Morgunblaðið - 17.03.2018, Síða 15

Morgunblaðið - 17.03.2018, Síða 15
þau, í búðina sína. Búðirnar eru ævintýra- heimur þar sem hægt er að gleyma sér í feg- urðinni, dást að handverki og hugmyndaflugi, láta sig dreyma, máta og spjalla. Og kannski eign- ast flík, eða skó, sem staðist hafa fagur- fræðilegar kröfur þeirra Hugrúnar Daggar og Magna,“ segir Sigríður, sem undanfarið hefur verið í óða önn að raða upp skóm á sýninguna Undraveröld Kron by Kronkron í Hönn- unarsafninu. Sýning- arstjóri er Ástþór Helgason, gullsmiður. Sýningin er haldin í tilefni af tíu ára af- mælinu og verður opnuð kl. 16 á morgun, sunnu- daginn 18. mars, og stendur til 18. sept- ember. Opnunar- daginn ber upp á síðasta dag Hönnunarmars og er því einn af dagskrárliðum hönnunarveislunnar. Til sýnis verða 800 pör, allt frá fyrstu Kron by Kronkron- pörunum til þeirra nýjustu. Dömu- skór eru í meirihluta, en einnig eru þar nokkrir herraskór og barna- skór, sem þau eru nýfarin að hanna. „Öll pörin eru frumgerðir, sem þau hafa varðveitt og koma Hönnunarsafninu sannarlega til góða núna. Ég veit ekki til að sér- stök skósýning hafi áður verið haldin á Íslandi, en miðað við hversu margir eru „skósjúkir“ býst ég við góðri aðsókn,“ segir Sigríð- ur og heldur áfram: Skósýki og ástríður „Í tískuheiminum eru skór flokkaðir sem fylgihlutir. Fólk er oft mjög ástríðufullt gagnvart skóm, skósjúkt, eins og við segj- um gjarnan á Íslandi. Kannski helgast skósýkin af því að einu gildir hvernig fólk er í vext- inum þá passa flestir í fallega skó.“ Auk þess sem Kron by Kronkron skórnir hafi þá sérstöðu að vera handgerðir, segir Sigríður með ólíkindum hversu þeir eru útpældir í minnstu smáatriðum. Yfirleitt eru þeir sam- ansettir úr mörgum og mismun- andi bútum úr alls konar efnum; þó mestanpart leðri og textíl. Mun lengri tíma taki að búa til eitt par en flestir geri sér grein fyrir. Hug- rún Dögg skýtur inn í að frá því handverksmennirnir hefjist handa líði yfirleitt eitt og hálft ár þangað til skórnir séu komnir í búðarhill- urnar. „Við berum virðingu fyrir handverkinu, höfum gamlar hefðir í hávegum og fylgjum hvorki tísku- stefnum né -sveiflum. Á sama tíma og flestir eru að reyna að framleiða sem mest af öllu, sem einfaldast, ódýrast og á sem fljótlegastan hátt, nálg- umst við sköpun okkar sem listaverk,“ segir hún. Handverkið er leiðarljósið Sigríður tekur í sama streng og lýsir umbeðin helstu ein- kennum skónna, sem eru þess verðir að bera uppi heila sýningu á safni eins og Hönnunarsafni Íslands. „Óvenju- legir, litrík og djörf litasamsetning, oft mjög skrautleg og skemmtileg blanda af efnisáferðum og mynstrum. Skórnir eru frumlegir, auð- þekkjanlegir og klassískir – skór sem koma manni í spariskap. Og síðast en ekki síst eru þeir þægilegir.“ Þótt Kron by Kronkron- skórnir séu mismunandi og hvert par einstakt, segir Sigríður breyt- ingarnar frá ári til árs ekki svo af- gerandi að hægt sé að segja óyggj- andi til um árganginn. Þetta rímar við það sem Hugrún Dögg segir um að þau Magni gefi lítið fyrir tískuna, tengi ekki við hana og hún sé því ekki leiðarljós þeirra í hönnu- ninni. „Við erum einlæg í okkar sköpun og ekkert að reyna að vera annað en við erum,“ segir hún. „Handverkið og gæðin eru okkar leiðarljós,“ bætir hún við. Sýningin Undraveröld Kron by Kronkron í tilefni af tíu ára afmæli samnefnds merkis er hluti af Hönnunarmars og verður opnuð kl. 16 á morgun, sunnudaginn 18. mars. Aðrar sýningar á safninu eru Ðyslextwhere, sem er húfu- verkefni, og Safnið á röngunni með Einari Þorsteini. Nánari upp- lýsingar: www.honnunarsafn.is Morgunblaðið/Eggert Skósýning Hugrún Dögg og Sigríður í Hönnunarsafni Íslands þar sem getur að líta 800 pör af Kron by Kron-skóm. DAGLEGT LÍF 15 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2018 Ný-Sjálendingurinn Gregory Paul McLaren, Lucky Rich eins og hann kallar sig, stillti sér í vikunni upp fyrir myndatöku í Vín í Austurríki og lék listir sínar með vélsög, sverð og epli. Útlit kappans vakti þó fremur athygli vegfarenda, en McLar- en er óhjákvæmilega húðflúraðasti maður heims. Líkami hans er sagður 99,99 % húð- flúraður, þ.m.t innan- verð augnlok, munnur, eyru og forhúð. Gregory Paul MacLaren er í Heimsmetabók Guinness Húðflúraður frá hvirfli til ilja AFP Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is Ekki bara jeppar 2013 - 2017 Kerruöxlar & íhlutir ALLT TIL KERRUSMÍÐA Stígvél Skór sem komnir eru í framleiðslu en ekki sölu. Einstök pör Dömuskór eru í miklum meirihluta á sýningunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.