Morgunblaðið - 13.02.2018, Síða 14

Morgunblaðið - 13.02.2018, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2018 Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is „Veist þúað skilgreining á sótthitabreytist eftir aldri? Thermoscaneyrnahita- mælirinnminnveit það.“ Braun Thermoscan eyrnahitamælar fást í öllum lyfjaverslunum ThermoScan® 7 VISTVÆNAR BARNAVÖRUR Kíktu á netverslun okkar bambus.is Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 Umsækjendurnir Ástráður Har- aldsson, Eiríkur Jónsson, Jóhannes Rúnar Jóhannsson og Jón Hös- kuldsson voru ekki á lista Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra þegar hún gerði tillögu við þingið um dómara. Alls sóttu 37 um embættin 15 og voru 33 metnir hæfir. Dómarar voru meðmælendur Umsækjandi við Landsrétt gat til- nefnt tvo meðmælendur. Björn L. Bergsson og Bryndís Hlöðversdóttir mæltu með Ástráði, Viðar Már Matthíasson og Jóhannes Karl Sveinsson mæltu með Eiríki Jóns- syni, Stefán Már Stefánsson og Othar Örn Petersen mæltu með Jó- hannesi Sigurðssyni og Benedikt Bogason og Kristinn Halldórsson með Jóni Höskuldssyni. Viðar Már og Benedikt eru dóm- arar við Hæstarétt. Fram hefur komið að Eiríkur og Jón kröfðust bóta frá ríkinu í kjölfar dóma Hæstaréttar númer 591 og 592/2017 í málum Ástráðs og Jóhannesar. Gætu talist vanhæfir Vegna meðmæla gætu hæstarétt- ardómararnir Viðar Már og Bene- dikt því hugsanlega talist vanhæfir í málum Eiríks og Jóns kæmi málið á annað borð til kasta Hæstaréttar. Þá má rifja upp að Stefán Már kom inn sem dómari við Hæstarétt í áðurnefndum málum, 591 og 592/ 2017. Hafði hann þá sem fyrr segir mælt með Jóhannesi Sigurðssyni vegna umsóknar um stöðu dómara við Landsrétt. Stefán Már hefur set- ið í réttarfarsnefnd frá 2012. Hætti í nefndinni fyrir valið Stefán Már hætti sem aðalmaður í valnefnd um dómara 25. janúar 2017. Rúmum mánuði síðar, eða 2. mars, óskaði ráðherra eftir því að nefndin legði mat á umsækjendur um embætti dómara við Landsrétt. Sem áður segir lýsti eftirmaður Stefáns Más í nefndinni, Kristín Benediktsdóttir, sig vanhæfa þegar dómarar við Landsrétt voru valdir. Við þetta má bæta að Benedikt Bogason var ritari og starfsmaður réttarfarsnefndar 1997-2017, sam- kvæmt vef Hæstaréttar. Benedikt hefur setið í nefndinni frá 2017. Við þennan samanburð er horft til núverandi skipunar Hæstaréttar. Nefna má að Eiríkur Tómasson var dómari við Hæstarétt en hann var formaður réttarfarsnefndar 2012-17. Hjördís Björk Hákonardóttir hefur líka verið hæstaréttardómari en hún sat sömu ár með Eiríki í nefndinni. Bendir samantektin til að störf dómara í nefndum geti skarast. Sex af átta veittu meðmæli Fram kom í Morgunblaðinu á laugardaginn var að sex af átta dóm- urum við Hæstarétt veittu meðmæli með umsækjendum um stöðu dóm- ara við Landsrétt. Sem áður segir veittu Benedikt Bogason, Greta Baldursdóttir og Viðar Már Matt- híasson meðmæli. Flest meðmælin, eða fimm, veitti Helgi I. Jónsson. Hann mælti með Arnfríði Einars- dóttur, Jónasi Jóhannssyni, Ragn- heiði Bragadóttur, Ragnheiði Harð- ardóttur og Söndru Baldvinsdóttur. Næstur kom Markús Sigurbjörns- son með fern meðmæli. Hann mælti með Aðalsteini E. Jónassyni, Ás- mundi Helgasyni, Ingveldi Einars- dóttur og Jóni Finnbjörnssyni. Á vef Hæstaréttar er Ingveldur sögð sett- ur dómari við Hæstarétt. Þá mælti Karl Axelsson með Aðal- steini E. Jónassyni. Þorgeir Örlygs- son, forseti Hæstaréttar, og Ólafur Börkur Þorvaldsson hæstaréttar- dómari veittu hins vegar ekki með- mæli vegna Landsréttar. Mæltu með hæstaréttardómara Má til upprifjunar geta þess að Gunnlaugur Claessen, Stefán Már Stefánsson, Óskar Sigurðsson, Páll Þórhallsson og Símon Sigvaldason mæltu með Karli sem dómara við Hæstarétt haustið 2015. Var hann svo skipaður dómari. Karl dæmdi ekki í málum Ástráðs og Jóhanns. Þá má geta þess að þegar lög um breytingar á dómstólum (45/2010) voru til meðferðar á Alþingi fékk meirihluti allsherjarnefndar á sinn fund þau Bryndísi Helgadóttur og Ásu Ólafsdóttur frá dómsmála- og mannréttindaráðuneyti, Benedikt Bogason frá dómstólaráði, Ingveldi Einarsdóttur frá Dómarafélagi Ís- lands og Margréti Steinarsdóttur og Kolbrúnu Birnu Árdal frá Mannrétt- indaskrifstofu Íslands. Ása hefur setið í réttarfarsnefnd frá 2012 og um aðkomu Benedikts að málum hefur þegar verið fjallað. Ingveldur er nú við Hæstarétt. Fjallað var um reynsluna af nú- verandi fyrirkomulagi við val á dóm- urum í frumvarpi um breytingar á dómstólalögum sem lagt var fram á löggjafarþingi 2015-2016. „Þótt hið nýja fyrirkomulag hafi að meginstefnu reynst vel er ljóst að með því hefur ekki náðst það mark- mið að skapa nægilegt traust eða sátt um þær reglur sem gilda um skipun dómara hér á landi. Í því sambandi hefur einkum verið bent á og gagnrýnt að með því að dóm- nefndin setji einn umsækjanda öðr- um framar í umsögn sinni, líkt og hún hefur heimild til, sé ákvörð- unarvald um skipun dómara í raun á hendi nefndarinnar og þar með stjórnvaldi sem hvorki ber ábyrgð gagnvart Alþingi né öðrum hand- höfum ríkisvalds,“ sagði þar m.a. Var lagt til að „raunverulegt vald til ákvörðunar um skipun í embætti dómara liggi ekki hjá dómnefndinni heldur hjá ráðherra“. Dómaranefndirnar hafa skarast  Dæmi eru um að sama fólk hafi setið í valnefnd um dómara og nefnd sem metur aðferðir við valið  Einn þeirra sem mátu aðferðirnar dæmdi í máli eins umsækjenda sem valnefndin hafði áður valið Dómnefnd um hæfni dómara Dómarar í Hæstarétti í málum 591 og 592/2017 Þorgeir Örlygsson, Hólmfríður Grímsdótt- ir, Ingibjörg Benediktsdóttir, Kristinn Bjarnason og Stefán Már Stefánsson. Dómarar við Hæstarétt Benedikt Bogason, Greta Baldursdóttir, Helgi Ingólfur Jónsson, Karl Axelsson, arkús Sigurbjörnsson, Ólafur BörkurM dsson, Viðar Már Matthíasson og lÞorva Þorgeir Örlygsson. Réttarfarsnefnd Frá 1. mars 2017: Sigurður Tómas Magnússon aður, prófessor við HR, form við Landsrétt frá 2018,við skipun, dómari Ása Ólafsdóttir ent við lagadeild HÍ,, dós Benedikt Bogason ómari við Hæstarétt , d Íslands, Ragnheiður Harðardóttir, ómari við héraðsdóm Reykjavíkur viðd un, dómari við Landsrétt frá 2018, ogskip Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild HÍ. Frá 2012 til 2017: ur TómassonEirík , starétt Íslands,þáverandi dómari við Hæ formaður, Ása Ólafsdóttir, dósent við lagadeild HÍ, ákonardótt-Hjördís Björk H ir, fv. dómari við Hæstarétt Íslands, Ragn- heiður Harðardóttir, þáverandi dómari við héraðsdóm Reykjavíkur, og Stefán Már Stefánsson, prófessor við HÍ. Breytingar á nefndinni: 2017: 25.1. Kristín Bene- diktsdóttir*1 (2020, að- alm. Kemur f. Stefán Má). 7. 3. Valtýr Sigurðsson*1 (2020, aðalm. Kemur f. Kristínu Benediktsd.). 23.8. Óskar*4 endursk. aðalm. (2022) og Guðrún Björk endursk. varam. 2016: 19.1. Ragnhildur Helgadóttir*3 (2019, að- alm. Kemur f. Pál Þórhalls- son), 19.10. Ragnheiður Harðardóttir*2 (2021, varam. Kemur f. Allan Vagn) og Halldór Hall- dórsson*2, varam. Kemur f. Ragnheiði Harðard. 2015: 22.7. Stefán Már Stefánsson*1 (2020 endursk. aðalm.) og Kristín Benediktsdóttir*1 (varam. Kemur f. Sigríði J. Friðjónsd.). 9.9. Greta Baldursdóttir (2018, varam. Kemur f. Ingibjörgu Benediktsd.). 2014: 22.7. Páll Þórhalls- son*3 (2019, aðalm. Kemur f. Guðrúnu Agnarsd.) og Ingibjörg Pálmadóttir*3 varam. Kemur f. Eirík Rögnvaldsson. 2013: 22.7. Gunnlaugur Claessen, form.*1 (2018, kemur f. Eirík Tómasson) og Ingibjörg Benedikts- dóttir*1, varam. Kemur f. Garðar Gíslason. 2012: 31.7. Óskar Sig- urðsson*4 (2017, aðalm. Kemur f. Brynjar Níelsson og Guðrún Björk Bjarna- dóttir*4, varam. Kemur f. Katrínu Helgu Hallgrímsd. 2011: 22.7. Allan Vagn Magnússon*2 (2016, endursk. aðalm.) og Ragnheiður Harðardótt- ir*2, varam. Kemur f. Gretu Baldursd. 22.8. Eiríkur Tómasson, form.*1 (2013), Kemur f. Pál Hreinsson. 22. júlí 2010: Aðalmenn: Páll Hreinsson, form.*1 (2013), Stefán Már Stef- ánsson*1 (2015), Guðrún Agnarsdóttir*3 (2014), Brynjar Níelsson*4 (2012) og Allan V. Magnússon*2 (2011). Varamenn: Garðar Gíslason*1, Sigríður J. Friðjónsdóttir*1, Eiríkur Rögnvaldsson*3, Katrín Helga Hallgrímsdóttir*4 og Greta Baldursdóttir*2. *1 Tilnefnd/ur af Hæstarétti *2 Tilnefnd/ur af dómstólaráði *3 Kosin/n af Alþingi *4 Tilnefnd/ur af LMFÍ Núverandi skipan: Aðalmenn: Gunnlaugur Claessen, fyrrverandi hæstaréttardómari, formaður nefndarinnar*1, Kristín Benediktsdóttir, dósent*1, Ragnhildur Helgadóttir, lög- fræðingur*3, Ragnheiður Harðardóttir, héraðsdómari*2 og Óskar Sigurðsson. Varamenn: Greta Baldursdóttir, hæstaréttard., Valtýr Sigurðsson, hæstaréttard., Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrv. ráðherra, Halldór Halldórsson, dómstjóri héraðsdóms Norðurl. vestra, og Guðrún Björk Bjarnadóttir, héraðs- dómslögm. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skörun hefur verið milli valnefndar um dómara annars vegar og réttar- farsnefndar sem metið hefur aðferð- ina við valið hins vegar. Þá sátu tveir dómarar í dómsmáli vegna Lands- réttar við Hæstarétt í valnefndinni. Fjöldi nefndarmanna hefur setið í dómnefnd um hæfni dómara frá sumrinu 2010. Þar eru fimm aðal- menn og jafn margir varamenn. Valnefndin á rætur í breytingum á lögum um dómstóla 2010. Meðal núverandi aðalmanna er Ragnheiður Harðardóttir. Hún vék sæti í valnefnd um stöðu dómara við Landsrétt. Var hún skipaður dómari. Ragnheiður hefur setið í réttar- farsnefnd frá árinu 2012. Fjallað var um það í Morgunblaðinu í gær að réttarfarsnefnd gerði árið 2015 at- hugasemdir við að færa of mikið vald til ráðherra við val á dómurum. Til- efnið var m.a. drög að frumvarpi um breytingar á dómstólalögum. Dómari er varamaður Þá er Greta Baldursdóttir vara- maður í valnefndinni en hún er jafn- framt dómari við Hæstarétt. Greta var ekki dómari í tveimur dóms- málum fyrir Hæstarétti vegna dóm- aravalsins í Landsrétt. Greta var varamaður í valnefnd um dómara frá byrjun en hætti sem varamaður sumarið 2011. Hún kom aftur inn sem varamaður haustið 2015. Hún tók ekki þátt í vali val- nefndar á dómurum í Landsrétt. Við valið lýstu fjórir aðalmenn í nefndinni sig vanhæfa – Ragnheiður Harðardóttir, Óskar Sigurðsson, Ragnhildur Helgadóttir og Kristín Benediktsdóttir – og tóku því fjórir varamenn þátt í valinu. Gunnlaugur Claessen, formaður valnefndar, var eini aðalmaðurinn í þessu vali. Greta mælti með þremur umsækj- endum við Landsrétt; Arnfríði Ein- arsdóttur, Hervöru Þorvaldsdóttur og Ragnheiði Bragadóttur. Skipan dómara við Landsrétt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.