Morgunblaðið - 13.02.2018, Síða 6

Morgunblaðið - 13.02.2018, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2018 STYTTIST Í STARFSLOK ÞÍN? Starfslok eru stór tímamót sem fela í sér miklar breytingar. Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingar- miðlunar, fræðir gesti um starfslok og hvernig hægt er auka vellíðan á efri árum? Fyrirlesturinn er haldinn miðvikudaginn 14. febrúar kl. 17:30 í Fagralundi, Furugrund 83. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð Kópavogsbæjar í tilefni lýðheilsustefnu. kopavogur.is Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Vinnsla á færslum í blokkarkeðjuna (e. blockchain) þarfnast mikillar raforku fyrir stórtölvur gagnavera. Dæmi um slíka vinnslu er gröftur á bitcoin og annarri rafmynt. AP-fréttastofan og breska ríkisútvarpið, BBC, hafa síðustu daga fjallað um að Ísland sé fýsilegur kostur fyr- ir gagnaver. Hér séu góð skilyrði fyrir kælingu á net- þjónum sökum hagstæðs veðurfars og samkeppnishæft verð fyrir umhverfisvæna orku frá jarðhita- og vatnsafls- virkjunum. AP hefur eftir Jóhanni Snorra Sigurbergssyni, við- skiptaþróunarstjóra HS orku, að hann vænti þess að raf- orkuþörf vegna vinnslu á færslum fyrir rafgjaldmiðla eins og bitcoin muni tvöfaldast á þessu ári og verði þá meiri en orkuþörf allra heimilanna í landinu. Fyrir- spurnum rigni inn, sérstaklega eftir að bitcoin hækkaði mikið í verði fyrir fjórum mánuðum. Jóhann Snorri hafi jafnframt sagt að ekki væri til nóg orka í landinu eins og er til að anna allri þeirri eftirspurn. Hafa ekki skoðað aukna fjárfestingu í framboði Frá Landsvirkjun fengust þær upplýsingar að vax- andi eftirspurn væri eftir raforku frá fjölbreyttum grein- um á Íslandi og víðar, þ.á m. væri gagnaversiðnaður. Landsvirkjun líkt og önnur orkufyrirtæki fyndi nú fyrir aukinni eftirspurn vegna blokkarkeðjutækni sem væri í örum vexti. Fjölbreyttir aðilar, þ.á m. úr gagnaversiðn- aði, sendu reglulega fyrirspurnir um raforkukaup. Ekki hefði verið skoðað sérstaklega að fjárfesta í auknu fram- boði á raforku vegna verkefna í blokkarkeðjutækni. Landsvirkjun selur þó raforku til gagnavers Verne Global og gerði nú á dögunum nýjan samning við Ad- vania Data Centers um stóraukin kaup á raforku. Ísland er metið áhættuminnst fyrir starfsemi gagnavera í heiminum skv. skýrslu bandaríska fasteignamatsfyrirtækisins Cushman & Wakefield sem kom út árið 2016. Breytur eins og orkuverð, bandvídd, viðskiptafrelsi, skattar, stöðugleiki, varaafl, náttúru- hamfarir, orkuöryggi, landsframleiðsla og aðgangur að vatni voru notaðar til að reikna út áhættuna. Gagnaver muni nota meiri orku en heimilin í landinu  Telur að gagnaver tvöfaldi orkuþörf sína á þessu ári Gagnavinnsla Úr gagnaveri Verne Global. Borið hefur á því að ökumenn kveiki á hættuljósunum (hasardljósunum) á bílnum þegar ekið er um í slæmu skyggni. Mátti sjá marga á ferðinni á Suðurstrandar- veginum um helgina með blikkandi hættuljósin. Samkvæmt reglugerð um gerð og búnað ökutækja er ekki heimilt að aka með hættuljós. „Hættuljós eru ætluð til notkunar ef ökumaður neyðist til að stöðva ökutækið þannig að hætta skapist skyndilega eða ef ökutæki stendur óökufært á vegi eftir árekstur, skemmd eða bilun þannig að annarri umferð stafi hætta af.“ Notkun hættuljósa er almennari víða erlendis, sam- kvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Þar er ráð- lagt að sett séu hættuljós á þegar ökumaður verður var við hættulegar aðstæður fram undan s.s. vegna umferðarslysa eða skyndilegrar fyrirstöðu. Gerðar hafa verið tillögur við vinnslu nýrra umferðarlaga hér á landi sem heimilar slíka notkun og einnig þegar bil- aður bíll er dreginn. Í umferðarlögum segir að í þoku, þéttri úrkomu eða skafrenningi megi nota þokuljós. Þar segir einnig að ljós megi ekki nota þannig að þau geti valdið öðrum vegfarendum glýju. „Þokuljósin og þá sérstaklega þokuafturljósin eru gerð til að sjást vel við þessar sérstöku aðstæður. Hættuljósin eru ekki gerð til að lýsa vel við þær aðstæður heldur til að vekja athygli með því að blikka við góðar aðstæður og koma því að minna gagni en þokuljós í þoku, þéttri úrkomu eða skafrenningi,“ segir í upplýsingum frá Samgöngu- stofu. Ekki heimilt að aka með blikkandi hættuljós ÞOKULJÓS Á AÐ NOTA Í ÞOKU, ÞÉTTRI ÚRKOMU EÐA SKAFRENNINGI Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Hellisheiði var lokuð í rúmar nítján klukkustundir á sunnudaginn og Þrengslin í tæpar nítján stundir. Vegunum hefur ekki verið lokað í svo langan tíma í einu í fimm ár sam- kvæmt gögnum frá Vegagerðinni. Hellisheiði hefur verið lokuð tólf sinnum það sem af er þessu ári vegna ófærðar m.v. fjögur skipti allt árið í fyrra, átta skipti 2016, 21 skipti 2015, átta skipti 2014 og einu sinni 2013. Að meðaltali er lokað í sjö klukkustundir. Þrengslavegi hefur verið lokað níu sinnum í ár. Lokanir voru sjaldnast stýrðar fyrr en 2014. Mikil ófærð var um allt land um helgina og voru öll tæki sem Vega- gerðin hefur yfir að ráða úti að sinna vetrarþjónustu. Upp undir hundrað vörubílar og vinnuvélar voru í mokstri og mannskapur í vinnu um helgina taldi á annað hundrað. „Við erum með föst snjómoksturs- tæki en þegar mikið er undir köllum við til margar vélar, sem eru sumar hverjar í reglulegum útmokstri og hreinsun, og svo allt sem hægt er að tjalda til þegar svona ber til. Um helgina var allt úti sem við höfðum yfir að ráða og náðum í,“ segir Skúli Þórðarson hjá Vegagerðinni. Var- lega áætlað er breytilegur verktaka- kostnaður vegna vinnu helgarinnar hjá Vegagerðinni í kringum 80 millj- ónir króna að sögn Skúla. Hann seg- ir vinnuna hafa gengið vel en nokkuð sé um liðið síðan atgangur á suðvest- urhorninu og í uppsveitum Suður- lands hafi verið svona mikill. Ekki verið slæmur vetur Svanur G. Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðurlandi, segir að hjá þeim hafi tíu mokstursbílar verið í gangi um helgina, sem sé allur flotinn, fjórir blásarar, veghefill og nokkrar traktorsgröfur. „Þetta var óvenjulega slæmt um helgina og verst í uppsveitum Árnessýslu,“ seg- ir Svanur. Reynt var að halda helstu leiðum opnum á meðan hægt var en mokstri var hætt um hádegi á sunnu- dag. Á laugardeginum rákust starfs- menn Vegagerðarinnar nokkuð á fólk, mest erlenda ferðamenn, sem sat fast í bílum sínum en lítið var um slíkt á sunnudeginum. Þeir sem sátu fastir voru aðallega á Biskups- tungnabraut, á Lyngdalsheiðarvegi og Laugarvatnsvegi. Veturinn hefur ekki verið slæmur að mati Svans. „Það hefur eiginlega bara verið mikið að gera síðustu daga.“ Níu bílar í mokstri í borginni Kostnaður vegna moksturs gatna og stíga auk hálkuvarna getur verið 13-14 milljónir á dag hjá Reykjavík- urborg í færð eins og síðustu daga. Aðfaranótt mánudagsins snjóaði töluvert í viðbót við það sem hafði kyngt niður um helgina. Þá voru níu mokstursbílar á götunum auk 22 véla í stofn- og tengibrautum um nóttina og í húsagötum upp úr klukkan átta um morguninn. Átta vélar sáu um gönguleiðir og fjórar um hjólaleiðir. Meira hefur verið um vetrarþjón- ustu í Reykjavík í vetur en veturinn í fyrra en þjónustan er töluvert önnur. „Nú í vetur fengum við ekki mikla snjókomu fyrr en undanfarið, en fyrri hluta vetrar sinntum við helst hálku og klakamyndun. Það hefur farið ofboðslega mikið af salti hjá okkur í vetur. Sem dæmi fylltum við 3.500 tonna saltgeymslu hinn 19. jan- úar og hún tæmdist á 19 dögum,“ segir í upplýsingum frá borginni. Vel gekk að koma þeim ellefu þús- und flugfarþegum sem urðu stranda- glópar hér á landi á sunnudaginn til síns heima í gær. Hjá Icelandair var flug samkvæmt áætlun. Sett var upp aukaflug til Oslóar og London og far- þegum boðið að færa sig á annað flug eftir atvikum. Hjá WOW air voru all- ar ferðir félagsins í gær og í dag full- bókaðar. Ekki hafði verið tekin ákvörðun um að leigja aukavél síð- degis í gær en að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa flugfélagsins, kom sér mjög vel í þessum aðstæðum að WOW air tók við nýrri vél í flotann um helgina. Öllu tjaldað til í snjómoksturinn  Hellisheiði aldrei verið lokuð jafn lengi og á sunnudaginn  Öll tæki Vegagerðarinnar voru í notkun um helgina  Kostnaður vegna vinnu um 80 milljónir króna  Saltgeymslur tæmast hratt í borginni Morgunblaðið/Hari Pikkfastur Hjálpsamir vegfarendur ýttu föstum bíl aftur af stað í snjónum í Hamrahlíð í Reykjavík í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.