Morgunblaðið - 04.05.2018, Síða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018
✝ Halla IngibjörgSvavarsdóttir
fæddist á Akureyri
21. júní 1941. Hún
lést á heimili sínu
23. apríl 2018.
Foreldar hennar
voru Aðalbjörg
Benediktsdóttir,
fædd 28.3. 1904, d.
24.9. 1973, og Svav-
ar Zóphóníasson, f.
15.8. 1913, d. 9.10.
1972. Hálfsystir sammæðra er
Helga Þórisdóttir f. 1929, d.
2000.
Halla giftist 26.10. 1961 eftir-
lifandi maka sínum Hallgrími
Kristni Gíslasyni, f. 10.12. 1936.
Foreldar hans voru Gísli Kristinn
Magnússon, f. 9.7. 1909, d.
25.12.1995, og Elinóra Hólm
Samúelsdóttir, f. 26.10. 1911, d.
13.6. 2011.
Börn Höllu og Hallgríms eru:
1) Gísli Hallgrímsson, f. 30.3.
1957. Kona hans er Anna Sigríð-
ur Pétursdóttir, f. 14.7. 1957.
Bjarney, f. 29.3. 1994, í sambúð
með Bjarna Hafsteini Kristins-
syni. c) Birgir, f. 16.11. 1996. d)
Kara Marín, f. 29.8. 1998. 3)
Garðar, f. 27.2. 1964. Börn hans
eru: a) Linda Sif, f. 28.11. 1983.
Synir hennar eru Símon Dreki og
Daníel Dreki. b) Bjarki, f. 17.9.
1988, í sambúð með Þorbjörgu
Matthíasdóttur. c) Íris Hrönn, f.
15.1. 1997. 4) Haukur, fæddur
19.12. 1965, sambýliskona hans
er Aðalheiður Guðmundsdóttir,
f. 6.8. 1968. Börn þeirra eru: a)
Berglind, f. 6.11. 1995, sambýlis-
maður hennar er Brynjar Þór
Friðleifsson og eiga þau dæt-
urnar Arneyju Emelíu og Sunn-
evu Lind. b) Guðmundur Heiðar,
f. 4.12. 1999. c) Ásdís Karen, f.
14.2. 2002. 5) Erla Björg, f. 20.8.
1971. Dóttir hennar er Halla Rut,
f. 23.10. 2002.
Halla bjó mestalla ævi sína á
Akureyri en dvaldi nokkur ár
sem barn hjá ættingjum sínum að
Stóru-Tjörnum í Ljósavatns-
skarði. Sem ung kona starfaði
hún við saumaskap en seinna
meir vann hún við ýmiss konar
störf, m.a. í barnafataverslun.
Aðalstarf hennar var þó húsmóð-
urstarfið. Útför hennar fer fram
frá Akureyrarkirkju í dag, 4. maí
2018, klukkan 13.30.
Börn þeirra eru: a)
Hallgrímur, f. 4.11.
1978, d. 6.11. 1978.
b) Jónína, f. 23.10.
1980, í sambúð með
Wallas Eshun en
þau eiga dótturina
Victoríu Ronju, fyr-
ir á Jónína Reyni
Franz og Töru Sól.
c) Sigrún Halla, f.
15.4. 1985, gift Guð-
mundi Magnússyni
og eiga þau dæturnar Önnu Mar-
íu og Marý Sól. Guðmundur á
soninn Aron Bjarka. d) Guðrún
Anna, f. 20.12. 1990, í sambúð
með Hróari Jónassyni. e) Hall-
grímur Kristján, f. 15.9. 1992,
dóttir hans er Auðbjörg Lilja.
Gísli á dótturina Önnu Maríu, f.
26.8. 1975, gift Þresti Guðmunds-
syni, f. 20.10. 1966, og eiga þau
börnin Evu Dís og Einar Mána. 2)
Bjarni, f. 5.6. 1961. Kona hans er
Sigurlína Arna Þorsteinsdóttir, f.
26.10. 1963. Börn þeirra eru: a)
Sólrún Björg, f. 30.7. 1989. b)
Elsku Halla, kona og amma
sem alltaf fannst svo gaman
að djamma.
Hún hló svo oft,
það fannst henni gott.
Þessi heiðurskona, hún fallega
mamma.
Í grænum garði, hún undi sér best.
Að brasa í blómum, gat hún flest.
Með kröfsu í hendi
hún arfann sendi
langt í burtu eins og örgustu pest.
Þrjú lög af farða á andlit sitt festi
hafði sig til, í jakka eða vesti.
Að hekla og prjóna,
sauma eða þjóna,
tók vel á móti hverjum einasta gesti.
Að búa til mat og góða sósu
gat hún vel og þurfti enga glósu.
Svo setti hún á disk
kjöt eða fisk
og hátíðarmat handa henni Rósu.
(Kisu)
Halla og Hallgrímur gerðu sem þeim
þótti
skemmtilegt; og fólk þau heimsóttu.
Svo fór hún í háttinn
og Hallgrímur sá þáttinn
sem var í imba, langt fram á nóttu.
Hárið uppsett og varirnar rauðar,
hlýtt er inni meðan vindurinn gnauðar.
Veisluglöð –
og heit böð.
Dagsverkin endalausu, aldrei tóm eða
stundir auðar.
Hún gerði sitt besta fyrir alla
konur og krakka og kalla með skalla.
Kaffi hér, kaffi þar
kaffi alls staðar
handa þeim sem eru eitthvað að
bralla.
Við kveðjum nú fallega og góða konu,
kjarkaða, sterka og hugrakka konu.
Sem stóð sína plikt
og þótti það slíkt
að hann sótti hana heim, þessa
myndarkonu.
Blómin voru hennar líf og yndi.
Nú, í blóma breiðu hún ávallt syndi
í hvítum, gulum;
við alltaf skulum
minnast hennar innan um stjörnu-
stirni.
Elsku mamma, tengdó og
amma, við söknum þín og minn-
umst þín gegnum góðar minning-
ar og sjáumst seinna. Takk fyrir
allt,
Bjarni, Arna, Sólrún Björg,
Bjarney, Birgir og Kara
Marín.
Mamma, ó elsku mamma mín.
Margs er að minnast og svo mik-
ils að sakna. Minningarnar
streyma inn í hugsa mér á þess-
ari stundu, þú fórst svo snöggt,
þetta er allt svo óraunverulegt.
Ég og þú gerðum svo margt og
þú kenndir mér svo margt og
mikið, við töluðum um allt enda
varstu mín besta vinkona líka. Þú
og pabbi voruð saman í 62 ár og
stundum varstu að rifja það upp
þegar þú sást pabba fyrst, sæt-
asti strákurinn í bænum sagðir
þú stolt og brostir. Alltaf þegar
ég keyrði upp að húsinu, sem var
daglega og stundum oft á dag,
varstu iðulega í eldhúsgluggan-
um eitthvað að brasa við mat eða
bakstur með góða tónlist til að
hlusta á og sönglaðir með, áttir
alltaf nýlagað kaffi því þú varst
mikill kaffimanneskja. Á sumrin
varstu þó alltaf að dekstra við
garðinn þinn og blómin þín sem
voru svo einstaklega falleg eins
og þú. En elsku mamma mín, tím-
inn hljóp allt í einu frá okkur, en
ég var þér við hlið allan tímann,
æðruleysi þitt var ótrúlegt og ég
er svo þakklát fyrir þann tíma
sem ég fékk með þér, hann er
mér svo ómetanlegur í dag. Þú
sterka duglega glæsilega
mamma mín með stóra fallega
hjartað og brosið bjarta sást að-
eins það besta í öllum og trúðir
aldrei neinu slæmu um neinn,
alltaf jákvæð sama hvað. Þú varst
svo stolt af öllum þínum afkom-
endum, sem eru ansi margir, og
umburðarlyndi þitt var aðdáun-
arvert því stundum vorum við
ekki sammála enda ekki neinn
smá hópur sem þú áttir af afkom-
endum, en þú fylgdist vel með
okkur öllum. Allir voru velkomnir
í þitt eldhús sem vildu koma í
spjall um hvað sem var, um gleði
og sorg eða bara daginn og veg-
inn. Fyrir tæplega 16 árum eign-
aðist ég mína dóttur og þú varst
viðstödd þennan mikla gleðidag
og fékk hún nafnið þitt Halla og
ég bætti við Rut. Upp frá því urð-
um við þú og ég enn nánari, næst-
um eins og samlokur, og Halla
litla var áleggið okkar sem gerði
allt ennþá betra og okkur enn
nánari. Stundum fórum við sam-
an í ferðalag, þá sátuð þið tvær
aftur í bílnum og sunguð saman
litla sæta ljúfan góða með ljósa
hárið, þið voruð svo glaðar saman
og brosmildar báðar tvær. Þú
varst svo glæsileg, tignarleg og
yndisleg, ég mun hugsa til þín
alla daga og sakna þín alla daga
og geyma þig og allt sem við átt-
um saman í hjarta mínu, alltaf
elsku mamma mín. Takk fyrir allt
og allt mamma.
Yndislega mamma mín,
ég man þig þegar sólin skín,
ég man þig þegar dropar falla,
ég man þig þegar lækurinn hjalar, og
blómin opnast
ég man þig þegar börn brosa,
ég man þig þegar fuglar syngja og
golan strýkur kinn,
ég man þig þegar vindurinn gnauðar
og þegar húmar að kveldi,
þegar ég leggst á koddann og hvísla
út í nóttina:
góða nótt elsku mamma mín,
Guð gefi þér góða nótt mamma mín.
Þín dóttir
Erla.
Elsku amma mín.
Ég sakna þín svo sárt
Þú varst alltaf mín og ég var þín
Ég trúi varla að þú sért farin
Það er ekki langt síðan ég hélt í hönd
þína
og sagði þér hversu mikið ég elska þig.
Þú varst alltaf svo hress og kát
og gerðir alla daga betri
Þú gerðir mig að gleðigjafa allra
þegar þú vissir hvað koma myndi.
Nú þegar fegursta blómið er farið
er hjartað mitt kramið.
Þú fylltir það með ást og gleði
sem ég mun alltaf geyma.
Þú fylltir huga minn að jákvæðni og
umhyggju
sem ég er svo þakklát fyrir.
Í huga mínum mynd af þér ætíð lifir
minning um faðmlag og brosið þitt
bjarta lifir
allar liðnar stundir ég varðveiti og
geymi.
Einu sinni var ég engillinn þinn
núna ert þú minn.
Ég elska þig svo ótrúlega mikið
Þú verður alltaf elsku besta amma mín.
Ætíð verður þú fyrirmynd mín
Þar til ég kem til þín.
Halla Rut Ákadóttir.
Elsku amma mín, það er eitt
sem er alveg víst í lífinu og það er
að við munum öll kveðja, mér
finnst það samt svo óraunveru-
legt að ég muni aldrei fá að sjá
þig aftur. Ég veit samt að þú ert
komin á góðan stað þar sem allt
er í blómum og fallegum litum
eins og þú elskaðir. Þú varst ein-
stök í alla staði og mér finnst ég
ótrúlega heppin að hafa fengið
þig sem ömmu mína. Mínar
fyrstu minningar með þér eru
þegar þú varst að setja í þig car-
men-rúllurnar og mála þig, ég
horfði á þig með aðdáun og fannst
þú svo falleg og ætlaði sko að
verða eins og amma þegar ég yrði
stór. Þú sagðir mér að maður
ætti alltaf að hafa sig til og vera
fín. Enda ef ég hef farið út ótil-
höfð hef ég alltaf hugsað eins gott
að amma sjái mig sko ekki núna.
Þú kenndir mér svo margt og við
vorum bestu vinkonur og ég leit
svo upp til þín alltaf. Þegar kom
að eldhúsinu varstu snillingur og
ég var bara pínulítil þegar ég var
farin að grúska með þér í eldhús-
inu og þá sérstaklega sósugerð-
inni, enda hafði enginn roð við
þér þegar kom að sósugerðinni.
Þú kenndir mér leynitrix með
sósugerðina sem ég hef bara milli
okkar.
Ég fékk áhugann á matargerð
og bakstri beint frá þér og ófáar
stundirnar sem ég eyddi með þér
í eldhúsinu í Áshlíðinni að tala um
uppskriftir og hvað væri best að
gera og hvað ætti ekki að gera.
Þetta eru dýrmætar minning-
ar sem ég mun alltaf muna. Svo
garðurinn þinn, hann var æðis-
legur og þú nostraðir við hann af
alúð allt þitt líf og hann var þér
svo dýrmætur og ég lofa að við
munum hjálpa elsku afa að passa
upp á garðinn þinn og dekstra við
öll fallegu blómin þín. Ég gæti
skrifað endalaust en ég mun eiga
allar þessar dýrmætu minningar
í hjartanu mínu. Það verður
skrýtið að koma í Áshlíðina og
engin amma Halla í eldhúsglugg-
anum en afi verður þar og við
munum öll passa upp á hann.
Takk fyrir allt, elsku amma mín,
allt sem þú kenndir mér og allar
spjallstundirnar sem við áttum,
þær eru mér dýrmætar. Eins er
ég ótrúlega þakklát fyrir að hafa
fengið að vera með þér hinstu
stundina þína. Þú varst elskuð af
svo mörgum og það verður tóm-
legt án þín.
Lifið verður öðruvísi þegar
engin amma Halla verður til að
spjalla við. Ég elska þig alltaf og
þú varst mín fyrirmynd í svo
mörgu. Mér langar að kveðja þig
í hinsta sinn með bæninni sem þú
kenndir mér þegar ég var pínu-
lítil og ég hef svo kennt börnun-
um mínum.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum)
Ástar og saknaðarkveðjur.
Þín
Jónína.
Sæl, krakkar. Viljið þið kaffi?
Svona var gjarnan tekið á móti
þeim sem í Áshlíðina komu. Og
alltaf var bakkelsi með, nær und-
antekningarlaust eitthvað góm-
sætt og gott sem Halla tengda-
mamma hafði bakað.
Halla Ingibjörg Svavarsdóttir
fæddist 21. júní 1942. Hún var
dóttir Svavars Zóphóníassonar
og Aðalbjargar Benediktsdóttur.
15 ára gömul eignaðist hún sitt
fyrsta barn, sem seinna varð eig-
inmaður minn. Það hlýtur að hafa
verið svo ungri konu talsverð
áskorun að eignast barn svona
ung árið 1957 þegar félagslegur
og fjarhagslegur stuðningur
þjóðfélagsins var lítill sem eng-
inn.
Ekkert var fæðingarorlofið né
barnabætur sem okkur þykir
sjálfsagt mál í dag. Fjórum árum
seinna eignaðist hún næsta barn.
Þrítug var hún svo orðin fimm
barna móðir, synirnir eru fjórir
og dóttirin ein og er hún yngst.
Hún lagði líf og sál í heimilishald-
ið og til þess var tekið hversu
flink hún var bæði í að elda góðan
mat og fjölbreytilegan og baka
fínar kökur.
Alltaf var opið hús í Áshlíðinni,
margar voru og oft heitar um-
ræðurnar sem áttu sér stað í eld-
húsinu. Alltaf var þar heitt á
könnunni og alltaf hlustaði Halla.
En eitt var það áhugamál sem
sameinaði okkur og það var áhugi
okkar á garðplöntum, bæði fjöl-
ærum og sumarblómum. Mikið
væri nú gaman að geta mynd-
skreytt þessi minningarorð með
fallegum ljósmyndum úr garðin-
um hennar. Hún hafði einstakt og
skemmtilegt lag á að setja saman
falleg litbrigði blóma og tegunda.
Garðurinn bar af mörgum falleg-
um görðum Akureyrarbæjar.
Hann var fjölskrúðugur með rós-
um, runnum, fjölærum blómum
og sumarblómum. Halla hugsaði
um garðinn sinn af sömu natni og
heimilið.
Ég var bara 19 ára stelpuskott
þegar kærastinn kynnti mig fyrir
tengdamömmu. Kunni ekkert til
eldhúsverka né margra annarra
heimilisverka. Halla var bara ör-
lítið eldra stelpuskott, 16 árum
eldri, en kunni allt í eldhúsinu
fannst mér og lífsreynd kona. Af
henni lærði ég ansi margt í elda-
mennsku og heimilishaldi sem ég
kann og fyrir það vil ég nú þakka.
En nú skilja leiðir og það
snögglega. Engan hefði órað fyr-
ir því um áramót að Halla myndi
hverfa svo skjótt úr lífi okkar
sem raun varð á. Hún háði harða
baráttu við krabbamein á einung-
is fimm vikum. Þrátt fyrir þetta
var glettnin og spaugyrði til stað-
ar. Nánast fram á síðasta dag.
Að lokum vil ég færa starfs-
fólki Heimahlynningar kærar
þakkir fyrir framúrskarandi vel
unnin störf. Og öllum þeim sem
komu að hjúkrun hennar síðustu
vikuna sem hún var heima.
Aðstandendum öllum sendi ég
mínar allra innilegustu samúðar-
kveðjur.
Guð gefi hinum látnu ró og hin-
um líkn sem lifa.
Blessuð sé minning þín,
tengdamamma.
Ég læt lokaorð minningar-
greinar minnar vera fyrra vers
Jónasar Hallgrímssonar úr sálm-
inum Allt eins og blómstrið eina.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt
lit og blöð niður lagði
líf mannlegt endar skjótt.
Anna Sigríður Pétursdóttir.
Halla Ingibjörg
Svavarsdóttir
Elsku hjartans
frændi minn. Til-
kynningin um frá-
fall þitt kom eins og
þruma úr heiðskíru
lofti.
Þú sem varst mín stærsta fyr-
irmynd. Alltaf samkvæmur sjálf-
um þér í skoðunum á samfélaginu
og ávallt málsvari þeirra sem
minna mega sín. Í mörg ár hitt-
umst við um helgar á kaffihúsum
miðborgarinnar, þar sem þú lést
mig óhikað heyra réttmæta
gagnrýni á það sem sannarlega
var aðfinnsluvert í samfélaginu
okkar. Þar menntaðir þú frænda
þinn um mistök í húsnæðismála-
stefnu landsins enda einn okkar
helsti sérfræðingur um þau mál.
Líka tókstu ómeðvitað að vera
mótandi í minni eigin samvisku,
hvað er rétt og hvað er rangt.
Þeir sem meðhöndla almannafé
skilja oft ekki hversu traustið
skiptir miklu máli. Samfélag
byggist á trausti og því að hér
Percy B.
Stefánsson
✝ Percy B. Stef-ánsson fæddist
21. september
1947. Hann lést 14.
apríl 2018.
Útför Percy fór
fram 24. apríl 2018.
geti allir blómstrað
á eigin forsendum
en ekki bara fyrir
vina- og flokka-
tengsl.
Minn kæri
frændi, þrátt fyrir
skoðanir þínar á
samfélaginu tókst
þú öllum manneskj-
um sem jafningjum.
Það var auðvelt að
vera maður sjálfur í
kringum þig því þú dæmdir aldr-
ei manneskjuna. Þú sem hafðir
kynnst því af eigin raun að vera
dæmdur af samfélaginu vegna
kynhneigðar og síðar HIV. Ég
harma þá baráttu sem þú varst
látinn taka af dómhörðu og for-
dómafullu samfélagi en fagna
þínum sigri. Þú sem fyrir lífsins
hörku varst dæmdur og útskúf-
aður en tókst að þér að berjast
fyrir aðra. Berjast fyrir ein-
hverju sem þú fékkst aldrei að
upplifa á æskuárunum, það vildir
þú ekki að neinn þyrfti að upplifa.
Það versta er, minn kæri frændi,
að hafa ekki getað verið þér stoð
og stytta á lífsins erfiðustu tím-
um eins og þú varst fyrir mig og
svo fjölmarga aðra. Þrátt fyrir
lífsins hörku og ósanngirni mun
gleði þín og léttleiki lifa með
okkur. Þrátt fyrir allan sársauk-
ann sem þú hafðir á herðum þín-
um til æviloka, minnist ég gleði-
stunda og geymi þær í hjarta
mínu. Það er svo margt sem mig
langar að segja, svo margar sög-
ur af gleði, baráttu, sigrum og
þrautagöngu en þær munu lifa
áfram með okkur öllum sem þú
snertir. Sögu þína finn ég krist-
allast í ljóði Davíðs Stefánssonar
„Í næturkyrrðinni“.
Er nóttin lægir stormsins þunga þyt,
og þreyttir hvílast eftir dagsins strit,
er eins og lífið breyti allt um blæ
og borgin fái annan svip og lit.
Því alltaf geta mannshugir mæst,
þó myrkur sé og öllum dyrum læst.
Að týndum sonum leggur ástaryl,
þó allt sé kalt, sem þeim er hendi
næst.
Þó augun sjái ekki handaskil,
sér andinn gegnum fjöll og klettaþil.
Þó lífið verði þúsundþætt,
þá þráir allt að fá að vera til.
Líf er ekki aðeins barátta um brauð
né bardagi um ríka mannsins sauð.
En sá, sem aldrei innri ljómann fann
er einn að þjást - í veröld sem er dauð.
En sá, sem tign og töfra lífsins fann
og treystir á það ljós sem vermir hann,
mun ganga út og góðum fræjum sá,
en gleyma því, hver syngur hann í
bann.
Hann bendir þeim, sem vorsins veldi
þrá
og vilja allt í fegra ljósi sjá.
Hann leiðir þá um fjöll og dal,
uns loginn helgi skín - og frelsar þá.
Hann boðar andans hulda háttatal,
og hann er maðurinn - sem koma skal.
Alex B. Stefánsson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar