Morgunblaðið - 04.05.2018, Side 41

Morgunblaðið - 04.05.2018, Side 41
» Opnunarhátíð listahátíð-arinnar Listar án landa- mæra í Reykjavík fór fram í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í gær og var það Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem setti há- tíðina. Meðal þeirra sem komu fram var DJ Aron Kale – listamaður hátíðarinnar í ár, hljómsveitin Eva og Tjarnarleikhópurinn. Einkasýning Arons Kales var opnuð í ráðhúsinu við setninguna. Á hátíðinni er lögð áhersla á list fatlaðra listamanna og í ár er sér- stök áhersla á tímatengda list á borð við leiklist, tón- list, sviðslistir og vídeóverk. List án landamæra var sett í gær í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur Tónlist og gleði Mörg tónlistaratriði voru við opnun há- tíðarinnar Listar án landamæra í Tjarnar- sal Ráðhúss Reykja- víkur í gær og gest- irnir skemmtu sér konunglega.Morgunblaðið/Árni Sæberg MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018 Tíska & förðun Fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 18. maí PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 14. maí NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur Fjallað verður um tískuna í förðun, snyrtingu, fatnaði, fylgihlutum auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira „Nú er það orðið ljóst að í ár mun Jazzhátíð snúa aftur í miðbæinn en tónleikastaðir hátíðarinnar verða Iðnó, Tjarnarbíó, Hannesarholt og Grand hótel. Stjórn hátíðarinnar þakkar Hörpu fyrir samstarfið síð- astliðin ár en það er mikil eftirvænt- ing fyrir nýju skipulagi hátíðarinnar og er það von stjórnar að smærri staðir muni endurvekja klúbba- stemningu fyrri tíðar,“ segir í til- kynningu frá Jazzhátíð Reykjavíkur. Hátíðin í ár fer fram dagana 5.-9. september og samkvæmt upplýsing- um frá skipuleggjendum er nú unnið að því hörðum höndum að klára að ganga frá dagskrá hennar. „Laug- ardagskvöld hafa iðulega verið stóru kvöldin á Jazzhátíð og verður árið í ár engin undantekning. Kvöldið mun fara fram í Gullteigi á Grand hóteli og önnur af stórum stjörnum kvöldsins er engin önnur en slagverksleikarinn Marilyn Mazur. Hún kemur til lands- ins með bandið Shamina, sem er tíu kvenna band skipað þungavigtar- hljóðfæraleikurum, og dansara frá Skandinavíu. Bandið er byggt á leik- rænni nálgun „Primi band“ sem Maz- ur starfrækti á 9. áratugnum en orð eins og ótamið, villimennska, kraftur, margradda, hrynþungi og hreyfing einkenna tónlistina.“ Dagskrá Jazzhátíðar Reykjavíkur verður kynnt á vef- og facebooksíðu hátíðarinnar á næstu dögum. Jazzhátíð Reykjavík- ur kveður Hörpu Kraftur Slagverksleikarinn Marilyn Mazur og kvennabandið Shamina. ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.