Morgunblaðið - 15.02.2018, Side 4

Morgunblaðið - 15.02.2018, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2018 Sími 775 1832 | Happie furniture - húsgögn Sérsmíðuð húsgögn fyrir heimili og fyrirtæki Happie furniture Draumasmíði Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Allar Norðurlandaþjóðirnar utan Ís- land hafa nú heimildir til að krefjast svokallaðra viðbótartrygginga vegna innflutnings fuglakjöts til landsins til að tryggja að ekki sé salmonella í innfluttu kjöti. Danmörk bættist í hóp ríkjanna í byrjun þessa mánaðar en um er að ræða vottun á landsáætl- unum ríkjanna um eftirlit með salm- onellusmiti á alifuglabúum og viður- kenningu á góðri sjúkdómastöðu. Ólafur Stephensen, framkvæmda- stjóri Félags atvinnurekenda, segir löngu tímabært að íslensk stjórnvöld sæki um sambærilega heimild til að krefjast viðbótartrygginga vegna innflutnings líkt og hinar Norður- landaþjóðirnar hafa gert. „Íslenskum neytendum er ítrekað sagt að sjúkdómastaða íslenskra ali- fugla hvað varðar salmonellu sé betri en nokkurs staðar annars staðar á byggðu bóli,“ segir Ólafur. „Ég get því ekki ímyndað mér að þetta ætti að vera mikið mál fyrir íslensk stjórnvöld,“ segir hann. Íslensk stjórnvöld hafa einhliða krafist salmonelluvottorða af inn- flytjendum frosins fuglakjöts þar sem Ísland hefur ekki fengið heimild hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) fyrir viðbótartryggingum vegna salmonellu. Ólafur segir að í dómi EFTA sem féll í nóvember síðastliðnum hafi komið fram að Ísland hafi lagt fyrir ESA landsbundna eftirlitsáætlun en ekki sótt um viðurkenningu til jafns við þá sem var samþykkt annars staðar á Norðurlöndunum. Komst dómstóllinn þess vegna að þeirri nið- urstöðu að Íslandi væri ekki heimilt að fara fram á salmonelluvottorð við innflutning á alifuglakjöti hingað til lands. Bann Íslands við innflutningi á fersku kjöti, eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk annarra EES- ríkja var dæmt andstætt EES- samningnum. Ólafur segir í samtali við Morgun- blaðið viðbótartryggingarnar vera mikið hagsmunamál neytenda og hvetur landbúnaðarráðherra til að sækja um vottunina. Vill aukið eftirlit á Íslandi  Allar Norðurlandaþjóðirnar utan Ísland hafa heimildir til að krefjast salmonellutrygginga við innflutning á fuglakjöti Heimsmeistaramótið í knattspyrnu nálgast með hverjum deginum og margvíslegur und- irbúningur er í gangi. Eftir kynningarfund rússneska knattspyrnusambandsins í Moskvu í gær, þangað sem fulltrúum frá sendiráðum allra þáttökuríkja var boðið, var Berglind Ás- geirsdóttir, sendiherra Íslands, sérstaklega beðin að tala við blaðamenn. Blaðamanna- fundurinn var með þeim hætti að fyrst töluðu íþróttamálaráðherra Rússlands og formaður undirbúningsnefndarinnar í Rússlandi. Fjórir sendiherrar ræddu síðan við fjölmiðla, hver í sínu lagi, og var Berglind fyrst í röðinni. „Ég hafði þarna tækifæri til að segja frá knattspyrnunni á Íslandi og var síðan spurð nokkurra spurninga. Mestur tíminn fór í spurningar Rússanna um það hvernig hægt væri að ná svona ótrúlegum árangri. Fund- urinn var á afskaplega jákvæðum nótum og greinilegt að íslenska liðið þykir áhugavert fyrir margra hluta sakir,“ sagði Berglind í gær, en hún sést á myndinni í fullum her- klæðum innan um blaðamenn, aðstoðarmenn og lukkudýr. Ísland í brennidepli á HM-fundi í Moskvu Miðflokkurinn mun bjóða fram til bæjarstjórnar í Garðabæ í sveitarstjórnar- kosningum í vor. María Grétars- dóttir, sem hefur verið bæjar- fulltrúi í Garða- bæ frá 2013 fyrir M-lista Fólksins í bænum, mun leiða listann. María var á árunum 1998-2006 varabæjarfulltrúi í Garðabæ fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en sagði sig úr flokknum árið 2008 og gekk tveim- ur árum síðar til liðs við M-lista Fólksins í bænum. Að sögn Maríu var ákveðið á að- alfundi Fólksins í bænum í lok jan- úar sl. að leggja framboðið niður, en hún var eini bæjarfulltrúi M-listans. María er fædd 1964 og er við- skiptafræðingur að mennt, með meistarapróf í stjórnun og stefnu- mótun. Á starfstíma sínum í Garða- bæ hefur María m.a. verið formað- ur fjölskylduráðs og barnaverndar- nefndar og formaður leikskóla- nefndar bæjarins, auk þess að eiga sæti í íþrótta- og tómstundaráði. Miðflokkurinn tekur á móti framboðstilkynningum áhugasamra einstaklinga til 26. febrúar nk. Kynna á lista flokksins í Garðabæ fyrir 15. mars næstkomandi. bjb@mbl.is María leiðir Miðflokkinn í Garðabæ María Grétarsdóttir  Fólkið í bænum var lagt niður Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Annar höfunda Íslandsbankahúss- ins á Kirkjusandi, eins og það stendur í núverandi mynd, er ósátt- ur við framferði Dags B. Eggerts- sonar borgarstjóra sem hafði ekk- ert samráð við hönnuði hússins áður en hann lét teikna hugmyndir að endurgerð hússins í upp- runalegri mynd en hugmyndirnar kynnti Dagur á íbúafundi í Laug- ardal í síðustu viku. Í samtali við Morgunblaðið segir Örnólfur Hall arkitekt ekkert sam- ráð hafa verið haft við sig eða Orm- ar Þór Guðmundsson sem hönnuðu breytingar sem gerðar voru á hús- inu fyrir Samband íslenskra sam- vinnufélaga árið 1988. Þeir Örnólfur og Ormar teiknuðu þá nýbyggingu, hækkun og nýja klæðningu á húsið. Fjöldi arkitekta hefur komið að hönnun hússins frá upphafi auk þeirra Örnólfs og Ormars en frum- hönnuður þess var Sigurður Pjet- ursson, arkitekt og byggingar- fulltrúi, árið 1955. Árin eftir að húsið var byggt voru gerðar breyt- ingar á því með reglulegu millibili og komu þá ýmsir arkitektar að borðum. Þá voru aftur gerðar smá- vægilegar breytingar á húsinu eftir að Glitnir eignaðist það. Íslandsbanki flutti á síðasta ári höfuðstöðvar sínar í Norðurturn við Smáralind í Kópavogi en húsið við Kirkjusand er mikið skemmt. Í samtali við Morgunblaðið fyrr í vik- unni sagði Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, að framtíð hússins á Kirkjusandi væri óráðin og verið væri að skoða alla möguleika í stöðunni. Framtíð hússins er óráðin Örnólfur kveðst hafa fengið þau skilaboð frá bankanum að engin áform séu uppi um að rífa húsið eins og staðan er í dag og jafnvel komi til greina af hálfu bankans að ráðast í viðgerðir á því. „Borgin og borgarstjóri hafa eng- an rétt til að ráðskast svona með húsið án samráðs við bankann,“ segir Örnólfur, sem vandar borgar- stjóra og arkitektum stofunnar Kurt og Pí sannarlega ekki kveðj- urnar. Hann segir það óvönduð vinnu- brögð af þeirra hálfu að taka ákvörðun um breytingu sem þessa, ráða hönnuði til að vinna tillögur að breytingunni og loks kynna tillög- urnar án þess að hafa rætt málið við fyrri hönnuði hússins. „Þetta lyktar af einhverri pólitík. Okkur finnst þetta svakalegur dónaskapur bæði hjá borgarstjóra og hjá þessum drengjum hjá Kurt og Pí,“ segir hann. „Þetta lyktar af einhverri pólitík“  Annar arkitekta Íslandsbankahússins í núverandi mynd mjög ósáttur við framferði borgarstjóra Morgunblaðið/Ómar Íslandsbankahúsið Umdeild end- urgerð eða niðurrif er fyrirhuguð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.