Morgunblaðið - 04.05.2018, Page 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Nýtt verk eftir Kolbein Bjarnason
tónskáld, „After all, the sky flashes,
the great sea yearns“, var frumflutt
28. apríl síðastliðinn af hljómsveit
hins virta listaháskóla Juilliard, New
Juilliard Ensemble, í Alice Tully
Hall í Lincoln Center í New York .
Stjórnandi á tónleikunum var Joel
Sachs og voru þrjú verk flutt til við-
bótar við verk Kolbeins: „Fanofan-
ía“ eftir Salvatore Sciarrino, „Sweet
Tijuana – Danzas Fronterizas“ eftir
Alejandro Cardona og „Oroborium “
eftir Jonathan Dawe en síðastnefnda
verkið var frumflutt líkt og verk
Kolbeins.
„Þetta er hljómsveit skipuð nem-
endum skólans og er náttúrlega
breytileg frá ári til árs og þetta er
partur af þeirra námi, að kljást við
nýja músík,“ segir Kolbeinn um
skólahljómsveitina og að hún hafi á
að skipa 20 hljóðfæraleikurum þegar
hún sé fjölmennust.
Kolbeinn segir Sachs hafa stjórn-
að hljómsveitinni í ein 20 ár og að
Sachs hafi haft samband við hann og
óskað eftir verki. „Hann hefur áhuga
á að starfa með tónskáldum frá
menningarlegum afkimum og var
því með mig þarna frá Íslandi og
Alejandro Cardona frá Costa Rica.
Þetta er það sem hann vill kynna í
New York og hefur mikið verið að
vinna í Mongólíu líka þannig að hann
fer mjög víða,“ segir Kolbeinn.
Lína úr „Dream Song 14“
Kolbeinn segir að honum hafi
komið á óvart hversu margir tón-
leikagestirnir voru í Alice Tully Hall
þegar verkið var frumflutt en tón-
leikasalurinn rúmar um þúsund
manns. „Það var ótrúlega vel mætt
og mér fannst hlustunin líka svo in-
tensíf, stundum skynjar maður það.
Í mínu verki var alveg dauðaþögn á
köflum,“ segir Kolbeinn.
En hvernig verk er þetta? „Þetta
er verk fyrir 14 hljóðfæraleikara og
af því allt sem ég hef skrifað er á ein-
hvern hátt innblásið af ljóðum og
bókmenntum þá er þetta innblásið af
ljóði eftir bandarískt ljóðskáld sem
hét John Berryman,“ svarar Kol-
beinn. Titill verksins sé lína eftir
Berryman úr ljóðinu „Dream Song
14“. „’68 kynslóðin las hann svolítið,
þannig kynntist ég honum,“ segir
Kolbeinn kíminn um Berryman.
Tónverkið er um 15 mínútur að
lengd og segir Kolbeinn að það
skiptist niður í kafla sem nefndir séu
eftir fleiri ljóðlínum skáldsins.
Kolbeinn segist eiga erfitt með að
lýsa tónverkinu nánar og þegar
hann er spurður að því hvort verkið
sé rólegt segir hann það þvert á móti
afar ágengt og mikið ólátaverk. „Ég
veit að þessir krakkar í Juilliard eru
rosalega færir tæknilega og hafði
það í huga, að skrifa tæknilega erf-
iða og krefjandi tónlist sem væri gef-
andi fyrir þau að spila.“
Síðasti tónninn blásinn
Kolbeinn er lærður flautuleikari
en segir flautuleikaraferlinum lokið.
„Ég kom síðast fram með Sveinbirni
Baldvinssyni, við fluttum „Lagið um
það sem er bannað“ - það má ekki
pissa bak við hurð og svo framvegis -
sem við spiluðum inn á plötu fyrir 40
árum og mér fannst mjög góður end-
ir að spila það aftur, 40 árum síðar.
Það var núna í október sem ég blés
síðasta tóninn opinberlega,“ segir
Kolbeinn að lokum.
„Mikið ólátaverk“
New Juilliard Ensemble frumflutti verk eftir Kolbein
Bjarnason í Lincoln Center Innblásið af Berryman
Í New York Kolbeinn virðir fyrir sér veggspjald þar sem tónleikar New Ju-
illiard Ensemble, í Lincoln Center 28. apríl síðastliðinn, eru auglýstir.
Bryndís Guðjónsdóttir sópran hlaut
í gær einnar milljónar króna styrk
úr Söngmenntasjóði Marinós Pét-
urssonar til áframhaldandi söng-
náms. Bryndís stundar nám við
Mozarteum í Salzburg og var ein í
hópi 14 af 147 umsækjendum sem
hlutu þar inngöngu. Hún lýkur það-
an BA-námi á næsta ári. Bryndís
hefur frá barnsaldri stundað
tónlistarnám, að því er fram kemur í
tilkynningu, fyrst í Skólakór Kárs-
ness, þá Tónlistarskóla Kópavogs,
Listaháskóla Íslands og nú Moz-
arteum og hefur notið leiðsagnar
færustu kennara á öllum stigum.
Jafnframt námi hefur hún tekið
þátt í óperuuppfærslum, sungið með
þjóðlagahópi og var í fyrra valin ein
af fjórum til að syngja með Sinfón-
íuhljómsveit Íslands í keppninni
Ungir einleikarar sem er á vegum
Listaháskólans og Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands.
Í Salzburg hefur Bryndís sungið
með þekktum hljómsveitum og
stjórnendum og fyrir liggja kons-
ertar í Prag og Ísrael á þessu ári, að
því er segir í tilkynningu.
Um framtíðaráform Bryndísar
segir að þau séu óperusöngur á sviði
sem sé ástríða hennar, áhugamál og
æðsti draumur.
Hlaut styrk úr sjóði Marinós
Morgunblaðið/Valli
Ánægð Haukur Björnsson (t.h.) afhenti Bryndísi Guðjónsdóttur styrk úr Söngmenntasjóði Marinós Péturssonar.
Myndlistarmaðurinn Kristján
Steingrímur Jónsson opnar
sýningu í Kompunni, Alþýðu-
húsinu á Siglufirði, í dag kl. 17
og lýkur henni 20. maí. „Við-
fangsefni Kristjáns Steingríms
eru í senn hlutbundið brot af
stað og hugmyndir um staði.
Verkin á sýningunni eru lita-
fletir málaðir með litum gerð-
um úr jarðefnum frá ýmsum
stöðum á jörðinni. Þau eru efn-
isleg staðfesting á tilveru stað-
ar og áminning um að þeir eru
jafnframt huglægir og háðir
upplifun. Verkin endurspegla
þá staðreynd að líf á jörðinni
endar sem jarðvegur sem verð-
ur nokkurs konar gagna-
grunnur um tilvist okkar.
Þannig skráir tíminn söguna í
efnið og um leið atferli manns-
ins og samband hans við nátt-
úruna,“ segir um sýninguna í
tilkynningu.
Kristján í Kompunni
Sýnir Kristján Steingrímur opnar sýn-
ingu í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í dag.
Morgunblaðið/Eggert
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Fös 4/5 kl. 20:00 28. s Fös 18/5 kl. 20:00 36. s Fös 1/6 kl. 20:00 46. s
Lau 5/5 kl. 20:00 29. s Lau 19/5 kl. 20:00 37. s Lau 2/6 kl. 20:00 47. s
Sun 6/5 kl. 20:00 30. s Mið 23/5 kl. 20:00 aukas. Sun 3/6 kl. 20:00 48. s
Þri 8/5 kl. 20:00 31. s Fim 24/5 kl. 20:00 aukas. Mið 6/6 kl. 20:00 49. s
Mið 9/5 kl. 20:00 32. s Fös 25/5 kl. 20:00 38. s Fim 7/6 kl. 20:00 50. s
Fös 11/5 kl. 20:00 33. s Lau 26/5 kl. 20:00 39. s Fös 8/6 kl. 20:00 51. s
Lau 12/5 kl. 16:00 34. s Sun 27/5 kl. 20:00 40. s Lau 9/6 kl. 20:00 52. s
Þri 15/5 kl. 20:00 aukas. Mið 30/5 kl. 20:00 aukas. Sun 10/6 kl. 20:00 53. s
Fim 17/5 kl. 20:00 35. s Fim 31/5 kl. 20:00 41. s
Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa.
Elly (Stóra sviðið)
Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s
Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s
Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s
Sýningar haustið 2018 komnar í sölu.
Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið)
Fös 4/5 kl. 20:00 26. s Fim 10/5 kl. 20:00 29. s Fös 18/5 kl. 20:00 32. s
Lau 5/5 kl. 20:00 27. s Fös 11/5 kl. 20:00 30. s Lau 19/5 kl. 20:00 33. s
Sun 6/5 kl. 20:00 28. s Fim 17/5 kl. 20:00 31. s
Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis!
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Fös 4/5 kl. 20:30 12. s Fim 10/5 kl. 20:30 aukas. Fim 17/5 kl. 20:30 23. s
Lau 5/5 kl. 20:30 13. s Fös 11/5 kl. 20:30 16. s Fös 18/5 kl. 20:30 24. s
Sun 6/5 kl. 20:30 14. s Sun 13/5 kl. 20:30 22. s Lau 19/5 kl. 20:30 aukas.
Mið 9/5 kl. 20:30 15. s Mið 16/5 kl. 20:30 aukas.
Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi?
Hin lánsömu (Stóra sviðið)
Fim 10/5 kl. 20:00 3. s Sun 13/5 kl. 20:00 4. s Mið 16/5 kl. 20:00 5. s
Kraftmikil og kómísk saga 8 systkina sem lifa velmegunarlífi
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Lau 5/5 kl. 19:30 27.sýn Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn
Sun 6/5 kl. 16:00 28.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn Sun 10/6 kl. 19:30 34.sýn
Sun 13/5 kl. 19:30 29.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Svartalogn (Stóra sviðið)
Fös 4/5 kl. 19:30 4.sýn Lau 12/5 kl. 19:30 6.sýn
Fös 11/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 7.sýn
Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu
Stríð (Stóra sviðið)
Mið 16/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 3.sýn
Ragnar og Kjartan hafa tvívegis skapað í sameiningu sviðsverk fyrir Volksbühne-l
Faðirinn (Kassinn)
Sun 6/5 kl. 19:30 49.sýn Sun 13/5 kl. 19:30 50.sýn
Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk.
Aðfaranótt (Kassinn)
Fös 11/5 kl. 19:30 Frums Fös 18/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 9.sýn
Lau 12/5 kl. 19:30 2.sýn Lau 19/5 kl. 19:30 6.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 10.sýn
Mið 16/5 kl. 19:30 3.sýn Mið 23/5 kl. 19:30 7.sýn
Fim 17/5 kl. 19:30 4.sýn Fim 24/5 kl. 19:30 8.sýn
Lokaverkefni leikarabrautar sviðslistadeildar LHÍ
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 9/5 kl. 20:00 Mið 16/5 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Oddur og Siggi (Á flakki um landið)
Þri 15/5 kl. 11:00
Vestm.eyjar
Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200