Morgunblaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 25
stjórn hafi komið að árásunum á
nokkurn hátt.
Annað sem gerðist í kjölfarið var
að Bandaríkjamenn og Rússar gerðu
með sér samkomulag um að Sýrland
setti öll sín efnavopn undir alþjóðleg
eftirlit. Það er ekki vitað annað en að
Sýrlendingar staðið við allar sínar
skuldbindingar og að þeir hafi afhent
til eyðingar allt sem þeir áttu af efna-
vopnum.
Það að Bandaríkjamenn nú haldi
því fram að allt í einu séu þrjár starf-
andi efnavopnaverksmiðjur á vegum
Sýrlandsstjórnar stenst ekki skoðun.
Þriðja atriðið sem vert er að velta
fyrir sér og er sennilega það sem
skiptir mestu máli í hinu stóra sam-
hengi. Það er sú einfalda staðreynd
að Bandaríkjamenn gerðu ekki árásir
á Sýrland í framhaldi árásarinnar í
Ghouta. Hver skyldi skýringin á því
vera? Það blasir við að álykta að þeir
hafi ekki haft neinar sannanir fyrir
því að Sýrlandsstjórn hafi staðið að
baki árásinni.
En það merkilega er að ekkert
breyttist í framhaldinu. Árásir með
eiturefnum héldu áfram. Og alltaf var
kallað eftir því að Obama stæði við
loforð sín um að gera loftárásir á Sýr-
land. En hann lét ekki undan og
Bandaríkin gerðu ekki loftárásir á
Sýrland í forsetatíð hans.
En Sýrlandsstjórn er sek um ann-
að og miklu verra. Hún hefur í mörg
ár staðið uppi í hárinu á vesturveld-
unum og virðist vera að vinna. Hér
verður að hafa í huga að vesturveldin
hafa varið ógrynni fjár á und-
anförnum árum til að kynda undir
ófriðarbálinu í Sýrlandi.
Þetta kallar á eftirfarandi spurn-
ingu: Af hverju skyldu Sýrlendingar
stöðugt vera að ögra vesturveldunum
með eiturvopnaárásum sem eru hern-
aðarlega algjörlega tilgangslausar og
skila minna en engu þegar þeir eru að
ná tökum á ástandinu heima fyrir?
Ef Sýrlandsstjórn hagnast ekki á
þessum árásum, hver hagnast þá?
Förum yfir það. Skýringin er ein-
faldlega sú að í hvert skipti sem eitur-
efnaatvik átti sér stað í Sýrlandi fór
áróðursmaskína vesturveldanna á
fullt þar sem hamrað var á því að Sýr-
landsstjórn væri að fremja glæpi
gegn mannkyni. Og haldið ykkur nú.
Hér kemur rúsínan. Allir þessir
glæpir voru framdir með aðstoð og á
ábyrgð Rússa!
Þetta var gjöf sem hefur haldið
áfram að gefa alveg fram á þennan
dag. Það er þess vegna ekki mikil von
til þess að vesturveldin vilji í alvöru
komast að því hverjir standa á bakvið
þessa glæpi í raun og þannig eyði-
leggja þetta frábæra áróðursvopn
gegn óvininum mikla í austri. Það er
til nafn yfir þetta og það er áróð-
ursstríð. Það er líka stríð. Og vest-
urveldunum hefur gengið vel í því
stríði á undanförnum árum.
Það að Donald Trump hafi í tví-
gang gefið skipun um að gera loft-
árásir á Sýrland hefur ekkert að gera
með efnavopn. Hann var bara að sýna
heimsbyggðinni hvað hann hefur
stóran takka.
Pólitíska undrabarnið sem nú er
Frakklandsforseti lét hafa eftir sér á
dögunum að lögmæti loftárásanna
fælist í því að þrjú aðildarríki örygg-
isráðs Sameinuðu þjóðanna hefðu
komið sé saman um að framkvæma
þær! Hann bætti síðar um betur og
sagði að hin þrjú fræknu hefðu verið
að verja heiður alþjóðasamfélagsins!
Þetta bull skýrir sig sjálft. Allir sjá
hvert það leiðir ef þessi vinnubrögð
verða ráðandi í samskiptum ríkja í
framtíðinni.
Okkar eigin utanríkisráðherra hef-
ur líka látið til sín taka í umræðunni.
Hér er lítill gullmoli úr viðtali við
hann sem birtist á mbl.is:
„Öryggisráðið hefur brugðist hvað
þetta varðar, fyrst og fremst út af því
að Rússar hafa beitt neitunarvaldi
sínu.“
Hvað er ráðherrann að segja? Er
ástæðan fyrir loftárásunum ekki
lengur sú að Sýrlandsstjórn hafi beitt
eiturvopnum? Er ráðherrann að
segja að ástæðan sé að Rússar beittu
neitunarvaldi í öryggisráðinu?
Þetta er algjörlega nýr flötur á
málinu. Hvað ætlar ráðherrann að
gera þegar Rússar beita næst neit-
unarvaldi í öryggisráðinu? Kalla
rússneska sendiherrann inn á teppið
og tilkynna honum að hann sé enn
einu sinni hættur við að fara á HM í
Rússlandi?
Ef þetta er einhverskonar vísbend-
ing um hvað er að baki íslenskri utan-
ríkisstefnu er ástæða til að hafa veru-
legar áhyggjur.
» Allir þessir glæpir
voru framdir með
aðstoð og á ábyrgð
Rússa! Þetta var gjöf
sem hefur haldið áfram
að gefa alveg fram á
þennan dag.
Höfundur er verkfræðingur.
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Erum flutt
í nýja glæsilega verslun
Skútuvogi 2
Verið
velkomin!
Borgartúni 22 og Skútuvogi 2, Reykjavík, sími 588 8000 • Dalshrauni 11, 220 Hafnarfirði, sími 565 0385
Hafnargötu 54, Reykjanesbæ, sími 421 2720 • Gleráreyrum 2, Akureyri, sími 461 2760
Opið 8.00–18.00 alla virka daga og 10.00–14.00 alla laugardaga
Árið 2016 var lagt
fram á Alþingi laga-
frumvarp um almanna-
tryggingar. Þar var
gert ráð fyrir að af-
nema svokallaða krónu
á móti krónu skerð-
ingu, sem aldraðir og
öryrkjar höfðu sætt í
kerfi almannatrygg-
inga. Þessi skerðing
olli öldruðum og ör-
yrkjum mikilli kjara-
skerðingu, ef um einhverjar tekjur
aðrar en lífeyri var að ræða. Á síð-
ustu stundu, áður en frumvarpið var
tekið til afgreiðslu, var sú breyting
gerð á þvíað strikað var út, að ör-
yrkjar skyldu njóta afnáms krónu á
móti krónu skerðingar. Hvers
vegna? Jú, vegna þess að Ör-
yrkjabandalagið var ekki tilbúið til
þess að samþykkja tillögu ríkis-
stjórnarinnar um starfsgetumat í
stað læknisfræðilegs örorkumat-
s.Öryrkjabandalagið taldi sig þurfa
lengri tíma til þess að kynna sér
starfsgetumat. Misjöfn reynsla er af
slíku mati erlendis.
Reynt að þvinga
ÖBÍ til hlýðni!
Lykilmenn í ríkisstjórn á þessum
tíma voru Sigurður Ingi forsætis-
ráðherra, Bjarni Benediktsson fjár-
málaráðherra og Eygló Harð-
ardóttir félagsmálaráðherra. Þeir
brugðust ókvæða við þegar Ör-
yrkjabandalagið neitaði að sam-
þykkja starfsgetumatið. Reynt var
að þvinga öryrkja til hlýðni. En þeg-
ar það gekk ekki var gripið til
starfsaðferða, sem tíðkuðust í Sov-
étríkjum kommúnismans: Öryrkjum
var stillt upp við vegg og sagt við
þá: Ef þið samþykkið ekki starfsget-
umatið fáið þið ekki sömu kjarabæt-
ur og aldraðir. Króna á móti krónu
skerðingin verður þá ekki afnumin
hjá ykkur, öryrkjum. Og við þetta
stóð ríkisstjórn Sigurðar Inga og
Bjarna Ben. Afnám krónu á móti
krónu skerðingarinnar var strikað
út. Því var að vísu lofað, að það yrði
leiðrétt fljótlega aftur.
En það var svikið. Allir
stjórnmálaflokkar hafa
lofað að leiðrétta þetta
en það hefur verið
svikið. Þessi svik, þessi
níðingsskapur hefur nú
staðið í tæpa 14 mán-
uði gagnvart ör-
yrkjum. Furðulegt
hvað hljótt hefur verið
um þessar aðfarir gegn
öryrkjum.
Gróf mismunun,
þvingunaraðgerðir
Hvað var hér að gerast? Hér var
að gerast gróf mismunun. Aldraðir
og öryrkjar höfðu setið við sama
borð í þessu efni. Grunnlífeyrir
þeirra var svipaður. Báðir aðilar-
,aldraðir og öryrkjar, sættu svo-
nefndri krónu á móti krónu skerð-
ingu, sem allir voru orðnir sammála
um, að þyrfti að afnema. Þegar rík-
isstjórn Sigurðar Inga ákvað að
„refsa“ öryrkjum með því að láta þá
áfram sæta krónu á móti krónu
skerðingu var verið að fremja grófa
mismunun gagnvart þeim, brjóta
mannréttindi á þeim, brjóta stjórn-
arskrána á þeim. Jafnframt var
beitt þvingunaraðgerðum gagnvart
öryrkjum; reynt að þvinga þá til
hlýðni með því að stilla þeim upp við
vegg og taka af þeim kjarabætur, ef
þeir samþykktu ekki óskylt mál,
starfsgetumat. Enda þótt ég sé ekki
lögfræðingur tel ég líklegt, að þess-
ar þvingunaraðgerðir hafi verið
hreint lögbrot. Þessi gerræðis-
vinnubrögð,þessar þvingunar-
aðgerðir, sem minna á vinnubrögð í
einræðisríkjum, hafa verið furðulítið
gagnrýnd. Það er eins og Íslend-
ingar láti allt yfir sig ganga!
Sömu vinnubrögð
hjá ríkisstjórn Katrínar!
Nýlega tók nýr formaður við í Ör-
yrkjabandalagi Íslands, Þuríður
Harpa Sigurðardóttir. Fljótlega eft-
ir að hún var kosin var hún í viðtali
á Hringbraut, sjónvarpsstöð hjá
Sigmundi Erni. Þar bar kjaramál
öryrkja á góma. Þuríður Harpa
sagði þá, að stjórnvöld vildu láta
kjarabætur til öryrkja (afnám krónu
á móti krónu skerðingar) sem eins
konar skiptimynt gegn því að ör-
yrkjar samþykktu starfsgetumat.
Hér var um stórpólitíska yfirlýsingu
að ræða. Þessi yfirlýsing þýðir það,
að ríkisstjórn Katrínar Jabobs-
dóttur beitir sömu vinnubrögðum,
sömu þvingunaraðgerðum í þessu
máli eins og ríkisstjórn Sigurðar
Inga gerði. Það er dæmigert, að það
þykir engin frétt, að ríkisstjórn VG,
Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sé
að reyna að þvinga Öryrkjabanda-
lagið til hlýðni í þessu máli. Ríkis-
stjórnin hefur setið í 3 mánuði og er
ekki enn farin að afnema krónu á
móti krónu skerðinguna gagnvart
öryrkjum. Það er vegna þess, að
ÖBÍ hefur ekki samþykkt starfsget-
umatið.
Ríkisstjórnin reynir nú að fara
nýjar leiðir í þessu máli; talar um
samfélagslega þátttöku öryrkja í
stað þess að tala eingöngu um
starfsgetumat. Það er reynt að slá
ryki í augun á öryrkjum og almenn-
ingi með slíkum orðaleppum.
Krafan er þessi: Það á strax, eins
og lofað hefur verið af öllum flokk-
um, að afnema krónu á móti krónu
skerðingu gagnvart öryrkjum. Það
hefur dregist í 14 mánuði. Ríkis-
stjórn Katrínar Jakobsdóttur á að
leggja fram frumvarp um þetta mál
strax og það á ekki að tengja málið
við starfsgetumat eða samfélagslega
þátttöku öryrkja. Það er annað mál
og það á að fjalla um það sér-
staklega. Ekki á að tengja þessi mál
saman.
Reykjavík, 22. febrúar 2018.
Öryrkjum og öldruðum
gróflega mismunað í kerfi TR
Eftir Björgvin
Guðmundsson » .....verið að brjóta
mannréttindi á ör-
yrkjum,brjóta stjórn-
arskrána á þeim, þving-
unaraðgerðum beitt
gegn þeim og reynt að
þvinga þá til hlýðni
Björgvin
Guðmundsson
Höfundur er fyrrverandi
borgarfullltrúi.
Atvinnublað alla laugardaga
mbl.is
ER ATVINNUAUGLÝSINGIN
ÞÍN Á BESTA STAÐ?