Morgunblaðið - 25.04.2018, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 25.04.2018, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2018 VIÐTAL Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Jón Pétur Zimsen, skólastjóri Rétt- arholtsskóla í Reykjavík, hefur sagt upp störfum. Hann hefur starfað við Réttarholtsskóla í tuttugu ár, fyrst sem kennari, þá aðstoðarskólastjóri og skólastjóri síðan vorið 2015. Þegar skóla lýkur í vor snýr Jón Pétur sér að öðrum störfum, ótengdum skóla- málum. Hann langar til að prófa eitt- hvað nýtt og kveðst vera með mörg járn í eldinum en að það hafi verið erf- ið ákvörðun að hætta í Réttarholts- skóla, skólasamfélagi sem hefur fylgt honum lengi og náð góðum árangri í innlendum og erlendum samanburði. Jón Pétur hefur oft verið gagnrýn- inn á aðgerðir yfirvalda í skólamálum og segir skort á faglegu samtali og skeytingarleysi Reykjavíkurborgar í garð skólanna meðal annars eiga þátt í því að hann ákvað að hætta sem skólastjóri. Ekkert nýtt í menntastefnunni „Því er ekki að leyna að ég hef gagnrýnt vinnu við menntastefnu Reykjavíkurborgar og innihald henn- ar. Menntastefna Reykjavíkur, sem nú er verið að leggja lokahönd á, var m.a. unnin í gegnum Betri Reykjavík og nokkra hugmyndafundi skólafólks. Hún hefði þurft miklu meiri tíma og umræðu þeirra sem hafa þekkingu til og hefði átt að byggjast á gagnreynd- um aðferðum. Menntastefnan er í raun bara endurómun úr aðalnám- skránni sem var aldrei innleidd nema í skötulíki. Allt sem er að finna í menntastefnunni er að finna í grunn- þáttum og lykilhæfni námskrárinnar. Þarna hafði borgin gullið tækifæri til að fylla í eyðurnar þar sem skórinn kreppir í námskránni, nemendum til hagsbóta. Því tækifæri var glutrað niður. Sem dæmi um kjarnahugtak í skólastarfi, sem varla er minnst á, hvorki í námskrá né menntastefnu, er þekking. A.m.k. er engin trygging fyrir að öruggt sé að allir nemendur öðlist ákveðna grunnþekkingu. Án þekkingar er hugsun afar takmörkuð. Ef þú þekkir ekki hugtökin og/eða getur ekki tengt þau saman geturðu ekki hugsað um þau vitrænt. Nem- endur verða að hafa þekkingu til að geta hugsað og talað. Ég sendi tölvupóst í nóvember á alla skólastjóra í Reykjavík, Skúla Helgason hjá skóla- og frístundaráði og Helga Grímsson hjá skóla- og frí- stundasviði sem er yfirmaður minn, og spurði þriggja spurninga: hverju bætir menntastefnan við námskrána, hvers vegna er forvarnastefnan byggð á gagnreyndum rannsóknum en menntastefnan á skoðanakönnun hjá almenningi og örfáum fundum sem er stýrt eftir handriti og svo spurði ég líka hvort menn héldu að hæfni byggðist ekki á undirliggjandi þekkingu. Ég hef fengið afar fá svör við þessum spurningum og engin frá pólitíkinni, sem á endanum ber ábyrgð á þessum málum,“ segir Jón Pétur sem finnst eins og þekking sé hálfgert skammaryrði í þessum fræð- um núna. Þarf ákveðna grunnþekkingu „Það er ekki talað um ákveðna grunnþekkingu í þessum plöggum, þannig að skólum er í sjálfsvald sett hvað þeir kenna og fyrir vikið koma námsbækurnar til með að stýra meira og minna því sem er kennt. Ríki og borg bera ábyrgð á menntakerfinu og mér finnst ábyrgðarhluti að það sé tryggt að ákveðnir þættir í öllum námsgreinum séu kenndir og að allir útskrifist með ákveðna grunnþekk- ingu. Foreldrar eiga að geta gengið að því vísu að börn þeirra öðlist þenn- an grunn. Í staðinn er alltaf verið að hamra á hugtökum eins og sköpun, gagnrýnni hugsun og frumkvæði sem eru í sjálfum sér mikilvæg hugtök en þau lifa ekki í tómarúmi. Til að vera með gagnrýna hugsun þarf að skilja hvað er verið að fjalla um og til þess þarf þekkingu. Þú skapar ekki nema að geta hugsað um verðandi sköpun og sú hugsun byggist á þekkingu. Það byggist meira og minna allt á þekkingu. Við getum líkt þessu við húsasmíðanema sem er sagt að byggja hús sem á að vera öruggt, með góðu útsýni og vistvænt en er ekki kennt hvaða verkfæri á að nota og hvaða leið á að fara við að byggja bygginguna. Það þarf alltaf að byrja á grunninum og nesta nemendur með verkfærum sem þeir síðar meir geta nýtt sér til að byggja sín hús.“ Ósamræmi í matskvarðanum Nýrri aðalnámskrá grunnskóla var „kastað“ út í skólana árin 2011 og 2013, eins og Jón Pétur orðar það, án nokkurrar aðstoðar við innleiðingu hennar. „Hún boðað eðlisbreytingu náms, ekki bara stigsbreytingu, en innleiðingin var nánast engin, fyrir því hafa kennarar og stjórnendur fundið. Það var mikill ábyrgðarhluti að láta hana bara fljóta út í skólana og vera ekki fyrirfram með einhverja endurmenntun eða aðstoð við skólana við innleiðingu. Samhliða henni var tekinn upp nýr matskvarði, þar sem einkunnagjöfinni var breytt úr tölu- stöfum yfir í bókstafi, og það hefur enginn fylgst með því að það hafi ver- ið rétt gert. Það er enn ósamræmi í því hvernig skólarnir gefa einkunn eftir þessum kvarða. Ef það væri skoðað hvernig er verið að vinna þetta matskerfi í skólum út um allt land kæmi líklega út hrunskýrsla. Þetta hefur plagað margan skólamanninn og mikið óöryggi er víða.“ Jón Pétur gagnrýnir hversu lítið eftirlit er með því sem gerist í skól- unum og segir yfirvöld hafa afar tak- markaðan áhuga á menntamálum. „Þau segjast treysta skólunum og firra sig þar með ábyrgðinni á þessum mikilvæga málaflokki þar sem 20% nemenda geta ekki lesið sér til gagns, sem skapar mikla ógn við lýðræðið.“ Skóli er ekki eyland Réttarholtsskóli er unglingaskóli með um 350 nemendur, flestir koma úr Breiðagerðisskóla og Fossvogs- skóla. Staða skólans er einkar góð, það sýna allar niðurstöður „Það er öllu skólasamfélaginu hér að þakka, því skóli er ekki eyland heldur sam- félag. Við erum stór unglingaskóli sem er mikill kostur og veldur því að kennararnir geta kennt þá grein sem þeir eru bestir í, það er mikil já- kvæðni í garð skólans í samfélaginu og þá leggjum við mikið upp úr að ráða rétta fólkið í þær stöður sem losna. Þetta hefur smátt og smátt skapað skólanum góða stöðu, fólk treystir okkur vel og við vinnum mjög vel saman með foreldrum og nemend- um. Við erum með hópakerfi í stærð- fræði, íslensku, ensku og dönsku en nemendur geta valið sér hóp eftir því hvar þau standa í náminu. Það veldur því að við getum stutt betur við hvern og einn og skólamenningin er einstök. Ég er búinn að vera hér í tuttugu ár og þar af tíu sem stjórnandi og skól- inn stendur frábærlega. Mér finnst ágætt að ganga frá borði þegar það gengur allt vel.“ Morgunblaðið/Valli Gagnrýninn Jón Pétur Zimsen, skólastjóri Réttarholtsskóla, segir yfirvöld hafa lítinn áhuga á menntamálum. Án þekkingar er hugs- un afar takmörkuð  Jón Pétur Zimsen hættir sem skólastjóri Réttarholtsskóla  Segir menntastefnu Reykjavíkurborgar illa ígrundaða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra hefur skipað samstarfsráð til að styrkja samvinnu aðila um uppbyggingu Landspítalans og efla samráð og miðlun upplýsinga þannig að áætlanagerð, fram- kvæmdir og forgangsröðun taki sem best mið af áherslum þeirra sem tengjast verkefninu. Ráð- herrann kynnti þessa ákvörðun sína á ríkisstjórnarfundi í gær- morgun. Fram kemur í frétt á heimasíðu velferðarráðuneytisins um sam- starfsráðið að ráðið mun starfa á vegum velferðarráðuneytisins og vera heilbrigðisráðherra til sam- ráðs og ráðgjafar meðan á upp- byggingunni stendur, auk þess sem því sé ætlað að auka og efla yf- irsýn ráðuneytisins með verkefninu í heild á framkvæmdatímanum. Í minnisblaði ráðherra til ríkis- stjórnarinnar er bent á að margar stórar ákvarðanir séu framundan vegna uppbyggingarinnar á lóðinni við Hringbraut, en ekki einungis vegna nýframkvæmda, heldur einnig vegna ráðstöfunar og nýt- ingar á þeim byggingum sem fyrir eru, vegna starfsemi spítalans meðan á framkvæmdum stendur og vegna flutnings starfseminnar eftir því sem framkvæmdunum vindur fram. Anna Lilja Gunnarsdóttir, ráðu- neytisstjóri velferðarráðuneytisins, fer með formennsku í ráðinu. Aðrir fulltrúar eru Páll Matthíasson, for- stjóri Landspítalans, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Ís- lands, Guðrún Ingvarsdóttir, for- stjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, og Erling Ásgeirsson, formaður stjórnar Nýs Landspítala ohf. Starfsmaður samstarfsráðsins er Dagný Brynjólfsdóttir, sérfræð- ingur í velferðarráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að ráðið fundi alla jafna ársfjórðungslega eða eins oft og þurfa þykir. agnes@mbl.is Samstarfsráð um Landspítalann  Ætlað að styrkja samvinnu um upp- byggingu spítalans og efla samráð Tölvumynd/Nýi Landspítalinn Uppbygging Tölvumynd af nýjum Landspítala sem nú er í byggingu. Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Þín eigin skrifborðskæling! Stjórnaðu hitastiginu við vinnustöðina þína. Kælitæki, rakatæki og lofthreinsitæki, allt í einu tæki. Til í hvítu og svörtu. Kynningarverð aðeins kr. 37.227 m.vsk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.