Morgunblaðið - 04.05.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
S V E F N S Ó F A R
TURI
kr. 149.800
frá Innovation Living Denmark
Bjarni Benediktsson, fjár-málaráðherra og formaður
Sjálfstæðisflokksins, benti nýlega á
það að ESB líkti íslensku sjálfstæði
við vesen! Páll Vilhjálmsson skrifar
því:
Evrópusambandið, EES, er til-raun stærstu ríkja meginlands
Evrópu, Frakklands og Þýskalands,
til að leysa sambúðarvanda sinn í
kjölfar tveggja
heimsstyrjalda.
Smáþjóðirnar íkring taka þátt í
tilrauninni af illri
nauðsyn.
Eftir því sem fjærdregur kjarna-
ríkjunum verður sam-
starfið hnökróttara.
Danmörk og Svíþjóð
taka ekki upp evru og
Austur-Evrópa neitar
að hlýða boðvaldi Brussel, t.d. um
viðtöku flóttamanna. Bretland gekk
úr ESB vegna afskipta af innanrík-
ismálum eyþjóðarinnar.
EES-samningurinn, sem Ísland áaðild að, var saminn fyrir þjóð-
ir á leið inn í sambandið.
Hann er skrítinn á sama hátt ogESB sjálft; lög og regluverk
eru sett af embættismönnum í
Brussel sem hvorki hafa lýðræð-
islegt umboð né þekkingu á stað-
bundnum aðstæðum.
Við eigum að losa okkur úr EEShið fyrsta.“
Aðsendar tilskipanir eru verri envesen, miklu verri.
Þær eru skaðræði.
Verra en vesen
STAKSTEINAR
Bjarni
Benediktsson
Páll
Vilhjálmsson
Veður víða um heim 3.5., kl. 18.00
Reykjavík 3 skýjað
Bolungarvík 2 léttskýjað
Akureyri 4 skýjað
Nuuk -2 léttskýjað
Þórshöfn 8 rigning
Ósló 9 léttskýjað
Kaupmannahöfn 12 heiðskírt
Stokkhólmur 7 súld
Helsinki 9 rigning
Lúxemborg 15 heiðskírt
Brussel 14 léttskýjað
Dublin 12 skýjað
Glasgow 9 skúrir
London 14 léttskýjað
París 15 heiðskírt
Amsterdam 13 léttskýjað
Hamborg 14 heiðskírt
Berlín 18 heiðskírt
Vín 25 skýjað
Moskva 21 heiðskírt
Algarve 20 heiðskírt
Madríd 17 heiðskírt
Barcelona 16 alskýjað
Mallorca 20 léttskýjað
Róm 17 þrumuveður
Aþena 24 skýjað
Winnipeg 13 heiðskírt
Montreal 16 skúrir
New York 30 heiðskírt
Chicago 20 þoka
Orlando 26 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
4. maí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:49 22:01
ÍSAFJÖRÐUR 4:36 22:24
SIGLUFJÖRÐUR 4:19 22:07
DJÚPIVOGUR 4:14 21:35
Minnstu mátti muna að illa færi þeg-
ar aðeins 148 metrar voru á milli
flutningaskipsins Arnarfells og far-
þegaferjunnar Herjólfs í ágúst síð-
astliðnum. Andvara- og samskipta-
leysi stjórnenda Herjólfs er talið
helsta ástæðan, samkvæmt rann-
sóknarnefnd samgönguslysa.
Atvikið átti sér stað 2. ágúst í
fyrra en þá lagði Herjólfur úr höfn í
Vestmannaeyjum klukkan 18.45 og
var stefnan sett á Landeyjahöfn.
Arnarfell var statt milli á milli Vest-
mannaeyja og lands á leið frá Fær-
eyjum til Reykjavíkur.
Í niðurstöðu rannsóknarnefndar
samgönguslysa segir að vakthafandi
skipstjórnarmenn hafi ekki vitað
hvor um annan fyrr en skipin komu í
augsýn undan Elliðaey klukkan
18.54. „Herjólfur var með Arnarfell
á stjórnborða og þurfti stjórnandi
þess að beygja til stjórnborða til að
forða árekstri þegar stutt var á milli
skipanna,“ segir í niðurstöðunni.
Minnsta fjarlægðin á milli skipanna
var 0,08 sjómílur eða um 148 metrar.
Samkvæmt yfirstýrimanni Arnar-
fells var fjarlægðin milli skipanna
þegar þau komu í augsýn hvort við
annað 0,95 sjómílur. Eftir atvikið var
verklagi breytt um borð í Herjólfi í
þá veru að koma í veg fyrir að svona
gerðist aftur. johann@mbl.is
Munaði litlu að skip rækjust saman
148 metrar á milli Arnarfells og Herj-
ólfs á siglingu skammt frá Eyjum í fyrra
Morgunblaðið/RAX
Sigling Herjólfur á leið milli Land-
eyjahafnar og Vestmannaeyja.
Framboð Eyþórs
Laxdal Arnalds í
leiðtogaprófkjöri
Sjálfstæðis-
flokksins kostaði
samtals rúmlega
4,9 milljónir
króna. Fjár-
framlög til fram-
boðsins námu
tæpum 3,4 millj-
ónum, þar af voru
eigin framlög Eyþórs 1 milljón
króna. Ógreiddur kostnaður við
framboðið er tæpar 1,6 milljónir.
Þetta kemur fram í útdrætti á
uppgjöri vegna þátttöku frambjóð-
enda í flokksvali Sjálfstæðisflokks-
ins árið 2018 sem Ríkisendurskoðun
hefur birt á heimasíðu sinni.
Bein framlög frá einstaklingum
undir 200 þúsund krónum voru sam-
tals 880 þúsund krónur, en 31 ein-
staklingur lagði fé til framboðsins.
Þá fékk framboðið fjárframlög frá
átta lögaðilum, samtals 1,5 milljónir
króna. Hæsta einstaka framlagið
kom frá Brekkuhúsum ehf. og var
300 þúsund krónur.
Leiðtogaprófkjör Sjálfstæðis-
flokksins fór fram hinn 27. janúar
síðastliðinn og var Eyþór sigurveg-
ari þess.
Eyþór
Arnalds
Kostaði 4,9
milljónir
Framboð Eyþórs í
leiðtogaprófkjöri