Morgunblaðið - 04.05.2018, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 04.05.2018, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Iðnaðareiningar í miklu úrvali lands langdræg bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-52H Stratofortress og flaug hún lág- flug yfir svæðið á meðan athöfn stóð yfir. Var þetta gert af virð- ingu við þá sem týndu lífi þennan dag. Að því loknu hélt vélin til Kefla- víkurflugvallar og lenti hún þar laust eftir klukkan hálftvö. Er þetta í þriðja skipti sem flugvél af þessari gerð sækir Ísland heim, en seinast gerðist það í júlí 1997 þeg- ar hingað komu tvær B-52 sprengjuvélar. Tveimur árum fyrr, árið 1995, komu einnig tvær B-52, en í bæði skipti var tilgangur heimsóknar að taka þátt í her- æfingu Norðurvíkings. Flugvélin fer aftur til Bandaríkjanna næst- komandi mánudag. vélarinnar. Ættingjar hinna látnu og fulltrúar íslenskra stjórnvalda, Landhelgisgæslu Íslands, banda- ríska sendiráðsins á Íslandi og flughers Bandaríkjanna voru á meðal þeirra fjölmörgu sem voru viðstaddir athöfnina. Sprengjuvél sótti landið heim „Þetta var áhrifamikil og tilfinn- ingaþrungin stund,“ segir Guð- laugur Þór Þórðarson utanríkis- ráðherra og bætir við að ljóst sé að mikil vinna hafi verið lögð í all- an undirbúning. „Minnismerkið þykir mér einnig mjög vel heppn- að og það er ljóst að þessi atburð- ur var mun stærri í sögunni en menn hafa talað um fram til þessa,“ segir hann. Þá kom sérstaklega hingað til Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Afhjúpað var í gær minnismerki um bandarísku sprengjuflugvélina „Hot Stuff“ sem var af gerðinni B-24 Liberator, en hún fórst 3. maí 1943 á Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Í slysinu fórust 14 menn, en stélskytta vélarinnar komst ein lífs af. Meðal þeirra sem týndu lífi var hershöfðinginn Frank M. Andrews, sem á þeim tíma var yfirmaður alls herafla Bandaríkjanna í Evrópu. Minnismerkið stendur við Grindavíkurveg og skartar eftir- líkingu af Liberator-vélinni. Á því er einnig að finna upplýsingar um slysið, nöfn þeirra sem um borð voru og ljósmyndir af tættu braki Víkurfréttir/Hilmar Bragi Virðingarvottur Fjölmenni var við afhjúpun minnisvarða um áhöfn bandarískrar flugvélar sem fórst fyrir 75 árum. Minntust þeirra sem létust á Fagradalsfjalli  Bandarísk B-52 sprengjuflugvél flaug lágflug yfir svæðið  Fjórtán menn létust er vélin „Hot Stuff“ fórst árið 1943 Lyfjaskortur er ekki séríslenskt vandamál. Svipuð staða kemur einnig upp í öðrum löndum og geta ástæðurnar verið margvíslegar. Þetta kemur fram í skriflegu svari Lyfjastofnunar við spurningum Morgunblaðsins um skyldu dreif- ingaraðila til að hafa alltaf á boð- stólum algeng og nauðsynleg lyf og hvað stofnunin geri til að tryggja að slík staða komi ekki upp. Spurst var fyrir um málið vegna þess að algengt skjaldkirtilslyf hef- ur ekki verið til hjá dreifingaraðila hér frá því í lok mars og byrjun apríl. Það mál er raunar að leysast, eins og kom fram í blaðinu í gær. Ýmsar ástæður Lyfjastofnun vitnar til reglu- gerðar um innflutning lyfja þar sem fram kemur að í lyfjaheild- sölum skuli ávallt vera birgðir helstu lyfja sem markaðsleyfi hafa á Íslandi og eiga heildsölurnar að útvega eins og hægt er þau lyf sem ekki eru til. Ekki hafa fengist upplýsingar um ástæður þess að skjaldkirtils- lyfið var ekki fáanlegt í tvo mánuði hjá framleiðandanum í Danmörku. Lyfjastofnun nefnir í svari sínu að orsakirnar fyrir því að lyfjaskortur kemur upp geti verið vandamál í framleiðsluferli, aukin eftirspurn, vandamál sem koma upp í innflutn- ingi, tafir á sendingum og fleira. Þegar lyf er ófáanlegt hjá lyfjainn- flytjanda er það sett á biðlista. Þar með er ekki sagt að það sé ófáan- legt í landinu. Það geti verið til í einhverjum apótekum eða heil- brigðisstofnunum. Þegar lyf er ófáanlegt og ekki hægt að nota önnur lyf sem mark- aðssett eru á Íslandi tekur svokall- að undanþágukerfi við. Þá getur læknir sótt um leyfi til Lyfjastofn- unar og óskað eftir að nota lyf sem ekki er á markaði hér. Þegar slíkt leyfi er veitt er lyfið notað á ábyrgð læknisins og lyfjainnflytjendur á Íslandi reyna að útvega það. helgi@mbl.is Hægt að fá einstök lyf á undanþágu  Stundum til úrræði ef lyf eru ófáanleg Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Margir framhaldsskólanna útskrifa stúdenta í vor í fyrsta skipti eftir þriggja ára nám um leið og þeir útskrifa síðasta hóp- inn eftir nám í fjóra vetur. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segist reikna með að fjölgun nemenda í grunnnámi í HÍ á næsta skólaári verði á bilinu 7-12%. Þunginn verði hins vegar meiri árið 2019 og áætlanir geri ráð fyrir að þá fjölgi um 15% og um 8% 2020. Á næstu þremur árum gæti því fjölgað um 1.200- 1.400 nemendur í Háskóla Íslands samkvæmt áætlun skólans. Jón Atli segir að út úr gögnum skólans megi lesa að á undanförnum árum hafi 35% nemenda úr stúdentsárgangi hafið nám við Háskóla Ís- lands strax að loknu stúdentsprófi, en um 15% ári eftir útskrift. HÍ hefur tekið inn yfir 3.000 nemendur í grunnnám árlega síðustu ár, í haust gæti fjöldinn orðið um 3.100-3.300. Fjölg- un nýnema gæti náð hámarki 2019, fjöldinn þá gæti farið í 3.400-3.600. MR og MA á næsta ári „Margir framhaldsskólar útskrifa í vor eftir þriggja ára nám, en áhrif á styttingu náms í framhaldsskólum dreifist á nokkur ár,“ segir Jón Atli. „Sumir skólanna hafa nú þegar braut- skráð eftir þriggja ára nám og aðrir koma inn í þetta kerfi á næsta ári. Það á við stóra skóla eins og Menntaskólann í Reykjavík og Mennta- skólann á Akureyri, en til dæmis hafa tæplega 10% af okkar nemendum komið úr MR.“ Jón Atli segir að verkefnið snúist ekki aðeins um heildarfjölda nemenda, heldur einnig um einstakar námsgreinar og deildir. Inntökupróf eru m.a. í læknisfræði, sjúkraþjálfun, hjúkr- unarfræði og lögfræði. Í lagadeild verða teknir inn 100 nemendur í haust, en í fyrra var fjöld- inn 90. Í læknisfræði verður fjöldinn 50, en hef- ur á síðustu árum verið 48 og þar er í athugun að fjölga enn frekar. „Sérstaklega þarf að skoða aðstæður þar sem samkeppnispróf eru fyrir nemendur sem koma úr tvöföldum árgöngum ef sætunum fjölgar ekki.“ Taka verkefnið alvarlega Háskóli Íslands er stærsti háskóli landsins og segir Jón Atli að skólinn hafi haft samráð við framhaldsskólana, menntamálaráðuneytið og fleiri um styttinguna og fjölgun nemenda. Mál- ið verði til umræðu á árlegum samráðsfundi HÍ og stjórnenda framhaldsskólanna á mánudag. „Fjölgun nemenda við skólann í ár og á næstu árum er verkefni sem við tökum alvar- lega,“ segir Jón Atli. „Við höfum verið að fara yfir þessa stöðu og ég hef trú á að þetta leysist. Þetta er flókið landslag en málin fyrir næsta ár skýrast að loknum umsóknar- fresti í byrjun júní. Við höfum áð- ur tekið inn stóra nemendahópa eins og eftir hrun þegar við höfðum allar dyr opnar og tókst þá að ráða við aukinn fjölda.“ Undirbúa fjölgun nemenda í HÍ  Margir framhaldsskólar útskrifa tvo stúdentahópa  Rektor Háskóla Íslands segir áhrifin dreifast á nokkur ár  Staðan skýrist er umsóknir liggja fyrir í júní Margrét Friðriksdóttir, skólameistari í Menntaskólanum í Kópavogi, segist hafa verið fylgjandi styttingu náms í framhalds- skólum og það hafi ekki breyst. Með breyt- ingunni væri verið að nýta tíma nemenda betur en áður og hún hefði verið nauðsynleg í ljósi breyttra aðstæðna eins og breytts námsmats og símatsáfanga. Hins vegar væri ljóst að stytting námsins í þrjú ár hentaði ekki öllum nemendum. Marg- ir lykju því námi á lengri tíma, en það hefði í sjálfu sér verið viðbúið og kerfið í raun gert ráð fyrir því. Sveigjanleiki áfangakerfisins nýttist eftir sem áður. „Hvað skólann varðar hefur þetta gengið vel, en vissulega eru skoðanir enn skiptar meðal skólafólks,“ segir Margrét. „Nemend- ur þurfa að taka fleiri einingar á önn en var í fjögurra ára kerfinu, sem þýðir að stunda- taflan verður þéttari og nær lengra fram á daginn. Margir þeirra kvarta undan þessu og telja að þetta gangi inn á þann tíma sem þau nota annars í tónlistarskóla, íþróttir og ann- að félagsstarf. Á sama tíma eru þessi nemendur að vinna með skóla og sum þeirra óhóflega að mínu mati.“ Tími nemenda betur nýttur SKOÐANIR ERU ENN SKIPTAR Margrét Friðriksdóttir Jón Atli Benediktsson Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.