Morgunblaðið - 13.02.2018, Side 18

Morgunblaðið - 13.02.2018, Side 18
BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is F járhagsáætlanir sveitar- félaga fyrir árin 2018 til 2021 taka mið af spám um áframhaldandi hag- vöxt hér á landi. Skuld- ir og skuldbindingar lækka enn sjö- unda árið í röð sem hlutfall af tekjum og fara úr 106% árið 2018 í 95% árið 2021 gangi áætlanir eftir. Þetta kemur fram í árlegri saman- tekt Sambands íslenskra sveitarfé- laga um fjárhagsáætlanir sveitarfé- laga til næstu fjögurra ára sem er nýkomin út. Eitt lengsta góðæri sögunnar Fram kemur í samantektinni að fjárhagur sveitarfélaga hefur vænk- ast á undanförnum árum. Hagspár fyrir næstu árin teikni upp áframhaldandi hagvöxt og að nú stefni í eitt lengsta góðæri Íslands- sögunnar. Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga fyrir árin 2018 til 2021 taki mið af þessum fyrirliggjandi spám um góð- æri. Þar kemur fram að samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga byggist á gögnum þeirra sveitarfé- laga sem skilað hafa fjárhagsáætl- unum rafrænt inn í upplýsingaveitu sveitarfélaga hjá Hagstofu Íslands. Um sé að ræða fjárhagsáætlanir 64 sveitarfélaga af 74 en í þeim búi lið- lega 99% landsmanna. Áætlanir sveitarfélaga gera ráð fyrir því að fjárfestingar verði með mesta móti árin 2017 og 2018 og 2019. Árið 2018 er áætlað að fjárfest- ing sveitarfélaga muni nema um 44 ma.kr., eða 13,9% af tekjum og 2019 35,7 ma.kr. (11% af tekjum). Reiknað er með að nettófjárfesting muni nema rösklega 31 ma.kr. 2018 og 26 ma.kr. 2019.. Betri rekstrarniðurstaða Fram kemur að auk lækkandi skuldahlutfalls séu helstu nið- urstöður m.a. þær að sveitarfélögin ráðgeri betri rekstrarniðurstöðu hjá A-hluta á árinu 2018 en fjárhags- áætlun 2017 gaf til kynna eða sem nemi 2,2% af tekjum í stað 1,2%. Hvað þriggja ára áætlanir fyrir árin 2019-2021 snerti þá taki þær mið af spám um hagvöxt og sé gert ráð fyr- ir að tekjur hækki í takti við þær spár. „Gangi þessar áætlanir eftir mun rekstrarafgangur fara vaxandi sem hlutfall af tekjum og verða 5,6% árið 2021. Aukið svigrúm til fjárfestinga er jafnframt nýtt og mun lántaka til lengri tíma aukast samfara því. Á hinn bóginn hefur fjöldi sveitarfé- laga ekki tekið tillit til uppgjörs gagnvart Brú – lífeyrissjóði starfs- manna sveitarfélaga, í fjárhagsáætl- unum sínum. Flest munu taka lán til að gera upp við lífeyrissjóðinn og verða skuldir væntanlega meiri en fjárhagsáætlanir kveða á um. Samantektin tekur að venju einvörðungu til A-hluta sveitarfé- laga, þ.e. þeirrar starfsemi sveitar- félaga sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð af skatttekjum. Til B- hluta þeirra heyra stofnanir sveitar- félaga, fyrirtæki og aðrar rekstr- areiningar sem að hálfu eða meiri- hluta eru í eigu sveitarfélaga og eru reknar sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar. Eru veitur, hafnir, sorp- eyðing og félagslegt húsnæði á með- al þeirra verkefna sem finna má í B- hlutanum,“ segir orðrétt í saman- tekt Sambands íslenskra sveitarfélaga. Áætla að skuldir lækki 7. árið í röð Rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarfélaga Tekjur og gjöld sveitarfélaga 2018-2021 Áætluð afkoma 2017 Rekstrarafgangur sveitarfélaga 2018-2021 400 300 200 100 0 20 15 10 5 0 8% 6% 4% 2% 0% H ei m ild : S am ba nd ís le ns kr a sv ei ta rf él ag a 2018 2019 2020 2021 315 301 326 309 339 318 345 322 2018 2019 2020 2021 Reykja- víkurborg Höfuðborg- arsvæðið án Rvk Vaxtar- svæði Önnur sveitar- félög Samtals Fjárhags- áætlun 2017 Framlegð 7.643 8.000 7.292 4.106 27.040 23.461 Afskriftir 4.890 3.021 3.000 1.817 12.727 11.779 Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði 2.753 4.979 4.292 2.289 14.312 11.682 Fjármagnsliðir -442 -3.956 -2.576 -288 -7.261 -8.270 Rekstrarniðurstaða 2.311 1.023 1.716 2.001 7.051 3.407 - sem % af tekjum 2,0% 1,3% 2,3% 4,4% 2,2% 1,2% Tekjur Gjöld milljarðar kr. milljarðar kr. Rekstrarafgangur % af tekjum 2,2% 5,6% 18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Jón Gnarr máeiga það aðhann sýndi á spilin sín. Það er ekki skynsamlegt en fór vel á því í hans tilviki. Hann sagðist ekkert meina með fram- boði sínu. Öll hans fjölmörgu loforð væru aðeins hluti af svið- setningunni og hann ætlaði sér að svíkja þau öll. Nema eitt. Um sælureit fyrir ísbirni í borginni. Hann sveik þetta eina alvöru- loforð eins og hin! Sá sem tók við af honum lét eins og hann vissi að borgarstjórastarfið snerist allt um þjónustu. Nei, ekki þjónustu borgarbúa við hann og borgarfulltrúa, heldur þeirra við borgarbúa. Þótt það sé satt að eftir höfðinu dansi limirnir vita margir borgar- starfsmenn enn út á hvað þetta gengur allt, þótt höfuðið geti ekki komið því inn í sig. Nýjasta „kosningatrikkið“ er að stytta vinnutíma borgarstarfsmanna, á kostnað borgarbúa. Aðeins í Frakklandi er vinnutími styttri en á Íslandi og Macron forseti segir að það geri Frakkland ósamkeppnishæft. Halldór Benjamín Þorbergsson, fram- kvæmdastjóri SA, skrifaði eft- irtektarverða grein í blaðið í gær. Þar segir hann: „Í sömu viku og borgarstjórn Reykja- víkur ákveður að setja 2.200 starfs- menn til viðbótar í tilraunaverkefni um styttingu vinnu- vikunnar, ákveður sama borgarstjórn að kaupa þurfi meiri yfirvinnu af borgarstarfsmönnum vegna manneklu. Þetta er í sömu viku! Aðferðin felst í því að vinnuveit- andinn, Reykjavíkurborg, setur 15 m.kr. í pott til að kaupa yfir- vinnutíma af starfsfólki sínu. Getur verið að kaupa eigi aukna yfirvinnu af sömu starfs- mönnum og vinna nú minni dag- vinnu í þessu tilraunaverkefni?“ Slíkar spurningar eiga rétt á sér. En málið er að borgarbúar greiða fyrir þessa furðuráð- stöfun borgarnar. Meðan þeirra vinnutími er ekki styttur er það ögrun að stytta hann hjá þeim sem borgarbúar greiða laun. Við þetta bætist að Dagur B. Eggertsson hefur ásamt sínum meirihluta lengt vinnuviku fólks í Reykjavík um nær 7 klukkustundir á viku, sem er nánast heill dagvinnudagur með því að láta menn vera klukkutíma og korteri lengur í og úr vinnu á hverjum degi. Vanefndir í skipulags- og gatnagerð og áherslur á geð- þóttamál valda þessu skemmd- arverki. Borgarstjórinn eini, sem enga ábyrgð ber, ber þunga ábyrgð} Hefur lengt vinnuvik- una um heilan dag! Vegna snjó-þyngsla og ill- viðris hefur oftar þurft að loka heiða- vegum í vetur en í meðalári. Vegum er ekki lokað að ástæðulausu og þegar kemur að færð á öryggi að vera í fyrirrúmi. Þessar lokanir eru ekki óum- deildar. Í liðinni viku var haft eftir íbúa í Hveragerði í frétt mbl.is að þær væru komnar úr böndum, vegurinn yfir Hellis- heiði væri langoftast fær vönum bílstjórum á vel útbúnum bílum. Eigandi ferðaþjónustufyrir- tækis kvartaði í frétt á mbl.is undan því að lokanirnar væru farnar að valda verulegu fjár- hagstjóni. Aftur komu fram rök- in um vanbúnu bílana og ósk um að ökumenn vel útbúinna bíla fengju að fara leiðar sinnar þótt lokað væri fyrir almenna um- ferð. Ein mesta ófærðarteppa seinni tíma var sennilega í febr- úar árið 2000. Þá sátu 1.500 manns, sem höfðu farið að fylgj- ast með Heklugosi, fastir í snjó og skafrenningi í Þrengslum. Um helgina voru um 300 björgunarsveitarmenn að störf- um við að aðstoða fólk sem hafði fest bíla sína víðs vegar um landið. Með því að loka vegum er leitast við að koma í veg fyrir slíkar uppákomur. Um leið er auðveldara að ryðja vegi og tryggja færð. Guðbrandur Örn Arnarson, aðgerðastjóri hjá Landsbjörg, sagði í samtali við mbl.is í gær að bjarga hefði þurft nokkurn veg- inn jafn mörgum heimamönnum og ferðamönnum um helgina. Björgunarsveitarmenn þurfi að geta athafnað sig og það sé ábyrgðarleysi að fara fram hjá lokunum. „Það sem veldur okk- ur mestri hættu eru Íslendingar á öflugum fjallajeppum sem eru að koma í flasið á okkur uppi á heiðum,“ sagði Guðbrandur Örn. Rétturinn til að komast leiðar sinnar í brjáluðu veðri og ófærð er ekki stjórnarskrárvarinn. Lokanir geta valdið óþægindum, en það er fráleitt annað en að virða þær og björgunarsveit- armenn eiga ekki að þurfa að standa í stappi við ökumenn þegar þannig stendur á, sama hvað bílar þeirra eru vel útbún- ir. „Það sem veldur okkur mestri hættu eru Íslendingar á öflugum fjallajepp- um sem eru að koma í flasið á okkur uppi á heiðum“} Ófærð og lokanir Þ að er fagnaðarefni að menntamál skuli hafa fengið aukið vægi í stjórnmálaumræðu á síðustu dög- um. Ástæðan er þó ekki ánægju- leg, enn ein skýrslan er komin fram sem sýnir að menntakerfið okkar stend- ur höllum fæti. Niðurstöðurnar staðfesta það sem vitað var, að við hlúum ekki nægilega vel að framþróun í menntakerfinu. Umræður hafa margsinnis farið fram um slaka stöðu Ís- lands en framför nemenda virðist miða hægt. Krafa um framtíðaráætlun er skýr, áætlun sem leiðir af sér vel hugsaðar breytingar og markmið til árangurs. Við höfum heyrt afsak- anir um ágæti eða túlkun kannananna, m.a. að allar Norðurlandaþjóðirnar séu að færast neðar eða að heimurinn sé að breytast vegna tækniframfara. Burtséð frá því hljótum við að geta verið sammála um að við getum ekki unað við nú- verandi ástand. Öflugt menntakerfi er forsenda lífskjara, fjölbreytts atvinnulífs og hagvaxtar. Menntakerfið okkar má ekki vera eftirbátur annarra landa. Við þurfum að gera miklu betur þegar kemur að stefnu í menntamálum. Grundvallarfærni í að lesa, reikna og skrifa er grunnur að öllu frekara námi. Næsta kynslóð verður að vera undir það búin að geta fylgt eftir hraðri þróun starfa. Stór hluti þeirra starfa sem þekkj- ast í dag verður horfinn innan nokkurra ára. Sjaldan hef- ur því verið mikilvægara að leggja aukna áherslu á grunnfögin. Þeir sem ekki geta t.d. lesið sér til gagns eru líklegri til að hverfa fyrr úr námi. Um leið þarf að auka sveigjanleika, efla sköpunargáfu, sam- skiptahæfileika og félagshæfni sem eru mik- ilvægir þættir m.a. til að auka hæfni til að bregðast við breytingum. Sveigjanleiki er lykilorð í framförum menntakerfisins. Starfsumhverfi kennara er einsleitt, ekki nægilega aðlaðandi, og þá þarf að athuga hvort lenging kennaranámsins hafi frekar latt en hvatt kennaranema til starfs- ins. Þá verður að skoða hvort inntak kenn- aranámsins sé eins og best verður á kosið til að takast á við þau fjölbreyttu verkefni sem koma á borð kennara. Kerfið á að hvetja kennara til að gera enn betur. Það á koma til móts við aukið álag í kennslustundum og hvetja til skapandi kennslu og nýjunga. Staða drengja er mikið áhyggjuefni. Það að gengi þeirra í skóla og lestrarkunnáttu hafi farið niður á við og andleg líðan sé verri hlýtur að kalla á stórátak og breytingu í menntun og hvatningu drengja. Til þess þarf fleiri orð en hér er leyft. Það má ekki líta framhjá því að skoða stöðu þeirra í samhengi við sjálfs- víg ungra karlmanna. Markmiðið á að vera að þeir einstaklingar sem nema og starfa í íslensku menntakerfi hafi forskot og þekkingu til að mæta öllum framtíðarkröfum. Þeir hafi val og hvatningu til að gera betur. Til þess þarf stóráták. Það er búið að ræða vandann oft, nú er lag að leysa hann. Áslaug Arna Sigurbjörnsd. Pistill Menntun til framtíðar Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins. aslaugs@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Fjárhagsáætlanir A-hluta sveitarfélaga 2018 til 2021 benda til að veltufé frá rekstri verði um 9,5% af tekjum árið 2018. Það er töluvert umfram fjárhagsáætlun 2017 sem gerði ráð fyrir að veltufé svar- aði til 8,7% af tekjum. Áætlað er að veltufé frá rekstri muni hækka umfram tekjur næstu árin samkvæmt þriggja ára áætlunum. Þannig er reiknað með að hlutfall veltufjár og tekna verði komið upp í 11,5% árið 2021, samkvæmt því sem fram kemur í samantekt Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Jafnframt að flest sveitar- félög muni taka lán til að gera upp við Brú – lífeyris- sjóð starfsmanna sveitarfé- laga. Verði komið í 11,5% 2021 VELTUFÉ FRÁ REKSTRI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.