Morgunblaðið - 13.02.2018, Side 11

Morgunblaðið - 13.02.2018, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2018 SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Vænst er að eftir ár héðan í frá geti fyrstu íbúarnir flutt inn í fjölbýlishús IKEA við Urriðaholt í Garðabæ. Þegar er búið að reisa tvær hæðir af fimm og ágætur gangur er því í framkvæmdum. Íbúðirnar í húsinu verða alls 34; hinar stærstu 60 fer- metrar en þær minnstu 25 fermetrar og verða alls 19 talsins. Til samræm- is við það hefur í verslun IKEA verið útbúin lítil sýningaríbúð þar sem við- skiptavinir geta séð svart á hvítu hve haganlega má nýta allt rými og koma hlutunum vel fyrir þótt plássið sé ekki endilega mikið. Lóðir liggja ekki á lausu „Í alla staði er þetta mjög áhuga- vert verkefni. Sú mikla húsnæðisekla sem er á höfuðborgarsvæðinu kallar á alveg nýjar lausnir og hugsun, hver sem í hlut á, segir Þórarinn Ævars- son, framkvæmdastjóri IKEA, í samtali við Morgunblaðið. Það eru ÞG verktakar sem reisa fjölbýlis- húsið nýja, en uppsteypu á því ætti að ljúka með vorinu. Þá er frágangur eftir sem er nokkurra mánaða vinna. Íbúðirnar 34 fara allar í útleigu; starfsfólk IKEA verður í forgangi en sé svigrúm verða þær einnig leigðar til starfsmanna annarra fyrirtækja í hverfinu og annarra eftir atvikum. Öllum íbúðunum fylgir geymsla og svalir og pláss í sameign. „Ef vel tekst til vil ég halda áfram á þessari sömu braut og byggja fleiri hús með litlum íbúðum. Lóðir fyrir svona byggingar liggja hins vegar ekki á lausu og sú sem við fengum hér í Urriðaholtsstræti var nokkuð dýr. Þá stefnu þurfa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að endurskoða, svo meira verði byggt af litlum íbúð- um sem eru klárlega það sem unga fólkið úti á markaðnum þarf og kall- ar eftir,“ segir Þórarinn Ævarsson. Húsgögn eru lítil og nett „Ég hefði áhuga á að reisa nokkur fjölbýlishús til viðbótar og þar koma ýmsar staðsetningar til greina, bæði hér í Garðabæ, Kópavogi og Hafn- arfirði – þar sem ég horfi til Valla- hverfisins. Þetta gæti fallið vel að öðru hjá IKEA. Auðvitað þekkjumst við best sem verslun sem selur hús- búnað, en við höfum hins vegar verið að sprikla í hinu og þessu, samanber veitingastaðinn okkar og lambakjöt- ið sem við höfum lagt vaxandi áherslu á.“ Fyrir nokkrum dögum var lokið uppsetningu á fyrrnefndri sýn- ingaríbúð sem er í verslun IKEA. Innanstokksmunir í hana voru valdir samkvæmt því sem neytendakann- anir leiða í ljós og hönnuðir IKEA víða um heim hafa hugmyndir um. Útgangspunkturinn þar er að nýta veggpláss vel fyrir hillur og skápa, húsgögn eru lítil og nett, svefnsófi í stofunni er samanbrjótanlegur, í eld- húsinnréttingunni er plássið gjör- nýtt með tveimur í stað fjögurra eld- unarhellna og ísskápurinn er lítill en notadrjúgur. Þá er allt sem þarf á baðherberginu; klósett, vaskur, sturta og aðstaða fyrir þvottavél. „Baðherbergið mætti reyndar vera minna. Snúingsradíusinn þar er 130 sentímetrar og þá er miðað við að fólk í hjólastól geti athafnað sig þar inn. Á Norðurlöndum er þetta pláss tíu sentímetrunum minna og það hefði mér fundist eiga að duga; í svona lítilli íbúð munar eiginlega um hvern sentímetrann,“ segir Þór- arinn. Það var starfsfólk útstillinga- deildar sem útbjó sýningaríbúðina, en Hulda Bryndís Óskarsdóttir, sölustjóri í stofudeild IKEA, kom með ýmsar hugmyndir en íbúðin var hönnuð og útbúin með það í huga að hún væri fyrir ungan einstakling sem væri að byrja búskap. Þeir inn- anstokksmunir sem í íbúðinni eru koma úr versluninni og samanlagt virði þeirra er 700 þúsund krónur. Millilending í lítilli íbúð „Ungt fólk í dag vill fyrirferðarlítil þægileg húsgögn og nægt rými fyrir skápa og hillur sem geta verið alveg upp í loft. Margt sem var í íbúðum fyrr á árum er líka horfið; geisla- diskastandar og hirslur fyrir mynd- bandsspólur sjást til dæmis ekki lengur því nú er þetta allt komið á netið og í sjónvarpið, sem eru þunnir skjáir í stað túbutækjanna sem voru áður. Svona gæti ég haldið áfram. Svo þarf líka að raða hlutunum vel upp og horfa á heildarmyndina,“ seg- ir Hulda Bryndís sem þekkir hús- næðisvanda ungs fólks vel. Sjálf var hún byrjuð búskap fyrir nokkrum árum og fór í íbúð, sem eigendurnir völdu síðar að setja á leigumarkað Airbnb. Þá var ekki annað í stöðunni en snúa aftur í foreldrahús og bíða átekta – og þar hefur Hulda horft til þess að fá inni í væntanlegu fjölbýlis- húsi IKEA, eins og fleira af sam- starfsfólki hennar gerir. „Auðvitað verða þessar íbúðir í Urriðaholtinu pínulitlar, en ættu að duga vel til dæmis þegar fólk býr eitt. Getur verið fín millilending í kannski tvö til þrjú ár og þá má alltaf færa sig í stærri eign og kannski hafa aðstæður fólks breyst í millitíð- inni. Í dag er fermetraverð fasteigna líka orðið það hátt að ungt fólk getur ekki leyft sér að vera í stórum húsum eða íbúðum. Því ætti að byggja sem allra mest af litlum eignum og minnka þar með þann vanda sem unga kynslóðin í dag þarf að glíma við, segir Hulda Bryndís Óskardóttir að síðustu. Fjölbýlishús IKEA tilbúið að ári  Tvær hæðir af fimm eru uppsteyptar  34 íbúðir  25 fermetra sýningaríbúð og ódýrt innbú  Mikil húsnæðisekla kallar á nýjar lausnir, segir framkvæmdastjórinn sem vill byggja meira Morgunblaðið/Sigurður Bogi Gestgjafar Hulda Bryndís Óskarsdóttir og Þórarinn Ævarsson í sýningaríbúðinni. Allt er úthugsað og vel nýtt. Urriðaholt Húsið nýja er verið að steypa upp eins og tölvuteikningin sýnir hvernig húsið mun líta út fullbúið. Við erum á facebook Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Síðar peysur Str. S-2XL 3 litir Guðni Einarsson gudni@mbl.is Launasjóður stórmeistara verður lagður niður og í stað hans kemur launasjóður skákmanna, verði nýtt frumvarp mennta- og menningar- málaráðherra að lögum. Umsagnar- frestur um frumvarpsdrögin rennur út 23. febrúar. Tilgangurinn með launasjóði skákmanna er að styðja stórmeist- ara og aðra skilgreinda afreksskák- menn til að ná hámarksárangri í íþróttinni. Verði frumvarpið að lög- um falla lög um launasjóð stórmeist- ara úr gildi og störf stórmeistara verða lögð niður um næstu áramót. Nýja kerfið gerir ráð fyrir því að afreksskákmenn geti í framtíðinni sótt um starfslaun og styrki í launa- sjóðinn. Staða þeirra verður þá lík og verktaka og sjálfstætt starfandi ein- staklinga. Hópurinn sem getur sótt um stuðning til að iðka skák mun því breikka frá því sem nú er. Stefnt er að því að fyrsta úthlutun úr launa- sjóðnum verði 2. janúar 2019. Sam- kvæmt frumvarpinu verða starfs- laun greidd í tvo til tólf mánuði á ári. Einnig verða veittir styrkir úr Launasjóði skákmanna til afreks- skákmanna vegna verkefna sem vara skemur en í tvo mánuði, ferða- styrkir og styrkir vegna afmarkaðra verkefna. Samkvæmt frumvarpinu eru af- reksskákmenn þeir sem „hlotið hafa nafnbótina stórmeistari í skák, náð hafa alþjóðlegum meistaratitli, þeir sem lokið hafa áföngum í því að hljóta nafnbótina stórmeistari eða lokið hafa áföngum að alþjóðlegum meistaratitli“. Starfslaun eiga að nema 428.251 kr. á mánuði á verðlagi fjárlaga 2017. Fjárhæðin verður endurskoðuð við afgreiðslu fjárlaga ár hvert með til- liti til þróunar launa, verðlags og efnahagsmála. Samanlögð starfslaun sem koma til úthlutunar á ári nema 75 mánaðarlaunum, eða rúmlega 32 milljónum króna. Sæki fleiri afreks- skákmenn í sjóðinn en hægt er að út- hluta til munu þeir sem hlotið hafa nafnbótina stórmeistari í skák njóta forgangs við úthlutun. Ýmislegt virðist vera til bóta Gunnar Björnsson, forseti Skák- sambands Íslands, segir að stjórn sambandsins hafi ekki tekið form- lega afstöðu til frumvarpsins. „Ég held að almennt séu menn já- kvæðir, en ég á eftir að skoða þetta betur með mínu fólki,“ segir Gunnar. „Persónulega er ég alveg sáttur við þetta við fyrstu sýn.“ Hann kveðst telja að stórmeistar- ar sem helga sig skáklistinni verði ekki fyrir kjaraskerðingu við breyt- inguna. Þá sé fleirum gefinn kostur á að komast inn í kerfið, t.d. þeim sem vinna að því að verða stórmeistarar. Einnig verði veittir ferðastyrkir sem munu hjálpa mönnum að fara á mót erlendis til að sækja sér titla eða áfanga að þeim. Það geti verið mjög gott fyrir eflingu íslenskrar skákiðk- unar. Íslenskir stórmeistarar í skák eru fjórtán talsins, þar af einn stórmeist- ari kvenna. Fjórir munu vera á laun- um sem stórmeistarar. Launasjóður skákmanna efli skák  Frumvarp um breytingu á stuðningi ríkisins við afreksskákmennina Morgunblaðið/Ómar Skák Friðrik Ólafsson varð stórmeistari í skák 1958, fyrstur Íslendinga. Nú eru 14 stórmeistarar hér á landi, þar af er einn stórmeistari kvenna. Alþjóð- legir meistarar á lífi eru 12 talsins, þar af einn alþjóðlegur meistari kvenna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.