Morgunblaðið - 15.02.2018, Síða 1

Morgunblaðið - 15.02.2018, Síða 1
Skilyrt eignarhald » Íslandsbanki á 63,5% í kortafyrirtækinu Borgun. » Á grundvelli sáttar við Sam- keppniseftirlitið þurfa allir stjórnarmenn sem bankinn til- nefnir að vera óháðir honum. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Mikil gremja er komin upp í hlut- hafahópi greiðslukortafyrirtækisins Borgunar vegna afskipta Birnu Ein- arsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, af því hver myndi taka við stöðu for- stjóra í Borgun þegar ljóst var að Haukur Oddsson, þáverandi forstjóri fyrirtækisins, myndi láta af störfum. Þannig mun Birna hafa sett sig í samband við stjórnarmenn í fyrirtæk- inu, sem er að meirihluta í eigu bank- ans, og þrýst á að Katrín Olga Jó- hannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs Íslands, yrði ráðin í starfið. Sú beiðni gekk þvert á þann vilja stjórnarinnar að ráða Sæmund Sæmundsson til starfa. Varð niðurstaðan sú að Sæ- mundur var ráðinn, þrátt fyrir að Ís- landsbanki tilnefni þrjá stjórnarmenn af fimm hjá Borgun. Örfáum vikum eftir að tilkynnt var um ráðningu nýs forstjóra var stjórnarformanni Borg- unar og einum meðstjórnanda, en þau eru bæði tilnefnd af Íslandsbanka til starfans, tilkynnt að ekki yrði óskað eftir áframhaldandi aðkomu þeirra að stjórnarstarfinu að loknum aðalfundi um miðjan marsmánuð. Stokkar upp í stjórninni  Bankastjóri Íslandsbanka skákar tveimur stjórnarmönnum út úr stjórn Borgunar  Ákvörðunin sögð tengjast ráðningarferli nýs forstjóra til fyrirtækisins í byrjun árs MViðskiptaMogginn F I M M T U D A G U R 1 5. F E B R Ú A R 2 0 1 8 Stofnað 1913  39. tölublað  106. árgangur  ENGIN ÞRÓUN Í MENNTUN STJÓRNENDA FJÖGUR TILNEFND ÆVINTÝRA- VERÖLD Í BAK- GARÐINUM ÍSLENSKU MYNDLISTAR- VERÐLAUNIN 38 STYTTUR HREINS 13VIÐSKIPTAMOGGINN Magnús Heimir Jónasson Jóhann Ólafsson Sautján manns hið minnsta létust og fjölmargir særðust í skotárás í Flórída í gær. Skotárásin átti sér stað í Marjory Stoneman Douglas High School í Parkland í Flórída, um áttaleytið að íslenskum tíma. Árásarmaðurinn var handsamaður skammt frá skólanum og hnepptur í varðhald. Á blaðamannafundi í gær- kvöldi staðfesti Scott Israel, lög- reglustjóri í Broward-sýslu, þar sem árásin átti sér stað, að sá grunaði væri Nikolaus Cruz. Mun hann vera 19 ára gamall fyrrverandi nemandi framhaldsskólans. Meðal fórnar- lamba í árásinni eru bæði nemendur og starfsfólk skólans. Mun árásar- maðurinn hafa verið vopnaður hálf- sjálfvirkum riffli af gerðinni AR-15. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu leið meira en klukkustund frá því að árásin hófst þar til tilkynnt var um að maðurinn væri í haldi. Haft er eftir nemanda við Mar- jory Stoneman Douglas framhalds- skólann í bandarískum fjölmiðlum að allir hafi búist við því að mað- urinn sem hóf skothríð í skólanum myndi gera eitthvað þessu líkt. „Í hreinskilni sagt þá sögðu allir að hann væri fær um að gera eitthvað svona og allir krakkarnir í skólanum grínuðust með að hann myndi skjóta skólann í tætlur,“ sagði nem- andinn.  Að minnsta kosti 17 látnir og fjölmargir særðir eftir skotárás í framhaldsskóla í Bandaríkjunum  Árásarmaðurinn er 19 ára gamall fyrrverandi nemandi skólans Skotárás Nemendur Marjory Stoneman Douglas skólans yfirgefa skólann skelfingu lostnir eftir skotárásin í gær. AFP SKOTÁRÁS Í FLÓRÍDA  Hinrik Dana- prins, eigin- maður Mar- grétar Þórhildar Danadrottn- ingar, lést í fyrradag, 83 ára að aldri. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi for- seti Íslands, minnist Hinriks með virðingu og hlýju, en með þeim tókust góð kynni. Hún segir prinsinn hafa ver- ið afar viðræðugóðan og skemmti- legan mann. „Hann var afar fransk- ur Fransmaður, en líka heims- maður. Ef það væri til gott orð á íslensku fyrir að vera „sjarmer- andi“, þá myndi ég nota það orð,“ segir Vigdís. »18 Vigdís minnist Hinriks með hlýju Hinrik Danaprins. Þrjú íslensk tæknifyrirtæki hafa samið um byggingu á fullkomnu uppsjávarfrystihúsi á eyjunni Shi- kotan, sem er ein Kúrileyja austast í Rússlandi. Fyrirtækin eru Skaginn 3X, Kæli- smiðjan Frost og Rafeyri og á nýja verk- smiðjan fullbúin að afkasta um 900 tonnum af frystum afurð- um á sólar- hring. Hvert stórverkefnið tekur við af öðru hjá fyr- irtækjunum, sem nú vinna að byggingu stórs upp- sjávarfrystihúss í Færeyjum. Í sumar er ráðgert að um 50 starfsmenn íslensku fyrirtækjanna verði í senn á Shikotan austur við Kyrrahaf. Allt að viku gæti tekið fyrir starfsmennina að ferðast fram og til baka. Áætlað er að búnaðurinn verði fluttur í um 90 gámum til Shi- kotan, flestir þeirra frá Íslandi, og gæti tekið um 70 daga að koma farminum frá Íslandi á áfangastað. Ingólfur Árnason, framkvæmda- stjóri Skagans 3X, segir að ef vel takist til geti margvísleg tækifæri falist í Rússlandi. »14-15 Tæknifyrir- tæki í útrás á Kúrileyjum  Byggja uppsjávar- frystihús á Shikotan Kúrileyjar » Eru 56 tals- ins á milli Kyrrahafs og Okhotsk-hafs. » Teygja sig frá suðurodda Kamtsjatka að Hokkaídó. MJÚKA DEILDIN ÍSLENSK HÖNNUN SJÚKRAÞJÁLFARI AÐSTOÐAR SÆNGUR- FATNAÐUR SÆNGUROG KODDAR HEILSURÚM ALLARSTÆRÐIR FUSSENEGGER Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á rúmdýnum. Í DAG 16-18 Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.