Morgunblaðið - 13.02.2018, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.02.2018, Qupperneq 16
BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Óvissa, áhætta og skortur á gagnsæi eru meðal þess sem tveir af stærstu lífeyrissjóðum landsins nefna sem ástæðu þess að þeir ákváðu að taka ekki tilboði Kaupskila um kaup í Arion banka að þessu sinni. Eins og fram kom í frétt Morgun- blaðsins í gær þá munu stærstu líf- eyrissjóðir landsins ekki kaupa hlut í Arion banka á grundvelli tilboðs Kaupskila, sem er stærsti eigandi bankans. Þannig mun ekki verða af kaupum þeirra í bankanum í aðdrag- anda skráningar hans á markað. Stærstu lífeyrissjóðir landsins eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, Líf- eyrissjóður starfsmanna ríkisins, Gildi lífeyrissjóður og Birta. Tilboð Kaupskila til lífeyrissjóðanna byggðist á þeirri forsendu að þeir myndu kaupa að minnsta kosti 5% hlut í bankanum á um níu milljarða króna. Ekki útilokað að kaupa Haukur Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins, LSR, segir í samtali við Morgunblaðið að fyrir hafi legið tiltekið tilboð sem ákveðið hafi verið að taka ekki, en ekki sé útilokað að koma að kaupum á hlut í bankanum á einhverju stigi. Spurður um nánari skýringar á ákvörðuninni segir Haukur að meðal annars hafi skort á gagnsæi í ferlinu. „Ferlið varðandi útboðið var að okk- ar mati ekki nægjanlega gagnsætt, auk þess sem stuttur tími var frá því að tilboðið var lagt fram og þar til svör áttu að berast,“ segir Haukur. Hann segir að einnig hafi skort á upplýsingar um framtíðarsýn núver- andi eigenda bankans hvað rekstur bankans varðaði. „Framtíðarsýn þeirra mætti vera skýrari. Svo má segja að stutt sé í skráningu bankans á markað ef af henni verður og þá er heppilegra fyrir okkur að horfa til þess og halda að okkur höndum að svo stöddu. Einnig hefur það áhrif að fjármagnshöftum hefur verið aflétt og nú er áhersla okkar því meira á erlendar fjárfestingar.“ Haukur segir ennfremur að fari svo að ekki takist að skrá bankann á markað eins og stefnt sé að á þessu ári þá hafi LSR átt bréf í óskráðu fé- lagi á móti erlendu hluthöfunum, hefðu þeir keypt hlut í bankanum núna, og því fylgi einnig óvissa. „Að mörgu leyti er heppilegra fyrir aðila eins og lífeyrissjóði að bíða eftir að ársreikningur liggi fyrir og allar töl- ur úr rekstrinum, ásamt endanlegri ákvörðun um það hvort bankinn fari á markað eða ekki.“ Erfitt að verðleggja óvissu Ólafur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri lífeyrissjóðsins Birtu, segir í samtali við Morgunblaðið að kaupum á Arion banka fylgi áhætta og í við- skiptum sé alltaf spurning um hvernig áhættan er verðlögð. „Það er ákveðin áhætta fyrir hendi þegar tíminn er knappur og bankinn er stór og alltaf erfitt að verðleggja óvissu. Stjórn sjóðsins ákvað að bíða með kaup og sjá hvað myndi gerast. Sumir hefðu viljað fá bankann skráð- an, þá fengist meiri vissa fyrir þeirri áhættu sem er fyrir hendi. Þegar keypt eru bréf í fjármálastofnun er mikilvægt að allt sé tryggt eins og hægt er. Það er líka blæbrigðamun- ur á skuldabréfalýsingu eins og nú liggur fyrir og hlutabréfalýsingu eins og unnin verður fyrir útboð á bréfum bankans, þegar að því kem- ur,“ sagði Ólafur. Hann segir að sjóðurinn vilji ekki blanda sé frekar inn í söluferlið núna á meðan aðrir séu enn þátttakendur í því. Ólafur nefnir einnig að von sé á hvítbók um fjármálamarkaðinn frá stjórnvöldum og þar muni koma fram hvernig ríkið hyggist stuðla að uppbyggingu fjármálamarkaða. „Öll óvissa, hvort sem er pólitísk eða fjár- hagsleg, hefur áhrif. Það er margt í umhverfi bankanna háð óvissu um þessar mundir og eitt af því er hvern- ig stjórnvöld skrifa þessa hvítbók.“ Hann segir að það sé skylda sjóðs- ins að skoða allt og því muni sjóð- urinn skoða kaup í Arion banka þeg- ar og ef bréf bankans verða boðin til kaups í útboði. „Við skoðum auðvitað allt sem okkur stendur til boða og er- um stöðugt að meta fjárfestingar- kosti.“ Vantaði meira gagnsæi í söluferli Arion banka Morgunblaðið/Eggert Kaup Enn standa yfir viðræður við tryggingafélög og aðra fagfjárfesta. Arion banki » Á hluthafafundi Arion banka í gær var veitt heimild til 25 milljarða arðgreiðslu að því skilyrði uppfylltu að Kaupskil selji a.m.k. 2% hlut í bank- anum fyrir 15. apríl nk. » Einnig var samþykkt að bankinn gæti keypt allt að 10% af eigin bréfum í bankanum fyrir allt að 18,8 milljarða króna. Sú upphæð yrði þó dregin af væntanlegri arð- greiðslu. » Arion banki skilar ársupp- gjöri sínu fyrir 2017 á morgun.  Framtíðarstefna eigenda óskýr  LSR horfir meira til erlendra fjárfestinga 16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2018 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri 13. febrúar 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 101.89 102.37 102.13 Sterlingspund 141.7 142.38 142.04 Kanadadalur 80.79 81.27 81.03 Dönsk króna 16.772 16.87 16.821 Norsk króna 12.663 12.737 12.7 Sænsk króna 12.492 12.566 12.529 Svissn. franki 108.6 109.2 108.9 Japanskt jen 0.9332 0.9386 0.9359 SDR 147.31 148.19 147.75 Evra 124.85 125.55 125.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.1098 Hrávöruverð Gull 1321.7 ($/únsa) Ál 2141.5 ($/tonn) LME Hráolía 64.44 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Markaðsaðilar virðast spá hratt vaxandi verðbólgu að því er fram kem- ur í skuldabréfa- yfirliti Capacent. Bent er á að í febr- úar í fyrra hafi vísi- tala neysluverðs hækkað um 0,7%, en fasteignaliður vísitölunnar hækk- aði þá um 1% og lagði til um helming af hækkun hennar. Nú bregði svo við að flestir markaðsaðilar spái lítilli hækkun eða óbreyttu fasteignaverði nú í febrúar. Sé gert ráð fyrir sömu hækkun annarra undirliða og í fyrra ættu verðbólguspár markaðsaðila að hljóða upp á 0,35% til 0,45% hækkun í febrúar, en ekki 0,7% eins og raunin er. Það virðist því sem að markaðsaðilar séu að spá ört vaxandi verðbólgu. Ef spár markaðsaðila ganga eftir hefur vísitalan hækkað um 0,9% síðastliðna 3 mánuði eða sem jafngildir um 3,6% verðbólgu á ársgrunni. Markaðsaðilar að spá hratt vaxandi verðbólgu Verslun Vaxandi verðbólga í spám. STUTT Hagnaður Reita nam 5,7 milljörðum króna á síðasta ári. Til samanburðar var hagnaður félagsins 2,4 milljarðar árið 2016. Leigutekjur Reita námu 10,8 milljörðum króna og jukust um 7,4% frá árinu á undan. Nýtingarhlutfall eigna var 96,2%. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingar var 7,3 millj- arðar króna og jókst um 5,4% á milli ára. Matshækkun fjárfestingareigna jókst verulega á milli ára og nam 3,9 milljörðum króna, samanborið við 347 milljónir árið á undan. Virði fjárfestingareigna var 135 milljarðar króna í árslok og eigið fé var 49 milljarðar króna. Eiginfjár- hlutfall var 35,1% í árslok. Guðjón Auðunsson forstjóri segir að á síðustu árum hafi hlutdeild fast- eignagjalda í rekstrarkostnaði félagsins farið mjög vaxandi og horf- ur séu á að það hlutfall eigi enn eftir að hækka. „Fasteignagjöld hafa hækkað úr rúmum 14% í rúm 17% sem hlutfall af leigutekjum félagsins á síðustu þremur árum og hefur heildarfjárhæðin hækkað um ríflega 40% fyrir eignasafn félagsins. Er þessi breyting til marks um mjög aukna skattheimtu sveitarfélaga af bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði sem leiðir af sér hækkandi húsnæðis- kostnað heimila og fyrirtækja.“ Stjórnendur Reita vænta þess að rekstrarhagnaður fyrir matsbreyt- ingu á árinu 2018 verði 7.350 til 7.500 milljónir króna miðað við núverandi eignasafn. Stjórn félagsins gerir til- lögu um greiðslu á arði að fjárhæð 1.060 milljónir króna vegna rekstr- arársins 2017. Morgunblaðið/Styrmir Kári Fasteignir Guðjón segir skatt- heimtu sveitarfélaga fara vaxandi. Hagnaður Reita 5,7 milljarðar  Matsbreytingar jukust um 3,5 milljarða milli ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.