjum á meðan gosið var. Óskar vissi ekki frekar en aðrir hvort hann ætti hús næsta dag. Allt á nippinu, lífið og tilveran og hvaða máli skipti þá ein flaska til eða frá.“ Strengurinn þaninn til ýtrasta Engilbert segir að stuttur þráður í mönnum hafi einkennt gosið og árin á eftir. Það hafi verið rosalegt álag á fólki í gosinu og í uppbyggingunni. ,,Menn voru útkeyrðir og þreyttir og fengu sér í tána. Það var stutt í handa- lögmál og rifrildi. Það tók mig mörg ár að átta mig á hversu strengurinn var þaninn hjá íbúum. Það útskýrir að ein- hverju leyti reiðina sem beindist að þeim sem ekki komu aftur.“ Engilbert tekur dæmi um álagið sem var á mönnum í gosinu. Hann segir að líkt og venja var á þessum ár- um safnaði fólk tækjum og öðru sem þurfti í hús á byggingartímanum vegna verðbólgunnar. ,,Ég var með allt það sem við höfð- um keypt í húsið í geymslu þegar mað- ur einn kemur til okkar. Hann missti gjörsamlega stjórn á sér og lamdi allt og barði. Við sem vorum á staðnum héldum okkur til hlés. Maðurinn hafði stuttu áður horft á húsið sitt hverfa undir hraun. Þremur dögum eftir að hann hafði klárað að flísaleggja hjá sér baðið. Sem betur fer skemmdist ekk- ert hjá mér en þetta var sennilega hans áfallahjálp. Aðrir notuðu grín sem áfallhjálp,“ segir Engilbert. Þegar Engilbert og Bryndís eru spurð hvaða áhrif gosið hafi haft þau sem ungt fólk, rúmlega tvítugt, er fátt um svör til að byrja með. Þau eru sammála um að það hafi skipt máli að þau voru barnlaus þegar gosið hófst. Bryndís segir að gosið hafi tvístrað fólki. Það hafi verið erfitt að missa af samskiptum við ættingja og sam- ferðafólk. ,,Við tókum út ofsalegan þroska í svona aðstæðum, það er ekki hægt annað. Ég held að maður öðlist víð- sýni og aðlagist betur breyttum að- stæðum. Smáu hlutirnir verða ekki eins merkilegir af því að maður gat misst allt í einu vetfangi,“ segir Bryn- dís. Engilbert horfir á konu sína með aðdáun og segir: ,,Þú ert merkileg kona og ég get ekki verið meira sam- mála þér. Ég hef alltaf haft mikið að gera og hef ekki velt því fyrir mér hvaða áhrif gosið hafði á mig. En auð- vitað fylgir áfallið einstaklingum. Gosið er svo lifandi fyrir mér. Það varð enginn mannskaði gosnóttina sjálfa og því var áfallið kannski öðru- vísi. Gosið er eitthvað sem maður er með í farteskinu og ég vona að það hafi þroskað mig,“ segir Engilbert og ítrekar að hann hafi fyrst gert sér grein fyrir áhrifum gossins þegar hann kom í Eldheima. Engilbert segir að árin eftir gos hafi samfélagið verið kvikt í Eyjum og ekki þurfti mikið til að upp úr syði. Hann hafi upplifað svipað andrúms- loft í þjóðfélaginu eftir hrunið. Hringt í lögreglu og tilkynnt um jarðelda í austur- hluta Heimaeyjar. Mayday, mayday, mayday-kall frá Eyjum. Eldgos og flóttinn frá Heimaey 21. og 22. janúar 23. janúar Kl. 01.40 Kl. 01.55 Örstuttu síðar Uppúr kl. 02 Kl. 02.30 Kl. 05-06 Kl. 07 Kl. 08.15Kl. 04Kl. 04 Að morgni fyrsta gosdags Tvær litlar jarð- skjálftahrinur mælast við Mýrdal og Laugar vatn. Illviðri í Eyjum. Jarð- skjálfti 3 á Richter. Eldgos hefst á Heimaey. Almannavarnir taka til starfa, lúðrar þeyttir til að vekja bæjarbúa, tilkynning frá almanna- vörnum um að yfirgefa eyjuna. Íbúar streyma niður á bryggju. Fyrsti bátur lætur úr höfn, 50-400 manns í hverjum bát. Áætlað er að um 4.500 manns hafi farið með bátum í land. Fyrsta farþega- vél Flugfé- lags Íslands tekur á loft með sjúklinga og eldri borgara. Arnar ÁR kemur fyrstur með farþega í Þor- láks- höfn. Fyrsti strætó með flótta- mennina í Árbæjar- skóla. 5.000 íbúar flúnir frá Heimaey. 200-300 eftir til að sinna skyldustörfum. 1973 Heimildir: Heimaslóð, Guðjón Ármann Eyjólfsson Vestmannaeyjar byggð og eldgos, Árni Gunnarsson, Eldos í Eyjum og 1973ibatana TF-FSD fyrsta vél sem tekur á loft með 6 farþega frá Eyjum. Ríkisút- varpið hefur útsendingu. sem stendur stanslaust til kl. 13.20. Snör handtök Morgunblaðið stóð vaktina þegar gosið hófst. Skipt var um forsíðu blaðsins um miðja nótt og sérstök síðdegisútgáfa var helguð gosinu. www.gilbert.is FRISLAND 1941 TÍMALAUS GÆÐI VIÐ KYNNUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.