Morgunblaðið - 04.05.2018, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
Aðalfundur
Aðalfundur Hraðfrystihússins – Gunnvarar
hf. vegna ársins 2017 verður haldinn laugar-
daginn 19. maí nk. kl. 10:30 á skrifstofu
félagsins í Hnífsdal.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 17.
grein samþykkta félagsins.
2. Tillaga um heimild til stjórnar um kaup
á eigin hlutum, sbr. 55. gr. laga um
hlutafélög.
3. Önnur mál.
Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar
félagsins munu liggja frammi á skrifstofu
félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir
aðalfund.
Stjórn Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf.
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Prestbakki 19, Reykjavík, fnr. 204-7012, þingl. eig. Sturla Eiríksson,
gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf., Húsasmiðjan ehf. og Reykjavíkur-
borg, þriðjudaginn 8. maí nk. kl. 13:30.
Súluhólar 4, Reykjavík, fnr. 205-0043, þingl. eig. Marteinn Unnar
Heiðarsson, gerðarbeiðandi Tollstjóri, þriðjudaginn 8. maí nk.
kl. 14:00.
Þverársel 16, Reykjavík, fnr. 205-4032, þingl. eig. Rögnvaldur
Þorkelsson, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 8. maí
nk. kl. 10:00.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
3. maí 2018
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og bingóið vinsæla kl 13.30,
verið velkomin!
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16.
Opið hús kl. 13-16. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17.
Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45.
Heitt á könnunni, Allir velkomnir. S. 535-2700.
Boðinn Vatnsleikfimi kl. 9.10. Vöfflukaffi kl. 14.30. Línudans fyrir byrj-
endur og lengra komna kl. 15.15.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Heimsókn frá ungl-
ingum í Háteigsskóla kl. 10-11. Morgunkaffi kl. 10-10.30. Leikfimi kl.
12.50-13.30. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15.
Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi hjá Rósu kl. 10.15
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Leikfimi kl. 13.45. Kaffiveitingar kl.
14.30. Allir velkomnir!
Garðabær Jónshúsi / félags- og íþróttastarf: 512-1501. Opið í Jóns-
húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16. Hægt er að
panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu
er selt frá kl. 14-15.30. Félag eldri borgara í Garðabæ, s. 565-6627
skrifstofa opin miðvikudaga kl. 13.30-15.30. Vorsýning í Jónshúsi,
sýning opin kl. 9.30–16.
Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Glervinnustofa með
leiðbeinanda kl. 9-12. Prjónakaffi kl. 10-12. Leikfimi gönguhóps kl. 10-
10. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Bókband með leiðbeinanda kl.
13-16. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl.
13 tréskurður, kl. 13 léttgönguhópur (frjáls mæting).
Gullsmári Handavinna kl. 9. Leikfimi kl. 10. Ljósmyndaklúbbur kl. 13.
Bingó kl. 13.30.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Opin handavinna kl. 9–12. Útskurður kl. 9, verkfæri á staðnum og
nýliðar velkomnir. Botsía kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30. ATHUGIÐ
BINGÓ FELLUR NIÐUR Í DAG 4. MAÍ.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl.
9.45, jóga kl. 10 hjá Carynu, hádegismatur kl. 11.30. Spilað brids kl. 13,
bíó kl. 13.30, kaffisala í hléi.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl.
8.50, botsía kl.10.15, listasmiðjan er opin fyrir alla frá kl. 9-16, zumba
dans leikfimi með Auði kl. 13, síðdegiskaffi kl. 14-15.30, Hæðargarðs
bíó kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri, nánari upplýsingar í Hæðar-
garði 31 eða í síma 411-2790.
Korpúlfar HHugleiðsla kl. 9 í Borgum. Hreinsunardagur Korpúlfa,
lagt af stað kl. 10 frá Borgum, boðið upp á grillmat á eftir í Borgum.
Fegrum hverfið okkar með gleði í hjarta. Brids kl. 12.30 í Borgum og
hannyrðahópur Korpúlfa kl. 12.30 í Borgum. tréústkurður kl. 13 á
Korpúlfsstöðum og sundleikfimi kl. 13.30 í Grafarvogssundlaug.
Vöfflukaffi kl. 14.30 til 15.30 í Borgum.
Seltjarnarnes Vegna heilsudaga þá er opið hús í félags- og tóm-
stundaaðstöðu eldri borgara á Skólabraut 3-5. Kaffispjall í króknum kl.
10.30. Jóga / hláturjóga í salnum kl. 11. Spilað í króknum fram eftir
degi. Einnig er spilað í Eiðismýri 30 kl. 13.30 og eru allir velkomnir
þangað. Áður auglýst söngstund fellur niður i dag. Munið 50 ára
afmælistónleika Selkórsins í kirkjunni á sunnudag kl. 16.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Borgarfundur í Ráðhúsinu laugar-
dag 5. mai kl. 10.30. Félag eldri borgara í Reykjavík, Grái herinn og
Samtök aldraðra boða til opins fundar með stjórnmálaflokkum. Fund-
arstaður; Ráðhúsið, Tjarnarsalur. Tilefni fundarins er kosningar til
sveitarstjórna þann 26. maí nk. Fundarefni; fjallað verður um stöðu,
þjónustu og kjör eldri borgara. Dansað sunnudagskvöld kl. 20.
Hljómsveit hússins leikur.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Lok á heita potta og hitaveitu-
skeljar
Stærðir í cm: 200x200, 210x210,
220x220, 235x235, 235x217,
217x174, 8 hyrnd lok. Lokin þola 1000
kg jafnarðarþunga af snjó. Vel ein-
angruð og koma með 10 cm svuntu.
Sterkustu lokin á markaðnum. Litir:
Brúnt eða grátt. Opnarar til þess að
auðvelda opnun á loki.
www.heitirpottar.is
Sími 777 2000 Haffi
og 777 2001 Grétar
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
ER AUGLÝSINGIN
ÞÍN Á BESTA STAÐ?
Atvinnublað
alla laugardaga
Sendu pöntun á
augl@mbl.is eða hafðu
samband í síma 569-1100
Allar auglýsingar birtast
í Mogganum og á mbl.is
Okkur langar
að minnast Helgu
föðursystur okkar.
Helga frænka var
einstaklega hlý og
jákvæð með notalega nærveru.
Hún mun alltaf eiga sérstakan
stað í hjörtum okkar. Við gist-
um ófáar nætur heima hjá
Helgu og Pálma þegar við vor-
um litlar og það var alltaf mjög
gaman því Helga hafði lag á að
láta börnum finnast þau vera
svolítið merkilegt fólk. Þegar
við urðum eldri og vorum komn-
ar með eigin fjölskyldur og börn
sýndi Helga frænka þeim, ekki
síður en okkur, mikla athygli og
góðvild. Oft var margt og mikið
spjallað þegar við heimsóttum
þau hjónin.
Fáa þekkjum við félagslynd-
ari en Helgu frænku okkar. Í
huga okkar er mynd af henni á
ættarmóti eða í útilegu með fjöl-
skyldunni, sitjandi með prjón-
ana sína þar sem fólk hópaðist
kringum hana og glaðværð og
hlátrasköll ómuðu um svæðið.
Þannig vildi hún einmitt hafa
lífið, fullt af gleði og fjöri og
þannig munum við alltaf minn-
ast hennar.
Með þessum fáu orðum
kveðjum við Helgu okkar.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku Jón, Jóhanna, Nína
Margrét og fjölskyldur, við
sendum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Minning um einstaka frænku
lifir með okkur.
Sigurbjörg Hvönn
og Jóhanna María
frá Húnsstöðum.
Það var fyrir allmörgum ár-
um að Eiríkur, Lárus, Pálmi og
síðar Tryggvi ákváðu að vinátta
þeirra væri komin á það stig að
ekki væri nóg að hittast í störf-
um þeirra í kringum Rarik held-
ur einnig óformlega og taka eig-
inkonurnar með. Úr varð
skemmtilegur matarklúbbur
sem hefur hist a.m.k. einu sinni
á ári og alltaf haft jafngaman af.
Á fjörugum fundum þessa
matarklúbbs var Helga ævin-
lega hrókur alls fagnaðar. Hún
var mannblendin kona sem
hafði afar þægilega nærveru,
Helga Sigfúsdóttir
✝ Helga Sigfús-dóttir fæddist
6. júlí 1936. Hún
lést 20. mars 2018.
Útför Helgu fór
fram 13. apríl
2018.
átti auðvelt með að
umgangast fólk og
kom fram við alla af
virðingu og hispurs-
leysi. Helga var al-
mennt áhugasöm
um fólk; þekkti
marga og spurði
frétta af lífi og
starfi, börnum og
barnabörnum af ein-
lægum áhuga.
Það var aldrei
leiðinlegt að hitta Helgu. Hjá
henni var alltaf stutt í bros og
hlátur og henni var eiginlegt að
sjá spaugilegu hliðarnar á flest-
um málum; jafnvel þegar
gleymst hafði að kveikja á ofn-
inum og steikin var köld þegar
hún átti að vera tilbúin. Þá sauð
í henni hláturinn.
Helga og Pálmi áttu langa
sögu saman og erfitt er að
minnast á annað án þess að
nefna hitt. Þau voru samrýnd
hjón sem báru virðingu hvort
fyrir öðru og höfðu lag á að hlúa
að bestu eiginleikum hvort ann-
ars. Þau bjuggu sér falleg heim-
ili, bæði á Akri og í Blönduhlíð-
inni, voru höfðingjar heim að
sækja og þess nutum við mat-
arklúbbsfélagarnir þegar hóp-
urinn hittist hjá þeim. Það er
skarð fyrir skildi nú þegar þau
heiðurshjón hafa bæði kvatt.
Það er með miklu þakklæti
sem við kveðjum Helgu og við
minnumst hennar með gleði í
huga og hjarta.
Fjölskyldu hennar sendum
við innilegustu samúðarkveðjur.
Eiríkur og Guðrún,
Lárus og Soffía,
Tryggvi og Guðrún.
„Sæl og blessuð elsku besta
frænka mín,“ voru móttökurnar
sem ég fékk þegar ég heimsótti
Helgu frænku mína og ég var
varla farin úr skónum þegar
hún sagði: „Hvenær kemur þú
svo aftur næst?“ eða „komdu
fljótlega aftur“. Það var svo
notalegt að heimsækja þau
hjón, Helgu og Pálma.
Ég og Lydía dóttir mín heim-
sóttum þau reglulega þegar ég
var í Háskólanum, mamma var
þá nýlátin og það var svo gott að
koma til Helgu og finna smá
mömmufíling. Hún var auðvitað
búin að útbúa hlaðborð fyrir
okkur mæðgur eins og henni
einni var lagið og svo gátum við
kjaftað saman um heima og
geima út í eitt. Ég á eftir að
sakna Helgu frænku minnar
mjög mikið og bið Guð um styrk
til að aðstoða afkomendur henn-
ar á þessum erfiða tíma.
Elsku Nína Margrét, Jó-
hanna, Jón og fjölskyldur, ég
sendi mínar innilegustu samúð-
aróskir til ykkar. Missir ykkar
er mikill á stuttum tíma.
Brynja Rós Bjarnadóttir
og fjölskylda.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið
í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóð-
ina www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta
kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja
viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær
sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar