Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018 Bibione Feneyjar Verona Ljubljana Bled ADRÍAHAF Króatía - Porec & Umag TRIESTE Garda TRIESTE Á ÍTALÍU Frá kr. 24.950 önnur leiðin m/sköttum, tösku og handfarangri flugsæti í sólina 595 1000 . heimsferdir.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Skattheimta í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu er mest í Reykjavík, ef skoðað er hversu hátt hlutfall af tekjum íbúanna sveitar- félög taka til sín í formi skatta. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu efnahags- sviðs Samtaka atvinnulífsins (SA) um fjárhagsstöðu sveitarfélaganna. Íbúar á Seltjarnarnesi greiða hlut- fallslega minnst af sínum tekjum til sveitarfélagsins. Niðurstaðan er byggð á fjárhagsáætlun fyrir árið 2018. Þar er gert ráð fyrir að 7,4% af tekjum íbúa á Seltjarnarnesi renni til bæjarins en á sama tíma er hlutfallið 10,9% hjá íbúum í Reykjavík. Í skýrslunni kemur fram að meiri skattheimta skili sér ekki endilega í betri þjónustu eða betri rekstri, en Seltjarnarnesbær er í þriðja sæti í rekstrarsamanburði SA og Reykja- víkurborg í því tíunda. „Niðurstaðan leiðir í ljós að mikil fylgni er milli þess hvernig sveitarfélögin raðast í rekstr- arsamanburðinum hér að ofan og þess hversu hátt hlutfall af tekjum íbúa sinna þau taka til sín með skatt- heimtu,“ segir í greiningu SA. Íbúar ósáttir við menntamál Í skýrslunni kemur fram að mikil- vægt sé að verð og gæði fari saman, þar sem íbúar greiði skatta fyrir þjón- ustu sveitarfélaganna. Er þar rakin þjónustukönnun, sem Gallup fram- kvæmir fyrir sveitarfélögin, um ánægju íbúa með menntamál, sem eru stærsti útgjaldaliður sveitarfélag- anna. „Niðurstaðan leiðir í ljós að íbú- ar Reykjavíkur, sem greiða hæst hlutfall tekna sinna til sveitar- félagsins, eru einnig almennt óánægðastir með þjónustu leik- og grunnskóla. Þá raðast þau sveitar- félög sem taka minnst hlutfall tekna íbúa til sín í formi skattheimtu í fjög- ur efstu sætin. Virðist því vera nei- kvæð fylgni milli umfangs skatt- heimtu og ánægju íbúa með þjónustu leik- og grunnskóla.“ Íbúar Garða- bæjar og Seltjarnarness eru ánægð- astir með leik- og grunnskóla sveitar- félaga sinna. Lítil niðurgreiðsla skulda Samkvæmt nýlegu mati Samtaka iðnaðarins er nauðsynlegt viðhald sem sveitarfélögin þurfa að standa straum af metið á 100 milljarða króna. Tekur það til framkvæmda við vatnsveitu, úrgangsmál, vegi og fast- eignir. Samkvæmt SA eru þar ótaldir ríflega 70 milljarðar króna sem að mestu leyti munu leggjast á sveitar- félögin vegna framkvæmda á hita- veitum, fráveitum og höfnum. Í heild má því áætla um 170 milljarða fjár- festingu hjá sveitarfélögunum á kom- andi árum. Sveitarfélögin munu þurfa að fjármagna það að hluta eða öllu leyti en miðað við fjárhagsstöðu sveitarfélaganna verður ekki hægt að mæta þessari fjárfestingarþörf með aukinni skuldsetningu. „Það veldur vonbrigðum að ekki hafi verið meiri afgangur af rekstri sveitarfélaganna til að greiða hraðar niður skuldir í þessari miklu efnahagsuppsveiflu og einu lengsta samfellda hagvaxtar- skeiði Íslandssögunnar.“ Skattheimtan mest í borginni  Íbúar í Reykjavík greiða hærra hlutfall af tekjum sínum í skatta en íbúar annarra sveitarfélaga  Íbúar Seltjarnarnesbæjar greiða lægsta hlutfallið  Fjárfestingarþörf sveitarfélaganna um 170 ma. kr. Morgunblaðið/Ómar Ráðhúsið SA skoðuðu fjárhags- stöðu helstu sveitarfélaga landsins. Árlegt átak menntunarsjóðs mæðra- styrksnefndar Reykjavíkur hófst í gær með sölu á Mæðrablómi, sem að þessu sinni er kerti. Allur ágóði rennur í menntunarsjóðinn sem styrkir tekjulágar konur til mennt- unar. Þórunn Árnadóttir hannaði kerti með mismunandi skilaboðum tileinkuð mæðrum og Eliza Reid for- setafrú valdi ein skilaboðin sér- staklega. Vigdís Finnbogadóttir tók við fyrsta kertinu á heimili sínu í gær. „Þegar konur mennta sig verða þær ennþá máttugri. Ég áttaði mig á því þegar ég var kjörin til forseta að það hlaut að vera styrkur fyrir allar kon- ur á Íslandi – úr því að hún getur það get ég það,“ sagði Vigdís við þetta tilefni. Anna H. Pétursdóttir, formaður mæðrastyrksnefndar, situr í stjórn sjóðsins. Hún segir sjóðinn hafa af- hent 170 styrki frá upphafi. Kertin verða til sölu í Pennanum-Eymunds- son, Epal í Skeifunni, Hörpu og Kringlunni, Snúrunni og hjá Heim- kaup.is í tvær vikur, eða frá 9. til 23. maí. Sjálfboðaliðar munu einnig selja kertin í Kringlunni og Smára- lind um helgina. ernayr@mbl.is Mæðra- blómið er kerti í ár Morgunblaðið/Hari Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Eflingu – stéttarfélagi bárust kvart- anir frá félagsmönnum hjá Hard Rock Café í Reykjavík í fyrradag, en fyrirtækið fer fram á að starfskonur klæðist vinnukjólum. Þær konur sem kvörtuðu til fé- lagsins vildu áfram klæðast buxum og skyrtum og fram kom að kjólarnir væru „óþægilegir og ósmekklegir“, skv. tilkynningu á vef Eflingar. Efling hafi krafist þess að fyrir- tækið láti tafarlaust af umræddum áformum og áréttar að gæta skuli jafnræðis milli kynja á vinnumarkaði og að fyrirætlanirnar samræmist ekki jafnréttissjónarmiðum. Viðar Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri Eflingar, sagði í samtali við Morgunblaðið að það væru sjálfsögð réttindi fólks að vera laust undan kvöðum kynbundinna staðalímynda í vinnunni og að Efling vildi standa vörð um þann rétt. Þar sem kjóll er hefðbundinn kvenfatnaður spurði blaðamaður hvort kvartanir hefðu borist Eflingu frá félagsmönnum sem hefðu orðið að klæðast hefðbundnum karl- mannsfatnaði í vinnunni, á borð við skyrtu og buxur. Sagðist Viðar ekki viss og þurfa að kanna málið betur. Stefán Magnússon, framkvæmda- stjóri Hard Rock Café á Íslandi, seg- ir kröfuna um að starfskonur Hard Rock Café klæðist kjólum koma frá stjórnendum erlendis. „Ég mun taka viðtöl við þá sem vilja tala við mig á föstudaginn, þá verður þetta allt komið á hreint,“ segir Stefán, sem gat ekki sagt til um það ennþá hvort til greina kæmi að hætta við að nota kjólana. Eflingu bárust kvartan- ir vegna vinnukjóla  Reglur um vinnuklæðnað frá Hard Rock Café erlendis Skylda Vinnukjóll Hard Rock Café.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.