Morgunblaðið - 15.02.2018, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 15.02.2018, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2018 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Velferðarráð Reykjavíkurborgar mun á næstunni taka yfir heimsend- ingu á mat. Borgarráð hefur sam- þykkt þessa breytingu. Gert er ráð fyrir kaupum á þremur bifreiðum, þar af tveimur rafmagnsbílum og að ráðnir verði starfsmenn til verksins. Frá upphafi hefur matnum verið ekið í heimahús samdægurs. Ekki stendur til að breyta því fyrirkomu- lagi að svo stöddu. Fram kemur í minnisblaði að reynslan hafi sýnt að það henti ekki að hafa afhend- ingu matarins í höndum utan- aðkomandi aðila því að um við- kvæma þjónustu sé að ræða sem krefjist stöðugrar árvekni og nær- gætni. Núgildandi samningur um akstur á mat, þ.e. dreifing frá framleiðslu- eldhúsi á Lindargötu 59 í heimahús og móttökueldhús félagsmiðstöðva velferðarsviðs víðsvegar um borgina, var gerður í mars 2016. Mögulegt er á að segja honum upp með þriggja mánaða fyrirvara. „Matarþjónusta er mikilvæg þjón- usta fyrir aldrað og fatlað fólk sem ekki getur eldað sjálft. Gæta þarf ýtrustu nærgætni við alla þætti í þjónustukeðjunni, líka afhendingu máltíða,“ segir í greinargerð velferð- arráðs. Á árinu 2017 voru sendir út 98.085 matarbakkar og fjöldi notenda var 851 talsins. Samkvæmt samningi eru greiddar kr. 367 með vsk. á einingu af hverjum heimsendum matar- bakka. Auk þess er sendur matur í 14 móttökueldhús félagsmiðstöðva. Heildarkostnaður ársins 2017 vegna aksturs var um 46,6 milljónir króna eða 3,9 milljónir á mánuði. Verulegur sparnaður felst í því að velferðasvið sjái um alla þjónustu- keðjuna að mati borgarinnar. Eftir að stofnkostnaður hefur verið greiddur er áætluð hagræðing af breyttu fyrirkomulagi um 19,3 millj- ónir á ári. „Með því að hafa alla þjónustu- keðjuna á hendi framleiðslueldhúss- ins verða betri möguleikar á eftirliti, auðveldara verður að bregðast við athugasemdum notenda og sjá til þess að afhending matarins gangi snurðulaust. Einnig ætti yfirsýn yfir reksturinn að verða betri þar sem allt ferlið verður undir stjórn stjórn- enda eldhússins,“ segir í minnis- blaðinu. Sendu út 100 þúsund matarbakka  Velferðarráð Reykjavíkurborgar tekur yfir heimsendingu á mat  Þrír bílar keyptir og fólk ráðið Lamb Vinsæll og þjóðlegur réttur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra tók á móti fyrstu köku ársins frá formanni Landssambands bak- arameistara, Jóhannesi Felixsyni, höfundi kökunnar, Sigurði Má Guð- jónssyni, og framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, Sigurði Hann- essyni, í Bernhöftsbakaríi í gær- morgun. Landssamband bakarameistara, LABAK, efndi nýlega til árlegrar keppni um köku ársins. Keppnin fór þannig fram að keppendur skiluðu inn tilbúnum kökum sem dómarar mátu og völdu úr þá sem þótti sam- eina þá kosti að vera bragðgóð, fal- leg og líkleg til að falla sem flestum í geð, segir í tilkynningu LABAK. Keppnin var haldin í samstarfi við sælgætisgerðina Kólus og voru gerðar kröfur um að kakan inni- héldi Sambó Þrist. Sigurkakan hlaut nafnbótina „Kaka ársins 2018“ og er höfundur hennar Sigurður Már Guð- jónsson, bakarameistari og eigandi Bernhöftsbakarís. Sala á kökunni hefst í bakaríum félagsmanna LABAK um allt land í dag, fimmtudag. Katrín fékk fyrstu köku ársins Kaka Katrín Jakobsdóttir fékk í gær fyrsta eintakið af Köku ársins 2018.  Bakarar hefja sölu á kökunni í dag Reykjavíkurborg mun á þessu ári bjóða út framkvæmdir við endurgerð og ýmsar lagfæringar á lóðum við leik- og grunnskóla borgarinnar. Áætlaður kostnaður við framkvæmd- irnar er 425 milljónir króna. Fram- kvæmdatími er maí til ágúst. Framkvæmdir verða á eftirtöldum lóðum. Leikskólalóðir: Hlíð/Sólhlíð, Kvistaborg og Seljaborg. Grunnskólalóðir: Grandaskóli, Hagaskóli, Háaleitisskóli og Hvassa- leitisskóli. Auk þess verður ráðist í smærri verkefni á lóðum 10 skóla. Meðal ann- ars verður sett gervigras á leiksvæði í stað öryggismalar og leiktækjum skipt út. Það er stefna borgarinnar að hætta að nota öryggismöl sem fall- vörn á leikskólasvæðum. sisi@mbl.is Laga lóðir við skóla í borginni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.