Morgunblaðið - 13.02.2018, Page 22

Morgunblaðið - 13.02.2018, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2018 Þorsteinn Jónsson Kildu – Karl Einarsson Dung- anon, sem dvaldi hérlendis í boði Ásbjarnar Ólafssonar heildsala og orti á þeim tíma heila ljóðabók á 14 tungum, og gaf út sín rit á heimsvísu, bókin hét Corda Atl- antica. Bauð ég hertoganum með mér til Þorsteins og Ástu í hin nýju heimkynni þeirra og hafði með- ferðis viskíflösku og leikrit eftir Dunganon sem hann kallaði Draumveraldar-dimmisjón. Varð þetta mögnuð og kát gleði og þeg- ar viskíið þraut fór Ásta á stúfana og hringdi í Þorgrím Jónsson gullsmið – Gull-Grím, sem hún kallaði, og sendi hann strax í að útvega tvær brennivínsflöskur – ásamt Spur-Cola með jákvæðum bílstjóra á Borgarbíl og varð þessi gleði öllum viðstöddum til mikillar gleði og var ánægjuefni. Eftir að lauk samvistum Ástu og Þorsteins með dramatískum tilþrifum bjó hann í nokkur ár með Guðrúnu Svövu Svavarsdótt- ur leirlistakonu og eignuðust þau einn son. Börn þeirra Ástu voru þá sett í fóstur á góðu sveitaheim- ili á Ökrum á Mýrum og undu þau vel hag sínum og heimsóttu for- eldrarnir þau eptir mætti. Eptir sambúðarslit Þorsteins og Guðrúnar Svövu kynntist Þor- steinn Laufeyju Sigurðardóttur fiðlara og eignuðust þau eina dóttur. Þeirra ástir urðu góðar og bjó hún Þorsteini það öryggi sem hann þarfnaðist. Þorsteinn dó á heimili þeirra og verður hans minnzt sem sjaldgæfrar mann- eskju og skálds meðan íslenzk tunga hrærist. Drengskapur var það orð sem kemur í hugann þegar minnzt er Þorsteins. Góðlyndi hans og margháttuð hlýja vermdi sál viðmælenda hans. Þannig mun hans verða minnzt, þegar við – gamlir vinir hans erum löngu dauðir og stein- gleymdir. Ari Gísli sonur minn var náinn Þorsteini og vill hann þakka af hjartans hlýju þá fegurð og góðu nærveru sem Þorsteinn hafði og alltaf einstaka sýn á ólík lífsmálefni. Og vottum við Laufeyju virð- ingu okkar og samúð á kveðju- stund. Þrjá erfingja á hver maður – mennina – moldina og sálarinnar meðtakara. Bragi Kristjónsson. „Það er unglingspiltur hér í Þverárhlíðinni sem langar til að verða skáld. Hann veit það ekki sjálfur, en hann er orðinn skáld.“ Þessi orð mælti Guðmundur Böðvarsson skáld á Kirkjubóli við kunningja sinn fyrir rúmum sex- tíu árum. Pilturinn ungi var Þor- steinn Jónsson sem seinna kenndi sig við fæðingarstað sinn Hamar og sá sem kvaddur er í dag. Hann er yngstur borgfirsku stórskáldanna á tuttugustu öld, þeirra Jóns Helgasonar, Snorra Hjartarsonar og Guðmundar Böðvarssonar, og sómir sér vel meðal þeirra við háborð íslenskr- ar ljóðlistar. Hann birtist þjóðinni árið 1958 með ljóðabók sína, þá fyrstu, og vakti strax mikla athygli og hrifn- ingu. Ungt fólk og róttækt tók honum fagnandi og á öldurhúsum og gatnamótum höfuðborgarinn- ar var nafn hans og ljóð á margra vörum. Um þær mundir var stofnað til vináttu sem aldrei brast og mun seint fyrnast. Vin- sældir ritverka hans voru alla tíð miklar, en hann lét það ekki á sig fá. Hann haggaðist ekki, hvorki þar né í öðru. Hann var frábitinn skjalli og flími þess tíðaranda sem í hönd fór, trúr og sannur vitnisburður hins gagnstæða og bar fram merki mannúðar og heiðarleika. Handaband og faðm- lag Þorsteins var eins og hann sjálfur og ljóðin hans – þétt og hlýtt. „Skáld er eg ei en huldukonan kallar.“ Svo kveður Jónas Hall- grímsson í Hulduljóðum, en Þor- steinn dáði Jónas mjög. Nú hefur huldukonan tekið skáldið frá Hamri í faðm sér og fært til ann- arra og betri heima. Er hann þá dáinn – farinn? Nei, hann er hér „yfir og allt um kring“. Eftir sitjum við með fangið fullt af dýrum sjóði ljóða hans og sagna, og minningum um mann- inn sjálfan, hans hlýja þel og göf- uga fas. Kristján Jónsson. Borgarfjarðarhérað. Hvílíkt stórvirki skáldskapar, sagna og sögu! Egill reisti merkið við upp- haf Íslandsbyggðar og átta kyn- slóðum síðar kom Snorri og festi það varanlega í sessi. Þetta merki skáldskaparins og sagnagleðinn- ar. Það var gæfa Borgfirðinga og líka okkar hinna sem komum ann- ars staðar að. Um miðja síðustu öld bar hátt nöfn þriggja höfuðskálda Borg- firðinga á þeirri tíð, Guðmundar Böðvarssonar, Jóns Helgasonar og Snorra Hjartarsonar. Milli Borgarfjarðar og Breiðafjarðar- byggða er skammur vegur og samskipti ærin frá öndverðu. Árið 1802 fæddist á Jörfa í Haukadal í Dölum stúlkubarnið Margrét Þorláksdóttir. Hún varð hús- freyja í Borgarfirði. Um Margréti var sagt að litlu skipti hvort hún eignaðist barn með þessum eða hinum, frá börnum hennar komu fyrr en varði skáld eða rithöfund- ar. Hún var langamma Halldórs Kiljan og Guðmundar skálds Böðvarssonar á Kirkjubóli í Hvít- ársíðu. Bæði Borgfirðingar og Breið- firðingar eiga Snæfellsjökul að. Undan Jökli komu á 17. öld snill- ingarnir Kolbeinn „jöklaraskáld“ og Guðmundur Bergþórsson. Úr byggðunum undir Jökli kom líka löngu síðar Jóhann Jónsson, 1896-1932, sem með kvæði sínu Söknuði lauk upp dyrum nú- tímans í íslenskri ljóðagerð. Í byggðum Borgarfjarðar og Breiðafjarðar var aldrei um lang- an veg að fara á vit skáldskap- arins. Sigurður Breiðfjörð „upp- heimskundur“ ljómar enn þó að ágætir menn hafi reynt að kveða hann í kútinn. Við sem fæddumst á fjórða áratug síðustu aldar nutum þess að fá strax í æsku í hendur kvæði Daladrengjanna Stefáns frá Hvítadal, Jóhannesar úr Kötlum og Steins Steinars og líka Sigfús- ar Daðasonar, sem var Dalamað- ur að ætterni en ólst upp rétt utan við sýslumörkin. Við kveðjum í dag Þorstein skáld frá Hamri í Þverársíðu. Öll bestu verk nýnefndra tólf ljóð- mæringa voru honum hjartfólgin. Hann var arftaki þeirra og yngsti bróðir. Kynni okkar Þorsteins spanna nær sex áratugi. Í gamla daga sátum við stöku sinnum tveir á tali á síðkvöldum. Það voru góðar stundir. Ekki sakaði að eiga tár á glasi. Við vorum þá báðir draum- óramenn. Ellin kæfir draumana en hvað væri skáldskapurinn án drauma og hvað væri mannkindin án skáldskapar? Minnisstæð er ferð okkar með svolítinn hóp af fólki norður í Drangey sumarið 2004. Við vor- um að rifja upp brot úr Grettis- sögu. Að hlýða á Þorstein flytja þar Illugadrápu Stephans G. líður seint úr minni. Ég kveð kæran vin og þakka tryggð hans við mig – öll þessi mörgu ár, þó að fundum fækkaði. Í dag er hugur minn hjá Laufeyju og öðrum nánustu vandamönnum Þorsteins. Kjartan Ólafsson. „Hugrenning, saga, sögð, reif- uð í orð – / veit hún sér tryggara leyndar-athvarf en orð?“ Þannig lýkur ljóðinu „Þagnargildi“ í ljóðabókinni Hvert orð er atvik eftir Þorstein frá Hamri. Ætla mætti að hlutverk orða væri að opinbera, en þau eru líka leynd- arstaðir og ekki er alltaf auðgeng- ið inn. Í ljóðum Þorsteins geta orð virst sem hugskot í sjálfum sér, þar sem sitthvað er geymt og fær að gerjast, kannski sögn frá fyrri tíð, en orðin hans Þorsteins, og ljóðin, eru einnig atvik, atburðir sem lesandi tekur þátt í, jafnt í fortíð sem nútíð. „Ekki ótvíræð samleið“ segir í ljóðinu „Á tali við tímann“ í fyrrnefndri bók: „Sá þytur þinn, er ég skynja, / ferðast inní mér, úti og hjá; / ég ber til þín hollan hug.“ Þessi orð Þorsteins vil ég gera að mínum um hann, bæði um sköpunarverkin hans öll á kynngimögnuðum skáldferli, en einnig um manninn sjálfan og þá hlýju og góðu nærveru sem hann bar með sér. Síðasta áratuginn tæpan vor- um við Þorsteinn nágrannar í fleiri en einum skilningi. Það er ekki nema snertispölur á milli heimila okkar í Skólavörðuholtinu í Reykjavík og sitthvað var þar til umræðu, þótt mér finnist nú að margt hefði þurft að ræða nánar – það verð ég að eiga við orðin sem hann skildi eftir. Þorsteinn og faðir minn höfðu verið mátar um langt skeið og svo skipaðist reyndar í tilverunni að þeir áttu eftir að tengjast sem afar, þegar systir mín og sonur Þorsteins eignuðust dótturina Diljá. En við Þorsteinn vorum líka báðir Borgfirðingar og með nafni sínu hnykkti hann á tryggðabönd- um við átthagana. Hann er vita- skuld eitt af höfuðskáldum hér- aðsins fyrr og síðar. Eitt sinn við eldhúsborðið heima í Borgarnesi, þegar ljóst var orðið að hugur minn hneigðist að lestri og íhugun bókmennta, barst Þorsteinn frá Hamri í tal og mamma sagði: „Hann er góður drengur, hann Steini.“ Þau voru jafnaldrar, höfðu verið bekkjarsystkin í Reykholti, og töluðu alltaf fallega hvort um annað. Þegar móðir mín lést í fyrra heimsótti ég Þorstein og spurði hvort ég mætti lesa ljóð hans „Fararefni“, lokaljóð nýj- ustu ljóðabókar hans, sem ber heitið Núna, við útför hennar. Það var auðsótt og honum þótti vænt um þessa beiðni. Nú þegar hann er sjálfur allur leitar þetta ljóð enn á hugann, um leið og ég sendi Laufeyju konu Þorsteins, börnum hans og öðrum ástvinum hug- heilar samúðarkveðjur. Andartökin svo ein í fyrndinni, smáleg og samt, þá stundina, ígildi heims sem var heill, þau koma sem angan úr kyrrþey eða tónblær af strengjum tærrar gleði og eru, lifa: ylur við bakið og fylgdin fram veg allra vega hvort sem tíðin reynist sumarsæl eða fjúksöm í fangið. Ástráður Eysteinsson. Kynni okkar Þorsteins voru stutt, snörp og staðbundin. Við umgengumst nær eingöngu í Mý- vatnssveit en þangað komu þau Laufey og ég með farfuglunum á vorin og hurfum með þeim á haustin. Í Mývatnssveit vorum við sem lítil fjölskylda. Við sögð- umst vera hversdagsvinir enda lifðum við hversdagslífi saman. Við borðuðum silung, prófuðum að elda gæs, nutum þess að fara út með lífrænt ruslið, tíndum ber, horfðum á fréttir og kosninga- sjónvarp og ræddum landsins gagn og nauðsynjar, þar með talið tónlist og skáldskap. Stundum fékk ég að gista í Höfða, í varpinu snemmsumars eða þéttu haust- myrkrinu í skugga skógarins, langt frá allri ljósmengun. Í minningunni greini ég þau Þorstein og Laufeyju varla að, í huga mér eru þau tvíein. Mér fannst þau eins og heimsborgarar og börn í senn. Einn daginn sog- uðust þau inn í frásagnir mínar af ferðalögum eins og þau hefðu aldrei farið út fyrir landsteinana en næsta dag var stofan í Höfða full af heimsfrægum listamönn- um sem þau höfðu hitt á ferðum sínum. Bægslagangurinn í okkur Laufeyju gat verið slíkur að einn daginn stofnuðum við Félag ís- lenskra klaufa en Þorsteinn fékk aldrei inngöngu í það félag enda hvíldi yfir honum stóísk ró og æðruleysi. Ég leit á hann sem hálfheilagan mann í látleysi sínu. Þorsteinn kunni eitt öðrum betur. Hann kunni að kveðja. Yfirleitt fylgdu þau mér bæði til dyra eða alla leið út að hliði. Þorsteinn kvaddi ekki með kæru- leysislegum loftkossum eins og nú tíðkast heldur tók hann báðum höndum um höfuð mitt og rak mér rembingskoss á mitt ennið. Kossinum fylgdi blessunarrík kveðja sem ég endurtek nú í huga mér á meðan ég rifja upp hvers- dagslegar gæðastundir okkar í Mývatnssveit. Hugur minn er hjá Þorsteini og þeirri ferð sem hann á fyrir höndum en ekki síður Laufeyju og sorg hennar. Ég bið hana að muna að ég er alltaf til í að gista ef hún þarfnast mín nyrðra. Björg Árnadóttir. Samvizka – sál mín herðir spjótalög á spegil Svona yrkja stórskáld, svona orti Þorsteinn frá Hamri. Það var mikil gæfa að fá að vera samtíða slíku höfuðskáldi og eiga hann að vini. Þorsteinn var ekki bara frá- bært skáld, heldur líka óvenjulegt eintak af manni; stóískur ævin- lega hvað sem á gekk, ávallt reiðubúinn að leggja gott til mála og einn albesti yfirlesari landsins um langt skeið. Fyrstu alvöru kynni okkar Þorsteins voru þegar mér var fal- ið að velja úrvalsljóð hans til út- gáfu í litla bók sem síðar kom út, Myndir í nótt og morgni. Í fyrstu umferð fannst Þorsteini ég hafa valið fullmikið af gömlum ljóðum, taldi mörg þeirra „byrjenda- verk“, sem mér þótti skondið og sagði að enginn nema hann sæi nein slík merki, því sannleikurinn er sá að fyrsta ljóðabók Þorsteins er óvenjulega þroskað verk, enda sagði Snorri Hjartarson að eftir lestur hennar hefði hann strax orðið sannfærður um að við hefð- um eignast nýtt öndvegisskáld. Þetta var mér vitaskuld afar lær- dómsríkt ferli, forréttindi að fá að skyggnast inn í smiðju skáldsins og þýfga hann um tilurð ljóða og samhengi. Mörgum duldist hvílíkur nýj- ungamaður Þorsteinn var í skáld- skap, þar sem hann hafði hina gömlu ljóðahefð á valdi sínu en fléttaði saman við nýjungar mód- ernismans í kvæðum sínum. Sú samfléttun gamals og nýs hefur stundum verið kallaður „íslenski skólinn“ í ljóðagerð og kenndur við Þorstein, Hannes Pétursson og Snorra Hjartarson. Þó má færa rök fyrir því að Þorsteinn hafi verið eindregnari módernisti en hin öndvegisskáldin tvö, hafi gengið lengra í þá átt. Það sést svo enn skýrar í óbundnu máli Þorsteins þar sem haldast í hend- ur sígildir íslenskir sagnaþættir og mjög framsæknar skáldsögur; á hvorutveggja sviði er framlag hans mikilvægt. Á sama hátt fór framhjá mörgum, kannski vegna þess að Þorsteinn lagði oft upp með söguleg efni, að hann var nær ávallt að takast á við samtím- ann í ljóðum sínum, að brjóta til mergjar brýn málefni líðandi stundar. Við áttum sameiginlega ást á 19. öldinni, skáldskap og mannlífi, ekki síst Jónasi Hallgrímssyni sem var okkar maður. Þorsteinn talaði um Jónas og Sigga Breið- fjörð eins og þar færu nánir vinir og samtímamenn, af nærfærni og skilningi, og á okkar síðasta fundi, aðeins skömmu áður en hann lést, var honum hugstæð sú kaldhæðni örlaganna að þessi tvö skáld skyldu fara inn í söguna sem óvinir og andstæður – svo mjög sem þeir áttu margt sameiginlegt. Það segir svo sína sögu um Þorstein að á þessum sama fundi var hann umkringdur nýjustu ljóðabókum ungskálda. Þorsteinn fylgdist grannt með og var örlátur á hrós fyrir það sem honum fannst vel gert. Má nærri geta hversu mikilvægt það var þeim sem voru að þreifa sig áfram að fá klapp á bakið frá Þor- steini frá Hamri. Ég kveð Þorstein með miklum þökkum og sendi Laufeyju, Guð- rúnu og öðrum ástvinum hans hugheilar samúðarkveðjur. Páll Valsson. Það er erfitt að trúa því að Þor- steinn frá Hamri sé allur. Dimm- ari og dapurlegri verður veröldin án hans. Hann var eins og klett- urinn sem aldrei bifast. Fjallið sem alltaf er. Og þannig verður hann í huga mér því hann kenndi mér svo margt með því að vera til og verða vinur minn. Ég var 19 ára menntaskóla- stúlka á Ísafirði þegar hann kom að lesa upp á fyrstu Sólrisuhátíð- inni, listahátíð nemenda MÍ, vet- urinn 1974. Ég var formaður skólafélagsins og bróðir minn for- maður listahátíðarinnar og það var metnaður lagður í að fá bestu listamenn þjóðarinnar til okkar. Þorsteinn kom fram við okkur eins og jafningja með sínu hlý- lega viðmóti og spurði hvort við gætum útvegað honum samastað á Ísafirði til sumardvalar. Við sömdum við konurnar sem sáu um Mæðrabústaðinn á Dagverð- ardal og þar undu þau sér vel um sumarið, Þorsteinn, Guðrún Svava, Védís og Egill. Ég var bú- in að ráða mig í sumarvinnu í Reykjavík og finna lítið herbergi þegar Þorsteinn spurði hvort ég vildi ekki bara vera í íbúðinni þeirra í kjallaranum á Baldurs- götu 9 á meðan þau væru fyrir vestan. Að sjálfsögðu þáði ég það og kynntist þar með nýjum menningarheimi, miðborg Reykjavíkur, um leið og ég drakk í mig pólitískt andrúmsloft þessa kosningasumars kalda- stríðstímans þegar safnað var undirskriftum um „varið land“ og haldin lýðveldishátíð klofinnar þjóðar á Þingvöllum. Þorsteinn kenndi mér að rata um Þingholt- in, við fórum að leiði Sigurðar Breiðfjörð í gamla kirkjugarðin- um og ég lærði að elska hverfið sem ég hef að mestu búið í eftir að ég flutti síðar til Reykjavíkur. Sumarið 1975 vildu þau aftur vera fyrir vestan og eftir tals- verða leit tókst mér að útvega þeim gamla býlið Seljaland. Það sumar var ég ráðskona á Horn- bjargsvita og þangað kom Þor- steinn með fjölskylduna og fleira fólk sem naut samveru við Jó- hann Pétursson vitavörð í bland við einstaka náttúru Horn- stranda. Það voru góðir dagar. Það var auðvelt að skrifa við skrifborðið á Baldursgötunni í návist bóka skáldsins sumarið góða og þegar ég hafði safnað í ljóðabókarhandrit þremur árum seinna las Þorsteinn það yfir og kom því til Sigfúsar Daðasonar sem þá hafði nýlega stofnað bóka- forlagið Ljóðhús. Leiðsögn Þor- steins og hvatning var mér ómet- anleg og það var okkur gleðiefni þegar ljóðabók mín Augað í fjall- inu og bókin hans Fiðrið úr sæng Daladrottningar komu út hjá Ljóðhúsum haustið 1977. Þá var hógværlega skálað á Hverfisgötu 58. Áratugalöng vinátta við Þor- stein var hlý og sönn eins og hann sjálfur, alltaf til staðar, vand- ræðalaus. Ég er þakklát fyrir að hafa náð að heimsækja hann og Laufeyju í Höfða við Mývatn, fengið leiðsögn hans um landar- eignina og séð litlu vinnustofuna við vatnið þar sem hann hafði næði til að yrkja. Ég sakna þess að eiga ekki lengur von á að rek- ast á hann á förnum vegi í hverf- inu okkar, eiga við hann hlýleg orð og þiggja þétt faðmlag. Blíður vinur, ljúflingur, er genginn en fótspor hans hverfa ekki. Ævi- starfið hans, skáldskapurinn, mun lifa og halda áfram að minna okkur á það sem er satt og þess virði að lifa fyrir. Elísabet Þorgeirsdóttir. Tíminn leitar uppi atvikin, þýtur aftur og fram … Um hæðir og höfuð þreytir hann þrotlaust flug milli vatna sem hvert og eitt eru auðkennd á korti sem minning nánd okkar staðfest með stundum! Andvörpum ekki um tvenna tíma þótt unglingslegur umbrotaþeyr líði hjá – því þá er það hann! í leit að nýjum, liðnum og verðandi fagnaðarfundum. (Þ.f.H.) Tíminn, fagnaðarfundir og Þorsteinn. Faðmlagið ætíð hlýtt, örlæti á tímann mikið. Slíkt örlæti leiddi oft af sér ferðir um ljóð- bjartar leiðir. Man þegar ég ók honum heim úr matvörubúð því þar hafði Sigurð Breiðfjörð borið á góma, þann svan þjóðaróðs sem Þorsteini var svo hugleikinn. Tveggja mínútna akstur varð að hálftíma krók á meðan Þorsteinn flutti mansöngva úr Númarímum. Hvert erindið á eftir öðru var töfrað fram í sólinni og ég sikk- sakkaði Þingholtin lúshægt, uns flutningi var lokið. Já, nú leitar tíminn uppi atvik- in. Þýtur aftur og fram. Við töl- uðum saman um fuglana. Um út- mánuðina ógurlegu, um skáldskapinn og tungumálið. Þor- steinn hafði yfirburðatök á tungu- málinu. Stundum þótti honum þó fábreytni þess hafa yfirhöndina í þjóðfélaginu. Og stundum fannst honum nútímaljóðið komið í blindgötu. Engan þekkti ég sem kunni jafnmörg ljóð utan að og hann. Jafnvel gamanvísur úr hverjum landsfjórðungi, þó eink- um þær borgfirsku. Þorsteinn var öndvegisupples- ari. Hann gaf hverju orði gaum. Röddin svo mjúk. Tilfinning fyrir hiki og blæbrigðum einstök. Mað- ur enduruppgötvaði mörg ljóð í upplestri hans. Þau risu úr djúp- inu eins og heilmynd. Hann hafði lesið mikið upp sem drengur. Nefndi stundum gömlu konuna sem kom prjónandi utan veginn frá Arnbjargarlæk og dró úr pokaskjatta Gráskinnu Þórbergs og Sigurðar Nordals og bað drenginn að lesa upphátt. Og þeg- ar faðir Þorsteins ákvað að bet- rekkja Hamar var drengurinn settur á koll og látinn lesa Dalalíf Guðrúnar frá Lundi, eins og það lagði sig. Hann sagði mér frá fótbolta- ferli sínum í Reykholtsskóla þar sem hann gerði ekkert annað en flækjast fyrir á vellinum. En bætti við að staða línuvarðar hefði verið í boði í staðinn. Svo kom fyrsta bókin hans út og Ragnar í Smára gaf Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi eintak. Þegar Þor- steinn hitti Davíð síðar á förnum vegi bað Davíð hann um að heim- sækja sig norður. Af því varð ekki. Skáldskapur Þorsteins opnaði mér nýjar víddir og jafnframt all- ar mínar hjartagáttir. „Mér er í mun að setja heiminn saman,“ segir hann á einum stað. Margar línur úr ljóðum hans hafa einmitt sett saman orðheim minn. Þegar talar í trjánum, þegar svipstundin er morgunbjört, þegar yfir hellist algleymisrökkur eða úrsvalt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.