Morgunblaðið - 17.03.2018, Síða 28

Morgunblaðið - 17.03.2018, Síða 28
28 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2018 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Sjö árum eftir að stríðið í Sýrlandi hófst bitnar það sífellt meira á börn- um og öðrum saklausum íbúum landsins. „Ekkert lát er á stríðinu með ótrúlegum, óviðunandi og grimmilegum afleiðingum fyrir börn,“ hefur fréttaveitan AP eftir Geert Cappelaere, sem stjórnar hjálparstarfi Barnahjálpar Samein- uðu þjóðanna, UNICEF, í Mið- austurlöndum. „Þetta er stríð gegn börnum.“ Mjög erfitt er að meta manntjónið í Sýrlandi vegna glundroðans í land- inu frá því að stríðið hófst í mars 2011. Mannréttindahreyfingin Ob- servatory for Human Rights, sem fylgist grannt með stríðinu, segir að alls hafi nær 354.000 manns látið lífið í átökunum frá því að þau hófust fyr- ir sjö árum, þar af 106.390 óbreyttir borgarar. Þeirra á meðal eru 19.811 börn undir átján ára aldri og 12.513 konur. Rannsóknarskýrsla, sem birt var í breska læknablaðinu Lancet í jan- úar, bendir til þess að hlutfall barna meðal þeirra sem láta lífið í árásun- um hafi aukist á síðustu árum. Um 23% óbreyttu borgaranna sem biðu bana árið 2016 voru börn en á fyrsta ári stríðsins var hlutfallið 8,9%. Fleiri börn þurfa hjálp Börnum sem þurfa neyðarhjálp fjölgar einnig. Af um 8,35 milljónum barna í Sýrlandi þurfa um 5,3 millj- ónir á neyðaraðstoð að halda. Tæpar þrjár milljónir þeirra eru á svæðum þar sem erfitt er að koma nauðstödd- um íbúum til hjálpar. Um 419.000 börn eru á svæðum sem eru í herkví, að sögn OCHA, Samræmingarskrif- stofu mannúðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Barnahjálp SÞ segir að meira en þrjár milljónir barna undir fimm ára aldri þurfi matvælaaðstoð, þeirra á meðal 20.000 börn sem þjást af alvarlegri vannæringu. Íbúar Sýrlands voru um 23 millj- ónir þegar stríðið hófst og a.m.k. 5,4 milljónir þeirra hafa flúið frá land- inu, að sögn Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNHCR. Embættismenn samtakanna telja að um 6,1 milljón Sýrlendinga til við- bótar hafi hrökklast frá heimkynn- um sínum vegna stríðsins og dvelji enn innan landamæra Sýrlands. Um það bil helmingur þeirra, eða 2,8 milljónir, er á barnsaldri. Hjálparsamtökin Handicap Inter- national segja að um þrjár milljónir manna hafi særst í stríðinu, þeirra á meðal mörg börn. Um 1,5 milljónir þeirra sem særðust fötluðust varan- lega og þar af þurftu 86.000 að gang- ast undir aflimun. Samtökin segja að um þriðjungur þeirra sem hafa særst í sprengjuárásum sé á barns- aldri. Rúmlega þrjár milljónir barna eru á svæðum þar sem hætta stafar af jarðsprengjum og sprengjum sem féllu í loftárásum en sprungu ekki strax. Um 40% þeirra sem hafa látið lífið af völdum slíkra sprengna eru börn, að sögn embættismanna Sam- einuðu þjóðanna. Stríðið hefur einnig orðið til þess að heilbrigðis- og menntastofnanir í landinu eru í rúst. Um 2,5 milljónir barnanna geta ekki gengið í skóla vegna átakanna. Þúsundir barna biðu bana í loftárásum Á vefsíðu Syrian Observatory for Human Rights segir að um 85% þeirra sem liggja í valnum í stríðinu hafi beðið bana í árásum hersveita einræðisstjórnarinnar í Sýrlandi og bandamanna hennar, þ.e. Rússa, Ír- ana, liðsmanna Hizbollah-samtak- anna í Líbanon og fleiri vopnaðra hópa. Að sögn mannréttindahreyfingar- innar hafa rúmlega 25.000 óbreyttir borgarar fallið í loftárásum sýr- lenska stjórnarhersins, þar af 5.510 börn. Nær 6.900 óbreyttir borgarar hafa beðið bana í flugskeyta- og loft- árásum Rússa, þar af 1.702 börn. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna hafa sakað stjórnarherinn og bandamenn hans um að hafa stuðlað af ásettu ráði að hungursneyð á svæðum uppreisnarmanna eftir að birtar voru myndir af alvarlega van- nærðum börnum í Austur-Ghouta sem er í herkví. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að sýrlensk yfir- völd hafi hengt um 13.000 manns í ill- ræmdu fangelsi í grennd við Damas- kus á árunum 2011 til 2015. The Observatory for Human Rights telur að enn fleiri, eða að minnsta kosti 60.000 manns, hafi dáið af völdum pyntinga eða slæms aðbúnaðar í fangelsum sýrlenskra yfirvalda. Hreyfingin segir að um hálf milljón manna hafi verið hneppt í fangelsi frá því að stríðið hófst. Nokkur þús- und manna hafi dáið í fangelsum ísl- amista og annarra hreyfinga sem hafa barist gegn sýrlensku einræðis- stjórninni. Þetta er stríð gegn börnum  Átökin í Sýrlandi bitna sífellt meira á börnum  Mannfallið meðal barna hefur aukist síðustu ár  Börnum sem þurfa hjálp hefur einnig fjölgað  Um 5,3 milljónir barna þurfa neyðaraðstoð Afleiðingar stríðsins Tölur skv. upplýsingum frá lokum síðasta árs Þörfin á aðstoð *og sprengna sem féllu í loftárásum en sprungu ekki strax Týnda kynslóðin í Sýrlandi Heimildir: UNICEF, UNHCR, OCHA, Eurostat barnanna þekkja ekkert annað en stríð 8,35 milljónir barna 35% fleiri sýr- lensk börn dóu árið 2017 en árið 2016 fórnar- lamba jarðsprengna* eru börn geta ekki gengið í skóla fleiri börn eru notuð í hernaði en árið 2015 barna í Sýrlandi þurfa neyðar- aðstoð 64% allra íbúa svæða í herkví eru börn barna í Sýrlandi lifa við fátækt þjást af alvarlegri vannæringu 50% 40% 21% 300% 48% 87% 19% 12% barna sem fara ein til Evrópu og leita hælis eru frá Sýrlandi Tugir þúsunda flúðu » A.m.k. 70.000 manns hafa flúið af tveimur átakasvæðum í Sýrlandi síðustu tvo daga. » Hermt er að um 40.000 manns hafi flúið frá Austur- Ghouta sem er á valdi upp- reisnarmanna og hefur verið í herkví í um fimm ár. » Að minnsta kosti 57 óbreyttir borgarar létu lífið í árásum rússneskra herflugvéla á tvo bæi í Austur-Ghouta, að sögn mannréttindahreyfingar- innar Syrian Observatory for Human Rights (SOHR). » Alls hafa rúmlega 1.300 óbreyttir borgarar beðið bana í árásum á Austur-Ghouta frá 18. febrúar, um fimmtungur þeirra börn. » Hermt er að rúmlega 30.000 manns hafi flúið frá Afrin-borg í norðurhluta Sýr- lands vegna sprengjuárása Tyrkja. 27 óbreyttir borgarar létu lífið í árásunum í gær og fyrrakvöld, að sögn SOHR. Utanríkisráðherra einræðisstjórnar Norður-Kóreu ræddi við sænska ráðamenn í Stokkhólmi í gær og við- ræðurnar renndu stoðum undir fréttir um að Svíar gegndu lykilhlut- verki í undirbúningi fyrirhugaðs fundar leiðtoga Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. Utanríkisráðherrann Ri Yong-ho ræddi við Stefan Löfven forsætis- ráðherra og Margot Wallström utan- ríkisráðherra, viku eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti samþykkti að eiga fund með Kim Jong-un, ein- ræðisherra Norður-Kóreu. Haft var eftir sænskum embættis- mönnum fyrir viðræðurnar í Stokk- hólmi að þær myndu snúast um kjarnorkuafvopnun á Kóreuskagan- um og fyrirhugaðan fund Trumps og Kim Jong-un. „Það er þörf á viðræð- um núna og við erum ánægð með að eiga þennan fund,“ sagði Wallström eftir að hafa rætt við norðurkóreska utanríkisráðherrann. „En við erum ekki grunnhyggin, höldum ekki að við getum leyst vandamál heimsins.“ Leiðtogafundur í Svíþjóð? Svíþjóð hefur lengi haft tengsl við Norður-Kóreu. Svíar opnuðu sendi- ráð í Pjongjang árið 1975 og það var fyrsta vestræna sendiráðið í borg- inni. Það hefur gætt hagsmuna Bandaríkjanna, Kanada og Ástralíu í Norður-Kóreu og gegnt mikilvægu hlutverki í þreifingum milli banda- rískra og norðurkóreskra stjórnar- erindreka. Fjölmiðlar víða um heim hafa birt fréttir um að Svíar gegni mikilvægu hlutverki í því að undirbúa fundinn og líklegt sé að hann verði haldinn í Svíþjóð. Embættismenn sænska utanríkisráðuneytisins vildu ekki svara spurningum fréttamanna um þann möguleika, að sögn fréttaveit- unnar AFP. Svíar undirbúa leiðtogafund Í Stokkhólmi Ri Yong-ho, utanríkis- ráðherra N-Kóreu (fyrir miðju).  Ræða við utanríkisráðherra N-Kóreu AFP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.