Morgunblaðið - 17.03.2018, Síða 16

Morgunblaðið - 17.03.2018, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2018 FÆREYJAR 2 fullorðnir með fólksbíl. verð á mann frá ISK14.700 DANMÖRK 2 fullorðnir með fólksbíl. verð á mann frá ISK27.400 Vikulegar siglingar allt árið til Færeyja og Danmerkur. Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími: 570-8600 Smyril Line Seyðisfjörður 4702808 | info@smyril-line.is | www.smyrilline.is Taktu bílinn með til Færeyja eða Danmerkur Bæklingurinn okkar fyrir 2018 er kominn út. Í honum finnur þú fullt af tilboðum og verðdæmum. Hægt er að nálgast hann á www.smyrilline.is Bókaðu núna og tryggðu þér pláss Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fyrir um tvo milljarða króna á ári væri hægt að lyfta grettistaki í bar- áttunni gegn loftslagsbreytingum á Íslandi. Með því mætti binda svo mikið kolefni að mikið munaði um. Þetta kom fram í máli Árna Bragasonar landgræðslustjóra á vinnustofu Toyota á Íslandi um loftslagsmál. Voru þar samankomnir sérfræðingar sem ræddu ýmsar hliðar loftslagsmála. Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota, hvetur loftslagshreyfinguna til aukinnar samstöðu í baráttunni. „Við höfum hér hlustað á sérfræð- inga sem velta því daglega fyrir sér hvernig draga má úr losun gróður- húsalofttegunda. Þá ýmist með mót- vægisaðgerðum, á borð við skóg- rækt og endurheimt votlendis, eða með því að draga úr losun. Eftir að hafa hlustað á ræður þeirra er auð- séð að ekki þarf mikla fjármuni til að ná miklum árangri,“ sagði Úlfar. Bitist um takmarkað fjármagn „Mín upplifun er sú að svo tak- markaðir fjármunir fari í málaflokk- inn að í stað þess að hópurinn vinni saman er byrjað að togast á um tak- markaða fjármuni. Markmiðið hjá þeim er það sama en hver segist vera með betra verkefni en hinn. Ef allir þessir aðilar færu saman í verkefnið og fengju til þess fjármuni væri hægt að ná miklum árangri á ótrúlega skömmum tíma.“ Úlfar telur fjölmiðla hafa einblínt um of á losun frá ökutækjum. „Þegar málin eru hins vegar skoð- uð í stóra samhenginu er bílaflotinn að losa um 4% af gróðurhúsaloftteg- undum á Íslandi. Til samanburðar er framræst land að losa yfir 70%. Þar væri hægt að ná árangri hratt.“ Úlfar rifjaði svo upp að Páll Sam- úelsson, fyrrverandi forstjóri Toyota, hefði árið 1990 gróðursett fyrsta Toyota-skóginn í Borgarfirði. Toyota hefði síðan stutt skógrækt og endurheimt votlendis. Ráðuneytið sendi ekki fulltrúa Fram kom í opnunarávarpi Úlfars að umhverfisráðuneytið hefði ekki þegið boð um að mæta á fundinn. Þá kom fram í máli Einars Gunnarssonar, skógfræðings hjá Skógræktarfélagi Íslands, að skóg- rækt bindur nú orðið álíka mikið kol- efni og fer í andrúmsloftið með bruna bensíns í farartækjum. Vel væri hægt að kolefnisjafna bruna dísilolíu. Einar sagði áætlað að 45% af elds- neyti sem millilandaflugið notaði væru keypt á Íslandi. Þar væri um að ræða milljón tonn af koldíoxíði og tvöfalt meira væri eldsneytið sem keypt væri utan Íslands meðtalið. Sigurður Eyþórsson, framkv- æmdastjóri Bændasamtaka Íslands, sagði hægt að fara margar leiðir í þágu loftslagsmála. Bændur væru tilbúnir að leggja lóð á þær vogar- skálar. Þá til dæmis með nýjum fóðurgerðum fyrir jórturdýr. Árni Bragason landgræðslustjóri sagði enn verið að framræsa meira votlendi en væri endurheimt. Endurheimtin væri árangursríkasta leiðin til að draga úr losun gróður- húsalofttegunda. Hann lýsti yfir vonbrigðum með fjárveitingar til loftslagsmála. Hinn 5. maí 2017 hefði þáverandi ríkisstjórn boðað aðgerðir í loftslagsmálum. Hins vegar hefði núll krónum verið varið til mála- flokksins á fjárlögum. Það hafi verið „veruleg vonbrigði“. Hann rifjaði svo upp kafla um mikilvægi lofts- lagsmála í fyrsta áramótaávarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráð- herra. Á fjárlögum hefðu farið 20 milljónir í loftslagsráð. Það væru „gríðarleg vonbrigði“. Árni vék líka að frárennslismálum á höfuðborgarsvæðinu. Á hverju ári væri kerfið að dæla svipuðu magni áburðarefna í Faxaflóa og Íslend- ingar flyttu inn árlega. Holræsa- kerfið á Íslandi væri til skammar. Gjaldið fer ekki í loftslagsmál Reynir Kristinsson, stjórnar- formaður Kolviðar, gagnrýndi ráð- stöfun kolefnisgjalds. „Við höfum hvatt ríkið til að kolefnisjafna sína starfsemi. Þeir horfa á okkur eins og við séum smábörn þegar við spyrj- um hvort það megi ekki nota eitt- hvað af þessum peningum til kolefnisjöfnunar. Þeir segja að þetta fari að sjálfsögðu í kassann og komi loftslagsmálum ekkert við,“ sagði Reynir. Til upprifjunar var markmið kolefnisgjalds að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Gjaldið hækkaði um síðustu áramót og var áætlað í frumvarpi til fjárlaga 2018 að gjaldið skilaði 5,6 milljörðum í ár. Það er margföld sú upphæð sem fulltrúar umhverfissamtaka á fund- inum töldu að þyrfti árlega til að stórauka aðgerðir í loftslagsmálum. Þá kom fram í máli Reynis að bíla- leigur hefðu rætt við Kolvið um sam- starf. Bílaleigurnar hefðu hins vegar „ekki gert neitt“ í málunum. Arnór Þórir Sigfússon, sem starf- ar við vistfræðirannsóknir hjá verk- fræðistofunni VERKÍS, flutti erindi um ávinninginn af endurheimt vot- lendis. Katanestjörn væri dæmi um vel heppnaða endurheimt landslags. Votlendisfuglar hefðu snúið aftur. Betra að ofmeta votlendið Jón Guðmundsson, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands, fjallaði í erindi sínu um aðferðir við að mæla framræst land. Sagði hann betra að ofmeta framræst land „en skjóta einhverju utan“ þegar málin væru til skoðunar. Hlynur Óskarsson, dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands, sagði megnið af kolefni í íslensku vistkerfi bundið í mólögum. Hann fjallaði um rannsóknir á losun frá sex fram- ræstum svæðum á Vesturlandi. Nið- urstaðan væri sú að losunin væri 3,8- 8,2 tonn af kolefni á hektara á ári. Þessar tölur væru 0,6-10,1 tonn á hektara á 11 svæðum á Suðurlandi en rannsóknaraðferðin væri þá önn- ur. Telur Hlynur það sýna enn betur hversu losunin er mikil. Hlynur segir íslensk stjórnvöld enn ekki hafa valið endurheimt vot- lendis sem aðferð til að draga úr los- un gróðurhúsalofttegunda. „Ef við ætlum að ná einhverjum árangri verðum við að gera þetta. Þarna er enda stærsti losunarpotturinn.“ Hvetur loftslagshreyfinguna til að taka höndum saman  Ákall forstjóra Toyota  Fulltrúi Kolviðar segir kolefnisgjaldið ekkert nýtast Morgunblaðið/Eggert Fundur Úlfar Steindórsson og Páll Þorsteinsson hjá Toyota á Íslandi ræða málin. Hjá þeim situr Hlynur Óskarsson hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Enn sem komið er er afskaplega lítið að frétta af kjarasamningum Ljós- mæðrafélags Íslands og samninga- nefndar ríkisins, að sögn Áslaugar Írisar Valsdóttur, formanns Ljós- mæðrafélags Íslands. Áslaug Íris sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að haldinn hefði verið félagsfundur í fyrradag þar sem farið var yfir kjaramálin og stöðuna í samningaviðræðunum, en kjaradeilunni hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. „Það er alveg ljóst að Ljósmæðra- félag Íslands og samninganefnd rík- isins eru alls ekki sammála,“ sagði Áslaug Íris. Hún segir að félagsfundurinn hafi ekki verið haldinn til þess að ákveða einhverjar aðgerðir heldur til þess að upplýsa félagsmenn um stöðuna. „Það er enn ekki búið að leysa úr afleiðingum síðasta verkfalls okkar því það er ekki ennþá búið að greiða okkur laun fyrir unna vinnu, en það mál unnum við fyrir héraðsdómi. Ríkið áfrýjaði hins vegar málinu til Hæstaréttar og Hæstiréttur hefur enn ekki tekið mál okkar fyrir,“ sagði Áslaug Íris. Hún segir að næsti sáttafundur hjá ríkissátta- semjara verði haldinn á miðvikudag í næstu viku. Fundað sé a.m.k. á hálfs mánaðar fresti. „Ég vona að samninganefnd ríkisins komi til næsta fundar lausnamiðuð því þeir hafa ekki verið það hingað til. Það vita allir að þessa kjaradeilu þarf að leysa og til þess að svo megi verða þurfum við að finna skynsamlega niðurstöðu,“ sagði Áslaug. Morgunblaðið/Golli Ljósmæður Ljósmæður huga að ný- fæddu barni á fæðingardeildinni. Nefndin og LÍ alls ekki sammála  Ljósmæður kalla eftir skynsemi Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að ganga að tilboði Stálborgar ehf. um rif á stúku og stæðum Valbjarn- arvallar í Laugardal ásamt förgun og landmótun. Alls bárust sjö tilboð í verkið og átti Stálborg lægsta tilboðið, tæpar 37 milljónir. Var það 69% af kostn- aðaráætlun, sem hljóðaði upp á 53,5 milljónir. Stefnt er að því að hefja verkið fljótlega. Valbjarnarvöllur var tekinn í notkun árið 1978. Mannvirki vallar- ins voru í niðurníðslu og hafa verið dæmd ónýt. Þegar mannvirkin hafa verið rifin verður svæðið tyrft. Þróttur hefur notað Valbjarnar- völlinn sem æfingasvæði fyrir barna- og unglingastarf undanfarin ár og hyggst gera það áfram. sisi@mbl.is Stálborg rífur stúku og stæði í Laugardal

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.