Morgunblaðið - 17.03.2018, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 17.03.2018, Qupperneq 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2018 ICQC 2018-20 P ip ar \T B W A SAMKEPPNI UM KÓRLAG ALDARAFMÆLIS FULLVELDIS ÍSLANDS Kórlaginu (í raddsetningu fyrir blandaðan kór án undirleiks) skal skila á skrifstofu afmælisnefndar Kirkjustræti 8 fyrir kl. 16, 20. júlí 2018 merkt „Samkeppni um kórlag“. Verk sem berast eftir auglýstan skilafrest verða ekki gjaldgeng í samkeppnina. Þegar úrslit liggja fyrir verður tónskáldinu falið að útsetja lag sitt fyrir blandaðan kór og sinfóníuhljómsveit og verður greitt sérstaklega fyrir þá útsetningu lagsins. Tillagan skal merkt dulnefni og nöfn höfunda eiga að fylgja í lokuðu umslagi merktu dulnefninu. Nánari upplýsingar og samkeppnisreglur er að finna vefsíðu afmælisársins www.fullveldi1918.is og www.sinfonia.is. www.fullveldi1918.is Afmælisnefnd í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands efnir til samkeppni um nýtt kórlag sem frumflutt verður 1. desember 2018 á hátíðardagskrá í Hörpu. Kórlagið skal samanstanda af frumsömdu og óbirtu ljóði og lagi fyrir blandaðan kór. Verkið skal hæfa tilefninu og henta vel til söngs. Verðlaunafé er 1.000.000 kr. sem skiptist til helminga milli tónskálds og ljóðskálds. Dómnefnd skipa fulltrúar Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem fer með formennsku í dómnefndinni, Tónskáldafélags Íslands, Rithöfundasambands Íslands, Félags tónskálda og textahöfunda, Félags íslenskra hljómlistarmanna og Ríkisútvarpsins, auk fulltrúa afmælisnefndar. Ljóðatónleikar verða haldnir í Hannesarholti á morgun kl. 17. Á þeim flytja söngkonurnar Hlín Pét- ursdóttir Behrens og Magnea Tóm- asdóttir franska ljóðasöngva ásamt Gerrit Schuil píanóleikara. Á dagskrá er tónlist eftir Hector Berlioz, Henri Duparc, Eric Satie og Franz Liszt. Ljóðin snerta allt lífið, hið stóra og smáa í tilverunni, segir í tilkynningu. „Atburður, augnatillit, tilfinningar sem rúmast í einu augnabliki fela í sér sann- leika heillar eilífðar,“ segir þar, „blæbrigðarík efnisskrá með fjár- sjóðum franskrar ljóðahefðar; Nu- its d’été eftir Berlioz, Trois chan- sons eftir Saite og valin lög eftir Duparc og Liszt. Aðgangseyrir er kr. 3.000 og fer miðasala fram á tix.is og við inn- ganginn. Flytjendur Hlín Pétursdóttir, Magnea Tómasdóttir og Gerrit Schuil. Tilfinningar sem rúm- ast í einu augnabliki Enski kvikmyndaleikstjórinn Danny Boyle sagði í viðtali í vik- unni að hann væri að skrifa handrit næstu kvikmyndar um njósnarann James Bond ásamt John Hodge. Myndin verður sú 25. um njósnar- ann. Boyle var spurður í sjónvarps- viðtali út í verkefnið og staðfesti hann að þeir Hodge væru að vinna að handritinu samhliða öðru fyrir leikstjórann Richard Curtis. Boyle sagði að líklega myndu tökur á Bond-myndinni hefjast í árslok og að handritið væri byggt á frábærri hugmynd. Þeir Hodge hafa unnið saman að þremur kvikmyndum sem Boyle leikstýrði, Trainspotting, T2: Trainspotting og The Beach. Boyle er með virtari leikstjórum samtímans, hefur m.a. hlotið Ósk- arsverðlaunin og forvitnilegt verð- ur að sjá hvaða tökum hann tekur 007. Daniel Craig mun snúa aftur í hlutverki njósnarans og að öllum líkindum í síðasta sinn. Síðustu kvikmyndir um Bond hafa notið af- ar góðrar aðsóknar og fallið aðdá- endum njósnarans vel í geð og þá sérstaklega Skyfall. Aðalframleið- andi Bond-myndanna hefur ekki enn staðfest að Boyle muni leik- stýra þeirri næstu en til stendur að frumsýna hana 8. nóvember 2019. Danny Boyle skrifar handrit næstu Bond- myndar og leikstýrir henni einnig AFP Virtur Leikstjórinn Danny Boyle. Sinfóníuhljóm- sveit Mennta- skóla í tónlist heldur tónleika í kvöld kl. 20 í Neskirkju. Hljómsveitin leikur fjölbreytta efnisskrá sem samanstendur af verkum eftir W.A. Mozart, C.P.E. Bach, H. Berlioz, J. Massenet og Saint-Saëns. Einnig verður frumflutt nýtt verk fyrir sinfóníu- hljómsveit eftir Hjalta Nordal Gunnarsson sem er hluti af stúd- entsprófi hans frá skólanum. Hjalti er einn af fyrstu nemendum skólans til að útskrifast með stúdentspróf en hann hefur stundað nám við skólann með tónsmíðar sem aðal- námsgrein. Einleikari á tónleik- unum verður Kristín Ýr Jónsdóttir flautuleikari og einsöngvari Sigrún Ruth Lopez Jack en þær báru sigur úr býtum í einleikarakeppni sem haldin var innan skólans síðastliðið haust. Stjórnandi á tónleikunum er Joseph Ognibene. Sinfóníuhljómsveit frumflytur verk Hjalta í Neskirkju Hjalti Nordal Gunnarsson Tveir viðburðir verða í Alþýðu- húsinu á Siglu- firði nú um helgina. Brák Jóns- dóttir opnar sýn- ingu í Kompunni í dag kl. 15 og Bergþór Morth- ens verður með kynningu á verk- um sínum í Sunnudagskaffi með skapandi fólki á morgun kl. 14.30. Brák hefur dvalið í sýningarrým- inu langtímum saman, rannsakað galleríið og möguleika þess og hversdagsleg nálgun, útvíkkun efn- is og áferðar í rýminu fylltu hana löngun til að leika sér með rifurnar milli gólfborðanna, segir í tilkynn- ingu. Bergþór mun segja frá eigin verkum og þróun í sköpunarferli og koma m.a. við sögu vendingar í ferli málverksins, átök ólíkra stíla og hræðsla við liti. Brák og Bergþór í Alþýðuhúsinu Verk eftir Bergþór Morthens Á uppboði Gallerís Foldar á mánu- daginn kemur kl. 18 verður meðal annars boðið upp úrval eldri og nýrra abstraktverka, til að mynda málverk eftir Þorvald Skúlason frá 1973, málverk eftir Bernd Kober- ling og fjögur olíumálverk eftir Kristján Davíðsson. Boðin verður upp skissa Nínu Tryggvadóttur að altaristöflunni í Skálholtskirkju og sérstök teikning eftir Alfreð Flóka. Í tilkynningu er einnig bent á að áhugavert úrval grafíkverka verði á uppboðinu, meðal annars eftir Gunnlaug Scheving, Erró og Braga Ásgeirsson, áritað þrykk eftir Salvador Dalí og verkið Heimaey II eftir Richard Serra. Sýning á verkunum stendur yfir í Gallerí Fold alla helgina og á vef- síðunni myndlist.is. Skissa Vatnslitamynd Nínu Tryggvadótt- ur af altaristöflunni í Skálholtskirkju. Fágæti á uppboði Gallerís Foldar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.