Morgunblaðið - 13.02.2018, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 13.02.2018, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2018 Þá er hann farinn. Vinurinn góði og spaki! Það er ekki á hverj- um degi sem maður kynnist vitr- ingi, sem svo að auki á ríka list- ræna gáfu. Liðlega tvo tugi ljóðabóka lét hann frá sér og alltaf var jafn mikil nautn að sjá hvernig hann gat formað hin ýmsu fyrir- brigði samtímans í orðum en einn- ig sögu þessarar þjóðar. Að telja upp einstök ljóð eftir Þorstein er nánast ógerningur. Því hvar ætti að byrja og hvar enda? Ein jólin fengum við hjónin lít- inn pakka til Kaupmannahafnar. Við vorum að undirbúa okkur fyr- ir ferð til Parísar. Pakkann opn- uðum við svo á Hótel Studio við torgið á móti Sulpice-kirkjunni. Ógleymanlegt. Þetta var sú bók hans sem hét „Fiðrið úr sæng Daladrottningar“, sem við síðar kölluðum bara „Fiðrið“. Af þeim árgangi sem fæddist rétt fyrir og í seinni heimsstyrjöld var Þor- steinn trúlega dýpstur og mestur listamaður. Margs er að minnast frá „sjeneverárunum“ eins og við kölluðum árin um 1960. Hvernig ætti að fullþakka framlag þessa manns? Fari skáldið okkar góða í friði. Samhryggist Laufeyju, börnum og öðrum aðstandendum. Tryggvi Ólafsson. Góð og traust vinátta er eins og harðgert blóm. Hún lifir góðu lífi þó að vinafundum fækki, en þeir eru áfram eins og gengið sé inn um opnar dyr án þröskulda. Þannig var samband okkar hjóna við Þorstein frá Hamri, og þannig var yndisstund sem við áttum með þeim Laufeyju í dá- semdarreit þeirra í Höfða við Mý- vatn í sumar. Það er auður í slíkri minningu, hún sefar og sættir. Við kynntumst Þorsteini ekki samtímis. Sigrún þekkti hann allt frá sjöunda áratugnum, en nafn- arnir kynntust um áratug síðar og milli þeirra myndaðist strax sterkur strengur, enda áttu þeir mörg sameiginleg áhugamál og voru líkir um margt. Þorsteinn var minnisstæður maður og fór ekki alltaf troðnar slóðir eins og alþjóð veit. Kannski sótti hann styrkinn í veikleika sína á þann hátt að hann varð óvenjuheilsteypt manneskja með kostum sínum og göllum. Einlægu og frjóu samræðurnar, hlýja hans og dýpt í vináttunni á tímum með- byrs sem mótbyrs á marglitum lífsskeiðum okkar í hálfa öld mynduðu órofa streng, líka í neti minninganna. Þessi strengur er og verður fjársjóður sem ekkert fær grandað. Gleðin yfir lífsverk- inu stórbrotna, framlagið til menningararfsins sem Þorsteinn skilur eftir sig, er líka gjöf sem seint verður fullþökkuð. Því miður erum við handan hafsins á kveðjustundinni, en hug- urinn er heima. Við sendum Lauf- eyju og Guðrúnu og öðrum að- standendum okkar einlægustu samúðarkveðjur. Minningin mun lifa, bæði um vininn, manninn og skáldið, og hún yljar um ókomin ár. Sigrún Júlíusdóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson. Við Þorsteinn frá Hamri bund- umst vináttuböndum um það leyti sem „Lifandi manna land“ kom út. Þar mátti finna hin magn- þrungnu eftirmæli um Ara Jósefs- son, skáld og baráttumann. Hon- um og Þorsteini hafði ég kynnst lauslega upp úr 1960 á mótmæla- fundum við Ráðherrabústaðinn gegn fyrirhuguðum samningum við Breta í fyrsta landhelgis- stríðinu. Þorsteinn kenndi til í stormum sinnar tíðar. Hann vann oft með okkur í Fylkingunni og var hernámsandstæðingur af lífi og sál. Hann mótmælti við banda- ríska sendiráðið í Víetnamstríðinu en ánetjaðist aldrei kenningakerf- um. Hann var sósíalistinn sem fór sínar eigin leiðir og lét réttlætis- kennd sína og mannúð ráða för. Vinátta okkar stóð í rúma hálfa öld og á árum áður hittumst við nær daglega í kaffi hjá Margréti Sölvadóttur Blöndal í Heiðar- gerði. Bjuggum báðir í nágrenn- inu. Þar voru heimsmálin brotin til mergjar svo og bókmenntir og listir og alltaf jafn mikil unun að hlusta á lágværa rödd Þorsteins og fegurra tungutak höfðu fáir. Oft þegar kveldaði var hellt í glas og bærinn málaður rauður: Hábær fyrstur á dagskrá, þá Borgin og loks Naustið – loftið hjá Símoni og Viðari. En ekki var Fylkingarloftinu á Tjarnargötu 20 gleymt og þar las maður stoltur kvæðið í minningu Lumumba, „Blóð krefur þig dansari“, sem og önnur kvæði sem tengdust barátt- unni. En Þorsteinn var ekki bar- áttuskáld eins og Jóhannes úr Kötlum og stundum velti hann fyrir sér yfirborðsmennskunni í hinu tvöfalda lífi okkar bar- og baráttumanna, ekki síst í ljóða- bókinni Jórvík; bókinni sem geymir samnefnt kvæði sem sí- fellt sækir mig heim. Það væri hægt að skrifa þykka bók um ævintýri okkar; þann skógardraum, og ferðir vítt um landið og Færeyjar. Kvæði marg- vísleg voru ort í þessum ferðum og betra að hafa þau rétt yfir ef Þorsteinn heyrði. Brageyra hans var fullkomið og engan veit ég er gat ort jafn vel undir hinum ólík- ustu bragarháttum íslenskum. Seinna tengdist ég Þorsteini enn nánar er hann tók saman við náfrænku mína Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur listmálara og átti með henni soninn Egil. Baldurs- gatan og seinna Hverfisgatan urðu uppspretta óþrjótandi ævin- týra þótt viðurkenna megi að fyrr hefði mátt láta staðar numið á þeirri braut. Loks féll lífið í fastari skorður eftir átök við forna guði og þegar frá leið sýslaði hver við sitt. Hann fann hamingjuna að nýju með litlu fjölskyldunni á Smáragötunni; Laufeyju og Guðrúnu, kvæðin og bækurnar; engan mann hef ég vit- að sýna bókum sínum slíka ástúð er hann fór um þær mjúkum höndum. Síðast hitti ég Þorstein seint á síðasta ári er við vorum báðir í heimsókn hjá vini okkar, Tryggva Ólafssyni listmálara, á Droplaugarstöðum. Það var góð stund, en einhver tregi í lofti þeg- ar við Þorsteinn kvöddumst. Hann brosti sínu ísmeygilega brosi, sem þýddi svo margt. Nú var það tákn vináttu sem aldrei þvarr. Laufeyju, börnunum sjö og fjölskyldum þeirra sendum við Anna Bryndís kveðju okkar en Þorsteinn kveður aldrei meðan ljóð verða lesin á íslensku. Vernharður Linnet. Andrá Að vísu Að vísu er stundin hverful og stutt en gefum dýpt hennar gaum sem alkyrrð vatni og auga (Þorsteinn frá Hamri) Heiðursfélagi Rithöfundasam- bands Íslands kveður. Þorsteinn frá Hamri hverfur hljóðlega út í ljóðheiminn eilífa. Í sorg og söknuði finnum við hin svo þunglega hve stundin er hverful og stutt. En um leið gef- um við dýpt hennar gaum í gegn- um skilningarvit skáldsins. Við skynjum hve listsköpun Þorsteins stækkar heiminn og skilgreinir veröldina – hvernig verkin hans taka utan um hnattlífið og mennskuna í þéttu faðmlagi ljóða og orða. Þannig var Þorsteinn líka sem manneskja og þess vegna er hann svo einstök, ógleymanleg og hljómmikil rödd skáldskaparins – af því að hann bjó yfir mann- gæsku, mildi og næmi fyrir fólki og tungumáli sem er algilt og sér- stætt í senn. Umburðarlyndi, víðsýni og hlýja til þess sem nærist og andar gefur rödd skáldsins tæran hljóm, bergmál og dýpt – veitir henni vængi svo hún svífur hærra og segir sögu okkar allra á svo óendanlega vegu. Tvítugur kvaddi þessi Borg- firðingur sér hljóðs með ljóðabók- inni Í svörtum kufli. Þar með hafði hann stillt sinn áttavita og ævi- verkið er stórt – ljóð, þýðingar, skáldverk og sagnaþættir. Ljóð Þorsteins eru löngu samofin klassískum arfi þjóðar og víða má merkja áhrif hans á samferða- skáldin. Það kólnaði og fölnaði þegar skáldið kvaddi. Við, félagar og samferðamenn, söknum og minn- umst. Þorsteinn var heiðursfélagi sambandsins frá 2006 og sat í stjórn á árunum 1984 til 1988. Áð- ur hafði hann setið í stjórn Rithöf- undafélags Íslands 1966 til 1968. Hann var stéttvís maður, rétt- sýnn og trúfastur. Þannig fylgdist hann reglubundið með störfum sambandsins, var ráðagóður og bar hag félaga sinna og bók- menntanna ávallt fyrir brjósti. Gjöfult spjall, kímin og skýr sýn, hlýtt handtak, djúpstæður mannkærleikur og sefandi fas lif- ir í verkum sem við fáum í nesti áfram veginn. Vísa Söknuður í brjósti mínu: svöl tjörn á fjallinu. Í tærri lygnunni titrar mynd þín, þegar blærinn andar hvísla bárurnar orð þín, söknuður í brjósti mínu, segðu það engum. Svöl og djúp tjörn á fjallinu. (Þorsteinn frá Hamri) Fyrir hönd Rithöfundasam- bands Íslands votta ég Laufeyju og fjölskyldu dýpstu samúð á kveðjustund. Blessuð sé minning Þorsteins frá Hamri. Kristín Helga Gunnarsdóttir, formaður Rithöfunda- sambands Íslands. Kvæði, vertu mér húsaskjól hugbresta minna. Vertu þeim háborg vígi iðrunarklefi. Þorsteinn frá Hamri hefur ekki verið raupsamur og hreykir sér ekki – og líkist í raun ljóðum sínum. Vald hans á bragformi og ljóðmáli er óaðfinnanlegt. Hann kunni að beita íslenskri tungu með hvössum ferskleika sem kall- ar fram nýja sýn viðtakandans. Bestu ljóð hans fela í sér þá hnit- miðun merkingar sem geymir svo djúpa speglun að hún nær inn úr hugsuninni á vit innsæis og skynj- unar: að stikla „með varúð yfir ísabrot hugans / og ótryggar vak- ir“. Og landið er í ljóðum hans líkt og lifandi vera sem lifir í þjóð sinni, og það líf þekkti Þorsteinn vel. Ljóð hans eru sífelld skír- skotun í þetta líf: náttúru, sögu og bókmenntir, en ekki síst í töfra- kistil hinnar nafnlausu alþýðu- menningar eins og hún birtist í þjóðtrú, þjóðsögum og ævintýr- um. Vettvangurinn er víðátta ís- lensku þjóðarinnar frá eddu til nútímans, líkt og allir atburðir hafi greypst í ásjónu landsins. En líka ákveðinn sársauki: Þegar ég ferðast um landið og lít út um gluggann kemur landið inn um gluggann og rennur saman við sviðann í hjartanu Þorsteinn er engan veginn hefðbundið ættjarðarskáld: sýn hans er gagnrýnin, og segja má sjálfsgagnrýnin, enda hluti þjóð- arinnar með kostum og brestum. Og þá kann að bregða fyrir beiskri kaldhæðni sem svíður undan. Í ljóðum Þorsteins er máttur orðsins orðinn mikill, og þrátt fyrir þunga alvöru, jafnvel ótrú og bölsýni, hefur vonin aldrei vikið til hliðar. Sú von að þrátt fyrir allt muni manneskjan lifa af og sigrast á vanmætti sínum. Og nú er komið að skilnaðar- stund. Persónulega á ég Þorsteini mikið að þakka. Hann veitti mér ómetanlega aðstoð þegar ég var að bjástra við handrit Sólarljóða og doktorsritgerð um það merka kvæði. Hann las fyrir mig ljóðin mín fyrir birtingu með sinni öruggu málkennd og ótrúlegu glöggskyggni. Fyrir það þakka ég á kveðjustund, en þó mest fyrir langa og hlýja vináttu. Farðu vel, vinur og bróðir, ljóðin þín munu rata til sinna um aldur og ævi. Laufeyju og afkomendum sendum við Bera innilegar sam- úðarkveðjur. Njörður P. Njarðvík. Við Þorsteinn frá Hamri kynntumst árið 1955. Þá stofnuð- um við – af miklu lítillæti – félagið Intelligentia, sem starfaði af nokkurri íþrótt næstu tvö ár. Félagar voru Alfreð Flóki, Helgi Guðmundsson úrsmiða- meistari, Baldur Jónsson bók- menntafræðingur, afkomandi Jens Sigurðssonar, bróður Jóns forseta, Guðmundur Pálsson, BA, Þorsteinn frá Hamri sem var þá nýkominn til borgarinnar og sest- ur í Kennarskólann, Ólafur Magnússon, skákmeistari og fræðimaður. Varnarþing félags- ins var í sal Slysavarnafélagsins í Grófinni 1. Auk þess gaf félagið út tímarit- ið „Rausið – Augnablik“ sem kom út sprittfjölritað tvisvar sinnum. Vorið 1957 hélt félagið fund í Kamp Knox, bragga C-10, en þar bjó þá Ásta módel og skáld Sig- urðardóttir frá Litla-Hrauni á Snæfellsnesi. Leiddi þessi fundur til ásta millum Þorsteins og Ástu og voru þau saman í sjö ár og eignuðust fimm börn, sem öllum kippir í bæði kynin. Þorsteinn fékk starf hjá Bókasafni Kópavogs og starf- aði þar í nokkur ár, en gaf einnig út ljóðabækur og þjóðlega þætti og skáldsögur. Varð hann á fáein- um árum meðal virtustu skálda okkar. Ragnar í Smára gaf Ástu og Þorsteini dágott hús í nágrenni Kópavogshafnar. Var þar oft glatt á hjalla og m.a. kom ég þangað með fágætan gest haustið 1963, sjálfan hertogann af St. SJÁ SÍÐU 22 Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Listaskáldið Þorsteinn frá Hamri hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenkrar tungu árið 2009. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA Á. KRISTINSDÓTTIR, Stella, Hjúkrunarheimilinu Eir, Reykjavík, lést á Eir laugardaginn 3. febrúar. Útför fer fram í Grafarvogskirkju föstudaginn 16. febrúar klukkan 15. Jóna G. Alexandersdóttir Davíð Löve Sófus A. Alexandersson Guðrún Ágústsdóttir Áslaug Alexandersdóttir Þorgeir Kjartansson Kristín H. Alexandersdóttir Ásgeir J. Þorvaldsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg dóttir okkar, móðir, tengdamóðir og vinkona, LINDA ANTONSDÓTTIR, lést á Landspítalanum 10. febrúar í faðmi ástvina sinna eftir skammvinn veikindi. Útförin verður auglýst síðar. Anton Kristinsson Sólveig G. Gunnarsdóttir Andri Már Helgason Ragna Lind Rúnarsdóttir Ævar Þór Helgason Valdís Halldórsdóttir Lilja Jónsdóttir Helgi Valur Árnason Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐMUNDA ANNA EYJÓLFSDÓTTIR, lést á Hrafnistu, Kópavogi, sunnudaginn 11. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Jón Kristinn Ríkarðsson Snæbjörg Jónsdóttir Sigurður Nordal Gróa R. Jónsdóttir Ragnar Kristinn Ingason Erlingur Jónsson Íris Ósk Blöndal Ævar Þór Jónsson Ríkarður Jón, Dóra, Bjarki Steinn, Sæunn Elín, Anna, Guðjón Ólafur og Guðmundur HLYNUR ÞÓR MAGNÚSSON frá Leirvogstungu, Mosfellsbæ, lést á heimili sínu 25. desember. Útförin fór fram í kyrrþey. Erla Hlynsdóttir Lovísa Erludóttir Okkar elskulegi ÁSGEIR LEIFSSON hagverkfræðingur lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn 7. febrúar. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 21. febrúar klukkan 13. Við þökkum innilega auðsýnda samúð. Helga Ólafsdóttir Leifur Hrafn Ásgeirsson Ylfa Sigríður Ásgeirsdóttir Daniele Quaglia Davíð Helgi Daníelsson Quaglia Elsku pabbi, tengdapabbi, afi, sonur og bróðir, STEFÁN AGNARSSON, lést þriðjudaginn 6. febrúar. Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 17. febrúar klukkan 13.30. Jarðsett verður að Völlum. Fyrir hönd aðstandenda, Agnar Snorri Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.