Morgunblaðið - 25.04.2018, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2018
Margfalda á húsnæði fyrir fjöl-
skyldur og ungt fólk í úthverfum
borgarinnar og skipuleggja nýtt
svæði fyrir þjóðarsjúkrahús að Keld-
um. Þetta er meðal þess sem Mið-
flokkurinn hyggst beita sér fyrir í
Reykjavík á komandi kjörtímabili,
en helstu stefnumál flokksins fyrir
borgarstjórnarkosningar í næsta
mánuði voru kynnt í gær. „Við ætl-
um að forgangsraða fjármunum
borgarinnar til grunnþjónustu og
stefnumál okkar eru að fullu fjár-
mögnuð,“ segir Vigdís Hauksdóttir,
oddviti listans.
Af öðrum stefnumálum má nefna
að Miðflokkurinn vill að boðið verði
upp á ókeypis mat í grunnskólum
borgarinnar, fjölga kennslustundum
í verk-, tækni-, og listgreinum á
sama skólastigi og stórefla starfsemi
Vinnuskóla Reykjavíkur. Einnig að
tvöfalda upphæð Frístundakortsins,
það er í 100 þúsund krónur. Þá eru
samgöngumál ofarlega á baugi hjá
Miðflokknum sem vill standa vörð
um að flugvöllurinn verði áfram í
höfuðborginni, bæta gatnakerfið og
stytta ferðatímann fyrir fjölskyldu-
bílinn og bjóða öllum Reykvíkingum
upp á gjaldfrjálsan strætó.
„Við ætlum að uppskera ríkulega
og fá 4-6 borgarfulltrúa,“ segir Vig-
dís Hauksdóttir. „Við hyggjumst
skilgreina lögbundið hlutverk borg-
arinnar, setja á ráðningarstopp og
minnka kerfið. Eftir tvö ár ættum
við svo að geta lækkað útsvarið sem
Reykvíkingar greiða en í dag er það
í hámarki.“ sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kynning Vigdís Hauksdóttir, oddviti framboðslista Miðflokksins í Reykja-
vík, og að baki stendur Sveinn Hjörtur Hjartason sem skipar 3. sæti listans.
Forgangsraða og
minnka kerfið
Miðflokkurinn kynnir stefnumálin
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Hrafnar voru farnir að tína sprek og
glys í laup ofan á stalli á þríbýlishúsi í
Vogahverfinu í Reykjavík, beint fyrir
ofan svalir einnar íbúðarinnar, en
Morgunblaðinu barst ábending þess
efnis með mynd.
„Hrafnar hafa orpið á mannvirkj-
um nokkuð lengi, en oftast á mann-
lausum mannvirkjum. Það geta verið
óþrif og læti af því að vera með laup
nálægt heimili sínu. En þetta er bara
viðhorf, sumum finnst gaman að hafa
hann í návígi og fylgjast með fuglun-
um en öðrum finnst það óþægilegt,“
segir Kristinn Haukur Skarphéðins-
son, dýravistfræðingur hjá Náttúru-
fræðistofnun Íslands.
Hann segir æ algengara að hrafnar
komi sér fyrir í byggð, á mannvirkjum
og í trjákrónum, en öruggum náttúru-
legum varpstöðum þeirra hafi fækkað
og kjörlendi þeirra sé að færast í
byggðina þar sem oft sé meira æti.
Aðspurður segir Kristinn Haukur
laupum ekki fylgja samskonar óværa
og t.d. starrahreiðrum, flær séu í
laupum eins og öðrum fuglahreiðrum,
en þær haldi sig í honum en herji ekki
út fyrir hann eins og starraflær. Ekki
sé hætta á að fá flær nema maður fari
að gramsa og róta í honum. Um það
hvort steypa megi undan hröfnum
segir Kristinn Haukur að almenna
reglan sé að fuglar og hreiður þeirra
séu friðuð, sérstaklega á varptíman-
um. Hrafninn sé þó ein örfárra fugla-
tegunda sem séu ekki friðaðar.
Ófriðaðir fuglar tímaskekkja
Kristinn Haukur segir ófriðun
hrafna árið um kring tímaskekkju, en
Ísland sé skuldbundið til að friða alla
fugla. Hrafninn ásamt svartbak, silf-
urmáf og sílamáf séu ófriðaðir allt árið
með undanþágu í lögum og í reglu-
gerð, þó þeim fari fækkandi. Svartbak
hafi t.d. fækkað um 90% á síðastliðn-
um árum og hrafnar verði æ sjaldgæf-
ari í heiminum.
„Að drepa hrafna er veiði, og veiði
fylgir að eiga veiðiréttinn og vera með
veiðileyfi. Það gæti verið álitamál
hvort einstaklingar í borg megi
steypa undan hrafni á húsinu hjá sér
án þess að hafa til þess leyfi.“
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vill
ekki kannast við að þurfa að aðstoða
fólk í tilfellum sem þessum. Veiði-
stjórnunarsvið Umhverfisstofnunar
telur að húseigendum sé leyfilegt að
steypa laupnum, jafnvel þótt hrafninn
sé orpinn, þar sem hann sé ófriðaður
allt árið og þar með á varptímanum.
Jafnvel megi drepa ungana, en gæta
verði þess að gera það á snöggan og
sársaukalausan hátt, eins og t.d. með
því að snúa þá úr hálslið.
Skv. heimildum Morgunblaðsins
var hrafninn enn ekki orpinn, en örlög
laupsins urðu að vera steypt í ruslið af
íbúum hússins. Hefðu þeir að öðrum
kosti getað setið uppi með hrafnapar-
ið næstu tuttugu árin, hafi verið um
ungt par að ræða.
Íbúar í Vogahverfi
steyptu laup af húsi
Hrafninn ein
fjögurra fuglateg-
unda sem eru
ófriðaðar allt árið
Ljósmynd/Aðsend
Laupur í smíðum Hrafnar tíndu sprek og glitrandi rusl í laupinn, sem getur
orðið ferleg smíð. Staðarvalið féll þó ekki í kramið hjá nágrönnunum.
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
GE bílar
Reykjanesbæ
www.gebilar.is
420 0400
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
BL söluumboð
Vestmannaeyjum
481 1313
862 2516
*
V
ið
m
ið
u
n
a
rt
ö
lu
r
fr
a
m
le
ið
a
n
d
a
u
m
e
ld
s
n
e
y
ti
s
n
o
tk
u
n
í
b
lö
n
d
u
ð
u
m
a
k
s
tr
i.
B
ú
n
a
ð
u
r
b
íl
s
á
m
y
n
d
e
r
fr
á
b
ru
g
ð
in
n
a
u
g
lý
s
tu
v
e
rð
i
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
8
7
1
1
1
Í FJÖLSKYLDUNNI
NISSAN
SJÁLFSKIPTUR /
3.350.000KR.
ARINNJUKEACENTA
117 HESTÖFL / EYÐSLA 6,0 L/100 KM*