Morgunblaðið - 25.04.2018, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2018
✝ Percy B. Stef-ánsson fæddist í
Stokkhólmi 21. sept-
ember 1947. Hann lést
í Reykjavík 14. apríl
2018.
Foreldrar Percy
voru hjónin Sig-
tryggur Benedikt
Stefánsson bygging-
arfulltrúi, f. 1925, d.
1991, og Maj-Britt
Bülow Stefánsson hús-
móðir, f. 1928, d. 2005. Hann átti
tvö systkini, Gunnar Friðrik Stef-
ánsson, f. 1955, d. 1960, og Stefán
Birgi Sigtryggsson, raftækni-
fræðing og kennara, f. 1950. Syst-
kinabörn Percy eru: Arnar Stef-
ánsson, f. 1970, Alex B. Bülow
Stefánsson, f. 1986, Sigtryggur B.
Stefánsson, f. 1990, Stefanía Rós
Stefánsdóttir, f. 1993, og Maj-
Britt Anna Bjarkardóttir, f. 1996.
Auk þess átti Percy kjörfjölskyldu
að eigin sögn. Þau voru Kjartan
Pálmason f. 1973 og Halla Thor-
oddsen f. 1977. Dætur þeirra eru
Þórhildur Bríet f.
2007 og Karólína
Helga f. 2013 sem
Percy gekk í afastað.
Percy útskrifaðist
sem tæknifræðingur
frá STI Stockholms
Tekniska Institut ár-
ið 1980.
Hann vann hjá
Húsnæðisstofnun rík-
isins í 18 ár sem for-
stöðumaður Bygg-
ingarsjóðs verkamanna, seinna
félagslega kerfinu. Frá 1998
starfaði hann í þrjú ár sem áfeng-
is- og vímuefnaráðgjafi á Teigi
Landspítala. Síðustu ár tók Percy
þátt í stofnun Lausnarinnar – fjöl-
skyldumiðstöðvar varðandi með-
virkni og vann þar sem ráðgjafi
til starfsloka. Hann var einnig
tengdur mannréttindabaráttu
Samtakanna 7́8 í mörg ár, að-
allega í stjórn frá 1990-1996 og
sem formaður árið 1997.
Útför Percy fór fram frá Hall-
grímskirkju 24. apríl 2018.
Elsku besti Percy. Byrjum á
upphafinu. Við kynntumst fyrst
um aldamótin og strax þá varstu
mikilvægur hluti af lífi mínu. Árið
2008 keyptum við hús í Hafnar-
firði, okkur vantaði leigutaka og
þú fluttir til okkar í Ásbergið. Það
var mikið gæfuspor fyrir okkur öll.
Hafnarfjörður var langt frá 101
Reykjavík sem þú fannst þig best í
á kaffihúsum borgarinnar en þér
hlýtur að hafa liðið vel hjá okkur
því við náðum að hafa þig hjá okk-
ur í næstum tíu ár áður en þú yf-
irgafst þetta líf. Það bar aldrei
skugga á sambúðina enda meiri
ljúflingur vandfundinn. Þegar þú
fluttir til okkar breyttist vináttan í
fjölskyldu, þú varðst einn af okkur.
Þú fékkst nýtt en mjög mikilvægt
hlutverk í lífi okkar allra, þú gerð-
ist afi Þórunnar Bríetar, og þú
blómstraðir í því hlutverki. Þegar
ég sagði öðrum frá þér, þá kallaði
ég þig ættleidda afann sem bjó hjá
okkur og við vorum svo heppin að
eignast því okkur vantaði einmitt
einn slíkan. Tóta átti sérstakan
stað í hjarta þínu og það var svo
gagnkvæmt. Svo þegar Karólína
Helga fæddist 2013 eignaðist hún
líka besta afa í heimi. Þær fóru oft
niður til þín og alltaf velkomnar.
Karólínu fannst sérstaklega gott
að koma til þín og fá ís eftir anna-
saman dag í leikskólanum og vera
hjá þér. Þú hlýddir henni líka í
einu og öllu og það fannst henni
ekki verra enda skemmtilega
stjórnsöm eins og leikskólabörn
geta oft verið. Þú varst alltaf til
staðar fyrir afastelpurnar þínar
með ómældri þolinmæði, tíma og
ást. Þú varst líka til staðar fyrir
mig. Alltaf. Ég er þakklát fyrir all-
ar stundirnar sem við áttum sam-
an. Við drukkum saman ómælt
magn af kaffinu mínu og spjölluð-
um um daginn og veginn. Við átt-
um marga yndislega sólardaga í
garðinum þar sem þú lékst við
afastelpurnar þínar. Ég sakna
þess að vita af þér heima í kjall-
aranum, Ásbergið er tómlegt án
þín. Við eyddum síðustu jólum
saman og héldum sænsku hefðinni
á föstudaginn langa. Ég hafði allt-
af á tilfinningunni að þú yrðir ekki
langlífur þar sem heilsufarið var
ekki með besta móti en þú varst
samt tekinn of snemma frá okkur,
aðeins sjötugur að aldri. Þú áttir of
margt eftir ólokið og kaffibollinn
bíður eftir þér hjá mér. Þú áttir
bókaða ferð með afastelpunum
þínum og Kjartani í Legoland í
Danmörku í sumar. Tóta þurfti
lengur á þér að halda eftir erfitt ár,
þú varst ein af mikilvægustu
manneskjunum í hennar lífi og þið
eydduð miklum tíma saman. Kar-
ólína missir af dýrmætum tíma
með eina afanum sem hún hefur
kynnst. Hún sagðist vera glöð að
Klara, hænan sem þú áttir og dó
líka í vetur, hefði tekið á móti þér á
himninum og væri með þér og hin-
um englunum. Vonandi hefur hún
rétt fyrir sér og þú ert þar. Ég
mun aldrei gleyma öllu sem þú
gerðir fyrir mig og fjölskylduna og
þakka fyrir tímann sem við feng-
um með þér í þessu lífi. Hvíl í friði,
kæri Percy.
Halla Thoroddsen.
Elsku vinur minn Percy er lát-
inn.
Það var mér mikil harmafregn
og um leið hugsunin um hvernig
vinátta virkar. Það er nefnilega
þannig með vináttu að það er ótrú-
legt hvað hún getur lifið lengi. Á
tímabili sáumst við nærri daglega
en síðar leið tíminn á milli svo ár-
um skipti.
Við Percy vorum Akureyringar
og enda þótt áhugamálin lægju ekki
saman auðnaðist okkur að halda
vináttunni þannig að við vorum
saman á kvöldin og oftar en ekki
fórum við í útilegur saman. Percy
hafði aðgang að bíl pabba síns og ég
var með flugpróf, þannig að ferða-
mátinn var mismunandi.
Það er svo undarlegt að enda
þótt lífsvegir okkar hafi ekki legið
saman frá unglingsárum urðu allt-
af fagnaðarfundir þegar við hitt-
umst. Þá var spjallað og hlegið að
gömlum axarsköftum.
Foreldrar Percys, þau Maybritt
og Sigtryggur, tóku mér nánast
sem syni og maturinn sem May-
britt bar ofan í okkur sísvanga var
alltaf ljúffengur.
Nú ert þú farinn yfir móðuna
miklu og get ég því aðeins hlakkað
til endurfundanna þegar þar að
kemur.
Hvíl þú í friði vinur minn.
Gunnar Þorvaldsson.
Percy kynntist ég fyrst og
fremst í og með störfum mínum
fyrir Alnæmissamtökin – nú HIV-
Ísland.
Percy var mikill ljúflingur og af-
ar þægilegur í allri umgengni og
samstarfi – og samstarf okkar varð
talsvert.
Haustið 2002 hófst fræðsluverk-
efni Alnæmissamtakanna sem fól í
sér að heimsækja öll skólabörn í 9.
og 10. bekk. Stuðningur til þessa
umfangsmikla verkefnis fékkst í
upphafi frá Landlæknisembættinu
og Hjálparstarfi kirkjunnar.
Verkefnið var skipulagt á þann
máta að unnt yrði að hefja það ann-
að hvert ár.
Percy tók þátt í þessu starfi – og
það svo um munaði. Í fyrsta áfanga
tók hann tvær vikur samfellt og
hitti um 770 börn í 26 grunnskólum
á Norðurlandi eystra. Sums staðar
komu nemendur úr 8. bekk einnig
á fundi, um það tóku skólastjórn-
endur ákvörðun.
Snemma árs 2005 var Percy aft-
ur kominn af stað, ásamt öðrum, en
verkfall grunnskólakennara haust-
ið 2004 kom í veg fyrir að unnt yrði
að hefjast handa að hausti.
Veturinn 2006-07 var enn haldið
af stað og Percy með að vanda.
Ég kveð góðan vin og félaga.
Birna Þórðardóttir.
Percy B. Stefánsson
✝ DraupnirGestsson
fæddist á Land-
spítalanum í
Reykjavík 18. jan-
úar 1980. Hann
lést á gjörgæslu-
deild Landspít-
alans 13. apríl
2018.
Draupnir var
sonur hjónanna
Gests Breiðfjörð
Gestssonar og El-
ísabetar Hauks-
dóttir og var yngst-
ur systkinanna
Sigurðar Hauks
Gestssonar, Eyrún-
ar Sigríðar Gests-
dóttur og Gests
Breiðfjörð Gests-
sonar.
Útför Draupnis
fer fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju í
dag, 25. apríl 2018,
klukkan 15.
Elsku Draupnir, fallegi, góði
bróðir minn.
Mér þykir svo sárt að horfa á
eftir þér, litli bróðir minn sem mér
þykir svo vænt um.
Það sem ég hefði mikið viljað
breyta svo mörgu og vildi að ég
hefði getað gripið inn í til þess að
hjálpa þér að finna betri stað í líf-
inu.
Ég man svo vel eftir því hversu
sár og reiður ég varð þegar ein-
hver gerði eitthvað á þinn hlut og
brást ég alltaf illa við, því enginn
mátti snerta litla bróður minn sem
mér þótti svo vænt um.
Þú varst alltaf svo hjálpsamur
og alltaf boðinn og búinn til þess
að koma og stýra framkvæmdum
hjá okkur. Þú passaðir alltaf upp á
að allt væri svo nákvæmt og þoldir
ekki ef vinnubrögðin voru ekki í
lagi.
Í dag hugsa ég svo mikið um
þegar við fórum saman í veiði og
eins þegar við vorum saman í
Kaupmannahöfn. Frændsystkin-
um þínum þykir svo vænt um þig
enda varstu þeim alltaf svo góður.
Gestur segir alltaf Draupnir er vin-
ur minn og allar þessar minningar
lifa í mínu hjarta, elsku bróðir.
Það er svo erfitt að hugsa til
þess að sjá þig ekki en ég veit að
þú vakir yfir okkur og þá sérstak-
lega mömmu.
Ég veit að þú ert núna kominn
út úr myrkrinu og farinn á betri
stað þar sem pabbi, Árni Freyr,
Kolla okkar og Vallý taka á móti
þér opnum örmum.
Ég sakna þín, elsku bróðir
minn.
Ástar- og saknaðarkveðjur.
Þinn bróðir,
Gestur.
Draupnir, litli elskulegi, hæg-
láti og brosmildi drengurinn sem
svo oft kom í heimsókn er við
bjuggum í Hafnarfirði, er látinn,
langt fyrir aldur fram. „Guð gefi
dánum ró og hinum líkn sem lifa.“
Skömmu eftir að við fluttum til
Hafnarfjarðar tókst mikil vinátta
með Gesti, bróður Draupnis, og
Elvari syni okkar. Í gegnum þá
vináttu tengdust við foreldrum
Draupnis, þeim Elsu og Gesti –
einstaklega elskulegu fólki sem al-
laf var hægt að leita til. Hús okkar
og heimili stóðu opin; gagnkvæm
boð í afmæli, fermingar, útskriftir;
áramótum fagnað, dansað á sjó-
mannadegi, farið í útilegu og litið
við í kaffi og spjall. Þótt nokkur
aldursmunur væri á börnum okk-
ar leiddu þessi kynni til einlægrar
vináttu þeirra á milli sem stendur
óröskuð. Oft kom Draupnir með
Gesti bróður sínum og þótt Helgi
sonur okkar væri nokkrum árum
yngri en hann tókst með þeim vin-
átta – og ekkert jafnaðist á við að
fá að vera heima hjá Draupni og
skoða og fá að leika sér með leik-
föngin hans. Þetta voru yndislegir
tímar og verða seint fullþakkaðir
af okkar hálfu.
Farsæl framtíð virtist blasa við
og Gestur fagnaði 60 ára afmæli
sínu. Rúmu ári síðar hrundi tilver-
an.
Gestur, skipstjóri á togaranum
Þór, varð bráðkvaddur um borð.
Draupnir var þá einn af áhöfninni
og sterki strákurinn sleppti ekki
taki á pabba sínum fyrr en í land
var komið. Áfallið var gífurlegt og
markaði mjög djúp spor í sálarlíf
Draupnis, sem án efa átti sinn þátt
í þeim erfiðleikum sem Draupnir
þurfti við að fást – allt til enda.
Eftir stóðu Elsa og börnin; þau
elstu að hverfa úr hreiðrinu en
Draupnir bjó áfram hjá móður
sinni, sem allt vildi fyrir hann gera.
Tíminn leið og báðar fjölskyld-
urnar fluttu og lengra varð á milli.
Alltaf var samt haft samband eða
leitað frétta og fylgst með hvað
var að gerast. Börnin stækkuðu,
luku sínum prófum og við blasti
heimurinn með sínum tækifærum
og hættum. Draupnir stundaði
sjóinn – harðduglegur og sterkur
umfram aðra og þar átti hann
trausta félaga. Við vissum samt að
Draupni leið ekki alltaf vel og
margt hrjáði þennan dugmikla og
brosmilda dreng. Okkur fannst
fyllilega nóg á hann lagt og ekki
síður móður hans.
Skyndilega veiktist Draupnir
alvarlega og var vart hugað líf.
Vinir hans fengu dýrmæta stund
til að kveðja og þakka vini sínum
og fjölskyldan vék ekki frá dán-
arbeði.
Yfir móðuna miklu fylgdu hon-
um bænir um frið og upprisu í ríki
Guðs, eins og kristin trú boðar
okkur öllum. Sú trú og einlæg
vissa um að á móti honum taki fað-
ir hans og aðrir vinir sem á undan
eru gengnir léttir sorgina.
Elsku Elsa. Við biðjum Guð að
styrkja þig og systkini Draupnis,
svo og aðra sem syrgja þennan
góða dreng. Við þökkum Draupni
vináttuna og þann hlýhug sem
hann bar til okkar fjölskyldu. Megi
algóður Guð blessa og varðveita
Draupni okkar um eilífð alla.
Kristjana Benediktsdóttir og
Níels Árni Lund.
Elsku besti vinur, það voru
þung skref fyrir okkur félagana að
kveðja þig á spítalanum. Minning-
arnar sem við eigum með þér eru
okkur dýrmætar og þegar við leið-
um hugann að þér finnum við fyrir
gleði í hjarta og eru minningarnar
margar.
Það var brallað ansi mikið sam-
an og misvitrar hugmyndirnar sem
við fengum og framkvæmdum. Það
var alltaf svo gott að leita til þín þar
sem þú varst svo traustur vinur og
stóðst ávallt við bakið á okkur, þú
varst algjör demantur. Við vitum að
þú ert kominn á góðan stað og hittir
hann Árna okkar þar.
Söknuðurinn er okkur mikill
þar sem góður drengur er farinn
frá okkur. Þú munt ávallt lifa í
hjörtum okkar.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
(Bubbi Morthens)
Hvíldu í friði, elsku Draupnir
okkar.
220 að eilífu.
Þínir vinir,
Orri Freyr, Daníel og Ármann.
Elsku vinur minn Draupnir.
Það er svo skrýtið að vera að
skrifa þessi orð til þín, ég átti ekki
von á því að þú myndir hverfa frá
svona snemma. Ég hugsa um allar
góðu stundirnar sem við áttum
saman, fyrst frá því ég var lítill og
var að stelast heiman frá mér yfir
til þín í næsta botnlanga á Vest-
urvanginum.
Það var alltaf svo spennandi að
fá að koma heim til þín og skoða og
leika með allt dótið sem þú áttir.
Þú áttir meira af dóti en meðal
leikfangaverslun. Ef mömmu og
pabba vantaði pössun fyrir mig
var það alltaf fyrsta val mitt að fá
að fara í pössun til foreldra þinna
Elsu og Gests. Hvergi var betra
að vera og á ég margar svo góðar
minningar alveg frá Vesturvang-
inum yfir í Suðurvanginn heim til
ykkar. Svo liðu árin og aldursbilið
fór að minnka á milli okkar.
Ég var ekki lengur Helgi litli og
fór þá vinátta okkar að verða
sterkari. Ég fann myndir um dag-
inn frá því að við vorum saman á
Hróarskeldu, mikið var ég glaður
yfir að eiga og finna þessar mynd-
ir. Við skemmtum okkur svo vel.
En núna ertu farinn, elsku vin-
ur, og alveg er ég viss um að hann
pabbi þinn er búinn að taka vel á
móti þér og passar upp á þig. Við
eigum eftir að hittast aftur seinna.
Elsku Elsa, Siggi, Gestur og
Eyrún. Ég votta ykkur mína
dýpstu samúð.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Helgi Þór Lund.
Draupnir Gestsson
✝ Árni Edwins,fyrrverandi
framkvæmdastjóri,
fæddist 23. desem-
ber 1933. Hann lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Skógarbæ 5.
apríl 2018.
Hann var sonur
hjónanna Edwins
Árnasonar, f. 15.
júlí 1909, d. 19. febr-
úar 1985, og El-
ínborgar Kristjánsdóttur, f. 20.
maí 1908, d. 1. desember 1978.
Árni gekk að eiga Vildísi
Kristmannsdóttur Guðmundsson
þann 17. nóvember 1956. For-
eldrar hennar voru hjónin Krist-
mann Guðmundsson rithöf-
undur, f. 23. október 1901, d. 20.
nóvember 1983, og Ingibjörg
maka, Önnu Maríu Jónsdóttur, f.
5. september 1967, eru: a) Ísarr,
f. 25. febrúar 1998, b) Vildís, f.
25. júlí 2001. 3) Árni Geir, f. 10.
september 1972, gjaldkeri Hús-
næðisfélags SEM. Dóttir hans
með fyrrverandi maka, Agötu
Michele, er Elin, f. 18. febrúar
2010.
Árni stundaði nám í Verslun-
arskóla Íslands og stutt fram-
haldsnám í London. Hann nam
einnig píanóleik. Hann stundaði
ýmis verslunarstörf og rak fyrir-
tækið Sólargluggatjöld um ára-
tuga skeið, fyrst í félagi með föð-
ur sínum og síðar eiginkonu og
sonum. Árni var mikill íþrótta-
maður á yngri árum. Hann var
félagi í Flugbjörgunarsveit Ís-
lands. Hann var einnig virkur fé-
lagi í Jöklarannsóknarfélagi Ís-
lands um áratuga skeið.
Árni verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju í dag, 25. apríl
2018, klukkan 13.
Guðmundsdóttir,
húsfreyja og sauma-
kona, f. 8. mars,
1916, d. 9. sept-
ember 1968. Synir
þeirra Árna eru: 1)
Kristmann, f. 18.
ágúst 1957, smiður.
Sonur Kristmanns
með Helgu Sig-
urjónsdóttur er Sig-
urjón Árni, f. 1. des-
ember 1976. Synir
hans og fyrrverandi maka, Stellu
Kristinsdóttur, f. 4. janúar 1962,
eru: a) Viktor, f. 1. júlí 1984, hans
barn er Viktoría Stella, f. 19.10.
2016, b) Róbert, f. 21. júlí 1987, c)
Benedikt, f. 23. október 1993, d)
Arnór, f. 5. mars 1996. 2) Edwin,
f. 7. desember 1965, fasteigna-
sali. Börn hans og fyrrverandi
Addi mágur minn hefur nú
haldið til móts við systur mína,
sem kvaddi þennan heim fyrir
réttum tveimur árum. Þau ár hafa
reynst Adda erfið, enda þau hjón
búin að haldast í hendur í 60 ár og
styðja hvort annað í blíðu og
stríðu.
Ég var 12 ára þegar þau gengu
í hjónaband og æ síðan hef ég átt
stoð og styttu og stórabróður-
ímynd í Adda. Ungu hjónin stofn-
uðu heimili á Lindargötunni og
þar var gjarnan fjör og gleði og
gaman að koma í heimsókn. Krist-
mann litli frændi kom svo í heim-
inn níu mánuðum eftir giftinguna
og ég fékk stundum að passa
hann. Árin liðu og börnin þeirra
og mín fæddust og við áttum alltaf
mjög góðar samverustundir og ég
sem yngri systir naut alltaf hjálp-
semi og aðstoðar umfram það sem
ég veitti.
Ég minnist með ánægju ferða
með Adda og Vildísi, m.a. á Arn-
arstapa á Snæfellsnesi þar sem við
heimsóttum pabba sem þar dvaldi
við skriftir og litla Kristmann sem
var þar í sveit. Addi var ávallt
mjög hjálpsamur og bóngóður og
alltaf þegar ég þurfti einhverja að-
stoð var hann boðinn og búinn.
Ósjaldan fórum við einnig saman
að huga að pabba á hans seinni ár-
um þegar eitthvað bjátaði á. Í rúm
20 ár áttum við Axel sumarbústað
í Húsafelli í næsta nágrenni við
Adda og Vildísi og áttum þar góð-
ar samverustundir. Það fyrsta
sem við gerðum eftir að Vildís dó
var að fara í nokkra daga í Húsa-
fell með Adda til að jafna okkur.
Síðar fórum við tvisvar saman
þangað, borðuðum vel og drukk-
um eðalrauðvín, en því miður
leyfði heilsa Adda ekki að hann
færi með okkur þangað síðasta ár-
ið sem hann lifði.
Í næstsíðasta skiptið sem við
hittumst komum við Axel í heim-
sókn með litla barnabarnið okkar
og Addi hélt í höndina á henni og
talaði um hvað það væri gaman að
fá heimsókn af svona fallegri lítilli
stúlku. Svo fengum við okkur lögg
af rauðvíni og Addi sagði „en hvað
þetta er gott“ og ljómaði, hló og
gerði að gamni sínu. Ég hitti Adda
í síðasta skiptið daginn sem hann
dó og náðum við Ninja systir mín
að kveðja á meðan hann hafði
nokkra meðvitund, en ljóst var að
aðeins nokkrar klukkustundir
voru í brottför hans úr jarðlífinu.
Það var falleg stund sem ég þakka
fyrir.
Við Axel kveðjum Adda mág
minn og biðjum fjölskyldu hans
blessunar.
Hrefna Kristmannsdóttir.
Árni Edwins