Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Side 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.04.2018, Side 22
MATUR Ekki er alveg ljóst hvaðan beyglur eru upprunnar en vitað er að mikið varborðað af þeim í samfélögum gyðinga allt frá 17. öld. Fyrsta skrifaða heim- ildin sem vitað er um sem segir frá beyglum er frá 1610 í Kraká í Póllandi. Uppruni beyglunnar 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.4. 2018 Markús Ingi Guðnason er einn þeirraþriggja sem reka saman nýtt bakarísem ber nafnið Deig og er í Selja- hverfinu í Breiðholtinu í Reykjavík. Hann er hálfíslenskur en ólst upp í Bandaríkjunum og ræddi blaðamaður við hann á ensku þó hann beri svona alíslenskt nafn. „Pabbi fæddist hérna og ólst upp hér en flutti ungur til Bandaríkjanna svo hann talar ekki frábæra íslensku sem er ástæðan fyrir því að ég tala ekki íslensku. Ég er enn að læra,“ segir Markús. „Ég flutti hingað fyrir fjórum árum,“ segir Markús en það var hægur leikur fyrir hann þar sem hann er íslenskur ríkisborgari. „Ég flutti af því að ég vissi að hér væru mörg tæki- færi,“ segir Markús, sem hefur sannarlega nýtt sér þau. Hann rekur Deig ásamt tveimur vinum sín- um Knúti Hreiðarssyni og Karli Óskari Smárasyni en þeir eru einnig með veitinga- staðinn Le Kock í Ármúla. „Ég hef hitt frábært fólk hér. Knútur og Kalli eru góðir vinir mínir og við höfum skapað okkur tækifæri saman,“ segir hann en þeir kynntust þegar þeir unnu hjá veitingastaðnum Mat og drykk. Þeir fóru samt í aðra átt í rekstri eigin veit- ingastaðar. „Við erum allir lærðir mat- reiðslumenn og höfum unnið á fínum veit- ingastöðum eins og allir kokkar gera; fara að vinna á fínum stöðum því það er það sem búist er við af okkur,“ segir hann og útskýrir að þá hafi langað að prófa eitthvað annað. „Margir af þessum fínu veitingastöðum eru ofmetnir og tilgerðarlegir,“ segir hann og tek- ur strax fram að hann eigi alls ekki við Mat og drykk heldur sé hann að ræða almennt um veitingastaði sem falla í þennan flokk. „Þeir eru oft ekki eins góðir og manni finnst að þeir ættu að vera. Sem kokkar borðum við stund- um skyndibita. Við borðum seint á kvöldin vegna þess að við vinnum lengi frameftir. Við erum mjög hrifnir af götumat og þannig kom- Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Deig er við Seljabraut 54 í Breiðholti. Beyglur og kleinuhringir í Breiðholti Markús Ingi Guðnason er einn af þeim sem standa á bak við nýtt bakarí sem ber nafnið Deig og er í Breiðholti. Hann ólst upp í Bandaríkjunum en er hálfíslenskur og flutti hingað fyrir fjórum árum. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Markús Ingi Guðnason flutti til Íslands fyrir fjórum árum og rekur nú tvo staði í félagi við tvo aðra. Kleinuhringirnir eru margir hverjir mjög hugvitssamlegir. Rjómaostur passar vel með beyglunum. Það er hægt að beita ýmsum að- ferðum til að full- komna bragðið.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.