Morgunblaðið - 13.02.2018, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 13.02.2018, Qupperneq 13
Ekki bara útlitið Víðir segir að nútímaskartgripahönnun snúist um meira en bara útlit fullunninna hluta. ar listaháskóli. Í honum er meðal annars kenndur arkitektúr, leik- myndagerð, fatahönnun, text- ílhönnun, ljósmyndun, skart- gripahönnun, gull- og silfursmíði, kvikmyndagerð og margt fleira sem viðkemur hönnun. Skólinn hefur gefið af sér marga góða hönnuði og listamenn og hafa, að sögn Víðis, margir náð langt á sínu sviði og eru orðnir stór nöfn í sinni grein. „Ég er í hönnun nútímaskart- gripa, sem er einskonar listrænt skart. Landslagið er miklu víðara heldur en í hefðbundinni skart- gripahönnun, ef svo mætti að orði komast. Efnistökin eru oft óhefð- bundin og hlutirnir snúast um meira en bara útlit fullunninna hluta. Listrænt skart byggist mikið á alkemíu myndi ég segja, bæði þá efnistökin jafnt sem huglægar skynjanir, að vinna út frá mismun- andi hugmyndum, með ólík efni eins og til dæmis málma, tré, gervi- efni, sand, fundið efni og í raun hvað svo sem manni dettur í hug.“ Tengingu við líkama og sál Víðir segir að ekki þurfi endi- lega að nota nútímaskart eins og hefðbundið skart, en það þurfi þó yfirleitt að vera með einhverja tengingu við líkama og sál. „Ég er persónulega að vinna með minn bakgrunn í meistaranáminu, mína arfleifð, umhverfi mitt og skynjanir heima á Íslandi, þá aðallega í gegn- um bernskuminningar mínar, en verk mín eru að mestu byggð á symbólisma, rómantík, og alkemíu. Ég nota mikið tré, ull, sand, ösku og málningu í verkum mínum, og ólíka málma en ég nota plastefni minna, þeim bregður þó stundum fyrir.“ Víði líkar námið vel og segir það bæði krefjandi og skemmtilegt. „Fyrir mig að koma frá því að vera listmálari, að galdra fram þrívídd á tvívíðan strigann og fara að vinna með þrívíða snertanlega hluti er ákveðin framlenging á hugsuninni en að vinna með þessa ólíku miðla er ekki sjálfgefið og það heldur manni á tánum í sköpuninni.“ Fullur bar af fólki klukkan tíu á sunnudagsmorgni Að sögn Víðis una þau Kamilla sér vel á Bretlandi, en þau komu sér fyrir í litlum bæ í Suður- Englandi sem heitir Rochester og er í Kent-héraðinu. Þaðan er um það bil 45 mínútna lestarferð til London. „Dvölin hefur verið góð fram að þessu og okkur hefur verið mjög vel tekið af heimafólki, flestir eru mjög áhugasamir um hvaðan við erum. Það hefur verið mjög hagstætt að lifa hérna og matur og drykkur er alveg helmingi ódýrari en heima. Hins vegar er menningin hérna mjög ólík því sem maður á að venjast á Íslandi og manni líður stundum eins og geimveru í röngu sólkerfi. Í eitt skiptið var ég að sækja vatn í búðina hérna á horn- inu, klukkan tíu á sunnudagsmorgni og mér varð litið inn á einn pöbbinn rétt hjá. Hann var troðfullur af fólki að drekka bjór. Og nei það var enginn fótboltaleikur í gangi eða neitt svoleiðis. Þá brosti ég út í annað.“ En hvað skyldi taka við eftir að námi lýkur? „Eftir námið ætla ég heim og athuga vinnugrundvöllinn, hanna mína eigin línu, já eða jafnvel hanna fyrir aðra, tíminn mun leið það í ljós. Ég stefni á að halda mál- verkasýningu á næsta ári, aldrei að vita nema maður blandi saman mál- verki og listrænu skarti, þrívíðum hlutum sem eiga einhvers konar samtal við málverkin mín. Spenn- andi og óráðnir tímar þegar maður kemur aftur heim á móðurjörðina,“ segir Víðir að lokum. Skartgripahönnun Handlagni og nákvæmni þurfa að haldast í hendur. Nútíma skart Víðir vinnur skartgripi sína oft úr óhefðbundnum efnivið. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2018 Markmið okkar er að spara viðskiptavinum tíma, fyrirhöfn og fjármuni. VANTAR ÞIG STARFSFÓLK Handafl er traust og fagleg starfsmannaveita með margra ára reynslu á markaði þar sem við þjónustum stór og smá fyrirtæki. Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins Suðurlandsbraut 6, Rvk. | SÍMI 419 9000 info@handafl.is | handafl.is Norræna félagið efnir til málþings um lækkun kosningaaldurs til sveit- arstjórna í sextán ár kl. 12-13 í dag, þriðjudaginn 13. febrúar, í Norræna húsinu. Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um lækkun kosn- ingaaldurs til sveitarstjórna. Frum- varpið nýtur þverpólitísks stuðnings og er lagt fram til að styðja við lýð- ræðisþátttöku ungs fólks og auka tækifæri þess til að hafa áhrif á samfélagið sem virkir og ábyrgir þátttakendur. Nokkur ríki Evrópu hafa farið þessa leið til að auka þátttöku ungs fólks í kosningum, þeirra á meðal er Noregur en þar var sextán ára ald- urstakmarki í kosningum til sveit- arstjórna komið á í tilraunaskyni í 20 sveitarfélögum. Á fundinum munu þau Andrés Ingi Jónsson, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, og Tinna Isebarn, framkvæmdastjóri Landssambands ungmennafélaga, fjalla um þetta mál. Fundarstjóri er Kristín Manúels- dóttir, formaður Ungmennadeildar Norræna félagsins. Málþingið er hluti af verkefni Nor- ræna félagsins Vegferð til velferðar – 100 ára fullveldi Íslands. Málþing í Norræna húsinu Morgunblaðið/Eggert Sextán ára Sitt sýnist hverjum um að lækka kosningaaldur í 16 ár. Á að lækka kosninga- aldur?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.