Morgunblaðið - 17.03.2018, Síða 43

Morgunblaðið - 17.03.2018, Síða 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2018 Elsku Sigga frænka, það er svo skrýtið að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur. Ég á margar minningar um okkur saman sem ég geymi eins og gull í hjarta mínu. Alltaf varst þú tilbúin að hjálpa öllum og vildir allt fyrir alla gera. Þegar ég var barn bjuggu amma mín og vin- kona þín alltaf til grasaseyði handa mér ef að ég varð lasin, þetta seyði var eins og töframeðal sem lækn- aði allt og var auk þess rosalega gott á bragðið. Stuttu eftir að amma deyr fæ ég hálsbólgu og hugsaði þá hvað væri gott að fá Una Sigríður Gunnarsdóttir ✝ Una SigríðurGunnarsdóttir fæddist 5. apríl 1924. Hún lést 15. febrúar 2018. Útför Unu fór fram 24. febrúar 2018. þetta grasaseyði núna. Fljótlega eftir það kemur mamma heim með flösku af grasaseyði með kveðju frá þér. Ég gleymi aldrei hvað ég var ánægð með þessa sendingu. Þessi saga lýsir þér svo vel, elsku Sigga mín, varst ekki lengi að redda því sem reddað varð. Í eitt skiptið þegar ég var að spjalla við þig spurði ég um uppskriftina, og þú varst ekki lengi að þylja upp fyrir mig og hvattir mig til þess að prófa og láta þig vita hvernig heppnaðist. Því miður náði ég ekki að prófa að gera þetta sjálf á meðan að þú lifð- ir, en ég veit að þú munt hjálpa mér að gera þetta þegar ég þarf á því að halda næst. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér, og ég er sérstaklega þakklát fyrir það hálfa ár sem ég vann á Uppsölum þar sem þú bjóst. Þessi tími gaf mér tækifæri til þess að efla sam- bandið okkar, ef það var dauður tími í vinnunni settist ég inn hjá þér og við spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Eftir að ég hætti að vinna þar kom ég reglulega að heimsækja þig og gat setið við rúmið þitt í marga klukkutíma að hlusta á þig segja mér sögur frá því í gamla daga, spyrja frétta um fólkið hérna heima eða rifja upp skondnar sögur af þér og Bóasi afa mínum. Það klikkaði ekki að þegar ég kom í heimsókn þá var fyrsta setningin þín: Nei, sæl elsk- an, ertu að koma að vinna hérna aftur? Við söknum þín nefnilega.“ Elsku Sigga mín, þó það sé skrýtið að hugsa til þess að ég sjái þig ekki aftur, veit ég að þú varst fegin að fá hvíldina. Ég veit að þú hefur fengið góð- ar móttökur þarna uppi og skemmtir þér vel með þeim. Ég veit að þú situr og horfir til okkar allra sem eftir erum, passar upp á okkur og leiðbeinir okkur þegar þörf er á. Fjölskyldu þinni sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur og bið Guð að styrkja þau öll á þessum erfiðu tímum. Mig langar að kveðja þig í hinsta sinn með þessu litla ljóði sem ég samdi, elsku frænka. Það er sagt að tíminn lækni öll sár en það virðist ekki ætla að gerast. Ég sit hér heima og felli þúsund tár á meðan minningar um hugann ber- ast. Þann örlagadag ég ætíð mun muna er ég frétti hvað varð um þig. Að frænka mín kæra, farin burt væri, ég fengi ei að sjá þig á ný. Ég sit ein hér og hugsa um þig og minningar okkar saman. Ég veit að þú munt ávallt passa upp á mig, við höfðum alltaf svo gaman. Elsku frænka, nú ert þú farin mér frá yfir í veraldir nýjar. Að sjá þig aftur er mín eina þrá en ég á minningar hlýjar. Nú ég þig kveð, mitt ljúfa ljós, og vona að þér líði vel. Á leiðið þitt legg ég hvíta rós með þökk fyrir vinarþel. Þín Stefanía Hrund Guðmundsdóttir. Elsku Lóa amma mín. Ég er svo þakk- lát fyrir nafnið þitt sem ég fæ að bera. Síðan ég man eftir mér hef ég stolt sagt frá því að ég sé nefnd í höfuðið á henni ömmu minni, henni Guðríði Þuríði Ólafíu Aradóttur sem ávallt var kölluð Lóa. Af þér lærði ég svo margt; að hlæja og hafa gaman, að spjalla við fólk á förnum vegi, að húlla hring, en enginn var betri að húlla en þú, elsku amma. Að elska söng og samkomur, því félagslyndari manneskju er vart hægt að finna. Ferðalög ykkar afa höfðu djúp- stæð áhrif á mig og ég man að ég dáðist alltaf af ævintýrum ykkar hvort sem það var til Havaí eða Grænlands, eða allt þar á milli. Ég vona bara að ég nái að gera nafninu þínu nógu góð skil. Að lifa lífinu með sömu jákvæðni, þraut- seigju og lífsgleði þótt á móti blási. Ég er svo þakklát fyrir að vera nafna þín og svo þakklát fyrir að hafa átt þig fyrir ömmu. Ég sakna þín, elsku amma, en ég veit að afi tekur vel á móti þér í Vonarlandinu hinum megin. Elín Lóa. Kæra vinkona, ekki datt mér í hug að ég fengi þær fréttir að þú værir farin í ferðina löngu. Þú sem varst alltaf svo hress og glæsileg á velli. Við kynntumst í Gaggó á Ísa- firði í þriðja bekk. Ég þekkti þig ekki þá en við lentum sem sessu- ✝ Ólafía Aradótt-ir fæddist 5. apríl 1938. Hún lést 22. febrúar 2018. Útför Ólafíu fór fram 3. mars 2018. nautar og úr því urð- um við bestu vinkon- ur. Við vorum ólíkar, ég meira til baka en þú alltaf eldhress og jákvæð og mjög fé- lagslynd, það vissu allir hver Lóa Ara var. Við gerðum allt saman eins og vin- konur gera og sögð- um hvor annarri allt og við gerðum margt skemmti- legt. Eins og þegar okkur datt í hug að við yrðum að eignast hjól og keyptum okkur ný sænsk for- láta hjól og byrjuðum á að hjóla út í Bolungarvík, það var skemmtileg ferð og auðvitað fórum við í fleiri ferðir á þessum fákum. Í 4. bekk var sett upp heljarinnar árshátíð og við nokkrar stelpur ákváðum að setja á stofn hljómsveit sem við kölluðum Hvin og hvelli, það var mjög skemmtilegt. Við undir- bjuggum okkur vel og saumuðum á okkur búninga sem gerðu mikla lukku. Við sungum t.d. Selju litlu og leituðum til Jóns frá Hvanná sem aðstoðaði okkur með mikilli ánægju með það hvernig við ætl- uðum að flytja lagið. Þetta tókst mjög vel og ekki síst þín vegna, sem lifðir þig inn í trommuspilið og lá við að þú hoppaðir í stólnum og áhorfendur kunnu vel að meta þetta, svo vel að við vorum fengn- ar til að skemmta á nokkrum stöð- um í framhaldi. Það var líka sett upp leikrit þar sem þú varst í aðal- hlutverki og stóðst þig auðvitað mjög vel. Auðvitað komu strákar við sögu og við fórum að stunda böllin. Við fórum að vinna eftir skóla og vorum alltaf sömu sam- lokurnar. En einn daginn kom glæsilegur maður í bæinn beint frá Ameríku. Þetta var hann Jón þinn, mynd- arlegur og flottur í tauinu og fljót- lega var kominn nýr glampi í aug- un á þér og ég vissi að þú varst fallin fyrir honum Nonna þínum, hann var líka traustur og góður maður. Enda var það vel valið, þið áttuð vel saman. Nokkru seinna fluttir þú suður og ég saknaði þín mikið, þetta voru ómetanleg ár. Við höfðum alltaf samband lengi vel sem varð strjálla eftir því sem árin liðu því oft var langt á milli okkar en þegar við hittumst var eins og við hefðum hist í gær. Elsku Lóa mín, þú varst ein- stök manneskja, heil í gegn, heil- steypt og heiðarleg og alltaf skemmtileg. Þegar kemur að leið- arlokum þá kveð ég þig með þökk og virðingu. Ég votta börnunum þínum og fjölskyldum þeirra inni- lega samúð. Ég kveð þig með þessu fallega ljóði: Síst vil ég tala um svefn við þig. Þreyttum anda er þægt að blunda og þannig bíða sælli funda – það kemur ekki mál við mig. Flýt þér, vinur, í fegri heim. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson) Helga Guðmundsdóttir. Elskuleg vinkona mín, Ólafía Aradóttir, er nú fallin frá. Mig langar til að minnast hennar nokkrum orðum og þakka henni það samstarf sem við áttum á átt- unda og níunda áratug síðustu aldar. Við vorum báðar í stjórn Styrktarfélags fatlaðra á Vest- fjörðum um árabil og var hún gjaldkeri félagsins en undirrituð gegndi formennsku. Félagið var nýstofnað þegar ég gekk í það með mikinn baráttuvilja fyrir mál- efnið. Þar tók gott fólk á móti mér og þar kynntist ég Ólafíu. Á þessum árum var engin þjónusta við fatlað fólk á Vestfjörðum og mikið verk óunnið við að fá hana á heimaslóðir. Farið var í kynning- arferðir um alla Vestfirði, ýmis- konar fjáraflanir og fundi og þá reyndist nú gjaldkerinn betri en enginn. Hún, þessi hæglætiskona, var félaginu sá klettur sem við þurftum og var föst fyrir þegar á reyndi. Félagið var um tíma það fjölmennasta á Vestfjörðum, það fékk mikinn meðbyr og ég leyfi mér að halda því fram að stjórnin sem sat þessi ár hafi unnið mikið og gott starf í þágu fatlaðra á svæðinu. Félagið naut stuðnings þorra fólks og fyrirtækja á Vest- fjörðum. Við áttum digra sjóði sem við nýttum til uppbyggingar Bræðratungu og færðum síðar ríkinu að gjöf. Þá gjöf þakkaði rík- ið með því að skella Bræðratungu í lás tuttugu árum síðar og loka þar með heimili sem stofnað var fyrir fatlað fólk af fólki með hug- sjónir eins og Ólafía og Kristinn Jón maður hennar höfðu. Ég hef áður sagt það einhvers- staðar að af þeim sem ég hef kynnst í réttindagæslu fyrir fatlað fólk þá eru það þeir sem engra persónulegra hagsmuna hafa að gæta sem gefa baráttunni aukið vægi. Þannig voru þau hjón Ólafía og Kristinn Jón sem gáfu enda- laust af sér og alltaf var hægt að leita til, hún í félaginu okkar og hann í byggingarnefnd Bræðra- tungu og síðar í Svæðisstjórn um málefni fatlaðra þar sem hann vann óeigingjarnt og gott starf, ráðagóður og glöggur. Nú eru þau gengin til góðra verka annars staðar. Við hjónin kveðjum Lóu Ara með virðingu og þökk fyrir öll hennar störf og samvinnu og sendum börnum hennar og fjöl- skyldum þeirra innilegar samúð- arkveðjur. Hildigunnur Lóa Högnadóttir. Ólafía Aradóttir Við vorum átta skólasysturnar sem útskrifuðumst árið 1953 eftir tveggja ára nám frá Uppeldisskóla Sum- argjafar sem stofnaður hafði verið Valborg Soffía Böðvarsdóttir ✝ Valborg SoffíaBöðvarsdóttir fæddist 18. ágúst 1933. Hún lést 19. febrúar 2018. Útför Valborgar fór fram 1. mars 2018. árið 1941 í þeim til- gangi að mennta fólk til uppeldis- og stjórnunarstarfa á barnaheimilum. Í skólanum nutum við frábærrar kennslu góðra kennara undir stjórn skólastjórans Valborgar Sigurðar- dóttur sem lokið hafði meistaranámi í uppeldis- og sálar- fræði í Bandaríkjunum. Okkur nemendunum fannst námið, sem var bæði verklegt og bóklegt, bæði fjölbreytt og skemmtilegt. Þarna mynduðust fljótlega góð tengsl milli okkar skólasystranna sem haldist hafa í gegnum tíðina. Ein í þessum litla hópi var Val- borg Soffía sem nú hefur kvatt okkur tæplega áttatíu og fimm ára gömul. Við minnumst margra góðra stunda með henni og skóla- systrum okkar fjórum sem áður eru farnar. Þegar leiðir skildi um stund eins og gengur og önnur verkefni tóku við héldust ávallt böndin sem mynduðust í skólan- um. Við vorum vanar að hittast mánaðarlega á vetrum í sauma- klúbbi á heimilum okkar og á sumrin var stundum farið í skemmtiferðir í sumarbústaði þeirra sem þá áttu. Við skólasyst- urnar héldum upp á þrjátíu og fimm ára útskriftarafmælið okkar með ferð til Dublinar og sumarið 2003 minntumst við fimmtíu ára afmælisins með nokkurra daga ferð til Verona. Myndir sem þar voru teknar sýna glaðværan hóp sem auðsjáanlega naut samvist- anna. Síðan þessi ferð var farin hafa árin liðið hratt og margt hef- ur breyst. Við minnumst nú allra skemmtilegu stundanna hér áður fyrr með Völlu Fíu, eins og hún var jafnan kölluð. Hún var alltaf glaðvær og hress í anda þegar við hittumst. Í seinni tíð glímdi hún við hinn alvarlega sjúkdóm alz- heimer, sem olli því að minni hennar gaf sig smám saman. Við sendum Magnúsi og öðrum ástvinum hennar innilegar samúð- arkveðjur. Pálína, Gyða og Margrét. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR BJÖRNSDÓTTIR, Radda, frá Vífilsstöðum, áður til heimilis í Ytri-Njarðvík, lést á Sólvangi í Hafnarfirði mánudaginn 5. mars. Útför verður frá Ytri-Njarðvíkurkirkju mánudaginn 19. mars klukkan 13. Færum starfsfólki Sólvangs innilegar þakkir fyrir alúð og umönnun. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Sigurður Þorleifsson Björn Vífill Þorleifsson Nanna Soffía Jónsdóttir Sigurgeir Þorleifsson Þóra Harðardóttir Guðrún Þorleifsdóttir Johan Thulin Johansen ömmu- og langömmubörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVERRIR HERMANNSSON, fyrrverandi ráðherra og bankastjóri, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 23. mars klukkan 13. Bryndís Sverrisdóttir Guðni A. Jóhannesson Kristján Sverrisson Erna Svala Ragnarsdóttir Margrét Kr. Sverrisdóttir Pétur S. Hilmarsson Ragnhildur Sverrisdóttir Hanna Katrín Friðriksson Ásthildur Sverrisdóttir Matthías Sveinsson Greta Lind Kristjánsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR, Þórufelli 12, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Mörk 13. mars. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 22. mars klukkan 15. Gunnar Örn Jónsson Ragnhildur Kristjánsdóttir Hannes Richardsson Kristján Már, Gísli þór, Ólafur, Fannar Freyr, Richard Rafn og Margrét Mist Magnea Magnúsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN HERMANNSSON, fyrrverandi tollstjóri, Hlíðarhúsum 3-5, áður Álftamýri 39, lést þriðjudaginn 13. mars. Útförin fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 27. mars klukkan 13. Ragna Þorleifsdóttir Þóra Björnsdóttir Jón H.B. Snorrason Gústaf Adolf Björnsson Guðrún Gunnarsdóttir Hermann Björnsson Eiríka Ásgrímsdóttir Jónas Björnsson María Markúsdóttir Hlín Brynjólfsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir mín, dóttir okkar, systir, mágkona og frænka, UNA JÓNA ÓLAFSDÓTTIR, Skógarbraut 916a, Ásbrú, lést þriðjudaginn 6. mars. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 23. mars klukkan 14. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á styrktarsjóð dóttur hennar kt. 200802-3490, banki 0542-14-603072. Katrín Lilja Unudóttir Ólafur Bragason Ingibjörg Þórarinsdóttir Lilja Jósteinsdóttir Indiana K. B. Ólafsdóttir Sigríður Heiða Ólafsdóttir Glascor Sepulveda Benner Ágústa Margrét Ólafsdóttir og frændsystkini.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.