Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 33
sú að byggðin í slíkum hverfum sé oft ekki eins þétt og á miðbæj- arsvæðum. Opin græn svæði gefi út- sýni og andrými sem sé eftirsókn- arvert. „Það felur því í sér alvarlegan for- sendubrest af hálfu Reykjavík- urborgar gagnvart íbúum á um- ræddu svæði að troða þéttri blokkarbyggð niður á grasræmuna milli Hraunbæjar og Bæjarháls.“ Þessi nýja byggð muni rýra gildi fasteigna í nágrenninu. Íbúarnir vilja að hætt verði við þessi áform ellegar að dregið verði verulega úr byggingamagni. Í svari skipulagsfulltrúa Reykja- víkurborgar er því hafnað að um for- sendubrest sé að ræða. Í að- alskipulagi sé gert ráð fyrir þéttingu byggðar á ýmsum reitum. Verið sé að snúa við áratuga langri útþenslu Reykjavíkur og vexti borgarinnar beint inn á við. Þá vísar skipulagsfulltrúinn til skipulagslaga þess efnis að geti eig- andi fasteignar sýnt fram á að hann hafi orðið fyrir tjóni vegna breytinga á skipulagi eigi hann rétt á bótum. Kröfu um bætur skuli beina til Reykjavíkurborgar sem taki afstöðu til hennar ef hún berst. Skipulags- fulltrúinn ítrekar, eins og í mörgum svipuðum tilvikum, að útsýni sé ekki lögvarinn réttur borgara. Er at- hugasemdum íbúanna í Hraunbæ 144 hafnað og lagt til að deiliskipu- lagstillagan verði samþykkt óbreytt að mestu. Tölvuteikning/A2F arkitektar Ný byggð Skipulagið gerir ráð fyrir að byggt verði rúmlega 28 þús- und fermetra húsnæði með um 200 íbúðum. FRÉTTIR 33Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018 Borgarráð hefur samþykkt að veita lóðavilyrði fyrir 200 íbúðum á þróunarreit í Skerjafirði, rétt við Reykjavíkurflugvöll. Um er að ræða Bjarg hses. sem fær leyfi fyrir 100 íbúðum og sömuleiðis fær Félagsstofnunar stúdenta lóð fyrir 100 íbúðir. Vil- yrðin eru veitt með fyrirvara um gildistöku deiliskipulags sem heimili lóðaafmörkunina og stað- festi byggingarréttinn. Borg- arráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins sátu hjá við afgreiðslu málsins. Skipulagssamkeppni var haldin um skipulag í Skerjafirði í fyrra og er verið að vinna að deiliskipulagstillögu á grundvelli niðurstöðu samkeppninnar. Tillaga ASK arkitekta, sem unnin var í samstarfi við Landslag og Eflu, var vinningstillaga í hug- myndaleitinn. Áætlanir gera ráð fyrir að allt að 1.400 íbúðir rísi á svæðinu auk 20.000 fermetra atvinnu- og þjón- ustuhúsnæðis. Húsin verða 2-5 hæðir. sisi@mbl.is Fengu úthlutað lóðum í Skerjafirði Skerjafjörður Ný byggð mun rísa á þessu svæði. Björgunarsveitir á Bakkafirði, Vopnafirði og Þórshöfn voru kall- aðar út á áttunda tímanum í gær- morgun vegna báts sem hafði strandað í fjöru í Bakkafirði. Bátsverjarnir tveir komust heil- ir í land en gott veður var á strandstað. Þyrla frá Landhelg- isgæslunni var afturkölluð. Gæslan fékk tilkynningu um sjö- leytið í gærmorgun um að bát- urinn væri strandaður í fjörunni undan Skeggjastöðum, rétt vestan Bakkafjarðar. Björgunarsveitir á svæðinu voru ræstar út og aðstoð- uðu við að koma bátnum til hafn- ar. Reynt var að koma dælum um borð og grynnka á aflanum í bátn- um. Sluppu heilir frá strandi á Bakkafirði Hästens eru umhverfisvæn sænsk hágæðarúm sem hafa verið framleidd frá árinu 1852. Komdu og finndu muninn. GRENSÁSVEGI 3 SÍMI 581 1006 Náttúrulegt, létt og norrænt Allt um sjávarútveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.