Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.01.2018, Blaðsíða 48
48 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 „VOXIS ER MITT FYRSTA VAL“ Gissur Páll Gissurarson, tenór SÆKTU RADDSTYRK Í ÍSLENSKA NÁTTÚRU E N N E M M / S IA • N M 85 70 3 VELDU VOXIS FYRIR RÖDDINA Voxis hálstöflur og mixtúrur eru unnar úr laufum íslenskrar ætihvannar og njóta mikilla vinsælda. Sykurlaus Voxis, klassískur og sykurlaus með engifer. NÝTTHÁLSMMEÐOG LA IXTÚRUR ENGIFERKKRÍS Voxis hálsmixtúrur með hvönn og engifer- eða lakkrísbragði. Gagnast gegn hósta, kvefi og þurrki í hálsi. Í fyrri grein okkar um stöðu heilbrigðis- þjónustunnar var fjallað um helstu styrkleika og veikleika ásamt nauðsyn þess að skilgreina lykil- áherslur og samhæfa betur mismunandi þætti þessarar flóknu en afar mikilvægu þjónustu. Við teljum alls ekki nægja að auka fjárframlög til heilbrigðis- kerfisins, heldur sé óhjákvæmilegt að yfirfara og samhæfa meginþætti kerfisins og marka heildræna stefnu til framtíðar, ekki síst til að nýting fjárveitinga verði sem best. Í þessari grein munum beina kastljósinu að að- gerðum sem við teljum að ráðast þurfi í sem allra fyrst. Stórar áskoranir Við stöndum nú frammi fyrir stærri áskorunum í heilbrigðisþjón- ustunni en oft áður. Mikil fjölgun aldraðra, sem margir hverjir stríða við fjölþætta sjúkdóma og/eða færni- skerðingu, er risavaxið verkefni. Enn fremur hefur orðið geysileg framþró- un í greiningu og meðferð margra sjúkdóma á undanförnum áratugum sem m.a. hefur leitt til þess að sjúk- lingar með erfiða sjúkdóma lifa leng- ur en áður. Á hinn bóginn hefur auknu framboði meðferðarúrræða fylgt ört vaxandi kostnaður og er skýrasta dæmið geysileg útgjalda- aukning vegna nýrra lyfja undanfarin ár. Þessari þróun hefur ekki verið mætt með skipulegum hætti, hvorki viðeigandi uppbyggingu innviða né raunhæfri aukningu fjárveitinga til heilbrigðismála. Af því leiðir fremur ómarkviss nýting úrræða sem end- urspeglast m.a. í þeim fjölda aldraðra sem dvelja að jafnaði í bráðalegurými á Landspítala. Aðrar vestrænar þjóð- ir eru að glíma við samskonar vanda en ólíkt okkur hafa margar þeirra unnið markvisst að úrbótum á und- anförnum árum. Hvað er til ráða? Að mati undirritaðra þarf að nálg- ast umbætur á heilbrigðiskerfinu á fjölþættan máta með áherslu á skýra verkaskiptingu, öfluga verkstjórn og forgangsröðun verkefna. Að okkar áliti er afar brýnt að skilgreina hlut- verk og samhæfa verkaskiptingu heilsugæslustöðva, þjónustu sjálf- stætt starfandi sérfræðilækna, Land- spítala, sjúkrahúsa á landsbyggðinni og hjúkrunarheimila. Það gefur kost á að nýta möguleika til samlegðar sem liggja víða. Með öflugra heild- arskipulagi fæst sömuleiðis betri nýt- ing fjármuna. Á sama tíma er mik- ilvægt að huga að stefnumótun og fjármögnun til 5 eða jafnvel 10 ára því ella er hætt við að árangurinn verði ófullnægjandi. Við erum fylgj- andi fjölbreyttum rekstrarformum í heilbrigðisþjónustunni en teljum jafnframt nauðsynlegt að skýrt sé hvaða þjónustu ríkið sé að kaupa. Með öðrum orðum þá verður að liggja fyrir ákveðin kröfulýsing kaup- enda þjónustunnar og hún verður að vera í samræmi við heildarskipulag heilbrigðiskerfisins. Þá þarf að tryggja réttláta nálgun við forgangs- röðun verkefna innan heilbrigð- isþjónustunnar. Um þessar mundir er sérlega knýjandi að takast á við gríðarlegan kostnað sem fylgir inn- leiðingu nýrra lyfja. Ef svo heldur fram sem horfir munu lyfjaútgjöld sliga heilbrigðiskerfi flestra vest- rænna þjóða. Finna þarf lausn á þess- um vanda og virðist samvinna milli ríkja vera skynsamlegasta leiðin. Því ættu íslensk heilbrigðisyfirvöld að beita sér fyrir stórauknu samstarfi Norðurlandaþjóða á þessum vett- vangi. Ljóst er að stórefla þarf grunn- þjónustu innan heilbrigðiskerfisins og teljum við æskilegt að það verði gert innan heilsugæslunnar. Að okk- ar mati ætti heilsugæslan að gegna mun stærra hlutverki í eftirliti og meðferð langvinnra kvilla en nú er auk þess að vera einn af hornsteinum öldrunarþjónustu. Ýmsir telja einka- rekstur heilsugæslustöðva lykil- úrræði í viðleitni til að koma grunn- þjónustunni í ásættanlegt horf. Við erum ekki alveg sannfærðir um að það sé besti kosturinn en teljum engu að síður að afkastahvetjandi launa- kerfi sé forsenda þess að fullnægj- andi árangur náist, því ella er hætt við að verkefni færist til sérhæfðari eininga. Þetta er raunar sú leið sem margar þjóðir hafa farið. Jafnframt er óhjákvæmilegt að leitað verði nýrra leiða. Það kunna t.d. að felast áhugaverð tækifæri í aukinni sam- vinnu heilsugæslulækna og sér- fræðilækna, sem og annarra fag- stétta, s.s. hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga, til að styrkja þessa grunnstoð innan heilbrigðiskerfisins. Þannig kæmi mögulega til greina að færa hluta af þeirri þjónustu sem sér- fræðilæknar veita á göngudeildum sjúkrahúsa og einkareknum lækn- ingastofum inn á heilsugæslustöðvar. Auk þess að veita ráðgjöf varðandi þjónustu við sjúklinga gætu sér- fræðilæknarnir unnið með læknum og öðru starfsliði heilsugæslunnar að þróun verkferla fyrir ýmsa algenga langvinna sjúkdóma. Þá er líklegt að þessi nálgun muni stuðla að aukinni samvinnu milli heilsugæslunnar og sérfræðilækna. Þessi hugmynd kann í fljótu bragði að virðast byltingar- kennd en við teljum að vert sé að skoða nýjar leiðir þar sem hefð- bundin nálgun hefur engan veginn skilað tilætluðum árangri. Almennt er æskilegt að ein- staklingar fái úrlausn á viðeigandi stað innan heilbrigðisþjónustunnar. Illa skilgreindir farvegir fyrir aðkall- andi vandamál leiða gjarnan til heim- sókna á bráðamóttöku og jafnvel sjúkrahúsinnlagna sem koma hefði mátt í veg fyrir og eru mjög dýr úr- lausn. Mikilvægt er að skilgreina bet- ur þjónustufarvegi fyrir sjúklinga sem haldnir eru alvarlegum lang- vinnum sjúkdómum, bæði af lík- amlegum og sálrænum toga. Útbúa þarf skýrar og aðgengilegar leiðbein- ingar um hvert beri að leita með til- tekin heilsufarsvandamál, bæði sím- leiðis og á netinu. Við tökum undir lýðheilsusjón- armið í boðaðri aðgerðaáætlun rík- isstjórnarinnar. Auk hefðbundinna forvarna er ástæða til að hyggja sér- staklega að markvissum aðgerðum sem miða að heilsueflingu með áherslu á lífsstílstengda þætti. Það skyldi seint vanmeta jákvæð áhrif þátta eins og hreyfingar, holls mat- aræðis, kjörþyngdar og góðra svefn- venja á heilbrigði. Í því tilliti kynni að vera sérstaklega áhugavert að beina sjónum sínum að yngstu kynslóð- unum. Það liggja fyrir áhugaverðar rannsóknir sem styðja slíka nálgun. Loks er mikilvægt að efla fram- haldsmenntun í heilbrigðisvísinda- greinum, m.a. í því skyni að nýta starfskrafta nemanna. Hér ríkja þær sérstöku aðstæður að flestir læknar stunda sérfræðinám erlendis þar sem þeir dvelja gjarnan í 6-8 ár. Okkur skortir að verulegu leyti vinnu- framlag námslækna, sem eru mik- ilvægur hluti af mannafla heilbrigð- isþjónustunnar í öðrum löndum. Á síðustu árum hafa verið stigin mik- ilvæg skref í átt að því að efla fram- haldsmenntun í læknisfræði hér á landi og er brýnt að haldið verði áfram á þeirri braut. Jafnframt þarf að leita árangursríkari leiða til að laða aðrar heilbrigðisstéttir til starfa á Landspítala. Einsýnt virðist að bæta verði kjör ýmissa heilbrigðis- stétta því ella mun mannekla í þeirra röðum verða vaxandi vandamál á komandi árum. Áhugaverð sóknarfæri Þó að heilbrigðiskerfi okkar krefj- ist margvíslegra umbóta má ekki vanrækja að hlúa að verkefnum sem geta haft veruleg áhrif til framþróun- ar í læknisfræði. Ísland hefur verið í fararbroddi þjóða heimsins á sviði mannerfðafræði og liggja nú fyrir hjá Íslenskri erfðagreiningu upplýsingar um arfgerð meginþorra þjóðarinnar. Nýting erfðaupplýsinga í því skyni að sníða meðferðarúrræði að þörfum einstakra sjúklinga er líkleg til að skapa einstök tækifæri í viðureign við ýmsa alvarlega sjúkdóma og kann að eiga eftir að breyta því hvernig heil- brigðisþjónusta verður veitt í fram- tíðinni. Hér á landi erum við í ein- stakri stöðu til að láta að okkur kveða með rannsóknum á hvernig við get- um best nýtt fyrirliggjandi erfða- upplýsingar til að bæta heilbrigði. Þetta er tækifæri sem við megum ekki láta renna okkur úr greipum. Tillögur Að lokum setjum við fram tillögur um verkefni er við teljum brýnust í aðgerðaáætlun sem miðar að því að koma íslenska heilbrigðiskerfinu hér- lendis í fremstu röð. Við teljum ekki vera þörf fyrir kúvendingu heilbrigð- isþjónustunnar, heldur fyrst og fremst endurskipulagningu með markvissari hlutverkaskipan, aukinni samvinnu, betri verkstjórn og skyn- samlegri nýtingu úrræða.  Ráðast í stefnumótun og aðgerða- áætlun til næstu 5 ára hið minnsta.  Skilgreina grundvallarskipulag heilbrigðiskerfisins, verkaskiptingu megineininga, verkstjórn og for- gangsröðun verkefna.  Skapa heildstæða mynd af heil- brigðisþjónustunni frá vöggu til graf- ar með áherslu á grunnþjónustu með greiðu aðgengi ásamt auknu samstarfi heilsugæslu, einkarekinnar sérfræði- þjónustu og sjúkrahúsa.  Leitast við að tryggja hagkvæma nýtingu fjármuna með vandaðri lýs- ingu á þjónustu sem keypt er, gæða- eftirliti og aðgerðum sem draga úr só- un fjármuna.  Skoða nýjar leiðir til að efla hlut- verk heilsugæslunnar sem miðstöðvar grunnþjónustu.  Styrkja heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, m.a. með fjarþjón- ustu.  Skapa skýra þjónustufarvegi fyrir einstaklinga með langvinna sjúkdóma af líkamlegum og geðrænum toga.  Efla skipulag öldrunarþjónustu, með áherslu á þjónustu heimahúsum og aðgerðir til að mæta þörf fyrir hjúkrunarrými.  Flýta byggingu nýs Landspítala eins og frekast er unnt.  Skilgreina skynsamlega forgangs- röðun við innleiðingu nýrra lyfja, m.a. með alþjóðlegu samráði.  Ljúka samtengingu rafrænnar sjúkraskrár fyrir allt landið.  Stórefla forvarnir og heilsueflandi aðgerðir með áherslu á fræðslu um heilbrigðismál fyrir almenning og þátttöku í varðveislu heilbrigðis og meðferð sjúkdóma sinna.  Bæta kjör heilbrigðisstétta, ekki síst hjúkrunarfræðinga.  Efla framhaldsmenntun heilbrigð- isstétta.  Stuðla að nýtingu fyrirliggjandi heilbrigðisupplýsinga hérlendis, m.a. erfðaupplýsinga, sem leitt geta til framþróunar í heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðiskerfi á tímamótum – hver eru brýnustu verkefnin? Eftir Davíð O. Arnar og Runólf Pálsson » Óhjákvæmilegt er að yfirfara og samhæfa meginþætti kerfisins og marka heildræna stefnu til framtíðar, ekki síst til að nýting fjárveitinga verði sem best. Davíð O. Arnar Davíð er yfirlæknir hjartalækninga á Landspítala og formaður Félags ís- lenskra lyflækna. Runólfur er yfir- læknir nýrnalækninga á Landspítala (í leyfi) og forseti Evrópusamtaka lyf- lækna. Runólfur Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.