Morgunblaðið - 17.03.2018, Page 1

Morgunblaðið - 17.03.2018, Page 1
Samræmdpróf á skjön? Hjarta ívasanum Samræmd könnunarpróf í grunnskólum hafa oft verið gagnrýnd, fyrir innihald og að þau hafi lítil tengsl við nútímakennsluhætti. Sumir ganga svo langt að segja að þau eigi að leggja niður. Eftir alvarlegt klúður við fyrir- lagninu prófanna í ár hefur það viðhorf fengið byr undir báða vængi.12 18. MARS 2018SUNNUDAGUR eint í mark! Agnes BjörtAndradóttirog hljómsveithennar, Sykur,troða upp átónlistarhátíð-inni SónarReykjavíkum helgina 2 Bjó í tjaldi í árSolveig Sveinbjörnsdóttirhefur helgað líf sitt því aðlina þjáningar. Í hjálparstarfií Súdan bjó hún heilt ár ítjaldi, ásamt skordýrumog froskum 16 ur að frumsýninguí Vestmannaeyjum 36 ð ítis B L A U G A R D A G U R 1 7. M A R S 2 0 1 8 Stofnað 1913  65. tölublað  106. árgangur  DRAGA FRAM 800 SKÓPÖR ÚR SMIÐJU SINNI ELIZABETH PEYTON SÝNIR Á ÍSLANDI ÞEKKT FYRIR PORTRETT 54HUGRÚN OG MAGNI 14 Mikil vinna fer fram í ráðuneytunum við að undirbúa svör við fyrir- spurnum frá alþingismönnum. „Það mætti gróflega ætla að al- gengt geti verið að það taki 10-40 vinnustundir að undirbúa svar við fyrirspurn og í augnablikinu er stað- an þannig að verið er að vinna svör við 26 fyrirspurnum,“ segir Guð- mundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Alls hafa verið lagðar fram 283 fyrirspurnir til ráðherra á yfirstand- andi þingi og er þeim flestum ósvar- að. Á þremur síðustu þingum hafa verið lagðar fram 749 fyrirspurnir. Fjöldi fyrirspurna sem þingmenn hafa beint til fjármálaráðuneytisins hefur verið breytilegur undanfarin ár og farið allt upp í 68 skriflegar og 7 munnlegar fyrirspurnir á einu lög- gjafarþingi, eða 75 fyrirspurnir alls. Í einhverjum tilvikum hafi farið fleiri tugir eða jafnvel hundruð vinnustunda í að undirbúa einstök svör. »12 Morgunblaðið/Eggert Svör Fjöldi fyrirspurna liggur fyrir. Mikil vinna að svara fyr- irspurnum  Tekur allt að 100 klukkustundir Ráðgert er að systurskipin Breki VE og Páll Pálsson ÍS, nýir togarar Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna- eyjum og Hraðfrystihússins-Gunn- varar í Hnífsdal, haldi heimleiðis frá Kína á þriðjudag. Áhafnir skipanna undirbúa sig fyrir 35-40 gráða hita á hluta heim- siglingarinnar, sem tekur um 50 daga. Kælibúnaður hefur verið sett- ur upp í brú, íbúðum og vélarrúmi. Skrifað var undir smíðasamninga 2014, en afhending skipanna í vik- unni varð mörgum mánuðum síðar en áætlað var. »24-25 Kælibún- aður á heim- siglingunni Breki VE Skipin tvö fóru í reynslu- siglingu á Gula hafinu síðasta haust. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Ragnari Jónssyni, rannsóknarlög- reglumanni og sérfræðingi á sviði blóðferla í tæknideild lögregl- unnar, var á dögunum boðin inn- ganga í The Association for Crime Scene Reconstruction, virt samtök sérfræðinga á sviði glæpa- og vettvangsrannsókna. Ragnar bætist þar með í hóp 200 færustu sérfræðinga á því sviði vestan- hafs. „Þetta er stóra sviðið. Það get- ur ekkert hver sem er labbað þarna inn,“ segir Ragnar í viðtali við Morgunblaðið í dag. Hann seg- ir að það mikilvægasta sem þessi upphefð færi sér sé tengslanetið: „Nú er ég kominn með 200 tengi- liði sem ég get sent tölvupóst eða hringt í og fengið aðstoð.“ Ragnar hélt fyrirlestur á nám- skeiði á vegum samtakanna fyrir skemmstu þar sem hann kynnti rannsóknir sínar á sakamálum hér á landi. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum vann hann meðal ann- ars að hinni umfangsmiklu rann- sókn á morðinu á Birnu Brjáns- dóttur á síðasta ári. »18 Fær inngöngu í virt samtök Morgunblaðið/Hari Blóðferlarannsóknir Ragnar Jóns- son við störf sín hjá tæknideild.  Mikil upphefð fyrir Ragnar Jónsson blóðferlasérfræðing  Í Reykhólasveit eru sennilega verstu vegir landsins, segir Þráinn Hjálm- arsson, skólabíl- stjóri þar í sveit. Fólk víða á land- inu lýsir í Morg- unblaðinu í dag slæmu ástandi vega og gagn- rýnir að nauðsynlegu viðhaldi á þeim hafi ekki verið sinnt. Slitlag sé að molna niður og undirlag veganna sé brostið. Sérstaklega eru til- greindir vegir í Borgarfirði, Langa- dal og á vinsælum ferðamannaslóð- um á Suðurlandi. »20 Vegirnir molna og undirlagið brostið Umferð Straum- urinn er þungur. Nú þegar marsmánuður er hálfnaður er mann- fólkið farið að lengja eftir vorinu, og sama má segja um blessaða fuglana sem syngja hvern dag um vorið sem bráðum kemur. Þessi þröstur þandi sitt brjóst og sperrti stél þar sem hann flögraði um í Laugardalnum í gær. Gera má ráð fyrir að hann sé að kalla á hlýrri daga og víst er að grænar nálar eru farnar að kíkja víða upp úr sverðinum sem sofið hefur í vetur. Meiri birta og fjölbreyttari söngur með hverjum deginum Morgunblaðið/Ómar Fuglanna söngur veit á vor handan við horn Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is „Við viljum halda forræði þjóðarinn- ar yfir stjórn peningamála og við viljum að áfram verði byggt á ís- lensku krónunni. Við höfnum þeirri hugmynd að taka upp aðra mynt og við höfnum þeirri hugmynd að Ís- land eigi að ganga í ESB til að taka upp evruna,“ sagði Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, í setningarræðu sinni á landsfundi flokksins í Laugardals- höll síðdegis í gær. Bjarni sagði að þrátt fyrir að það væri krefjandi verkefni að halda úti sjálfstæðum gjaldmiðli væru kostirnir við það mikilvægari en gallarnir. Það gæti orðið efnahagslega hættulegt ef gengi og vextir endurspegluðu ekki þann veruleika sem við byggjum við hér á landi og sagði að krónan gerði íslensku þjóðinni kleift að mæta bú- hnykkjum, jafnt sem áföllum. Þá boðaði Bjarni lækkun tekju- skatts og lækkun tryggingagjalds í ræðu sinni, í takt við efni stjórnar- sáttmálans. „Þetta mun gerast og fyrstu skrefin verða tekin strax á næsta ári,“ sagði Bjarni, sem lagði áherslu á að einstakar aðstæður væru nú á Íslandi. Við værum stödd í miðju góðæri og að erfiðu árin væru að baki. „Heimilin eru á uppleið, fyrirtæk- in standa betur, ríkissjóður greiðir niður skuldir og það er í sjálfu sér ekki nema bjart fram undan,“ sagði Bjarni. Vilja byggja á krónunni  Bjarni Benediktsson sagði Sjálfstæðisflokkinn alfarið hafna upptöku annars gjaldmiðils er hann setti landsfund í gærdag  Skattalækkanir fyrirhugaðar MEinstakar aðstæður nú uppi »8 Morgunblaðið/Eggert Línur lagðar Bjarni Benediktsson ávarpaði landsfund sjálfstæðismanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.