Morgunblaðið - 17.03.2018, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 17.03.2018, Qupperneq 47
Ég minnist þess ætíð þegar ég sá Jóhannes Sig- mundsson í fyrsta sinn. Það var við setningu Ung- lingamóts HSK í Brautarholti á Skeiðum 1964. Mótið hófst með helgistund. Þá stóð Jóhannes við ræðustólinn með íslenska fánann við hönd sér, teinréttur og tígulegur og vakti athygli okkar unglinganna sem vorum að fara að keppa. Það er helgi- ljómi yfir þessari mynd af Jó- hannesi í huga mér. Nokkru síðar var hann kjör- inn formaður HSK og þá hófst Jóhannes Sigmundsson ✝ Jóhannes Sig-mundsson fæddist 18. nóvem- ber 1931. Hann lést 19. febrúar 2018. Útför Jóhann- esar fór fram 2. mars 2018. nýr kafli í sögu héraðssambands- ins. Ég var svo heppinn að vera í keppnisliði HSK í frjálsíþróttum á þessum árum og minnisstæðar eru keppnisferðir á Snæfellsnes og á landsmótið á Eið- um 1968. Þá voru hinir frábæru æskulýðsleiðtogar Jóhannes og Hafsteinn Þorvaldsson í farar- broddi og það var alltaf gleði og kátína ríkjandi þar sem þeir voru nærri. Allt var þetta á heilbrigðum nótum enda voru þeir bindindismenn og mikil fyrirmynd okkar unglinganna. Jóhannes var sjálfur góður íþróttamaður og hvatti okkur óspart til dáða en fór mildum höndum um þá sem ekki náðu sínu besta. Alltaf jákvæður. Það var stutt í húmorinn hjá Jóhannesi, hann sagði skemmtilega frá og kastaði fram hnyttilegum vísum sem hittu í mark og virtist ekkert hafa fyrir því. Alltaf þegar hlé var á í ferðalögum var Jóhann- es farinn að stjórna leikjum og fimmtugir, sextugir karlar og kerlingar köstuðu ellibelg og hlupu í skarðið eða af sér horn- in með unga fólkinu. Jóhannes hafði lag á að fá alla með í leik- inn. Minnisstæð er landgræðslu- ferðin mikla sem við Skarphéð- insfélagar fórum inn á Bisk- upstungnaafrétt sumarið 1967. Þar var Jóhannes fremstur í flokki við að sá grasfræi og dreifa áburði á daginn og stjórna skemmtunum á kvöldin. Við vissum það sem vorum í þessari ferð að öllu væri óhætt alls staðar með annan eins fyr- irliða í hópnum. Það er mikill ljómi í minningunni yfir þessum ferðum á vegum HSK og þar á Jóhannes sinn ómælda hlut. Jóhannes var hinn sanni ungmennafélagi og lagði sitt af mörkum á fundum og þingum og í fleiri nefndum og ráðum en hægt yrði að telja upp í stuttri blaðagrein. Hann var kennari og leiðbeindi okkur þeim yngri á jákvæðan og mannbætandi hátt, þó þannig að maður tók eiginlega ekki eftir því að hann væri að segja manni til. Þannig var Jóhannes. Ég hygg að margir hafi svipaða sögu að segja. Jóhannes var áhugamaður um varðveislu sögunnar og sat í Sögu- og minjanefnd HSK um 40 ára skeið. Þar áttum við gott samstarf þegar ég var að semja 100 ára sögu sambandsins árið 2010. Það kom sér aldeilis vel að hafa slíkan mann í kallfæri sem þekkti vel til sögunnar. Alltaf var hann tilbúinn að veita upplýsingar og leita heimilda, ef hann var þá ekki fyrri til, því það var eins og hann vissi alltaf hvers þyrfti með. Jóhannes var einstakur mannvinur og hugsjónamaður sem ávallt hafði það að leið- arljósi að láta gott af sér leiða. Ég sé hann fyrir mér; ung- mennafélagann glæsilega með íslenska fánann við hönd sér. Blessuð sé hans minning. Jón M. Ívarsson. ✝ Lilja RósaÓlafsdóttir fæddist á Akureyri 26. júní 1947. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 15. febr- úar 2018. Foreldrar henn- ar voru Ólafur Guð- mundsson, f. 15.5. 1918, d 5.3. 2005, og Sveinbjörg Bald- vinsdóttir, f. 6.12. 1916, d. 9.3. 2011. Systkini Lilju Rósu eru Helga Steinunn, f. 1937, látin, Þórey, f. 1942, látin, Her- dís, f. 1944, Magnús, f. 1950, og Aðalheiður, f. 1956. Lilja Rósa var gift Þorvaldi Benediktssyni, f. 29.9. 1943, d. 5.11. 2015. Hann á tvö börn, Mar- tein og Ellu Möggu. Lilja Rósa og Þorvaldur giftu sig 16. júní 1990. Börn Lilju Rósu eru: 1) Hjördís Björk Þorsteins- dóttir, f. 19.2. 1965, maki Hannes Gunn- laugsson. Börn þeirra eru: Linda Björk, Karen Arna, Ágúst Heiðar, Höskuldur Logi og Þorsteinn Viðar. Eiga þau tvö barnabörn. 2) Sigríður Svavarsdóttir, f. 6.6. 1969, maki Aðalsteinn Heið- mann Hreinsson. Börn þeirra eru: Ásta Júlía, Arnór Heiðmann, Birkir Heiðmann og Davíð Heið- mann. Eiga þau sex barnabörn. Útför Lilju Rósu fór fram í kyrrþey 23. febrúar 2018. Elsku mamma mín. Eina stundina varstu hér en nú ertu farin, það er mjög skrítin tilfinn- ing að heyra ekki í þér lengur eða sjá. En ég hugga mig við það að nú líður þér vel, laus við alla sjúk- dóma og komin í faðminn á Þor- valdi þínum, þú saknaðir hans mikið. Samband ykkar var ein- stakt og nú eruð þið sameinuð á ný. Mig langar að þakka þér fyrir það sem þú gafst mér. Þótt þú ættir oft mjög erfitt þegar ég var að alast upp gafstu þér alltaf tíma til að hlusta á mig og mín mál, sama hversu ómerkileg þau voru. Seinna, þegar heilsa þín fór að versna, fannst mér erfitt að leggja þau á þig en samt spurður þú allt- af hvernig mér liði og mínu fólki en kvartaðir ekkert yfir þínu hlut- skipti. Þú kenndir mér margar fallegar bænir þegar ég var mjög ung og á ég minningar þar sem við krupum við rúmið mitt og báð- um fyrir fólkinu okkar og þeim sem áttu bágt. Seinna eignuðumst við báðar sterkari trú og hefur hún fylgt okkur báðum í gegnum lífið. Davíðssálm 23 sungum við oft saman hér áður og minnir hann mig alltaf á þig. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. Þó að lífið hafi ekki alltaf farið mjúkum höndum um þig varstu ótrúlega sterk og sannaðir það fyrir okkur þegar Þorvaldur þinn dó, þá reistu upp og hélst áfram. Það síðasta sem þú sagðir við mig áður en þú kvaddir var: „Guð blessi þig elskan mín og góða nótt.“ Þetta verða mín kveðjuorð til þín, elsku mamma mín. Þín dóttir Sigríður Svavarsdóttir (Sirrý). Það var í janúar árið 1984 sem ég hitti Rósu vinkonu mína fyrst. Ég hafði ráðið mig í vinnu í Hlaðgerðarkoti í Mosfellsdal og þar lágu leiðir okkar saman. Hún var frá Akureyri, komin suður til að leita sér hjálpar og hefja nýtt líf, í Hlaðgerðarkoti hjá Samhjálp hvítasunnumanna. Það má segja að við höfum orð- ið vinkonur frá fyrsta degi. Dag frá degi hækkaði sólin í lífi Rósu og hún fór að blómstra. Það má segja að versin úr Davíðssálmi 91 hafi verið haldreipi Rósu. Þitt hæli er Drottinn, þú hefir gjört Hinn hæsta að athvarfi þínu. Eftir dvölina í Hlaðgerðarkoti réð Rósa sig í vinnu í Tjaldanesi og fékk íbúð á leigu í Dalnum. Vinnan átti vel við hana og áfram blómstraði hún. Þessir vetur sem ég vann í Hlaðgerðarkoti voru snjóþungir svo stundum nennti ég ekki heim og fékk að gista hjá Rósu. Á þeim kvöldum og fram á nætur var mikið spjallað, hlegið og planað og vináttan varð kær- ari. Rósa kynntist Þorvaldi Bene- diktssyni í Samhjálp og með þeim tókust ástir og þau voru gefin saman í Samhjálparsalnum árið 1990. Þau áttu góð ár saman þótt stundum hafi verið á brattann að sækja og gamalkunnur óvinur ráðist inn í líf þeirra á ný. Sem betur fer náðu þau að snúa vörn í sókn og uppskáru sigur. Eftir það gekk allt betur. Það var Rósu mikið áfall að missa Þorvald haustið 2015 og má segja að með fráfalli hans hafi ljósið dofnað, að vissu leyti, í lífi hennar. Hún hélt þó ótrauð áfram, jákvæð, sjálf- stæð og sterk. Ég heimsótti Rósu í ársbyrjun 2016 og dvaldi hjá henni eina helgi. Það var góð helgi þar sem við rifjuðum upp gamlar minningar og slógum á létta strengi. Rósa hafði engu gleymt enda stálminnug og sagði svo skemmtilega frá. Hún var stolt af afkomendum sínum og þær Hjör- dís og Sirrý voru henni afar kærar. Hún var í góðu sambandi við þær og þeirra fjölskyldur og myndir af afkomendum þeirra Þorvaldar voru upp um alla veggi í íbúðinni. Mikið þótti mér vænt um að sjá þar myndir af okkur Jónsa og börnunum okkar, hún sagði að við værum líka fjölskyldan hennar. Síðast hitti ég Rósu á liðnu sumri en þá var hún nýbúin að fagna 70 ára afmæli sínu og var hress í anda. Við áttum góða sam- verustund í hennar notalegu íbúð og kvöddumst eins og við vorum vanar með hlýju faðmlagi. Ég tel mig ríkari að hafa kynnst Rósu og átt vináttu hennar í 34 ár þó svo leiðir okkar hafi skilið í nokkur ár. Þegar við tókum upp þráðinn að nýju var gott að finna að vináttan var söm og áður. Að leiðarlokum þakka ég kæra vináttu og við Jónsi vottum Hjördísi, Sirrý, börnum Þorvaldar og þeirra fjölskyldum samúð okkar. Guð blessi Rósu vin- konu mína og kærar minningar. Anna Árnadóttir. Lilja Rósa Ólafsdóttir MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2018 Fyrstu ár ævi minnar bjuggum við mamma hjá ömmu og afa. Ég gleymi aldrei svipnum á ömmu þegar Stefán litli gerði hluti sem ekki voru sam- þykktir, sem gerðist þó nokkrum sinnum. Ég man að þú varst vön að geyma mola og súkkulaði í skápnum inni í stofu. Þegar þú sást ekki til reyndi ég að klifra og sækja mér mola. Það endaði með ósköpum þegar skápurinn hrundi og mátti ég þakka fyrir að fá hann ekki yfir mig. Skálar, bollar, diskar og fleiri hlutir hrundu í gólfið með tilheyrandi óhljóðum og látum. Ég var fljótur að forða mér og hljóp eins og fætur toguðu að Hólmgarði 50 þar sem ég faldi mig. Loksins sá ég þig koma labb- andi að mér með örvæntingarsvip á andlitinu. Ég ákvað að koma úr felum og sá að mikill léttir kom yf- ir ömmu mína. Ég hljóp í fangið á þér og þú faðmaðir mig að þér. Ég fann aðeins fyrir kærleika og hlýju. Ég grét og sagði: „Fyrir- gefðu amma, þetta var óvart.“ Amma svaraði: „Þetta er allt í lagi. Þetta voru bara hlutir, ég er bara þakklát fyrir að það er í lagi með þig.“ Ég knúsaði ömmu fast og við fórum heim og hún gaf mér mola. Elsku amma, þú hefur síðan þá verið stoð mín og stytta. Ég hef alltaf getað leitað til þín þegar eitthvað hefur bjátað á. Ég verð ævinlega þakklátur fyrir að fá að búa hjá ykkur afa þegar ég fór í framhaldsskóla. Á hverjum virk- um degi áttum við svo okkar stund saman þegar Leiðarljós var sýnt í Ríkissjónvarpinu. Við fylgdumst með Revu, Josh og öllum hinum. Þessir þættir munu alltaf minna mig á þennan tíma sem við áttum saman. Hvergi fannst mér betra að koma í heimsókn. Tekið á móti manni með hlýju faðmlagi og kossi á kinn og eftir allar kræsingarnar voru heimsmálin rædd, að end- ingu lagðist maður inn í stofu yfir imbakassanum. Sófinn í Hólm- garðinum var sá staður sem mér leið hvað best á. Þar gat ég slakað vel á og gleymt öllum heimsins áhyggjum. Vita af ömmu þarna mér við hlið og afa að fylgjast með. Elsku yndislega amma mín, ég Laufey Júlíusdóttir ✝ Laufey Júlíus-dóttir fæddist 8. maí 1925. Hún lést 12. febrúar 2018. Útför Laufeyjar fór fram í kyrrþey 23. febrúar 2018. vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og gefið mér. Góðu stundirnar sem við áttum saman og all- ar dásamlegu minn- ingarnar. Ég mun geyma í hjarta mínu öll faðmlögin, koss- ana, kærleikann og hlýjuna frá þér. Ég sakna þín og mun aldrei gleyma þér. Þú munt ávallt eiga frátekið stórt pláss í hjarta mínu. Nú hefur þú yfirgefið þennan heim og ert komin á betri stað. Þið afi nú sameinuð á ný og farin að syngja, dansa og spila saman á himnum ásamt því að undirbúa gómsætar pönnukökur. Enginn betri ömmu getur óskað sér í gegnum lífsins öldudal. Allt það góða sem þú kenndir mér. Ég ávallt var velkominn í þinn sal. Þú munt alltaf í hjarta mér búa ekkert því mun geta breytt. Alltaf til þín var hægt að snúa eftir allt mér þykir leitt að nú er dagur að kveldi kominn. Elsku amma ég kveð að sinni til himna þú hefur verið boðin. Þú aldrei munt renna úr mínu minni. Berðu afa kveðju mína þegar þú kemur til ríkis himna. Þín stjarna á himnum mun skærast skína. Þakkir ég gef fyrir allt hið liðna. Elsku amma mín, megi Guð vaka yfir þér og gefa þér frið. Með söknuð í hjarta, Stefán Þór. Það rifjast upp ótal margar frá- bærar minningar þegar ég hugsa til baka. Þegar ég var lítill var amma alltaf til í að spila við mig og þegar ég talaði um hana við vini mína hét hún alltaf „spila-amma“. Við spiluðum lengi og alltaf leyfði hún litla stráknum að vinna. Ég notaði svindl ef ég var að tapa og amma lét alltaf eins og hún sæi það ekki. Sama hvenær ég heim- sótti ömmu í Hólmgarð 60, þá fór ég aldrei svangur heim. Hvort sem það voru hveitikökur, pönnu- kökur, skonsur eða bestu pítsur allra tíma. Eins og allir vita fór aldrei matur til spillis hjá ömmu og maður vissi aldrei hvað myndi vera á næstu pítsu, en alltaf voru þær góðar. Mun alltaf sakna þín, elsku amma. Skilaðu kveðju til afa frá mér. Ármann Örn. Ég kynntist Arnóri snemma á menntaskólaárun- um. Við vorum lengst af í sama bekk, Z-unni, eins og Dúa. Þau voru einstaklega skemmtilegir bekkjarfélagar. Þarna bundumst við traustum vinaböndum sem héldu þar til yfir lauk. Minningarnar eru margar en ein sækir á. Við Arnór fórum stundum tveir saman „út á lífið“ á laugardagskvöldum. Hann stjórnaði því (hann var nú einu sinni árinu eldri!) að ég, sem bjó á Ásvallagötunni, skyldi rölta upp á Bárugötu til hans undir kvöld og þaðan færum við svo niður í miðbæ. Þegar ég bankaði upp á í notalegri risíbúðinni hjá þeim Jóhönnu móður hans, kom hún til dyra en Arnór var hvergi að sjá. Svona atvikaðist þetta í hvert sinn sem við hugðumst lyfta okkur á kreik. „Komdu nú inn í stofu og fáðu þér sæti,“ Arnór Eggertsson ✝ Arnór Eggerts-son fæddist 6. júlí 1941. Hann lést 20. febrúar 2018. Útför Arnórs fór fram 26. febrúar 2018. sagði hin elskulega Jóhanna. „Arnór er í baði.“ Og það var ekki eins og hann væri í þann mund að ljúka hreinsun- arathöfninni, heldur var hann að hefja hana! Leið svo óra- löng stund, því Arn- ór var ekkert að flýta sér, þótt ég hefði mætt á til- skildum tíma. Það hefur hvarflað að mér að Arnór hafi tímasett þetta svona til að ég gæti átt góða stund með Jóhönnu, og kannski líka til að hún fengi tækifæri til að kynn- ast vini hans. Og þótt mér kunni að hafa verið í mun að komast sem fyrst út að skemmta mér, hefði ég ekki viljað fara á mis við þessar stundir með Jóhönnu. Um þær á ég ljúfar minningar. Hún var einstaklega hlý kona og viðræðugóð. Þótt samgangur okkar Arnórs hafi ekki verið mikill eftir að ég fór fyrst til New York árið 1970 og dvaldi þar samtals í 25 ár, var alltaf eins og við hefðum „hist í gær“ þegar fundum okkar bar saman hér heima. Hann var góð- ur og traustur vinur. Ákveðinn en mjúkur, með sterkar skoð- anir sem hann lá ekki á en tran- aði heldur ekki fram. Og síðast en ekki síst var hann bráð- skemmtilegur! Við Halla færum Arndísi, Jó- hönnu, Valdísi og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðj- ur. Herbert Haraldsson. Það er skammt stórra högga á milli og eftir erfið veikindi hafa Arnór og Dúa kvatt okkur. Með lítilli kveðju langar mig að minn- ast þeirra hjóna, sem eiga sér fastan stað í hjarta mínu fyrir góðmennsku og velvilja sem þau hafa sýnt mér í gegnum tíðina. Á mínum yngri árum var ég tíð- ur gestur á heimili þeirra og við Valla bestu vinkonur. Ég var ávallt velkomin, iðulega var eitt- hvað gott að borða í eldhúsi Dúu og við vinkonurnar gættum þess að ganga almennilega frá eftir okkur. Vegna umhyggju Arnórs og Dúu og vináttu þeirra í minn garð áttu þau stóran þátt í að ég hóf háskólanám á sínum tíma og snéri aftur í Vesturbæinn eftir nám og dvöl í Danmörku. Þakk- læti er mér efst í huga þegar ég hugsa til þeirra og megi allir góðir kraftar hjálpa Völlu minni og fjölskyldunni á þessum erfiðu tímum. Selma Grétarsdóttir. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.