Morgunblaðið - 13.02.2018, Side 20

Morgunblaðið - 13.02.2018, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2018 ✝ ÞorsteinnJónsson frá Hamri fæddist 15. mars 1938 á Hamri í Þver- árhlíð. Hann and- aðist á heimili sínu í Reykjavík 28. janúar 2018. Foreldrar Þor- steins voru Jón Leví Þorsteinsson, f. 22.3. 1900, d. 14.6. 1966, bóndi á Hamri í Þverárhlíð, og k.h. Guðný Þor- leifsdóttir, f. 28.1. 1907, d. 2.8. 1964, húsfreyja. Bróðir Þorsteins er Þórarinn Viðfjörð, f. 30.6. 1942, fyrrv. bóndi á Hamri í Þverárhlíð, kvæntur Karenu Welding hús- freyju. Sambýliskona Þorsteins var Ásta Jóna Sigurðardóttir rithöf- undur, f. 1.4. 1930, d. 21.12. 1971. Þau eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Dagný, kennari á Akranesi, f. 31.10. 1958. Börn Dagnýjar eru Hlíf Einarsdóttir og Birkir Ívar Gunnlaugsson. 2) Þórir Jökull, prestur í Noregi, f. 2.11. 1959. Dætur Þóris eru Sig- urveig og Silja Theodora. 3) Böðvar Bjarki, kennari og stýri- maður, f. 2.11. 1960. Börn Böðv- Leifsdóttir, f. 2.7. 1965, d. 29.1. 1993. Þorsteinn var frá 1982 í sam- búð með Laufeyju Sigurðar- dóttur fiðluleikara, f. 10.5. 1955. Foreldrar Laufeyjar voru Sig- urður Örn Steingrímsson, pró- fessor í guðfræði, og Bríet Héð- insdóttir, leikkona og leikstjóri. Dóttir Þorsteins og Laufeyjar er Guðrún háskólanemi, f. 2.3. 1994. Langafabörn Þorsteins eru tíu talsins. Þorsteinn lauk gagnfræða- prófi og landsprófi við Héraðs- skólann í Reykholti 1954 og stundaði nám við KÍ 1955-1957. Þorsteinn vann almenn sveita- störf til 1958 en fékkst síðan við bókavörslu og vann verka- mannastörf í Reykjavík sam- hliða ritstörfum. Frá 1967 fékkst hann eingöngu við rit- störf og sinnti auk þess síðar dagskrárgerð og prófarkalestri og var mikilvirkur þýðandi. Þorsteinn sat í stjórn Rithöf- undafélags Íslands 1966-1968, var varamaður í stjórn Rithöf- undasambands Íslands 1984- 1986 og meðstjórnandi 1986- 1988. Eftir Þorstein liggur fjöldi verka; ljóðabóka, skáldsagna, þýðinga og fleira og hlaut hann ótal viðurkenningar á sextíu ára rithöfundarferli sínum. Útför Þorsteins fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 13. febrúar 2018, klukkan 15. ars eru Jón Daði, Dóa Dagný og Diljá og uppeldisbörn hans eru Auðun Daníelsson, Edda Linn Rise, Íris Rise og Pétur Karl Heið- arson. 4) Kolbeinn, blaðamaður í Reykjavík, f. 24.1. 1962. Synir Kolbeins eru Þráinn og Jök- ull, f. 27.9. 1994, d. 27.9. 1994, og uppeldisdóttir hans er Rakel María Magn- úsdóttir. 5) Ása, meinatæknir í Reykjavík, f. 11.6. 1964. Sam- býlismaður Ásu er Gunnar Jó- hannesson, f. 14.3. 1956. Dóttir Ásu er Ásta Ólafsdóttir og upp- eldisbörn hennar og börn Gunn- ars eru Garðar og Ríkey. Þorsteinn kvæntist 2.12. 1967 Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur myndlistarmanni, f. 22.12. 1944. Þau skildu. Sonur Þorsteins og Guðrúnar Svövu er Egill, kíró- praktor í Reykjavík, f. 7.10. 1968. Kona Egils er Agnes Matt- híasdóttir, f. 23.7. 1972. Börn Egils eru Ástgeir, Guðrún og stjúpdóttir hans og dóttir Agn- esar er Sólveig Lea Jóhanns- dóttir. Stjúpdóttir Þorsteins og dóttir Guðrúnar Svövu er Védís Í dag er Þorsteinn frá Hamri kvaddur hinstu kveðju frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík. Ég vil þakka samverustundirnar og minnast pabba míns nokkrum orðum. Frá æsku bar hann fas skálds- ins, var bókhneigður og þyrstur í fróðleik, fjörlega greindur og minnugur, síyrkjandi og kunni snemma ótal kvæði og vísur. Landið, sagan og þjóðmenningin komu til hans eftir leiðum orðlist- arinnar. Er hann komst á mann- dómsár lá leið hans suður og fyrr en varði var hann orðinn fjöl- skyldumaður og margra barna faðir. Ég man bernskuár á Hafnar- braut 4 í Kópavogi, Ástu mömmu og pabba sem fór á pússuðum skóm til starfa á bókasafni bæj- arfélagsins. Það var róttækur ungur maður sem þá hafði sent frá sér nokkur ljóðakver. Hann tileinkaði þau okkur börnum sín- um, hverju sitt. Mér tileinkaði hann Lifandi manna land sem út kom 1962 er ég var á þriðja ári. Gönguferðir um fjöruna með pabba voru sögustundir sem kveiktu í barnshuganum ævin- týramyndir. Minnisstæð er sjó- ferð með Akraborginni upp í Borgarnes á leið til afa og ömmu og Þórarins frænda á Hamri. Pabbi sá ráðalaus á bak fimm ungum börnum sínum. Við systk- inin vorum tekin að stálpast þeg- ar hann birtist í lífi okkar á ný. Þá vitjaði hann okkar hjá fósturfor- eldrum með nýja konu og ný systkini okkar. Eftir það hittum við hann oftar og dvöldum með nokkurri reglu á heimili hans og Guðrúnar Svövu í Reykjavík. Pabbi átti erindi við samtíð sína sem skáld og rithöfundur. Hann birti sig líka sem pólitískan hugsjónamann og hélt sig við það sem honum sýndist búa yfir sið- viti og sanngirni eða vera líklegt til að stuðla að jöfnuði og bættum hag almennings. Það setur mark sitt á hverja kynslóð hvernig hún umgengst drauminn um óskarík- ið og vonina um líf hinnar kom- andi aldar. Öll vorum við uppkomin þegar pabbi og Laufey tóku saman. Okkur þótti margt breytast þá. Hann lagði frá sér áfengið og hefði ekki þótt skaði að ég upp- lýsti hve mikla endurlausn það færði. Líf hans varð í mörgu efni nýtt á þessum árum. Börn hans mættu honum hvert á sinn hátt. Við urðum nánir með árunum. Eitt sinn hafði hann kím- inn á orði að í mér leyndist Sturl- ungi og mér féll vel sú margræða kenning. Mér er hugstætt innsæi hans, líka í þeim efnum sem varða líf mitt sem prests og kristins manns. Hann las yfir sérefnisrit- gerð mína um Pál postula þegar ég var að ljúka námi við guðfræði- deild Háskóla Íslands og mér eru í fersku minni góðar athugasemd- ir hans um það sem ég dró fram í ritum postulans. Fyrir nokkrum árum las hann yfir þýðingu mína á einu rita Lúthers sem nú er komin út á bók. Hann kunni að meta þýð- inguna, ritið sjálft og höfund þess eins og hann þar birtist. Í vinahópi pabba var löngum minnisstætt fólk. Margir komu við til að skrafa og einstaka til að þegja með honum. Einnig það var vandræðalaust. Hann var í senn spekingur sem snerti líf fólks með tilsvörum sínum og strákur ofan úr Borgarfirði sem hló gjarna oní sér þegar eitthvað fyndið bar á góma. Pabbi vildi að fólk færi varlega með orð og taldi öllum gagnlegt að huga að inntaki þeirra. Hann unni bókinni. Engan hef ég séð fara höndum um bækur af sömu nærgætni og hann. Hnignandi tök Íslendinga á eigin tungu ollu honum hugarangri og miður féll honum sú afstaða fólks að hið liðna skipti ekki máli. Honum þótti Jónas Hallgríms- son bera af skáldum, sagði hann hafa klætt fegurð Íslands í orð svo að landið varð dýrmætt með þeim hætti sem það hafði ekki fyrr verið. Eins og Jónas töfraði pabbi einnig fram svipi landsins, fólk og staði sögunnar og sagn- anna sem hann þekkti svo vel. Hann var jarðbundinn maður en á hljóðlátan hátt var þó eins og honum fylgdi vitund um önnur óræð svið. Allmörg ljóða hans lýsa trúarlegu innsæi eða spurn andspænis leyndardómum tilver- unnar. Pabbi var hugprúður í veikind- um sínum. Er ég vitjaði hans í annarri viku janúar fagnaði hann mér með gleði. Kímnigáfa hans var á sínum stað og hinn frjói hugur. Hann var þrotinn að þreki og heilsu, vissi að hverju fór. „Við skulum bera okkur vel Mýra- menn!“ hvíslaði hann. Hann spurði um dætur mínar, var þakk- látur fyrir umhyggju hjúkrunar- fólks og talaði hlýlega um alla. Pabbi kvaddi þessa vist á afmæl- isdegi móður sinnar. Ég kveð þig, pabbi minn, með orðum listaskáldsins góða: Þó vér skiljum um stund, þá mun fagnaðarfund okkur fljótt bera aftur að höndum; því að hjólið fer ótt, því að fleyið er fljótt er oss flytur að Glólundar ströndum. Þórir Jökull Þorsteinsson. Það eru mikil forréttindi að hafa kynnst nokkrum höfuðskáld- um sinnar kynslóðar. Þeim kynn- ist maður vitaskuld í verkum þeirra, en gaman og auðgandi er líka að þekkja þau persónulega til andlegrar upplyftingar í hvers- deginum. Atvik hafa hagað því svo að ég hef kynnst flestum leikskáldum þjóðarinnar vel og jafnvel áður en þeir náðu tökum á pennanum. Við gengum saman, ef svo má að orði komast. Leikskáldskapur er að auki þess eðlis að iðulega þurfa margir að verkum að koma áður en þau eru fullmótuð. Um ljóðskáldið gegnir öðru máli. Það situr oftast eitt sér með myndir sínar og fangar orð. Þor- steini kynntist ég þannig í svört- um kufli og með tannfé handa nýjum heimi. En þegar ég stóð síðan augliti til auglitis við skáldið og við skiptumst á orðum skildi ég að þannig hlaut þessi maður að yrkja og enginn annar. Við Þorsteinn vorum af sömu kynslóð og mér fannst hann löngum tala mínu máli, útskýra fyrir mér, þjóðinni og umheimin- um hvað við værum að hugsa eða hverju við ættum að huga betur að. Því að hann eins og öll góð- skáld var ævinlega að skapa nýj- an heim. Ekki þó þannig að hann segði skilið við fortíðina, öll saga Íslands var þar stöðugt lifandi að baki. Og þess vegna gekk honum kannski líka betur að sjá nútíðina og spá í framtíðina. Til þess þurfti oft ekki mörg orð, enda Þorsteinn ekki alltaf margorður. En þá voru orðin þeim mun betur valin. Og um þau búið af næmleika fagur- kerans. Eitt síðasta ljóð Þorsteins sem birtist á prenti var í síðustu ljóða- bókinni, Núna, sem ég býst við að mörgum finnist eins og hafi verið ort hvern þann dag sem hún er gripin og lesin. Með þeim orðum hans sjálfs kveð ég vin minn, hann er sem fyrr mín tunga: Svo mælti hann og var horfinn Þá fannst mér ég heyra fjölrödduð, skær svofelld orð við undirleik vindsins sem bar þau ýmist beint mér að hlust eða fjær: „Manstu! Gleymirðu mér?“ Í sömu andrá er hann reyndar sem oftar að tala um fararefni, „hvort sem tíðin reynist sumar- sæl eða fjúksöm í fangið“. Sú þjóð lendir í ógæfu sem gleymir Þorsteini frá Hamri og hlustar ekki á rödd hans. Sveinn Einarsson. Þorsteinn frá Hamri hefur kvatt okkur og heldur nú á leið til ljóðvakans ljósu stranda. Með honum hverfur sjónum eitt höfuð- skáld Íslands, djúpvitur, orðsnjall og tær, glettinn öðlingur og vinur. Þegar horft er til baka kemur upp í hugann urmull góðra sam- verustunda þar sem spjallað var um heima og geima, skáldskap og lífið. Og alltaf færði skáldið við- mælanda eitthvað nýtt, fróðleik, hugarró, ferskt sjónarhorn á lífið. Mér er afar minnisstætt kaffi- boð heima hjá Þorsteini og Lauf- eyju þegar Þorsteinn las óvænt upp fyrir gesti ljóðið Þau vötn og okkur Forlagsfólki varð ljóst að ný ljóðabók væri á næsta leiti, en það reyndist bókin Hvert orð er atvik. Það greip alltaf um sig eftir- vænting á skrifstofum Forlagsins þegar spurðist að von væri á nýju handriti frá Þorsteini, enda unun að sökkva sér í heillandi ljóðheim hans. Ljóð Þorsteins leituðu gjarnan fanga í gamlar menning- arhefðir, en skáldið endurnýjaði skáldskapinn, færði hann í óvænt- an búning og opnaði nýjar gáttir í vitund lesenda. Fyrir örfáum vikum fögnuðum við 60 ára höfundarafmæli Þor- steins með endurútgáfu skáldsög- unnar Haust í Skírisskógi, en fyrsta ljóðabók skáldsins, Í svört- um kufli, kom út árið 1958 og sú síðasta, Núna, árið 2016. Á farsælum ferli sínum hlaut Þorsteinn fjölda viðurkenninga, meðal annars Íslensku bók- menntaverðlaunin árið 1992 fyrir ljóðabókina Sæfarinn sofandi, riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir ritstörf árið 1996, heiðurslaun Alþingis árið 2001 og verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu árið 2009. Þorsteinn snart okkur djúpt, ekki aðeins með skáldskap sínum, næmu innsæi og sýn á fegurðina, heldur einnig með hlýrri nærveru sinni og örlátri vináttu. Við kveðj- um Þorstein frá Hamri með sökn- uði um leið og við þökkum honum af öllu hjarta fyrir samfylgdina. Fyrir hönd starfsfólks Forlags- ins votta ég Laufeyju Sigurðar- dóttur konu hans, Guðrúnu dóttur þeirra og börnum hans öllum inni- lega samúð. Hólmfríður Matthíasdóttir. Síminn hringir. Ég svara. „Já halló, þetta er Þorsteinn gamli“ er sagt á hinum endanum með þess- ari rödd sem var fallegust á land- inu. Hún kom til manns, ekki með ofstopa og grjótkasti heldur lædd- ist inn á lyngmjúkum borgfirsk- um mosaskóm og hreiðraði um sig í brjóstinu eins og fugl. Eins og sólskríkja. Og það birti yfir, við ræddum veðurfarið og ástandið á landinu, svo spurði hann: „Er hún Sigga þín við, ég þarf að spyrja hana að dálitlu?“ Kynni okkar hóf- ust þannig að við hjónin bjuggum um tíma í sama húsi og þau Þor- steinn og Laufey og varð okkur vel til vina. Sá vinskapur hélst þótt við flyttum annað og dýpkaði frekar eftir því sem árin liðu. Og það var alltaf sól í sinni þeg- ar maður hélt út í sinn hversdag eftir að hafa staldrað við á Smára- götunni, því þær stundir voru svo dýrar og skemmtilegar. Þó oftast bara snakkað um dag- inn og veginn og bullaðar kjafta- sögur, en hvað um það. Og nú samt alltof fáar stundir. En óvæntasta stund okkar Þorsteins saman var þótt undarlegt megi virðast vorkvöld eitt í Húnavatns- sýslu. Hann var að vísu heima hjá sér og ég einn akandi á norðurleið á leið í sauðburðinn eins og hann í ljóðinu. Á Holtavörðuheiðinni gramsaði ég í poka með diskum og þá kem- ur skáldið upp úr pokanum líkt og sálin hans Jóns míns úr skjóðunni hjá kerlingunni forðum og eins og hendi sé veifað byrjar hann að lesa fyrir mig þar sem Hrúta- fjörðurinn liggur fyrir fótum mín- um. Það er ekki að orðlengja það; Þorsteinn var sestur við hliðina á mér og var þar báðar Húnavatns- sýslurnar. Þær eru langar, en ég gleymdi öllu; öllum sjoppum, öll- um kennileitum, var ekki svang- ur, sá bara veginn og stikurnar. Og við færðumst austar, dal fyrir dal og ljóð fyrir ljóð. Oft var sett í bakk í ljóðunum þótt vagninn héldi sínu striki, ég bað skáldið að lesa aftur og kannski enn aftur. Svo bað ég um hjálp og sagði: Nú verður þú að vísa mér veg- inn, ganga á undan því við erum lentir í þoku, jafnvel stórhríð, og nú villumst við. – Og mér finnst eins og þá hafi skáldið kímt góð- látlega og kannski hlegið örlítið ofan í bringu, pússað gleraugun og fengið sér kaffisopa og síðan fann ég þessa miklu hlýju sem fylgdi honum streyma til mín meðan ég leitaði að næstu stiku. Og vorrökkrið fellur á. Ég ranka við mér í glaðatunglskini uppi á Vatnsskarði. Hér þekki ég mig og rata áfram. Ég er samt örlítið ut- an við mig, hafði misst af heilli sýslu en verið í óútskýranlegu sambandi við tilfinningar, sögur og tákn. Og nú sit ég og kafa í hugskot- ið, opna hliðið og minningarnar koma bjartar eins og lömb að vori. Ég heyri til fugla hátt til fjalla og hlusta. Finn hlýjuna. Hann er hér enn. Og verður. Eyþór Árnason. Sólardagar og sólarlitlir dagar. Eins og í skuggsjá renna um huga minn myndir frá tveimur heitum sumrum í Skutulsfirði og á Hornströndum fyrir hátt í hálfri öld. Skáldið Þorsteinn og Guðrún Svava og börnin tvö, Védís og Egill, í bústað inni í Firði. Daglegt samneyti, bátsferðir, sagnagaldur, reikað um holt og móa, klifrað yfir girðingar, haft í heitstrengingum að fara ríðandi með alvæpni á Arnarvatnsheiði. Málverk af okkur tveimur horf- andi út í þokuna á brún Horn- bjargs. Við Þorsteinn urðum vinir sem aldrei hefur borið skugga á. Á hverju sem á gekk átti ég athvarf hjá honum. Lágstemmd nærvera hans var mér mikilvægari en allir heimsins sálfræðingar. Það var heilmikil forneskja í honum en samt var hann örnæmur á nú- tímann. Oft gleymdum við okkur í samræðum um gamla örlaga- þræði. Hann var manna fróðast- ur. Ógleymanlegt var að ganga með honum um velli og gjár á Þingvöllum. Við ferðuðumst um Sturlungaslóðir Borgarfjarðar, komum við á Hamri og gengum Surtshelli með blys í hendi. Á fyrri árum kynna okkar var Bakkus stundum með í för, jafn- vel oft. Það var stundum gaman en ekki alltaf. Bakkusi var úthýst fyrir margt löngu í föruneyti okk- ar og var það okkur bjargræði. Fyrir 36 árum hófst sambúð mín og Hildar og Þorsteins og Laufeyjar nær samtímis. Vinátta okkar fjögurra var innsigluð með því að ganga Leggjarbrjót í roki og rigningu á hvítasunnu 1982. Ári seinna voru þau giftingar- vottar okkar í kirkjunni á Reyni- völlum í Kjós. Þorsteinn las við það tækifæri ljóð Jóhannesar úr Kötlum og Laufey spilaði Bach. Síðan hafa verið gagnvegir á milli. Eftirminnilegastar voru dvalir okkar hjá þeim á Höfða í Mývatnssveit og árlegar skötu- veislur á Þorláksmessu. Þorsteinn las bækur mínar flestar í handriti, fór varfærnum höndum um efnið, dæmdi með kærleika og hvatti til dáða. Fyrir það er ég honum ævinlega þakk- látur. Við Hildur eigum eftir að sakna hans mikið. Hann mun þó lifa okkur áfram í minningunni og skáldskapnum. Sterkur, hljóðlát- ur og yfirlætislaus. Guðjón Friðriksson. Þorsteinn Jónsson Hver er vilji þinn varðandi skipulag og fyrirkomulag útfarar, þ.e. hinsti vilji. Við bjóðum þér til samtals um það sem er þér mikilvægast við lífslok þín. Viljayfirlýsing þín verður eftirlifendum mikilvægt leiðarljós. Samtalið og varðveisla upplýsinga er þér að kostnaðarlausu. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Elín Sigrún Jónsdóttir, lögfræðingur Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.