Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2018 TUDOR rafgeymar TUDOR TUDOR Er snjósleðinn tilbúinn fyrir vetrarkuldann? Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta Veldu öruggt start með TUDOR Sigurður Þórir Þorsteinsson, íþróttakennari og knattspyrnuþjálf-ari, á 50 ára afmæli í dag. Hann hefur kennt við Borgarholts-skóla frá 1999 og kennir einnig lífsleikni, er í félagsmála- og forvarnateyminu og er trúnaðarmaður kennara. Hann er yfirþjálfari yngri flokka ÍR og kennir á þjálfaranámskeiðum hjá Knattspyrnu- sambandi Íslands (KSÍ), er því þjálfari þjálfaranna, og situr í fræðslu- nefnd KSÍ. Hann er jafnframt formaður Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands (KÞÍ) og hefur verið í fjölmörg ár. „Þetta er hagsmunafélag okkar þjálfara og við vinnum að samn- ingamálum og gætum þess að þau séu í góðu horfi. Svo vinnum við að ýmsum fræðslumálum í samvinnu við KSÍ.“ Sigurður er enn fremur varaforseti Knattspyrnuþjálfarafélags Evrópu (AEFCA). „Ég var kosinn í stjórn fyrir tveimur árum. Hafði það ekki í hyggju en var hvattur til þess, komst inn og skaut mörgum ref fyrir rass í kjörinu. Flestar Evrópuþjóðir eru meðlimir og þurfa því nú að hlusta á litla Ísland.“ Enn fremur er Sigurður varaformaður sóknarnefndar Árbæjar- kirkju. Það er því von að spurt sé hvort hann hafi tíma fyrir einhver áhugamál. „Ég hef gaman af því að vera með fjölskyldunni. Það vill svo skemmtilega til að konan mín ákvað að bjóða mér til New York í tilefni dagsins og við förum þangað á næstunni.“ Eiginkona Sigurðar er Hildur Hrönn Oddsdóttir, sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, og börn þeirra eru Erna Þórey 13 ára og Eiður Þorsteinn 11 ára. Hjónin Sigurður og Hildur Hrönn við Jökulsárlón síðastliðið sumar. Þjálfari þjálfaranna Sigurður Þórir Þorsteinsson er fimmtugur B jarni Ólafsson fæddist á Kirkjubæjarklaustri 15.2. 1943 en flutti með foreldrum sínum í Kópa- voginn 1944 og ólst þar upp. Hann var flest sumur í sveit á Mýrum í Hornafirði, hjá skyldmenn- um, var í barnaskóla í Kópavogi, tvo vetur á Skógaskóla og lauk þar lands- prófi 1959. Hann stundaði síðan nám við MR og tók stúdentspróf 1963. Bjarni vann algenga vinnu á sumrin á menntaskólaárunum, lengst af á síld- veiðum fyrir norðan og austan. Hann sótti síðan nám í íslenskum fræðum við HÍ, sinnti jafnframt stundakennslu í framhaldsskólum og var styrkþegi á Árnastofnun síðustu árin í námi. Auk þess var hann einn vetur við Háskól- ann í Zürich við málfræði- og bók- menntanám, 1965-66 og lauk cand.mag.-prófi frá HÍ vorið 1972. Bjarni hóf íslenskukennslu við MH haustið 1972 og kenndi þar til 2013. Veturinn 1988-89 fékk hann náms- orlof og lagði stund á ritunarkennslu við Kennaraháskólann í Kaupmanna- höfn. Að því loknu kenndi hann kennslufræði íslensku við fé- lagsvísindadeild Háskóla Íslands, kenndi þar í hlutastarfi í níu ár og hafði jafnframt umsjón með vett- vangsnámi framhaldsskólakennara í sinni grein í nokkra vetur. Síðustu 20 starfsárin hélt hann fjöl- mörg námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands í að skrifa íslensku og fór í fyrirtæki og stofnanir og hélt þar sérhæfð námskeið í hagnýtum skrifum. Bjarni hefur tekið saman nokkrar kennslubækur, oftast með öðrum kennurum. Þær tengjast allar ís- lenskunámi í málfræði, bókmenntum eða ritun. Auk þess er ein fræðileg út- gáfa, Katrínar saga, sem hann stóð Bjarni Ólafsson framhaldsskólakennari – 75 ára Lestrarkennsla Bjarni kennir ungri telpu að lesa. Yngri systirin hefur hins vegar augljóslega um annað að hugsa. Kenndi móðurmálið allan sinn starfsferil Afmælisbarnið Bjarni Ólafsson. Hveragerði Aron Kristian Marisson fæddist 15. febrúar kl. 15.15. 2017. Hann vó 3605 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Marija Tverjan- ovica og Maris Simanovs. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.