Morgunblaðið - 17.03.2018, Side 45

Morgunblaðið - 17.03.2018, Side 45
✝ VilhjálmurGeirmundsson fæddist 19. desem- ber 1943. Hann lést á öldrunarheimil- inu Hlíð á Akureyri 8. mars 2018. Foreldrar Vil- hjálms voru Geir- mundur Jónsson, f. 1912, d. 1999, og Hólmfríður Stein- unn Guðmunds- dóttir, f. 1913, d. 1944. Systkini Vilhjálms eru Erna, f. 1939. Hálfbræður Vilhjálms eru Sveinn, f. 1953, Jón, f. 1956, Guðjón Ingvi, f. 1959. Vil- hjálmur kvæntist Steinunni Eiríks- dóttir, þau slitu samvistum. Eign- uðust þau eina dótt- ur, Huldu, sam- býlismaður hennar er Jón Unnar Frið- jónsson og eiga þau saman tvær dætur. Sambýliskona Vilhjálms síðustu árin er Freygerður Sigríður Jónsdóttir og á hún tvær dætur. Útför Vilhjálms fer fram frá Hofsóskirkju í dag, 17. mars 2018, klukkan 14. Vilhjálmur Geirmundsson, eða Villi bróðir eins og hann var ætíð kallaður á okkar heimili, er farinn í sína hinstu för. Það eru allmörg ár síðan fór að bera á veikindum hjá Villa, hann var farinn að gleyma hlutum. Villi gerði sér sterka grein fyrir þessu og talaði oft um sín veikindi þegar við hitt- umst og fannst miður að geta ekki gert alla þá hluti sem hann hafði gert áður vegna sinna veikinda, það var fátt sem hann gat ekki gert ef honum datt það í hug. Þegar ég var lítill drengur var oft gott að leita til Villa bróður, hann var alltaf tilbúinn að aðstoða ef á þurfti að halda. Eftirminnileg- ast er atvik sem gerðist rétt fyrir jól, í þá daga voru keyptir epla- og appelsínukassar sem ekki var snert á fyrr en á jólum, karl faðir okkar kemur heim með slíka og setur niður í kjallara og upp í hillu svo ekki var ætlast til að við snert- um kassana, en lítill drengur gat ekki með nokkru móti staðist þessa freistingu að næla sér í þó ekki væri nema eitt epli. Laumast ég niður færi eplakassann aðeins fram svo hægt sé að taka lokið af, en viti menn þá mætir mér hvæs- andi rotta sem hafði komið sér fyr- ir á bak við kassann. Ekki veit ég hvernig mér tókst að komast upp aftur án þess að slasa mig, þvílíkur hraði var á mér. Eftir þetta neitaði ég að búa í þessu húsi þar til Villi sagði mér að hann hefði banað rottunni. Villi var mín hetja eftir þetta. Svo er mér líka í fersku minni vörubíllinn sem hetjan mín smíðaði fyrir mig, óþreyjufullur var ég að bíða eftir að rauða máln- ingin þornaði almennilega og stalst til að fara með bílinn út í moldarbing og athuga hvort sturt- an á pallinum virkaði ekki sem skyldi. Villi kemur heim frá róðri og sér prakkarastrikin mín og var ekki glaður, hann gerði mér það ljóst þá að ég skyldi ekki valda honum aftur þvílíkum vonbrigð- um eins og raun bar vitni, ég lofaði því og held ég hafi staðið við það að mestu eftir þetta. Villi lærði vélvirkjun og var vandvirkur og nákvæmur í því sem hann tók að sér, vann mikið fyrir samferðamenn sína á Hofsósi, meðal annars í pípulögnum, hjá honum fékk ég mína fyrstu reynslu af þeirri iðn. Hann tók að sér að leggja pípulögn í raðhúsið sem ég byggði mér og ég var hlaupa- drengur hjá honum þegar ég var ekki á sjónum, hann lét mig snitta upp á gamla mátann og hét ég því þá að þetta skyldi ég aldrei vinna við. En tímarnir breytast og menn- irnir með, þegar ég kom í land og húsið tilbúið til innflutnings var ég búinn að kynnast eiginkonu minni, Önnu Björk, og hennar syni, sem var þá bara eins árs, þá fór ég að læra pípulagnir og var hann fyrst- ur manna sem ég réð til mín í vinnu eftir að ég útskrifaðist sem pípu- lagningamaður, samstarf okkar entist í allmörg ár og ekki var ég, né aðrir, svikinn af þeim verkum sem eftir hann lágu. Villi var mikið á okkar heimili í öll þau ár sem hann vann hjá mér, við Anna Björk og drengirnir okkar litum ætíð á hann sem einn af okkur. Elsku Hulda og fjölskylda, elsku Freyja, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Guð blessi ykkur öll. Jón, Anna Björk og synir. Vilhjálmur Geirmundsson HINSTA KVEÐJA Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (Valdimar Briem.) Hvíl í friði, elsku vinur. Sveinn (Svenni) og Anna. MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2018 Kveðja frá Mennta- vísindasviði Haustið 2016 hóf glæsilegur hópur ungs fólks kenn- aranám við Kennaradeild Menntavísindasviðs. Í þeim hópi var Heimir Klemenzson. Hann vakti þegar í stað aðdáun bæði samnema og kennara fyrir áhuga sinn, glaðværð og birtu sem fylgdi honum. Og áhugasamur og virkur var hann í náminu öllu. Hann var spurull, leitandi og skapandi. Það var því mikið áfall að frétta af ótímabæru andláti hans. Við syrgjum góðan félaga, nemanda og vin. En fyrst og fremst er hug- ur okkar hjá þeim sem næst hon- um stóðu og syrgja sárast. Við sendum Iðunni, Ragnheiði og Hlyn innilegar samúðarkveðjur svo og þeim öðrum sem næst hon- um stóðu. Megi ljúfar og fallegar minn- ingar um góðan dreng hugga og styrkja í sorginni. Starfsfólk Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Baldur Sigurðsson. Í dag kveðjum við á Glitstöðum góðan vin. Heimi höfum við þekkt alla tíð og kynnst vel, fyrst í gegn- um vinskap barna okkar og hans og síðar sem starfsmann og heim- ilisvin. Það var mikill samgangur milli bæjanna Dýrastaða og Glit- staða eftir að strákarnir Heimir og Jóhann Óli byrjuðu í Varma- landsskóla og heimsóttu þeir hvor annan oft eftir skóla. Þeir náðu vel saman í leik og var oft fjörugt í kringum þá. Saman hafa þeir setið í skólabílnum tæpa 50 þúsund kílómetra og örugglega margt verið spjallað allan þann tíma. Áhugamálin voru svipuð og þeir gleymdu sér í fótboltaleik, í lestri á Andrési önd og söfnuðu Poké- mon, svo fátt eitt sé upp talið. Ekki má gleyma öllum spilakvöld- unum þegar krakkarnir hér buðu krökkunum af nágrannabæjunum Heimir Klemenzson ✝ Heimir Klem-enzson fæddist 7. júlí 1991. Hann lést 20. febrúar 2018. Útför Heimis fór fram 3. mars 2018. til sín, þá var Heimir algjörlega ómiss- andi. Árið 2013 hóf Heimir störf hjá okkur við búskap- inn. Það hentaði báðum vel. Það kom sér vel fyrir okkur að fá duglegan mann sem þekkti sveitastörfin út og inn og var fljótur að læra á alla okkar sérvisku. Heimir stundaði einnig tónlistarnám í Reykjavík ásamt því að sinna ýmsu tónlistarstarfi og vissi sem var að það gæti orðið honum erfitt að ráða sig í venjulega vinnu sem krefðist fastrar viðveru alla daga. Hann fékk sveigjanleikann sem hann vildi hjá okkur og var á móti sveigjanlegur við okkur þegar við þurftum á að halda og allir græddu. En Heimir var mikið meira en starfsmaður. Hann var líka heimilisvinur og ef yngri kyn- slóðin var heima við var gjarnan tekið í spil í hádeginu eða að lokn- um vinnudegi. Heimir gaf sig að öllum og var annt um að fólki liði vel en forðaðist deilur og átök. Heimir reyndist okkur og börnum okkar mjög vel, var umhyggju- samur og nærgætinn. Undanfarna daga höfum við verið döpur, hrygg og átt erfitt með að skilja. Víst er að veikindi leggjast misjafnlega á fólk og erfitt að greina hversu þungbær þau eru. Það er auðvelt að detta í það að horfa í baksýnisspegilinn og sjá hvað maður hefði getað gert svo miklu betur. Heimir vildi lítið ræða veikindi sín, vildi ekki íþyngja öðr- um. Hann vildi bæta mannlífið í kringum sig, fræðast og fræða aðra. Af samverunni við hann get- um við dregið margvíslegan lær- dóm. Takk fyrir allt og allt. Guðrún á Glitstöðum. Það var hik á mér, mig langaði að fara og heimsækja hann Helga frænda. En það var hængur á, hann var kominn í umönnun í Sunnuhlíð og var með Alzheimer. Myndi hann hafa eitthvert gagn af því eða gaman eða myndi hann yfirleitt þekkja mig? En ég dreif mig og sá ekki eftir því. Þarna sat hann og var niðursokkinn í að tala við Svöfu föðursystur sína. Ég fór hinumegin við borðið og beið eftir að hann liti upp en það varð bið á því svo ég kallaði hressilega „Gunnar Helgi Guðmundsson kotari“ það kom stórt bros og sæll og blessaður til baka. Við áttum góða stund saman og mikið rætt um gamla daga og afa og ömmu í Kirkjulækjarkoti. Þegar ég kvaddi sagði hann „við erum sko ekta kotarar og takk fyrir að heimsækja mig“. Ég viðurkenni að ég fékk tár í augun. Og það var alveg rétt við erum vorum sko ekta kotarar. Hugur- inn leitar aftur í tímann til áranna þegar elsti krakkahópurinn í kotinu árg. 1940-1950 var við leik og störf, það var enginn dagur nógu langur, það var svo gaman að vera til og margt að gera. Úti- legumannaleikur, fallin spýta, hlaupa í skarðið, feluleikur í hlöð- Gunnar Helgi Guðmundsson ✝ Gunnar HelgiGuðmundsson fæddist 20. október 1943. Hann lést 16. febrúar 2018. Útför Gunnars Helga fór fram 2. mars 2018. unni eða að vera með afa á traktorn- um eða fá flatköku með kæfu hjá ömmu, það var sko ekki fúlsað við því. Það er söknuður í hjarta mínu að eiga ekki eftir að hitta þennan góða vin og frænda. Helgi var fastur fyrir ef hon- um fannst hallað á rétt sinn eða annarra og hafði ákveðnar skoðanir á flestum mál- um eins og sást þegar leiðir okk- ar lágu saman á þingum Alþýðu- sambandsins þar var hann kominn sem málsvari þeirra sem minna mega sín. Við fengum gott nesti báðir í sunnudagaskólanum hjá afa. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið (Ásmundur Eiríksson) Bið góðan Guð að umvefja með kærleika sínum eftirlifandi eigin- konu Jónu Baldvinsdóttur, börn þeirra og fjölskyldur þeirra og hugga í söknuði eftir góðum dreng. Már Guðnason, Kirkjulækjarkoti. Kæra Auður frænka: Megi gæfan þig geyma, Auður Guðjónsdóttir ✝ Auður Guð-jónsdóttir fæddist 1. júní 1937. Hún lést 1. mars 2018. Útför Auðar fór fram 9. mars 2018. megi Guð þér færa sigurlag. Megi sól lýsa þína leið, megi ljós þitt skína sérhvern dag. Og bænar bið ég þér, að ávallt geymi þig Guð í hendi sér. (Þýð. Bjarni Stefán Konráðsson) Eyrún (Eyja) og fjölskylda. HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir Elskulegur faðir minn, afi og langafi, SIGURGEIR ÞORKELSSON, lést á gjörgæsludeild Landspítalans fimmtudaginn 8. mars. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Ástvinir þakka auðsýnda samúð og vinarhug. Nína Berglind Sigurgeirsdóttir Perla Ósk Young Elvar Einir Oddsson Sigurbjörg Björgvinsdóttir Ásgeir Fannar Björgvinsson Mikael Hannes Elvarsson Young Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁMUNDI SVEINSSON vélstjóri, Dalbraut 20, áður Kleppsvegi 16, lést 10. febrúar. Jarðarförin hefur farið fram. Sigurður Ámundason Svanhildur Pálmadóttir Sigurbjörg J. Ámundadóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og sonur, FRIÐBJÖRN HEIÐAR FRIÐBJARNARSON, Byggðarholti 22, Mosfellsbæ, lést á Landspítala, Fossvogi, laugardaginn 3. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Jórunn J. Þórðardóttir Unnar Már og fjölskylda Friðbjörn og fjölskylda Gyða Ólafía og fjölskylda Aðalheiður Árnadóttir Ástkær frændi, SIGURÞÓR SIGURÐSSON, Höfn, Hornafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði 11. mars. Útförin fer fram frá Hafnarkirkju miðvikudaginn 21.mars kl 13. Aðstandendur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ SÆMUNDSDÓTTIR, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, fimmtudaginn 15. mars. Útför hennar fer fram frá Garðakirkju miðvikudaginn 21. mars klukkan 15. Margrét Teitsdóttir Jón Ásgeir Eyjólfsson Magnús Teitsson Erla S. Ragnarsdóttir Oddný Teitsdóttir Ari Freyr Steinþórsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.