Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 5. A P R Í L 2 0 1 8
Stofnað 1913 96. tölublað 106. árgangur
SÝNIR STEIN-
ÞRYKKSVERK
Í EKKISENS
SJÁLFBOÐALIÐI
Á KAFFIBÝLI
Í KOSTA RÍKA
ALLT UM SÖNG-
KEPPNI FRAM-
HALDSSKÓLANNA
HRAFNHILDUR AGNARSDÓTTIR 12 24 SÍÐNA SÉRBLAÐNÍNA ÓSKARSDÓTTIR 30
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Þekkingu hefur verið ýtt til hliðar í bæði
menntastefnu Reykjavíkurborgar og aðalnáms-
skrá grunnskólanna að mati Jóns Péturs Zim-
sen, skólastjóra Réttarholtsskóla í Reykjavík.
Jón Pétur hættir sem skólastjóri í vor eftir tutt-
ugu ára starf í Réttarholtsskóla. Skeytingarleysi
Reykjavíkurborgar í garð skólanna á meðal ann-
ars sinn þátt í því að hann tók þá ákvörðun að
stíga frá skólamálunum í bili a.m.k.
Nú er verið að leggja lokahönd á mennta-
stefnu borgarinnar. Jón Pétur segir vinnu við
hana hafa þurft miklu meiri
tíma og umræðu þeirra sem
hafa þekkingu til og að hún
hefði átt að byggjast á
gagnreyndum rannsóknum
frekar en ábendingum í
gegnum Betri Reykjavík.
„Menntastefnan er í
raun bara endurómur úr
aðalnámskránni sem var
aldrei innleidd nema í
skötulíki. Þarna hafði borg-
in gullið tækifæri til að fylla í eyðurnar þar sem
skórinn kreppir í námskránni, nemendum til
hagsbóta. Því tækifæri var glutrað niður. Sem
dæmi um kjarnahugtak í skólastarfi, sem varla
er minnst á, hvorki í námsskrá né mennta-
stefnu, er þekking. A.m.k. er engin trygging
fyrir að öruggt sé að allir nemendur öðlist
ákveðna grunnþekkingu. Án þekkingar er
hugsun afar takmörkuð.“
Jón Pétur gagnrýnir hversu lítið eftirlit er með
því sem gerist í skólunum og segir yfirvöld hafa af-
ar takmarkaðan áhuga á menntamálum.
„Þau segjast treysta skólunum og firra sig þar
með ábyrgðinni á þessum mikilvæga málflokki
þar sem 20% nemenda geta ekki lesið sér til
gagns, sem skapar mikla ógn við lýðræðið.“ »14
Lítill áhugi á menntamálum
Skeytingarleysi Reykjavíkur í skólamálum á m.a. þátt í að skólastjóri hættir
Jón Pétur
Zimsen
Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á þriðja tím-
anum í gær eftir að eldur kviknaði í klæðningu á hitaveitutanki við Perl-
una. Slökkviliðsmenn áttu í erfiðleikum með að komast að eldinum vegna
járnklæðningar og af þeim sökum var óskað eftir frekari mannskap. Birgir
Finnsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að vel hafi
gengið að rýma húsið og enginn hafi slasast. Það tók hins vegar slökkvilið-
ið töluverðan tíma að komast að eldinum því hann var ekki sjáanlegur.
Eldsupptök eru talin vera af völdum iðnaðarmanna sem voru að störfum í
hitaveitutankinum. Töluverður reykur barst úr klæðningunni og undan út-
sýnispalli Perlunnar þegar blaðamaður Morgunblaðsis kom á vettvang.
Fjölmennt lið slökkviliðsmanna barðist við eldinn á mörgum vígstöðvum
og voru menn ofan á tankinum, fyrir utan og innan.
Áhersla var lögð á að berjast við eldinn innan frá til að forðast að hann
dreifði sér frekar inn í Perluna. Slökkviliðið var með fjórar hitamynda-
vélar sér til aðstoðar til að sjá betur hvar eldurinn logaði þ. á m. hita-
myndavél á dróna sérsveitarinnar. Að sögn Birgis varð töluvert tjón á
Perlunni, ekki síst vegna vatnsskemmda. »4
Morgunblaðið/Valli
Eldsvoði olli töluverðu
tjóni í Perlunni
Eldur í Perlunni í Öskjuhlíð
Morgunblaðið/Valli
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Meðallaun þjóðkjörinna fulltrúa
hækkuðu um tæp 27% milli ára 2016
og 2017. Þá hækkuðu laun presta um
tæpt 21%.
Þetta er meðal þess sem má lesa
úr nýjum tölum á vef Stjórnarráðs-
ins en þar eru reglulega birtar upp-
lýsingar um meðallaun ýmissa hópa
ríkisstarfsmanna.
Sé litið til meginfélaga, sem ýmsir
hópar og stéttarfélög eiga aðild að,
kemur í ljós að meðallaun þeirra
sem heyra undir kjararáð hækkuðu
um 9,6% milli ára 2016 og 2017.
Næst komu félagsmenn í BSRB en
meðallaun þeirra hækkuðu um 9,3%
milli ára.
Sé launaþróunin skoðuð frá árs-
byrjun 2014 til ársloka 2017 kemur í
ljós að meðallaun þjóðkjörinna full-
trúa hafa hækkað um 55,8% og laun
presta um 41,5%. Báðir hópar heyra
undir kjararáð.
Sé litið til meginhópa ríkisstarfs-
manna hækkuðu laun mest hjá
kjararáði á tímabilinu 2014 til 2017,
eða um 35,8%. Næst kom Kenn-
arasamband Íslands en þar hækk-
uðu laun að meðaltali um 34,3%.
Launin
enn á
uppleið
Þjóðkjörnir hafa
leitt launahækkanir
MLaunaskrið hefur haldið … »6
Dæmi um launahækkanir í fyrra
Hækkun meðallauna
milli 2016 og 2017
Heimild: Stjórnarráðið
9,3% 9,6%
20,9%
26,6%
BSRB Kjararáð Prestar Þjóðkjörnir
fulltrúar
„Starfsmaðurinn vann sína vinnu í sam-
ræmi við reglur og gerði engan grein-
armun á því hvort viðkomandi væri þing-
maður eða ekki. Öryggisleit gengur best
þegar góð samvinna er á milli flugörygg-
isvarða og farþega,“ ritar Björn Óli Hauks-
son, forstjóri Isavia, m.a. í aðsendri grein í
Morgunblaðinu í dag.
Þar er Björn Óli að svara grein sem birt-
ist nýverið í blaðinu eftir Jan-Erik Mess-
mann, danskan þingmann, þar sem hann
lýsir óánægju með framkomu starfsmanns í
öryggisleit í sinn garð. Messmann var þá á
leið frá Keflavík til Danmerkur, að loknum
fundi Norðurlandaráðs hér á landi. Björn
Óli segir Isavia taka allar svona ábendingar
farþega alvarlega og mál þingmannsins sé
þar engin undantekning. »20
Enginn greinarmunur
gerður á farþegum