Morgunblaðið - 17.03.2018, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 17.03.2018, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Píratar hafalagt töluvertá sig til að rýra virðingu Al- þingis og gengið allvel í þeirri bar- áttu sinni. Fram- ganga þeirra í umræðum á þingi er með þeim hætti að iðu- lega vekur furðu. Upphlaup út af engu og furðuumræður sem lítinn tilgang hafa einkenna framlag þingmanna flokksins, sem, ásamt þingmönnum syst- urflokksins, toppuðu sig á dög- unum með einhverri vitlaus- ustu vantrauststillögu sem lögð hefur verið fram. En ræðutími þingsins dugar þeim ekki, þeir þurfa líka að sækja í tíma annarra. Í frétta- skýringu í Morgunblaðinu í dag er fjallað um álag á stjórn- sýsluna vegna fyrirspurna frá þingmönnum og er sú umfjöll- un umhugsunarverð fyrir þing- heim. Sjálfsagt er og eðlilegt að þingmenn geti kallað eftir upp- lýsingum frá stjórnsýslunni um það sem máli skiptir til að þeir geti rækt skyldur sínar. Þess vegna er gert ráð fyrir því að þingmenn geti lagt fram skrif- legar fyrirspurnir til ráðherra sem láta svo vinna svörin í ráðuneytum sínum. Fram til þessa hefur þetta yfirleitt verið notað í þokka- legu hófi og eins og eðlilegt getur talist þó að á því hafi að sjálfsögðu verið einhverjar undantekningar. Nú eru pírat- ar hins vegar komnir inn á þing og þá hefur allri hófsemd verið vikið til hliðar og nú hellast fyr- irspurnir yfir ráðuneytin sem eru á yfirsnúningi, eins og fram kemur í fyrrgreindri fréttaskýringu. Einn píratinn nýtur þess vafa- sama heiðurs að slá öll met í þessu efni og hefur þegar lagt fram 72 fyrirspurnir á yfirstandandi þingi. Ef mið er tekið af svörum ráðuneytis- stjóra fjármálaráðuneytisins um þann tíma sem ætla megi að taki að svara fyrirspurnum, þá taka fyrirliggjandi fyrirspurnir þessa tiltekna þingmanns um það bil eitt mannár hjá stjórn- arráðinu. Og þingmaðurinn er örugglega ekki hættur að spyrja. Sumar spurninga þing- mannsins snúast um útgjöld hins opinbera og það er góðra gjalda vert að þingmenn hugi að þeim. Það getur hins vegar farið út í tóma endaleysu, eins og fyrirspurnir umrædds þing- manns sýna. Og þá er eðlilegt að horfa í þann kostnað sem hann veldur í stjórnsýslunni með óhófi sínu. Hið sama gildir að sjálfsögðu um aðra þing- menn sem spyrja til þess eins að spyrja og vekja á sér at- hygli. Almenningur, sem kýs þing- menn og greiðir kostnaðinn af störfum þingsins, hlýtur að mega ætlast til þess að þing- menn sýni starfi sínu og ann- arra meiri virðingu en píratar hafa sýnt. Er ekki kominn tími til að þeir, sem eyða löngum stundum í ræðustóli þingsins til að fjalla um fagleg vinnu- brögð, líti sér nær og reyni að vanda sig. Yfirgengilegar og óþarfar fyrirspurnir kosta skattgreið- endur stórfé} Spurt til að spyrja Robert Mugabe,fyrrverandi forseti Zimbabwe, hefur haft hægt um sig síðan honum var steypt af stóli síð- astliðið sumar. Hann fór þó í vik- unni í viðtöl og talaði þar enga tæpitungu. Hann sagði hreint út að „valdarán“ hefði verið framið í landinu. Um leið neitaði hann að við- urkenna eftirmann sinn á for- setastóli, Emmerson Mnan- gagwa, og sagði að „réttkjörnir fulltrúar fólksins“ yrðu að taka við stjórnartaumunum sem fyrst. Bauð hinn 94 ára gamli Mugabe fram aðstoð sína við það ferli, en sagðist vera orðinn of gamall til þess að taka við stjórnartaumunum á ný. Engum sem fylgdist með at- burðarásinni í Zimbabwe síð- asta sumar getur dulist það að sannleikskorn er að finna í frá- sögn Mugabes um valdarán. Það er þó ekki sérlega trúverðugt þegar hann sakar aðra um valdarán, auk þess sem engin eftirspurn var eftir áframhaldandi setu hans á valdastóli eftir 36 löng og erf- ið ár. Hvað sem því líður er rétt hjá Mugabe að nauðsynlegt er að Mnangagwa standi við það að halda forsetakosningar í haust og að hann tryggi að þær kosn- ingar verði sanngjarnar, ekki síst þar sem hann hyggst vera meðal frambjóðenda. Komi upp sá grunur eftir kosningar að Mnangagwa hafi haldið embætti sínu með áþekk- um aðferðum og Mugabe munu fleiri taka undir með forset- anum fyrrverandi að valdarán hafi verið framið. Vonin er hins vegar sú að lýðræðið muni loks- ins fá að njóta sín. Verði sú raunin munu íbúar Zimbabwe vonandi geta tekið skrefið út úr skugga Mugabes og inn í bjart- ari tíð. Það veltur á kom- andi kosningum hvort ásakanir um valdarán hafa veru- lega þýðingu} Út úr skugga Mugabes Í fyrirsögn forsíðufréttar í Morgun- blaðinu síðastliðinn miðvikudag kom fram að ríkisstjórnin er með skatta- hækkanir til skoðunar. Forsætisráð- herra segir í fréttinni koma til greina að hækka auðlindagjald, fjármagns- og há- tekjuskatt. Síðar um daginn var fyrirsögninni breytt á mbl.is. Í fyrstu stjórnarmyndunarviðræðum Við- reisnar og Bjartrar framtíðar við Sjálfstæðis- flokkinn virtust allir sammála um að nauðsyn bæri til að ferskir vindar fengju að blása um landbúnaðarkerfið, neytendum til hagsbóta, ekki síst fulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Við hlutum að gefa okkur að þeir hefðu fullt um- boð flokksins til samninga. Síðar kom annað hljóð í strokkinn. Það hafði verið kippt í spotta. Þegar stjórnarmyndunin tókst hafði ég orð á því að þetta gæti orðið frjálslyndasta ríkisstjórn Íslandssög- unnar. Formaður Sjálfstæðisflokksins tók varfærnislega undir það, sem kom mér á óvart. Auðvitað höfðum við fundið að eftir því sem á leið þyngdist undir fæti þegar við töluðum um að hleypa ætti neytendasjónarmiðum að í landbúnaði. Markaðsleið í stað auðlindagjalda í sjávar- útvegi vakti takmarkaða hrifningu, þó svo að hún hafi þann óumdeilanlega kost að gjöldin endurspegla að- stæður í greininni á hverjum tíma. Mest komu þó á óvart dræmar undirtektir við stöðuga mynt, sem hefur þó lengi verið stefna landsfunda Sjálfstæðisflokksins. Samstarfið í ríkisstjórninni gekk ágætlega. Stundum þurfti að ná málamiðlunum, en það tókst. Ítrekað gerðist það þó, að þegar sátt hafði náðst innan ríkisstjórnarinnar, þurfti ég að hefja nýjar samningaviðræður við hóp Sjálf- stæðisþingmanna sem höfðu aðra skoðun. Sem dæmi má nefna hugmynd mína um að lækka almennan virðisaukaskatt í 22,5% sam- tímis því að viðskiptavinir ferðaþjónustu færðust úr afsláttarþrepi. Þetta hefði bætt hag almennings með lækkun verðlags og lána um rúmlega hálft prósent, auk þess sem at- vinnugreinar sætu við sama borð. Jafnframt kom á óvart að hluti Sjálfstæðis- flokksins var á móti hækkun mengunargjalda á ökutæki, jafnframt því sem skattaívilnanir á raf- og tvinnbíla væru festar í sessi í þrjú ár, en ríkisstjórnin hafði sett sér metnaðarfulla umhverfisstefnu. Grænir skattar eru rang- nefni, því að kolefnisgjöld eru í raun greiðsla fyrir að menga umhverfið. Það kom sem sé í ljós að innan þingflokks Sjálfstæðis- flokksins eru tveir flokkar. Á sínum tíma var Sjálfstæðis- flokkurinn myndaður af Íhaldsflokknum og Frjálslynda flokknum. Þessir gömlu armar lifa enn góðu lífi. Utan þings situr svo erkiíhaldið. Íhaldsmennirnir hræðast markaðslausnir, alþjóðavæðingu og vilja hygla sumum atvinnugreinum. En íhaldsmenn verða ekki frjálslyndir með því einu að segjast vera það, fremur en skattahækk- anir verða lækkanir með því einu að skipta um fyrirsögn. Benedikt Jóhannesson Pistill Frjálslyndi til skoðunar Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Skýrsla innri endurskoðunarReykjavíkurborgar vegnaúttektar á verkferlum ogreglum er varða tilkynn- ingar og ábendingar sem berast til Barnaverndar Reykjavíkur, kom út í fyrradag. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, sem hafði óskað eftir úttektinni, kynnti sama dag í borgarráði að- gerðaáætlun með tillögum um barna- verndarúrræði o.fl. Heildarkostnaður vegna tillagn- anna í aðgerðaáætlun velferðarsviðs er áætlaður 51,5 milljónir króna á ársgrundvelli. „Að hluta til eru þarna tillögur byggðar á skýrslu innri endurskoð- unar Reykjavíkurborgar en að hluta til eru þetta áherslumál okkar,“ að sögn Regínu. „Við viljum útvíkka hópinn sem þarf að skila inn saka- vottorði. Önnur úttekt á barnavernd- arstarfi hafði áður verið ákveðin haustið 2017 og er að koma í fram- kvæmd núna.“ Sakavottorðs allra aflað Tillögurnar fela í sér að aflað verði vottorðs úr sakaskrá fyrir öll störf á velferðarsviði við ráðningar og reglulega á ráðningartímanum fyrir þá sem vinna með börnum og fötl- uðum. Þegar sé hafinn undirbúningur á uppsetningu rafræns ábendingar- hnapps á vefsíðu Reykjavíkurborgar. „Við erum með þessu að auka að- gengi að barnaverndaryfirvöldum og viljum leggja áherslu á vandaða greiningu því að við vitum að þetta mun fjölga tilkynningunum, en viljum stíga varlega til jarðar.“ Næturvaktir í sólarhrings- úrræðum Barnaverndar Reykjavíkur verði mannaðar tveimur starfs- mönnum í stað eins. Í fræðsluáætlun velferðarsviðs verði reglubundin fræðsla til starfsmanna um kyn- ferðisbrot gagnvart börnum ásamt rannsóknum og viðbrögðum. Sérstakur viðtalsvísir Verkferlum og kröfulýsingum verði breytt þannig að skimun fyrir ofbeldi með sérstökum viðtalsvísi verði hluti af verklagi í vinnu með börnum og unglingum, en Regína segir þessa skjólstæðinga vera nú þegar í reglulegum viðtölum og að skimuninni yrði bætt þar inn. Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur verði aukinn með eflingu mannauðsþjónustu velferðarsviðs og tveimur stöðugildum verði bætt við mannauðsþjónustuna til að ná utan um aukið álag vegna breytinga á verkferlum og öflunar sakavottorða. Huga þurfi að erlendum starfs- mönnum í ríkari mæli en hefur verið gert en erlendar konur hafa sér- staklega verið í áhættuhópi varðandi ofbeldi og áreitni. Búið sé að undirrita samning við Capacent og RR ráðgjöf um úttekt á barnaverndarstarfi á vegum Reykja- víkurborgar til að fá faglegt og hlut- laust mat á skipulagi barnaverndar- starfs í Reykjavík, barnaverndar- úrræða, starfsumhverfi og verka- skiptingu. Kröfulýsingar fyrir sólarhrings- úrræði barnaverndar verði settar í forgang, sem séu rammi um starf- semina og stuðli að samræmingu þjónustu, setji gæðaviðmið, skilgreini umboð, veiti yfirsýn, tryggi öryggi og auki skilvirkni. Í áhættugreiningu varðandi sólarhringsstofnanir fyrir börn og unglinga verði vaktir, starfs- mannahald, húsnæði, öryggismenn- ing og boðleiðir metnar. Innri endur- skoðun veiti ráðgjöf um framkvæmd hennar. Verkefnastjóri verði svo ráð- inn tímabundið til þess að innleiða að- gerðaáætlunina. Ábendingahnappur og skimunarviðtöl Morgunblaðið/Kristinn Borgartún Sakavottorða allra starfsmanna velferðarsviðs borgarinnar verður aflað verði tillögurnar í aðgerðaáætluninni samþykktar. Í janúar 2013 skipaði borgar- stjóri starfshóp til að yfirfara verklag vegna ráðninga starfs- fólks til umönnunarstarfa og til starfa með börnum og ungling- um hjá Reykjavíkurborg. Í júní 2015 skilaði starfshóp- urinn skýrslu með ítarlegum til- lögum, þar sem starfsmenn borgarinnar hefðu þurft að veita heimildir fyrir að ýmsar upplýsingar um þá yrðu sóttar í sakaskrá, m.a. vegna ávana- og fíkniefnabrota. Í þessum til- lögum er einnig að finna hnapp á heimasíðu Reykjavíkurborgar til að senda inn tilkynningar um ofbeldisbrot. Borgarfulltrúar hófu umræður og spurningar er vörðuðu hæfniskröfur umsækj- enda, hvort þær gengju ekki of langt, t.d. lengra en lög. Hluta tillagnanna var vísað til starfs- hóps um meðferð persónu- upplýsinga. Þessar tillögur höfðu ekki verið teknar til af- greiðslu hjá borgarráði á ný. Þóttu ganga allt of langt TILLÖGUR STARFSHÓPS FRÁ 2015 STOPPUÐU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.