Morgunblaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 13
Ljósmyndir/Úr einkasafni
örugg og á Íslandi svo krakkarnir
fengu að fara um allt án okkar.“
Krakkarnir unnu á við
fullorðna í sínu starfi
Hægt er að velja um mismun-
andi verkefni hjá sjálfboðasamtök-
unum og valdi íslenski hópurinn að
kenna ensku.
„Við kenndum á barnaheimil-
um á morgnana og síðan full-
orðnum eftir hádegi, þá kenndu
Sólbjörg og Vignir extra ensku fyr-
ir fullorðna en við Halla kenndum
hópi kvenna í þorpinu,“ útskýrir
Margrét.
„Þetta var hörkuvinna frá 8 til
18 alla virka daga. En við fengum
svo gott frí um helgar og aðstoð frá
samtökunum við að skipuleggja frí-
tímann okkar.“
Hún segir engin stór vandamál
hafa komið upp þótt verkefnið hafi
vissulega verið erfitt.
„Þetta var algjörlega ólíkt okk-
ar venjulega lífi og mjög erfitt að
venjast hitanum og rakanum.
Fyrstu vikurnar dreymdi okkur um
kalt vatn og kraftmikla sturtu en
ekkert okkar sá nokkurn tíma eftir
því að hafa farið. Þessi sjálfboða-
verkefni eru ekki ætluð fyrir börn
og unglinga og var þetta í fyrsta
sinn sem African Impact á Sansibar
tók á móti fjölskyldu. Þau voru víst
tvístígandi með að leyfa krökkunum
að koma en Sólbjörg og Vignir voru
sett í verkefni eins og þau væru
fullorðin og þau kvörtuðu aldrei og
skiluðu frábæru starfi.“
Margrét segir að þau myndu
öll vilja fara aftur til Sansibar ef
tækifæri byðist og að þau eigi
örugglega eftir að fara í eitthvert
svipað verkefni aftur.
„Ég myndi mæla með svona
verkefni fyrir alla sem hafa áhuga,
þetta var stórkostlegt ævintýri.
Bæði hafa allir gott af því að fara
út fyrir þægindarammann og svo er
upplifunin af því að kynnast nýju
landi og fólki allt önnur en þegar
þú ert venjulegur ferðamaður. Við
lærðum ótrúlega mikið á þessum
stutta tíma. Maður kemur heim
með nýja sýn á heiminn og þetta
kennir manni líka ýmislegt um
mann sjálfan og hvað í manni býr.
Við komum öll heim ótrúlega þakk-
lát fyrir að hafa fæðst á Íslandi.“
Framandi Dýralífið í Afríku er sannarlega öðruvísi en í
íslenskum sveitum. Í skoðunarferð um Prison Island
hittu Sólbjörg og Vignir þessa stóru skjaldböku.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018
Fésbókarsíða Fuglaverndar er sér-
lega skemmtileg, þar er m.a. alls
konar fróðleikur um fugla. Nýlega
var þessi færsla um hrossagaukinn
sett þar inn:
Hrossagaukurinn mun sam-
kvæmt þjóðtrúnni vera spádóms-
fugl og mun spáin vera eftir því
hvar fólk heyrir hann fyrst hneggja
á vorin: „Í austri unaðsgaukur, í
suðri sælugaukur, í vestri vesæls-
gaukur, í norðri námsgaukur, uppi
er auðsgaukur og niðri er nágauk-
ur.“
Gamall Flóamaður sendi grein í
Velvakanda Morgunblaðsins hinn 3.
júní 1966 og þar er að finna þessa
vísu um hrossagaukinn:
Ef hann lætur í austri sig heyra,
ekki þarftu að biðja þér fleira.
Aukast mun þér alúð og yndi
og ánægja í tröllkonuvindi.
Í hánorðrinu er hengir hann niður,
hausinn, klærnar, vængi og fiður,
orgar svo í ofboði mesta,
ekki mun þig spekina bresta.
Í skýjunum ef skellur hans hlátur,
skaltu verða glaður og kátur,
auðurinn í greipar þér gengur
og gleður þig hinn fátæki drengur.
Undan þér er umlandi hann gengur,
ekki muntu lifa þá lengur.
Drottinn mun þig draga til sinna
því dauðinn mun á flestöllum vinna.
Fuglafróðleik er að finna á fésbókarsíðu Fuglaverndar
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Í norðri er hann námsgaukur
Við erum að ögra okkur, íhvert skipti sem kórinnvelur nýtt verkefni er kór-inn að ögra sér, fara yfir á
ystu brún. Í þetta skipti er það annar
menningarheimur, Suður-Ameríka,
ritmi, hugsunarháttur og flæði.
Söngfjelagið er mjög opinn kór sem
er tilbúinn að láta leiða sig í hin ýmsu
verkefni með opnum huga og óbilandi
trú og kærleika á verkefnin. Í kórn-
um eru rúmlega 60 manns úr öllum
stéttum þjóðfélagsins og á öllum aldri
og vinskapur og kærleikur á milli
Söngfjelaga er einstakur. Sem stjórn-
anda gefur Söngfjelagið mér mikinn
innblástur og það er einstaklega
gaman að vinna þessi metnaðarfullu
verkefni með þeim,“ segir Hilmar
Örn Agnarsson, stjórnandi Söngfjel-
agsins, sem býður til vortónleika á
morgun, laugardaginn 5. maí. Eins og
undanfarin ár er Söngfjelagið með
sérstakt þema á vortónleikum sínum.
Nú er komið að Suður-Ameríku og er
það hin þekkta Kreólamessa, Misa
Criolla, sem verður flutt. Suðuramer-
ískir tónlistarmenn eru sérstaklega
fluttir inn til landsins til að leika með
á tónleikunum, hljómsveitin INTI
Fusion, en meðlimir hennar eru
þekktir bæði í heimalandi sínu og í
Noregi, þar sem þeir búa. Tengingin
við þá er í gegnum Hjörleif Valsson
fiðluleikara sem er góðvinur Söngfje-
lagsins og spilar einnig með þeim í
Noregi. INTI Fusion spilaði til marg-
ar ára á götum Evrópu, svokallaða in-
kamúsík eða tónlist ættaða frá And-
esfjöllum. INTI Fusion mun einnig
leika sína tónlist á tónleikunum á
Suðrænn Félagarnir í INTI Fusion
eru flinkir. Héctor Meriles á gítar.
Glaðir F.v. Edgar Albitres, söngur og flautur, Héctor Novas, slagverk, Héctor Meriles, gítar, Hilmar Örn Agnars-
son, listrænn stjórnandi, Salvador Machaca, flautur, Hjörleifur Valsson, fiðla. Á myndina vantar Carlos Jeldes.
Losað um lúterskar mjaðmir
morgun, sem er með dansívafi.
Hryggjarstykki tónleikanna er
Kreólamessan, Misa Criolla, eftir
argentínska tónskáldið Ariel Ramírez
(1921-2010). Æfingaferlið hefur verið
einstakt og skemmtilegt. Mikið um
framburðarkennslu og spænskunám
og tekist á við suðrænan ritma, sem
er ekki svo einfaldur fyrir Íslend-
ingana, þeir þurfa að losa um sínar
lútersku mjaðmir, komast í salsa og
sveiflu. Á einum tímapunkti æfði kór-
inn með INTI Fusion á skype til að
samhæfa ritma og framburð og einn-
ig fór Hilmar Örn og vann með þeim
yfir helgi í Osló til að samstilla alla
strengi, trommur og raddir. Þetta er
því búið að vera heilmikið ævintýri.
Með Söngfjelaginu í Misa Criolla
koma fram auk INTI Fusion, tónlist-
armennirnir Guðmundur Stein-
grímsson „Papa jazz“ sem sér um
áslátt, og Hjörleifur Valsson á fiðlu.
Tónleikarnir verða á Korpúlfsstöðum
kl. 17 á morgun, laugardag, og miðar
fást á tix.is
www.intifusion.com
Söngfjelagið býður til Kreólamessu á Korpúlfsstöðum á morgun, laugardag
SCREEN- OG RÚLLUGARDÍNUR
Henta vel þar sem sól er mikil en þú vilt geta séð út
Láttu sólina ekki trufla þig
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Íslensk framleiðsla eftir máli
Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku
OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18
alnabaer.is