Morgunblaðið - 17.03.2018, Side 40

Morgunblaðið - 17.03.2018, Side 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2018 ✝ Björn StefánGuðmundsson fæddist á Reyni- keldu á Skarðs- strönd í Dala- byggð 18. mars 1939. Hann lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 7. mars 2018. Foreldrar hans voru hjónin Helga Björns- dóttir, f. 29. des- ember 1896, d. 6. september 1949, og Guðmundur Jóhann- esson, f. 23. janúar 1906, d. 1. febrúar 1986. Systkini Björns voru Eirík- ur, f. 1935, d. 1946, og Mar- grét Kristín, f. 1940, d. 1988. Björn kvæntist árið 1962 Auði Tryggvadóttur, f. 1943, d. 2009, en þau skildu. Börn þeirra eru 1) Helgi Guð- mundur, f. 1961, maki Kristín Emilsdóttir, f. 1966. Börn þeirra eru a) Hlynur, f. 1991, b) Heiðrún Björk, f. 1992, maki Brynjar Örn Jensson, f. 1988, og er dóttir þeirra Katla Sól, f. 2018, c) Álfrún Lind, f. 2005. 2) Guðbjörg, f. 1962, maki Haraldur Guðni skóla Íslands 1973. Hann starfaði alla sína tíð við kennslu bæði við Grunnskól- ann í Búðardal og við skólann á Laugum í Sælingsdal. Hann var bóndi á Reynikeldu á ár- unum 1957 til 1964 og var jafnframt verslunarstjóri við útibú Kaupfélags Stykkis- hólms í Skarðsstöð á árunum 1958-1963. Björn var formað- ur Ungmennafélagsins Vöku í Skarðshreppi um nokkurra ára skeið. Jafnframt var hann formaður Ungmennasambands Dalamanna og ritari þess. Hann var kórstjóri barnakóra um áralangt skeið og söng með kirkjukórum. Björn var einn af stofnendum Tónlistar- skólans í Búðardal og var kennari þar um tíma og sat fyrstu árin í skólanefnd hans. Björn hóf ungur hljóðfæra- leik á dansleikjum í Dölum og nærsveitum. Eftir hann liggja ljóðabækurnar Sæll Dagur og Vinur minn missti vitið og auk þess er óútgefið mikið af efni eftir hann, bæði ljóðum og smásögum. Fjölmörg verk Björns hafa birst í blöðum, tímaritum og á hljómdiskum. Björn var jafnframt einn af frumkvöðlum í skógrækt í Dölum. Útför Björns verður gerð frá Hjarðarholtskirkju í Döl- um í dag, 17. mars 2018, og hefst athöfnin klukkan 14. Bragason, f. 1947, d. 2009. Börn þeirra eru a) Auð- unn, f. 1990, maki Áslaug Dís Bergs- dóttir, f. 1990, og er barn þeirra óskírður drengur, f. 2018, b) Helga, f. 1992, maki Heiðrún Fivelstad, f. 1994, c) Mar- grét, f. 2000. 3) Elísabet Björg, f. 1963, maki Jón E. Sigurðsson, f. 1968. Barn Elísabetar og Rögnvald- ar Pálmasonar er Pálmi, f. 1980, og barn Elísabetar og Jóns Skúla Sigurgeirssonar er Stefán Geir, f. 1990, maki Berglind Anna Víðisdóttir, f. 1992, og er sonur þeirra Bald- ur Tristan, f. 2012. Stjúpbörn Elísabetar og börn Jóns eru Sigurður Einar, f. 1996, Marta María, f. 1998, og Súsanna Erna, f. 1998. Sambýliskona Björns frá árinu 1999 var Elín Sóley Sig- urðardóttir, f. 1935, d. 2010. Björn lauk námi frá Héraðs- skólanum á Laugarvatni 1955 og kennaraprófi frá Kennara- Líf okkar í þessum mann- heimi er upphaf og endir mis- langt en eftir því hvað ferðalag- ið hefur staðið lengi. Fallinn frá vinur minn Bjössi kennari, sem hann oftast var kallaður, eftir sitt ferðalag. Undir það síðasta var hann greindur með ógleymisminni sem var farið að koma æ betur í ljós en hann hélt sínu fram í það síðasta með sína göngu um þorpið, mikill stafagöngumaður, sporléttur, gamansamur og átti létt með vísnagerð. Og í mörg ár samdi hann gamanmál á þorrablótum, fólk beið spennt að vita um hvað yrði fjallað á gamansaman hátt. Við áttum samleið í söng í mörg ár með nokkrum félögum, margt áttum við sameiginlegt sem við færðum með okkur yfir á aðra braut sem gafst okkur vel. Þessa og margs fleira er að minnast í lok ferðalags, það ferðalag er leiðir nú skiljast. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson) Við fjölskyldan kveðjum vin sem setti svip á þetta samfélag. Hvíl í friði, kæri vinur. Innilegar samúðarkveðjur til Helga, Guggu, Elsu og afkom- enda. Baldvin Guðmundsson. Hvað er ævi manns annað en örskots stund í hringrás eilífðar- innar? Minningar. Allar minn- ingarnar. Þær hverfa ekki. Geymdar í fylgsnum hugans, í hjartanu, í tilfinningunum. Þær skjótast upp ein eftir aðra, kalla fram bros, trega, eft- irsjá vegna alls sem er liðið og kemur aldrei aftur. Við Björn Stefán vorum bestu vinir. Frá barnæsku. Lékum okkur saman, sungum saman, deildum leyndarmálum sem enginn annar mátti vita. Við röltum um tún og engi, fjöll og mýrar. Veltum fyrir okkur lífs- gátunni. Náttúran var okkur hugleikin, við tíndum ekki blóm því að okkur fannst miður fal- legt að rífa lifandi jurt upp að óþörfu. Ég man svo vel; í skóla á Reynikeldu þar sem Gugga bjó til bestu kjötbollur í heimi, þar sem Bjössi kenndi mér að hjóla, ég mátti fara sjö ferðir á dag frá hliðinu og niður að húsi, þetta var náttúrulega splunku- nýtt hjól og það þurfti aðeins að spara. Og svo fannst Bjössa að hann yrði að sýna mér Frakka- nes, mér fannst það ansi langt en Bjössi sagði að þetta væri steinsnar svo við lögðum af stað, mýri alla leið, óralangt, komum uppgefin heim. Guðmundur far- inn að svipast um eftir okkur. Nefndi að leiðin væri hættuleg og við heppin að lenda ekki í botnlausu dýi. Tíminn leið hratt. Allt í einu vorum við orðin táningar, Bjössi farinn að spila á harmonikku, ball á Röðli. Björn Stefán í horni salarins og spilaði af hjartans list, hann var tónlistar- maður af Guðs náð. Með falleg- ustu rödd sem ég hafði heyrt, kunni öll lög, alla texta og svo fór hann að búa til kvæði og smátt og smátt komst samfélag- ið að því að Björn Stefán frá Reynikeldu var stórskáld. Hann hafði tök á öllum bragarháttum, orti bæði í bundnu máli og óbundnu. Og svo var það einn sólskins- dag í júlí fyrir nokkrum áratug- um að við Bjössi og Trausti ákváðum að skreppa í smá bíl- túr, enduðum lengst úti á Snæ- fellsnesi. Lentum í ógöngum, festum bílinn, einhver dró okkur upp, það var nefnilega ball, hljómsveit úr Stykkishólmi, stelpa að syngja sem fékk hjart- að í Bjössa til að taka nokkur aukaslög. Hún söng fullum hálsi Stagger Lee, uppáhaldslag, við dönsuðum eins og enginn væri morgundagurinn. Og hvað kom okkur svo sem við þessi morgundagur? Það var þá. Nú er nú og það er sorg í hjarta mínu. Góði vinur minn farinn til Guðs og orðinn að engli, hann var reyndar alltaf engill af einhverri tegund. Ég heimsótti hann á sjúkrahúsið fyrir skömmu, við lásum ljóð og sungum Stagger Lee. Áttum yndislega stund þrátt fyrir að hann væri fárveikur. Ég á von á því að Björn Stef- án muni fljótt finna sér harm- óniku þarna hinum megin við regnbogann og spili og syngi fyrir alla herskarana, þegar ég kem tek ég gítarinn með og þá munum við syngja okkar söngva og það verður rokkað fram á rauðan morgun. Börnum, afa- og langafabörn- um sendi ég mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Anna Fr. Kristjánsdóttir. Björn Stefán Guðmundsson, sem í mínum huga var alltaf „Bjössi kennari“, er látinn. Ég tel mig geta fullyrt að Bjössi var elskaður og dáður af öllum þeim börnum sem hann kenndi um ævina. Hann var gegnheilt góðmenni sem hafði þann sér- staklega góða eiginleika að um- gangast börn með virðingu og þá virðingu fékk hann óskerta til baka. Ég skrepp í tímaflakk þegar ég sit hérna og skrifa þetta. Fer um það bil 40 ár aftur í tímann. Verð aftur tæplega 10 ára stelpa í skólanum í Búðardal. Það er október 1976 og ég stend við kennaraborðið í skólastofunni sem er í raun ekki skólastofa heldur efri pallurinn í salnum í félagsheimilinu Dalabúð því á þeim tíma var nýja skólahúsið ekki tilbúið og skólinn enn rek- inn í félagsheimilinu. Við höfð- um verið að leysa eitthvert verkefni, ég man ekki hvað það var, kannski var það skyndipróf, allavega sátu allir hljóðir í sín- um sætum að leysa verkefnið og ég gekk upp að kennaraborðinu til að skila mínu verkefni, hafði klárað snemma. Bjössi sat við kennaraborðið og eins og venju- lega byrjaði hann að spjalla um daginn og veginn. Það voru ekk- ert margir sem fannst taka því að spjalla um daginn og veginn við 10 ára stelpu. En Bjössi tal- aði alltaf við okkur eins og full- orðið fólk. Spurði okkur hvernig við hefðum það og hvað væri að frétta af fólkinu okkar. Þennan morgun þar sem allir sátu ein- beittir að klára verkefnið sitt þá hvíslar hann og spyr mig eins og svo oft áður hvað væri að frétta af honum afa mínum. Og ég hvísla á móti eins og satt var, „hann dó í gær“. Ég gleymi því aldrei hvað honum brá mikið og ég fékk samstundis samviskubit yfir því að hafa flutt honum fréttirnar á ónærgætinn hátt. Mér hafði fundist ég þurfa að segja honum frá sviplegu fráfalli afa míns strax og ég mætti í skólann um morguninn en ég var óframfærin og hafði mig ekki í það. Uppáhaldið mitt í yngri bekkjum grunnskóla var tón- mennt sem Bjössi kenndi. Þá spilaði hann á orgel og við sung- um. Hann var mikill söngmaður og setti á hverju ári fyrir árshá- tíðina upp kór sem samanstóð af öllum nemendum skólans, um 90 talsins. Og árshátíðin byrjaði alltaf á því að kórinn söng undir stjórn Bjössa. Bjössi var mikið skáld og eft- ir hann liggur mikið magn af vísum og ljóðum. Hann gaf þó ekki út nema að ég held tvær ljóðabækur, en gerði meira af því að stinga vísukornum í vasa hjá samferðafólki sínu. Hann var mikill listamaður og hafði einhverja fallegustu rithönd sem ég hef séð. Ég minnist með mikilli hlýju gamla kennarans míns og votta Helga, Guggu, Elsu og þeirra fjölskyldum mína dýpstu samúð. Steinunn M. Sigurbjörnsdóttir. Í dag er borinn til grafar frá Hjarðarholtskirkju í Dölum Björn Stefán Guðmundsson, kennari frá Reynikeldu á Skarðsströnd. Ég vil hér með nokkrum orðum minnast hans. Björn kom til að kenna í Grunn- skólanum í Búðardal haustið 1964. Ég hafði þá verið skóla- stjóri skólans í tvö ár en þar sem þetta var fyrir tíma fæð- ingarorlofs og ég átti von á þriðja barni mínu tók ég mér að mestu frí frá kennslu næstu 2-3 árin. Björn tók við skólastjórn og ég kenndi örfáa tíma á viku. Björn var lipur í samskiptum og urðum við góðir vinir. Björn hafði gott lag á nemendum sín- um og var alla tíð vinsæll kenn- ari. Þegar nemendum fjölgaði í skólanum var ég aftur í fullu starfi og kenndum við Björn um árabil við skólann. Við höfðum stundum ólíkar skoðanir á hlut- unum en áttum samt ágætt samstarf. Björn var góður hagyrðingur og ljóðskáld og hafði gaman af að gauka að samstarfsfólki sínu hnyttnum vísum. Hann orti einnig falleg ljóð og samdi jafn- vel lög við þau. Hann skrifaði smellnar smásögur sem hann las gjarnan upp á skemmtunum. Haustið 1971 bauð Kennarahá- skóli Íslands upp á réttindanám fyrir fólk sem kennt hafði fimm ár eða lengur. Margir hvöttu Björn til að fara í þetta nám og gerði hann það og lauk kenn- araprófi 1973. Hann kom aftur til starfa í Búðardal og kenndi þar í mörg ár en réði sig síðar að Heimavistarskólanum að Laugum í Sælingsdal þar sem hann kenndi í nokkur ár. Björn kenndi einnig við skóla á Húsa- vík í 2-3 ár en kom síðan aftur til starfa í Búðardal og lauk starfsferli sínum þar. Börn Björns stuðluðu að út- gáfu tveggja ljóðabóka eftir hann og einnig stóðu fyrrver- andi nemendur hans að útgáfu geisladisks með ljóðum og lög- um eftir hann. Björn var góður sögumaður og átti til að færa frásagnir í stílinn til að þær yrðu litríkari og skemmtilegri. Enda sagði hann að góð saga ætti ekki „að gjalda sannleikans“. Björn var músíkalskur og hafði fallega söngrödd. Hann söng í ýmsum kórum í héraðinu og kenndi oft tónmennt. Hann lét nemendur sína oft syngja í tímum og lék þá undir á harm- onikku. Meðan undirrituð var skólastjóri við Grunnskólann í Búðardal var það fastur siður að nemendur komu saman á sal og sungu og þá gjarnan við undir- leik Björns, Kjartans Eggerts- sonar og síðar Halldórs Þórð- arsonar. Þá voru sungin ættjarðarlög, dægurlög, gaman- vísur og sálmar. Á þessum árum kunnu nemendur fjöldann allan af alls konar lögum. Ég vil að lokum þakka Birni samstarf og vináttu um áratuga skeið og sendi börnum hans og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Björns Stefáns Guð- mundssonar. Þrúður Kristjánsdóttir. Vorbjört er nóttin og víðáttan glitrar Ég hugsa til þín og hjarta mitt titrar Ég sé að þú sefur. (Björn Stefán Guðmundsson) Það var gott að eiga Bjössa að vini. Er allt gott að frétta frá Fagradal? Þannig spurðir þú hvenær sem við hittumst. Þín einlæga vinátta og tryggð var áþreifanleg. Sigggróin hönd og hlýja í augum. Kærleikurinn á milli bæjanna okkar var dýr- mætur og hann mun lifa. Þín kynslóð vissi hvað fátækt var og áföll í lífinu. Á Reynikeldu í tærri fegurð Breiðafjarðar var þín vagga og rót. Þar munu verk þín lifa að eilífu sem og þín hugverk og skógur. Þú varst vinur litla mannsins og máttir ekkert aumt sjá. Með sérstöku þakklæti minnist ég áranna á Laugum, í leik og námi varstu klettur sem stýrðir leikverkum, kórum og stórkostlegu fé- lagsstarfi. Þú kenndir okkur að binda inn fleira en bækur. Þú kenndir okkur að skilja kjarn- ann frá hisminu. Allir gátu leit- að til Bjössa og hann sá strax hverjir áttu undir högg að sækja og voru hjálpar þurfi. Þitt lífshlaup var að hlúa að og gefa. Þakka þér fyrir vináttuna og við sjáumst á ströndinni okkar. Börnum þínum og fjölskyldum sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys, hnígur að Ægi gullið röðulblys. Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd, og báran kveður vögguljóð við fjarðarströnd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. – Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. Syngdu mig inn í svefninn ljúfi blær. Sorgmæddu hjarta er hvíldin jafnan vær. Draumgyðjan ljúfa, ljá mér vinarhönd, og leið mig um þín töfraglæstu friðarlönd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. – Kom draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. (Jón frá Ljárskógum) Stefán Skafti Steinólfsson frá Ytri-Fagradal. Nú er hann Björn Stefán Guðmundsson fallinn frá. Björn, eða Bjössi eins og hann var kall- aður, hafði það að ævistarfi að kenna börnum og unglingum í Dölum í 46 ár. Hann var kenn- ari af einlægu hjarta, sem ávann sér gjarnan traust og góðvild nemenda sinna. Kynni okkar Bjössa hófust af alvöru árið 1993 þegar við unn- um saman sem kennarar á Laugum í Sælingsdal. Bjössi var þá nánast á sama aldri og faðir minn og ég að feta mitt fjórða ár sem kennari. Við vorum sam- an með heimavistargæslu á fimmtudagskvöldum í þrjú ár. Hann með umsjón með yngri deildinni og ég þeirri eldri. Þeg- ar börnin voru öll komin í ró að kveldi settumst við gjarnan um stund niður í eldhúsinu og maul- uðum súkkulaði, sem skilið var sérstaklega eftir handa okkur af starfsfólki eldhússins. Þessi ein- staka samvera einkenndist af spjalli og skrafi um alla heima og geima. Og þarna á þessum fimmtudagskvöldum áttaði ég mig á því að Bjössi var skáld. Svo skildi leiðir um stund. Ég flutti úr Dölum en í þá aftur þrettán árum síðar, sem skóla- stjóri í Auðarskóla í Búðardal. Einn af allra fyrstu mönnum inn á skrifstofu mína var Bjössi. Hann kom færandi hendi; gaf mér gamla námsbók frá fyrri hluta tuttugustu aldar. Svo kom hann reglulega við hjá mér eftir það og alltaf flaug stund hratt í spjalli okkar saman. Ég var alla tíð áhugasamur um ljóðin hans og einhvern veg- inn atvikast það þannig að ég með hvatningu frá Guðbjörgu dóttur hans fer að aðstoða hann við að gefa út ljóðabók. En þrátt fyrir haug af ljóðum og sögum hafði lítið verið gefið út eftir Bjössa. Við unnum að þessu í eitt og hálft ár með ýmsum hléum. Hér kynntist ég Bjössa nokkuð upp á nýtt, því ljóðin hans lýstu oft á magnaðan eða skoplegan hátt sýn hans á lífið. Mörg ljóðanna var hann tilbúin að ræða mikið en önnur lítið og sum þau persónulegustu alls ekki neitt. Ljóðabækur Björns urðu tvær: „Sæll dagur 2013“ og „Vinur minn missti vitið 2015“. Ekki urðu bækurnar fleiri í bili en engu að síður liggur eftir hann mikið magn af ljóðum og smásögum sem gefur tilefni til frekari útgáfu. Bjössi unni einnig tónlist af lífi og sál. Hann söng og spilaði víða á skemmtunum og uppá- komum þegar hann var yngri og í kennslu og vinnu með börnum notaði hann tónlist mikið. Hann spilaði oftast á harmonikku en einnig á píanó og trommur. Í raun var hann sjálfmenntaður, hæfileikaríkur listamaður, sem túlkaði hjartslátt mannlífs og náttúru í Dölum. Af efnivið ljóða hans má sjá að hann leitaði iðu- lega á náðir skáldskaparins í óvæginni baráttu sinni við myrkrið en lýsti einnig óviðjafn- anlega þeim fögnuði og yl sem fylgdi birtu lífsins. Þótt Bjössi hafi nú yfirgefið þennan heim þá verður minn- ingin um hann engu að síður sterk í hjörtum okkar sem hann þekktu. Hans verður minnst sem barnagóða kennarans, fjölhæfa tónlistarmannsins, afkastamikla skáldsins og geðþekka Dala- mannsins sem heilsaði öllum með breiðu brosi, hlýju handtaki og orðunum „elskan mín“. Aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minn- ing Björns Stefáns Guðmunds- sonar. Eyjólfur Sturlaugsson Björn Stefán Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.